Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 11
„Skemmtum okkur.“ segir Daisy í The
Great Gatsby. Og stuttu síðar bætir hún
við: „Hvað gerir fólk?“
Miðstéttin sá yfirstéttinni fyrir afþrey-
ingu og lagði henni til meðul með hverjum
tilgangsleysið skyldi falið. Farsar, gaman-
leikir og söngleikir þessa tímabils voru
hluti þeirra meðala. Á hinn bóginn gegndu
slíkar sýningar hlutverki öryggisventils á
þá lægst settu; grimmd og árásargirni,
sem sprottin var af óbærilegum lífskjör-
um, var fengið úthlaup í innantómum
magahlátri og hélt þeim í skefjum.
EINKALÍF FRÁ ÁRINU 1929
Leikfélag Akureyrar sýnir nú á haust-
dögum gamanleikinn Einkalíf eftir Noel
Coward. Uppsetning þeirrar sýningar er
tilefni þessarar greinar og gæti einhverj- ,
um fundist sem inngangurinn væri orðinn j
býsna langur. Látum svo vera en vonin er
sú að lesendur geti betur áttað sig á Noel
Coward og því umhverfi sem leikrit hans
eru sprottin úr. Coward skrifaði Einkalíf
árið 1929 og fer ekki hjá því að efni leik-
ritsins og persónur þess dragi dám af ára-
tugnum sem nær var runninn á enda, en
jafnframt ber leikritið í sér frækorn þess
er á eftir fór er heimskreppan mikla komst
í algleyming.
Coward, sem jöfnum höndum gat nefnt
sig leikara, leikstjóra, söngvahöfund,
söngleikjahöfund, dansahöfund og rithöf-
und, var fæddur í bænum Teddington upon
Thames þann 16. desember árið 1899. For-
eldrar Cowards voru sæmilega efnum búin
og í þeirri þjóðfélagsstétt sem Bretar
nefna gjarna lægri miðstétt. Má því gera
ráð fyrir að fjölskylda Cowards hafi haft
sæmilega til hnifs og skeiðar og hann not-
ið þess áhyggjuleysis sem fyrsti áratugur
þessarar aldar er sagður hafa tryggt fólki
á því þjóðfélagsþrepi.
Snemma hneigðist hugur Cowards til
leiklistar og 11 ára gamall er hann farinn
að leika i atvinnuskyni þegar hann kemur
fram í London söngleiknum Gullfiskurinn.
Sýningar af þessu tagi voru mjög vinsælar
og nefna Bretar þær Pantomime. Reyndar
eru slíkar sýningar enn árviss viðburður í
breskum leikhúsum og þrátt fyrir nafn-
giftina eiga þær lítið skylt við látbragðs-
leik. Efniviðurinn er oftast nær eitthvert
vel þekkt ævintýri s.s. Rauðhetta, Hrói
Höttur, Gæsamamma o.fl., og er þá farið
frjálslega með efnið en aðaláherslan lögð á
dans, söng og viðhöfn í búningum og
sviðsmynd. Eins og lýsingin gefur til
kynna eru sýningarnar sniðnar fyrir börn
og oftast nær sýndar um jólaleytið. Cow-
ard starfaði síðan í leikhúsum öll ungl-
ingsárin og varð því af allri eiginlegri
skólagöngu en fyrir vikið hlaut hann
þarna ómetanlega þjálfun í dansi, söng,
leik og leikhúsvinnu og var þetta hans
leikaraþjálfun.
En eitthvað virðist Coward hafa sett
fyrir sig frama á leiklistarbrautinni er
nær dró fullorðinsárunum, því 1918 lét
hann skrá sig í herinn og mun hafa hugsað
sér frama þar jafnvænlegan og í leiklist-
inni. En hermennskan stóð stutt, vægur
lungnasjúkdómur kom í veg fyrir forfröm-
un á þeim vettvangi og eftir u.þ.b. ár var
hann kominn upp á leiksvið á nýjan leik og
leit ekki til baka eftir það.
