Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Page 2
draum rætast aö verða skáld — hvorki í Englandi né á íslandi. Fullorðnir Reykvíkingar muna vel eftir þessum unga og laglega manni; hann var á þeim tíma einn af mjög fáum, sem hægt var að kalla bohem. Menn vissu ekki til þess að hann stundaði neina vinnu, — svo var hann allt í einu horfinn af sjónarsviðinu og nú líklega flestum gleymdur öðrum en nánum skyldmennum. Axel Thorsteinsson blaðamaður, sem lézt í hárri elli á síðasta hausti, var bróðir hans. í gömlu blaði af Illustrated London News, nánar tiltekið frá júnímánuði 1962, rakst velunn- ari Lesbókar á myndir af nokkr- um málverkum, aðallega portr- ettum, enska málarans August- us John, sem látizt hafði árið áð- ur. Augustus John var stórt nafn í enskri málaralist; einkum hafði hann orðið þekktur sem portr- etmálari og hafði málað myndir af mörgu stórmenni og verið frábær í þessari grein eftir myndum að dæma. Ári eftir andlát málarans stóð uppboðs- fyrirtækið Christies fyrir upp- boði á nokkrum myndum, sem höfðu verið í eigu málarans; þar á meðal sjálfsmynd, portret af T.E. Lawrence og annað portret, málað 1930, sem hét „íslending- urinn". Þetta er mynd af gáfulegum, ungum manni, sem gæti vel ver- ið skáld eftir útlitinu að dæma, — og þeir sem til þekkja, segja, að hér sé kominn Haraldur Hamar. Hann hafði kynnst Aug- ustus John, svo náið að John hef- ur málað hann einungis fyrir sjálfan sig, því fjárhagur skálds- ins tilvonandi var ekki með þeim hætti, að hann gæti keypt mynd- ina. Sami maður og fann þetta í London Illustrated News, hafði einnig komizt yfir ljósmynd af málverki, sem Haraldur Hamar hafði sent vini sínum og áritað til B. Sigurðssonar. Sú mynd sýnir, að Augustus John hefur málað annað portret af Haraldi; frjálslegur stíll Augustus Johns leynir sér ekki, en líklega hefur undirskrift málarans vantað og því hefur Haraldur skrifað með bleki á ljósmyndina neðst til vinstri og nafn málarans. Ekki er nú vitað, hvar þessi mynd er niður komin, né heldur sú sem boðin var upp hjá Christies í júní 1962. Til dæmis um það hve góður portretmálari Augustus John var, látum við fylgja með myndir af þremur öðrum portrettum, sem öll voru á sama uppboði. Þau eru máluð á frjálslegan hátt og lítið eitt sitt með hverju móti; t.d. er myndin af T.E. Lawrence líkust frumkasti, eða þá af myndinni ófullgerðri, sem alls ekki er þó víst. Myndin af Har- aldi Hamar og frú Lally Horstmann frá 1922 sýna skyld- leika og áhrif frá John Singer Sargent, sem var Bandaríkja- maður, búsettur í Evrópu um og fyrir síðustu aldamót og geysi- lega mikils metinn portretmál- ari. GS Enginn reit hrar máirerkið sjilft er niður komið, en Haraldur hefur sent rini sínum ijósmynd af þrí og áritað hana. Ekki er rafi á þrí, að Augustus John hefur málað portrettið, það sést með þrí að bera myndirnar saman, en undirskrift málarans er á hinni. Islendingurinn eftir Augustus John Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, þekkja þjóðskáldið Steingrím Thorsteins- on og hafa án efa sungið ljóðin lans við hátiðleg tækifæri, enda voru þau mörg ort við ágæt sönglög. Færri munu hinsvegar þekkja son Steingríms, sem hét Haraldur Hamar, en notaði ekki ættarnafn föður síns. Hann mun hafa ætlað að feta í þau fótspor föður síns að verða skáld, en metnaður hans var stærri en svo, að hann vildi einungis verða skáld á íslandi. Fluttist hann til London, gagngert til þess að ger- ast þar skáld. Það mun þó ekki hafa tekizt svo sem vonir stóðu til og uppúr 1930 var hann aftur kominn heim til íslands og mun hafa látizt á bezta aldri. Þrátt fyrir háleitt marícmið, tókst Haraldi ekki að láta þann Fjögur portrett eftir brezka málarann Augustus John, sem boðin roru upp hjá Christies eftir lát Johns. Frá rinstri: íslendingurinn, 1930, T.E. Lawrence 1923, Sjálfsmynd 1938, frú Horstman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.