Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 14
Vélin er að framan þótt ótrúlegt megi virðast. En hún rar bönnuð uppá nýtt til að geta náð þessu lagi á bílinn. Skutlan er einn af tímamótabílunum í ár, sem sýna alveg nýja hugmynd um útfærslu og er trúlegt að hún fái verulega útbreiðslu. Breytingin felst í stórauknu innra rými. Skutlan er enginn smáræðis flutningabíll, þótt bann sé aðeins tæpir 4 metrar á lengd. hestafla vél, sem ekki er stærri en saumavél og að sjálfsögðu þverstæð. Þessi vél er mikill kostagripur; svo sparneytin, að eyðslan er samkvæmt Revue Automobile 6—9 lítrar á hundr- aðið. Viðbragðið er samt mjög gott, á að giska 11 sek. í hundr- aðið og hámarkshraðinn er 160 km á klst. Skutlan er þar að auki framúrskarandi lipur í snúning- um og liggur vel á vegi. Öll stjórntæki eru eins þægileg og framast verður á kosið. Þegar inn er litið blasir við, að heildarrýmið er ekki minna en í amerískum skutbíl af stærstu gerð. En nýting þess er margfalt betri og hér hafa Japanir sann- ariega lagzt undir feld og hugsað málið. Bíllinn er fimm dyra og hurðin á afturendanum er stór og opnast upp. Ekki hefur verið hægt að sameina í aftursæti fyllstu þægindi og þá hreyfi- möguleika, sem þar eru. ÞEir möguleikar gera það nauðsyn- legt að bak og seta aftursætisins séu með bólstrun í þynnra lagi og sætið verður því fremur hart viðkomu. Framsætin eru allt öðruvísi útfærð og í alla staði góð. Það er lyginni líkast, hvað hreyfimöguleikarnir að innan eru margvíslegir. Hægt er að leggja framsætisbökin aftur, en fletja úr aftursætinu, þannig að samfellt rými myndist og þá er Skutlan rúmgóð til að sofa í henni. Með einkar hugvitssam- legum búnaði er einnig hægt að legt notagildi að innan. Það er búið að sýna og sanna, m.a. með bílum eins og Honda Shuttle, að hægt er að finna góða málamiðl- un: Bíl sem vinnur vel, eyðir samt litlu og hefur rými til að flytja 12 heybagga uppí hesthús, ef því er að skipta. Bíll sem þú getur flutt í stóran borðstofu- skáp, eða sofið í, en telst samt samkvæmt lengdarreglunni í flokki smábíla. Það er næstum ótrúlegt. Eins og allir nýju bílarnir frá Honda er Skutlan afburða vel teiknuð og ekki ólíklegt að tölu- vert mið verði tekið af þessu út- liti í bílaiðnaði á næstunni. Af smáatriðum sem auka notagildið má nefna, að varadekkið er talsvert minna en dekkin undir bílnum og því er ekki ætlað meira hlutverk en að koma bíln- um á næsta verkstæði. En vegna þess hve lítið fer fyrir því, hefur verið hægt að koma fyrir skúffu til að hafa í smáfarangur undir gólfinu aftast. Og önnur geymsluskúffa er undir sæti að framan. Skutluna er hægt að fá með sóllúgu á þaki; einnig er völ á Hondamatic-sjálfskiptingu, eða 5 gíra kassa. Óg að sjálfsögðu er drifið á framhjólunum. Hvað kosta svo þessi herlegheit? Sam- kvæmt nýjustu verðskrá er verð- ið á Skutlunni með 5 gíra út- færslunni kr. 375 þúsund að viðbættri ryðvörn og skrán- ingarkostnaði. GÍSU SIGUKÐSSON breyta aftursætinu á ýmsan hátt og fá t.d. slétt gólf frá framsæt- um og afturúr, — eða haga þvi þannig til, að þar sé sæti fyrir einn farþega. Það var deginum ljósara á bílasýningunni í vor, að Skutlan var framúrstefnulegasti bíllinn, sem þar var sýndur. Hér er án efa einn af bílum framtíðarinnar kominn á götuna: Hann sýnir og sannar, að Japanir eru hættir að gá til annarra eftir fyrirmynd- um til að stæla eins og þeir gerðu löngum. Þeir eru að ýmsu leyti í fararbroddi; urðu t.d. fyrstir til að bjóða fólksbíla með drif á öllum hjólum fyrir skikk- anlegt verð (Toyota Tercel og Subaru). Það liggur i loftinu, að Skutlan verði komin með drif á öllum að skömmum tíma liðnum; eiginlega er sú lausn það eina sem vantar uppá að þessi bíll hafi allt til brunns að bera. Eitt af því sem einkennir Skutluna er, að ökumaður situr hátt, — maður sezt upp í sætið og það er feikilega góð tilfinning að ekki sé nú talað um þá yfir- sýn, sem þessi lausn veitir. Alvöru sportbílar eru yfirleitt með sætið niðri í gólfi og þessir stælar hafa stundum verið tekn- ir upp í svokallaða sportlega fólksbíla. Toyota var t.d. með fallega teiknaðan bíl á bílasýn- ingunni, sportútfærslu af Cor- olla. Þegar sezt var í framsætið, var mælaborðið komið upp í aúgnahæð. Til hvers? Ekki eykur það öryggið að minnsta kosti. Á bílasýningu í Design Center í London