Það er hægt að geta sér þess til að Cow-
ard hafi á þessum árum rekið sig á for-
dóma gagnvart þeim sem lögðu leiklist
fyrir sig og því reynt fyrir sér innan hers-
ins, þar sem frami þar var óneitanlega
Noel Coward. Lífíð á þríðja áratugnum rarð
honum næg uppspretta oghann var geysilega
dáður.
talinn „fínni" en í leiklist. Almenningsálit-
inu var ennþá á þann veg farið að sá er
lagði leiklist fyrir sig, setti óneitanlega
ofan í augum meðbræðra sinna. Coward,
sem var menntunarlaus í hefðbundnum
skilningi, átti því ekki margra kosta völ
þegar leiklistinni sleppti, en sjálfsagt hef-
ur enginn orðið fegnari en hann sjálfur
þegar forlögin tóku í taumana og beindu
honum á einu brautina sem honum var
raunverulega fær.
COWARD VERÐUR
EFTIRSÓTTUR
Eftir velgengni sína sem höfundur og
leikari í The Vortex voru Coward flestir
vegir færir. Hann varð mjög eftirsóttur og
gamanleikrit hans og söngleikir nutu sí-
vaxandi vinsælda. Einnig jókst hróður
hans sem leikara og dansara hröðum
skrefum. Efni verka hans var oftast nær
léttvægt, gamanleikritin farsakennd og
söngleikirnir sóru sig í ætt við 19. aldar
melódramað eða byggðust á formúlunni
„drengur hittir stúlku ... “ og eftir meiri
háttar hrakfarir og aðskilnað sameinast
þau að lokum i ástleitnum dúett sem fær
áhorfendur til að vikna af hamingju ...
En Coward hefur kært sig kollóttan, þetta
vildi fólkið helst sjá og því fékk það þetta
að sjá. Til marks um vinsældir verka Cow-
ards má geta þess að á árunum fram undir
1930 var ekki óalgengt að hann ætti 2—5
leikverk samtímis á fjölunum í West End í
London. Coward hélt sínu striki ótrauður
og fram undir 1940 sendi hann frá sér allt
að 2 verkum á ári, auk þess sem hann lék
stöðugt og naut mikilla vinsælda sem slík-
ur.
SKEMMTIKRAFTUR í
LAS VEGAS
Árið 1941 sendi hann frá sér leikritið
Blithe Spirit (Ærsladrauginn) sem sló
hvorki meira né minna en öll aðsóknarmet
í bresku leikhúsi, bæði fyrr og síðar. Urðu
sýningar á leikritinu 1997 og verður það að
teljast dágott. (Þetta aðsóknarmet undan-
skilur söngleiki.)
Ferill Cowards er talinn hafa dalað
nokkuð er kom fram á 5. áratuginn og stóð
sú lægð framundir 1960 er leikrit hans
virtust fara að njóta vinsælda á nýjan leik.
Þær vinsældir verða þó að teljast bundnar
við söluleikhús West End í London og
Broadway New York. En Coward komst
við þetta á síður dagblaðanna og varð að
nýju efni í slúðurdálka þeirra og persónu-
legar vinsældir hans endurnýjuðust og
nafn hans varð að nýju á vörum almenn-
ings. Elísabet drottning aðlaði síðan
gömlu kempuna árið 1970 fyrir framlag
hans til leikhúsmála og mun sú upphefð
hans eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á
hinum íhaldsamari af breska aðlinum þar
sem Coward dró enga dul á kynvillu sína
hin síðari ár. Verða viðbröð aðalsins að
teljast hræsni í mesta lagi og hreinskilni
Cowards honum til sóma framar öðru.
Coward efnaðist vel á list sinni og barst
ætíð nokkuð á, bæði í samkvæmislífinu og
Tízka þríðja áratugaríns, þegar Coward var
uppá sitt bezta, þótti mjög nýstáríeg. Hinn
ómissandi battur hverrar vel kæddrar konu,
var orðinn til fyrir ábrif frá flughúfu Charles
Lindberghs, sem var mikil stjarna á þeim
tíma.
tískuheiminum. Á 7. áratuginum gerðist
hann skemmtikraftur í Las Vegas í Banda-
ríkjunum og var þar með sitt eigið „sjó“,
enda kunnu bandarískir auðkýfingar vel
að meta þennan breska séntilmann og háð-
fugl. Hugsanlega vegna þess að Coward
var tvímælalaust glæstasti fulltrúi alls
þess besta sem breskur „showbiz" hefur
upp á að bjóða en bandaríska vantar svo
sárlega. Nefnilega fágun og agaða fram-
setningu.
