Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 6
Hrímið fellur á hár þitt Haustið — bæði í ríki náttúrunnar og lífi mannsins, hefur orðið flestum skáldum okkar að yrkisefni. Samantekt og teikn- ingar eftir Gísla Sig- urðsson. Síðari hluti. Isíðustu Lesbók birtist fyrri hluti þessarar samantektar um haust- ið í kveðskap íslenzkra skálda. Þar var seilst aftur til Gríms Thomsen, Páls ólafssonar og Kristján Fjallaskálds, en fyrst og fremst leitað fanga hjá nú- tímaskáldum, þótt ekki séu þau öll ofar moldu. Þegar að er gáð, reynist haustið fyrirferðarmikið í kveðskap; einn- ig það haust, sem skáldin finna að færist yfir þau með aldrinum. Jón Óskar var þó ekki farinn að gaum- gæfa neitt slíkt fyrir næstum 30 árum, þegar hann orti Haust; ástfangin hönd leit- ar að hvítu brjósti, þótt vindur þjóti um upsir, — hér er enginn kvíði eða svartsýni, þótt haustdagur kaidur ljúki upp auga. Þýtur vindur um upsir lýkur upp auga haustdagur kaldur, ogangan sumarsins líður burt í fangi vindsins Kular um brjóst Leitar einmana söngur að næmri hlust, fljúga svanir austur heiðar Leitar istfangin hönd að hvítu brjósti, mávur gargar hátt við strendur Leitar skjóllaus maður að skjóli, myrkurgrúfir yfirhverri vörðu Titrar þó I brjósti strengur vona sprottinna undan fingrum sumarsins, hrópa raddir á raddir, tónn á tóna. Þýtur vindur um upsir. Matthías Johannessen er meðal þeirra skálda sem hvað mest hafa ort um vorið og nægir að minna á ljóðabálkinn ó þetta vor í Fagur er dalur. Haustið hefur einnig orð- ið honum yrkisefni og þótt hann sé að uppruna borgarbarn, verður honum frosin þögn landsins fremur að ljóðefni en haust- ið í borginni. I ljóði sínu Þögn kveður hann svo: Fjöll grána á hausti heiðin þagnar, sólhættirað velta vöngum í vatnsspegli. Hvísl báruogsteins breytist ífrosna þögn undir þínum ísi, hér uni églöngum. Nú hnipra sig fuglar á freðnum gárum vatnsins hvítir mávar, og enginn ilmur af heyi til sveita. Vitum við enn — eða hvað bvar vors er að leita? Fjöllin grána í vöngum; samt verður lyngið „rautt af hausti", holklakinn brest- ur undan spori, en „kyrrðin kvaklaus". Svo segir Matthías í Sálmum á atómöld: Við gengum þar hjá þegar lyngið var rautt afhausti, holklaki í mold og kvaklaus kyrrðin orðin móða yfir fjöllunum. Og þegar fjallmenn úr Þingvallasveit reka fram með Ármannsfelli, sér Matthías þá koma í byggð með haust í hverju spori: Hvítir skaflar setjast síðla að í sumardökkum vængjum fjalls ogrjúpu og skuggar landsins tína blað og blað af birkigreinum, heiðin fyllist djúpu myrkri, en hægt, ogaðeins undirkvöld, því enn er vetur fjarri dagsins bláma og sólin skín, þó hún sé kvíðaköld og kembir rauðar fléttur hrauns og gráma. Úr efstu drögum rennur safnið, sér að sólin bregst nú fölu lyngi oggrasi, og þreyttir stinga gangnamenn úr glasi: Þeir koma í byggð með haust í hverju spori hófadyn í eyrum — jarmið sker kvöldsins þögn með klið af horfnu vori. í síðustu ljóðabók sinni yrkir Matthías enn um haustið, en nú er það hvorki um gangnamenn með haust í hverju spori, eða fjöll sem grána á hausti. Nú hugar hann að því hausti, sem sækir mann sjálfan heim. Hann kallar ljóðið Þegar veturinn nálgast, og það hefur augljóslega víðtæka merk- ingu: Aldurinn færist yfir og árin þyrlast gult lauf inn I haustföla gleymsku. Ogþegar veturgengur ígarð og úlfurinn gleypir tungl en stökkvir blóði himin og loft stöndum við með naktar greinar sem nema ekki lengur sól og vor og vitum það er okkur fyrir beztu eins og dagarnir styttast og myrkrið færist yfir. Eða hverniggetum við varizt vetrarkvíða með laufgaðar brosandi greinar semþola ekki frostnæðinginn? Lif og dauðigróa saman, við tvö á langri ævi. Hannes Pétursson yrkir yfirleitt um haustið sem hlutlaus en skarpskyggn áhorfandi. Hver kannast ekki við þau hughrif, sem Hannes laðar svo skáldlega fram: Sumarið allt í einu liðið, svo stutt, svo örstutt. Dagar sóleyjanna eru taldir: Kulið kemur: Senn eru dagar sóleyjanna taldir. Síþyrstur vindurinn grípur í tómt þegar hann staldrar við næst til að bergja á bikar brekkunnar hér fyrir neðan, ilmandi skálum þessara blóma, þessara prúðbúnu orða moldarinnar. Senn eru dagar sóleyjanna taldir. Ég sé þig í anda fella kvíðatár þegar þú finnur morgun kulið koma, koma inn um dyrnar tómhent með fölar brár Senn eru dagar sóleyjanna taldir. Sumarið reyndist furðu stutt í ár. Þarna er tregablandinn tónn, sem kem- ur annars ekki fyrir í öðrum haustkvæðum Hannesar. Eins og flest önnur nútíma- skáld sér hann það myndræna í umbreyt- ingu náttúrunnar; sér blóð eins og hann segir í Haustlitum á fjöllunum: Skýin úrsvalar axir keyra ákaft ífjöllin, en hljótt. Þeirra breiðu, brimhvítu eggjar ber við tunglið um nótt. Spjótsoddar frostsins sem engu eira inn í hold þeirra grafast. Hvar sem þeir bláu brynjurnar rufu er blóð — taumar hins dökklita dreyra. Hannes man líka úr æsku, aðkomustrák- ur í sveit fyrir norðan, það sérstaka and-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.