í vor mátti sjá, að þessi Iausn er á undanhaldi á sama hátt og það þykir ekki boðlegt lengur að bjóða einungis ytri stæla, en lítilfjörlegt rými og lé- Myndirnar sýna þrjá möguleika á þrí að leggja sætin niður. Ef búa þarf út svefnstað, eru öll sætin lögð niður. Honda Shuttle Með skutlunni hefur Honda gerst þátt- takandi í nýsköp- un, sem fram hefur komið á þessu ári og sjá mátti t.d. á bílasýningunni hér í vor. Þessi nýsköpun hefúr einkum og sér í lagi birzt í tveimur jap- önskum bílum, Honda Shuttle og Mitsubishi Space Wagon, sem áður hefur verið skrifað um í Lesbók. Hér er á ferð alger upp- stokkun á hugmyndinni um nýt- ingu og án efa framtíðarlausn. Reynt hefur verið að kalla þessa útfærslu rýmisbíla á íslenzku, en fremur er það vandræðaleg þýð- ing og er hérmeð lýst eftir betri nafngift. Þessa útfærslu á Hondunni liggur hinsvegar beint við að kalla Skutlu, samanber geim- skutlu. Það liggur í orðinu, að skutla er ekki stórgripur, en lip- ur og fljót í ferðum. Það sem fljótt á litið sýnist athyglisverð- ast er, að hér er búinn til stór bíll úr venjulegri Hondu, sem er aðeins 3,99 m á lengd — fáeinum sm lengri en Honda Civic þriggja dyra, en aðeins styttri en fjögurra dyra útfærslan, sem nefnd er Ballade. Hæðin á venju- legum Honda Civic er 134 sm, en 148 sm á Skutlunni og í því felst munurinn meðal annars. Vélar- lokið virðist nú svo stutt og niðurhallandi, að naumast er hægt að búast við því að vélin sé þar, heldur aftur í. En svo er ekki. Honda hefur þróað fjög- urra strokka, 1488 rúmsm, 85 vita þeir s ótt vestur-íslenska skáldið Káinn sé fræg- astur fyrir gamanvísur sínar og drykkjuljóð • sem kunnugir eru ljóða- gerð hans, að hann átti marga og ólíka strengi á hörpu sinni. Hér eru nokkur sýnishorn: 1. Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga, hún hefur verið móðurmjólk mín um lífsins daga. 2. íslensk freyja björt á brá bið ég Ijóð mín geymi, fegra meyja úrval á engin þjóð í heimi. 3. Lausnarinn blíður lífs um ár lini sorg og pínu, ef heims í stríði svöðusár svella í hjarta þínu. 4. Lánið blíða lið þér sitt leggi stundir allar, dyggðin prýði dagfar þitt, uns drottinn burt þig kailar. 5. Hreina ást og hjartans yl hefi ég ekki að bjóða, en allt sem skást er í mér til áttu, barnið góða. 6. Undur falleg, frjáls og góð, af fljóðum öllum ber hún, dóttir Elli, ung og rjóð, Æska kölluð var hún. Káinn var fæddur í Eyjafirði, en fór ungur til vesturheims og átti aldrei afturkvæmt. Hann hét fullu nafni Kristján Níels Jónsson f. 1860, d. 1936. Kviðl- ingar hans komu út þegar hann var sextugur 1920, önnur útgáfa í Reykjavík 1945, úrval 1965. Undarlega oft kemur það fyrir í daglegu lífi að við erum minnt á vísur eftir skáld og hagyrð- inga, vísur, sem við höfum ósjálfrátt lært, þegar við heyrð- um þær eða rákumst á þær í fyrsta sinn. Svo er um þessa gömlu stöku Sigurðar Breið- fjörð: Þegar ég geng og hengi haus, menn halda það skáidadrauma. En þá er ég svo þankalaus sem þorskurinn lepur strauma. Þessi er gömul og um höfund- inn veit ég ekki: Listugt blaka laufín fríð, þar landið fagurt er, sólin skín á sumartíð. Sælan fylgi þér. Staðarhóls-Páll orti: Hjá mér leiði ég stolt og stríð, steypir sjálfum heift og níð, svo er mér létt um lífið mitt, lofa, guð drottinn, frelsi þitt. Skáld-Rósa orti: Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann, allt sem prýða mátti einn mann, mest af lýðum bar hann. Uppörfandi bréf höfum vér fengið frá sjálfum allsherjargoð- anum Sveinbirni Beinteinssyni á Draghálsi og skipar hann oss í sveit með betri vísnamönnum hvað smekkvísi snertir. Yfir slíkum viðurkenningarorðum er varla hægt að þegja. Bestu þakk- ir. Smávegis aðfinnslum sting- um við aftur á móti undir stól, enda kalla þær á málalengingar. Vísa var með í bréfinu og sver hún sig í góða ætt í goðorði Sveinbjarnar, og óþarft að nefna höfundinn. Hún er svona og ný- ort: Hún, sem þó af hreinni náð heldur fyrir mér vöku, minnir á, ef að er gáð, ófullgerða stöku. Bréfinu lýkur allsherjargoð- inn svo með annarri stöku, sem minnir á að fleiri lystisemdir en til er höfðað í þeirri fyrri þykja sjálfsagðar hjá Ásatrúar- mönnum: Lífíð hefur hliðar tvær, héöan sé ég báðar þær, yfir hugann ókyrrð slær ölið, sem ég drakk í gær. J.GJ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.