Mörg fræg tilsvör eru höfð eftir Coward
og til gaman má tilfæra eitt. Eitt sinn bað
ungur og óreyndur leikari Coward um holl
ráð er þeir léku saman í leikriti. Coward
var snöggur til svars og sagði: „Lærðu
textann þinn og vertu ekki fyrir mér á
sviðinu."
Noel Coward lést árið 1973, þá nær 74
ára að aldri. Leikrit hans og söngleikir
skipta tugum en auk þess sendi hann frá
sér ævisögu í tveimur bindum, smásagna-
söfn og ljóðabók og ýmsar greinar og önn-
ur smærri skrif. Þrátt fyrir að nafni hans
verði tæpast haldið á lofti meðal hinna
„alvarlegri" hðfunda 20. aldarinnar verður
hans áreiðanlega lengi minnst sem eins
lítrikasta persónuleika bresks leikhúss
fyrri hluta þessarar aldar. Orð hans sjálf í
þessum efnum eru glöggt dæmi umhve vel
hann vissi sjálfur af stöðu sinni innan
leikhússheimsins. Hann sagði: „Hver er
kominn til að segja að tár sáu rammari en
hlátur?" Margir fleiri hafa einnig aðhyllst
þessa skoðun.
AÐ STARFA EKKERT,
GERA EKKERT,
VANTA EKKERT
Leikritið Einkalíf sem LA hefur valið til
sýninga nú í haust sver sig I ætt við það
sem á undan hefur verið lýst um 3. áratug-
inn. Persónurnar eru fjórar, af breskri yf-
irstétt og leita sér útrásar í leikjum; þar
sem þetta fólk starfar ekkert, gerir ekkert
og vantar í rauninni ekkert. Nema ef vera
skyldi lífsfyllingu. Fullnægju lifsleiðans er
síðan fundin útrás i formi daðurs, hnytti-
legra orðaleikja og ætíð er bleikt kampa-
vin á glasi innan seilingar.
Það væri þó að taka of djúpt í árinni að
halda því fram að með þessu leikriti hafi
Coward verið að segja yfirstéttinni til
syndanna og lýsa vanþóknun sinni á lifs-
háttum fólks sem hefur ekkert betra við
tímann að gera en leika sér stöðugt í leikn-
um — „haltu mér, slepptu mér“. Tilgangur
Cowards hér er sá sami og í flestum öðrum
verka hans; að skemmta fólki og koma því
til að hlægja og og gleyma tímanum. Það
er svo aftur áleitin spurning hvort sá hlát-
ur er ekki dáinn með þeirri skynslóð sem
ól leikritið af sér, a.m.k. gæti reynst erfitt
og vandasamt verk að endurvekja þann
hlátur með kynslóð sem þekkir fyrirbærið
„lífsleið yfirstétt" ekki nema af afspurn.
Mér er einnig til efs að hægt sé að rök-
styðja andstæða skoðun með því að telja
verkið orðið sígilt. Til þess er það of sam-
dauna sínum eigin tíma og of gagnrýnis-
laust.
Útgangspunktur leikritsins er brúð-
kaupsferð tveggja hjóna til frönsku Rivi-
erunnar. f ljós kemur að þau þekkjast frá
fyrri tíð, ástin blómstrar á heldur óvenju-
legan hátt og árekstrar eru óumflýjanleg-
ir. Atburðarásin færist til Parísar og eftir
nokkuð farsakenndan milliþátt leysist
flækjan í lokin. Eins og ævinlega.
Bygging leiksins er hefðbundin, við er-
um kynnt fyrir A og síðan fyrir B og svo
skellihæjum við að A því við vitum allt um
B og við skellihlæjum að B því við vitum
líka allt um A. Og skemmtunin yfir lausn
flækjunnar veltur á snilli höfundar að
varpa upp óvæntum möguleika sem jafn-
vel við sáum ekki fyrir. f þeim efnum er
Noel Coward réttur maður á réttum stað.
