Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 4
Menn hafa raunar lengi vitað, að gleðin er heilsusamleg. En erum við almennt nógu lífs- glöð? Allt er bannað og allt er óhollt, sem er gott og skemmtilegt, segja sumir. En lífsgleðin er nú ekki bara bundin við svall og skemmtanir og kannski er lífskúnstin öðru fremur fólgin í því að geta glaðst yfir því smáa og láta ekki auka- atriði fara í taugarnar á sér. Lífsgleði var áreiðanlega ekki minni fyrr á öldum. Hér er mynd af hollenzku 17. aldar málverki sem sýnir vel, að menn hafa þá kunnað að gleðjast yfir þessa heims lystisemdum. Flestir sjúkdómar eiga rætur í sálarlífinu. Það á við um hjarta- og húðsjúkdóma og einnig krabbamein. Hefurðu tilhneigingu til að ýta vandamálunum til hliðar í stað þess að reyna að leysa þau? Reynirðu alltaf að kenna öðrum um, þó að þú vitir, að þú eigir fyrst og fremst við sjálfan þig að sakast? Ertu oft dapur og niðurdreginn? Eða bregztu við hinn versti og með offorsi, ef þú telur þér gert rangt til? Svörin við slíkum spurningum geta sporið úr um, að hve miklu leyti sálarlífið geti haft áhrif til hins verra fyrir heilsuna — eða jafnvel verið bein orsök ákveðinna sjúkdóma. Þessari skoðun eykst stöðugt fylgi meðal vísindamanna á sviði læknisfræði. Menn efast ekki lengur um, að náið samband sé á milli hjartasjúkdóma og sálrænna og fé- lagslegra þátta. Það er bein leið frá streitu til magasárs. Sumir sérfræðingar telja, að viss skapgerðareinkenni geti stuðlað að Iiðagigt. Fólk, sem hefur liðagigt, er ósérhlífið, óframfærið, virðist jafnvel hafa nautn af að kvelja sig sjálft og vill helzt gera eins og allir aðrir. Meðal kvenna gætir sér- stakrar tilhneigingar til að bæla niður reiði. Jafnframt eru þær kvíðnar og þung- lyndar að eðlisfari og mjög innhverfar. Sjálfsásakanir Geta Leitt til Sjúkdóms Sérfræðingar telja, að fólk, sem fremur sé veitendur en þiggjendur — sem ásaki sig sjálft, þegar illa gengur í lífinu og veit- ir fjölskyldu sinni meiri stuðning en það sjálft nýtur — eigi sérstaklega á hættu að fá þráláta og illkynjaða húðsjúkdóma. Læknar, sem annast fólk, sem þjáist af húðberklum (lupus), hafa veitt því athygli, að sjúkdómurinn ágerist óðfluga, ef veru- legan vanda ber að höndum heima fyrir. Hjónabandserjur úr hófi eða óstýrilæti barnanna. Þá getur sjúkdómurinn reyndar orðið sjúklingnum til bjargar, því að hann verður að dvelja um hríð á sjúkrahúsi og getur gleymt þar persónulegum vandamál- um sínum. Raannsóknir á tengslum milli krabba- meins og sálarlifs benda einnig til þess, að þar sé í raun og veru um náið samband að ræða. Þótt margir haliist að því, að svo muni vera, eru hinir einnig margir, sem finnst það fjarstæða, að nokkurt samhengi sé á milli krabbameins og sálarlífs. Að þeirra áliti koma einvörðungu líffræðilegir þætt- ir til greina. Og að sjálfsögðu skipta eðlis- og efna- fræðileg áhrif miklu máli í þessum efnum. En það eru einnig margir þættir, sem ekki eru eins áþreifanlegir eða augljósir, og taka þarf tillit til. Nýjustu rannsóknir benda til þess, að þróun krabbameinsfruma sé einnig háð hinni „innri vörn“ viðkomandi manneskju. Sem sagt því, að hve miklu leyti varnar- kerfi líkamans sjálfs er fært um að eyði- leggja þær krabbameinsfrumur, sem fyrir kemur að myndist í öllum heilbrigðum manneskjum. Það fer svo aftur að vissu leyti eftir skapgerð viðkomandi, að því er Jörn Beckmann segir, yfirsálfræðingur við amtssjúkrahúsið á Fjóni, og ýmsir evrópskir og amerískir sérfæðingar eru honum sammála. Jörn Beckmann er einn þeirra sérfræðinga á Norðurlöndum, sem sérstaklega hafa rannsakað samhengi á milli sálarlífs og krabbameins. Rannsóknir sýna, að krabbameinssjúkl- ingar hafi greinilega tilhneigingu til að afneita hlutum og bæla hvatir. Óafvitandi flytja þeir reynslu frá meðvitundinni til undirmeðvitundarinnar. Þeim er erfitt að láta í ljós tilfinningar sínar og þá sérstak- lega reiði, og þeim finnst oft sem allt sé vonlaust. Þar við bætist, að krabbameinssjúkl- ingar hneigjast greinilega til sjálfsásökun- ar, sjálfsfórnar og þunglyndis. En um- heimurinn verður þó ekki var við neitt slíkt. Hinn dæmigerði krabbameinssjúkl- ingur reynir nær alltaf að halda þessu hugarstríði sínu leyndu undir yfirborði áhyggjuleysis og jafnlyndis. Sumir sérfræðingar telja, að krabba- meinssjúklingar búi yfir alveg sérstökum sálrænum eiginleikum. Á það hefur verið bent, að manneskjur, sem síðar hafi fengið krabbamein, hafi áð- ur sýnt óvenjulegt rólyndi í sambandi við ástvinamissi. Þær hafa einfaldlega og án árangurs reynt að afneita vandamálunum. Ef til vill til að komast hjá sársauka, sem þær hafa áður orðið að þola við hliðstæð tilfelli. í stað þess þannig að bregðast við á hreinan og beinan hátt, hafa þær byrgt sársaukann innra með sér. Margir sérfræðingar hallast að þeirri skoðun, að það fari ekki eftir því, hvers kyns eða hversu mikið slíkt sálrænt álag sé, sem geti hrundið af stað krabbameini. Heldur sé um það að ræða, á hvern hátt viðkomandi sé fær um að taka því, sem að höndum ber, svo sem til dæmis ástvina- missi. VONLEYSI VEIKIR VIÐNÁMSÞRÓTT Öll beitum við ósjálfrátt sálfræðilegri aðlögun við lausn á vandamálum okkar. Það er alveg eðlilegt. Það er ekki fyrr en menn eru ekki lengur færir um að fást við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.