Endir leiksins er endanlegur, umhugs-
unarefnið eftirá er ekkert en þreytuverkir
í magavöðvum eru til marks um ánægju-
lega kvöldstund.
STENDUR OG FELLUR
MEÐ LEIKURUNUM
Það er óhætt að segja að leikrit sem
þetta stendur og fellur með frammistöðu
leikaranna. Samtölin eru hnitmiðuð og
hröð, hraðinn mikill í athöfnum og tilsvör-
um; brandararnir fijúga og geta verið
jafnfyndnir og þeir geta verið innilega
ófyndnir ef slælega er farið með. Öryggi og
fágun leikaranna skiptir sköpum, allt
verður að miðast við framvindu atburða-
rásarinnar án þess að áhorfandinn fái
nokkurn tíma á tilfinninguna að um yfir-
keyrslu sé að ræða eða hraðinn þvingaður
áfram. Góður leikur í slíku leikriti hlýtur
því að þýða algjöra afslöppun leikaranna
þrátt fyrir mikinn hraða, hraðinn verður
að virðast persónunum eðlilegur.
Það er því kannski engin tilviljun að
þetta leikrit Cowards öðrum fremur, hefur
verið álitið kjörið tækifæri fyrir stjörnu-
leikara til að sýna yfirburði sína í tækni;
persónur leiksins eru viðfelldnar og hæfi-
lega grunnar til þess að stjarnan á auðvelt
með að færa sinn eigin persónuleika yfir á
hlutverkið í stað þess að ganga inn í það af
hefðbundinni innlifun. Stjörnur á borð við
Richard Burton, Elisabeth Taylor, Maggie
Smith, John Standing, Tallulah Bankhead,
Noel Coward sjálfan og Gertrude Lawr-
ence, hafa allar tekist á við verkið ásamt
fjölmörgum fleiri í gegnum tíðina.
Leikarar Leikfélags Akureyrar hafa því
mátt taka á honum stóra sínum og hefur
án efa verið forvitnilegt að sjá hvernig
þeim hefur tekist til undir stjórn leikstjór-
ans Jill Brooke Árnason. Jill Brooke hefur
þegar sannað hæfni sína í meðferð farsa-
leikja er hún setti upp Skvaldur f Þjóð-
leikhúsinu í fyrrahaust. Einkalff er þó ekki
farsi, til þess vantar það hina líkamlegu
árekstra og uppákomur, aðferð leiksins er
hins vegar sú sama.
Einkalíf var frumsýnt árið 1930 í Edin-
borg og fór þaðan til London og öðlaðist
strax miklar vinsældir. Coward segir f
sjálfsævisögu sinni að kveikjan að verkinu
hafi verið hugsýn Gertrude Lawrence og í
fyrstu uppfærslunni léku þau saman í að-
alhlutverkum. Coward var jafnframt leik-
stjóri.
Verið fór síðan hefðbundna leið til
Broadway á New York og reyndist ekki
síður vinsælt þar, enda krappan að færast
í algleyming og áhorfendur kunnu vel að
meta óraunsæja léttúð í leikhúsunum.
Ekki síður en í kvikmyndunum.
Það mætti þvf vel skipa Einkalífi f flokk
þeirra rómantísku gamanleikja sem urðu
hvað vinsælastir á sviði og í kvikmyndum
4. áratugarins. Frá því sjónarmiði væri
heldur ekki fráleitt að ætla að Einaklíf
verði vinsælt á íslandi núna, með tilliti til
alls þess sem (sland á sameiginlegt með
kreppuástandi 4. áratugarins. Það eru al-
þekkt sannindi að almenningur leitar sér
afþreyingar og gleymsku frá erfiðleikum
raunveruleikans i áhyggjulausri alls-
nægtaveröld söng- og gamanleikja. Er
skemmst að minnast velgengni My Fair
Lady hjá LA og Gæja og Pía í Þjóðleikhús-
inu í fyrravetur.
Vonandi veröur ekki allt of langt um liölö frá
frumsýningu LA á Einkallfi Noels Coward er
grein þessi birtist, en hún er skrifuö meöan
verkfall bókageröarmanna er óleyst.
H.S.
Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Einkalífí: Sunna Borg og Tbeodór Júlíusson í blutverkum
sínum.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. NOVEMBER 1984 11