Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Side 8
ARKITIEKTÚI? Húsmeð sál .. °g sögu Þau eru öll frá fyrriparti aldarínnar eftir að steinsteypa var orðin alls ráðandi sem byggingar- efni. Tengslin við fortíðina leyna sér samt ekki og því hefur veríð hafnað þá, að steinhús þyrfti endilega að líta út eins og frumstæður kassi. GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Hús eru eins og menn; þau eru misjafnlega heppin með hina ytri ásýnd. Sum eru eins og virðulegir aristó- kratar og standa uppúr — ekki endilega vegna þess að þau séu stór og há, heldur vegna þess að þau búa yfir einhverjum þeim töfrum, sem tekið er eftir. Þau hafa sjálfstæðan persónuleika og eru ekki alveg eins og önnur hús. Hvernig sem á því sendur, virðast hús með sjálfstæðan og eftirminnilegan persónuleika fremur vera frá fyrri tíð, þegar meira var byggt af vanefnum. Það er þó síður en svo, að eftirtektarverð hús frá fyrriparti aldarinnar hafi oftast verið byggð af vanefnum. Á tímabili hinna smáu bárujárnshúsa, var til dæmis steinhúsið Galtafell byggt við Laufásveg (1916) og íbúðarhús Eggerts Kristjánsson- ar kaupmanns við Túngötu, sem byggt var 1928, hefur ekki beinlínis á sér vanefnasvip. I báðum þessum tilvik- um hefur því verið hafnað, að steinhús þyrfti að líta út eins og frumstæður kassi. í múrverkið utanmeð gluggum og upsum á húsi Eggerts hefur verið lögð mikil vinna og alúð, — og flestir Reykvíkingar þekkja kastalasvipinn á Galtafelli: Steinkantinn á þakbrúninni, en útlit hússins mildað með bogadregnum línum yfir gluggum. En sum þessara húsa, sem við tökum eftir, eru yfirlæt- islaus þrátt fyrir allt. Kannski fagurlega smíðað tréverk utanmeð gluggum, eða útskurður á upsum. Sem sagt: Eitthvað fyrir augað án þess að úr því verði prjál, en umfram allt: Tilfinning fyrir hlutföllum og innbyrðis samræmi. egar farið er upp brekkuna, sem verð- ur norðantil í Suðurgöt- unni blasir við hvítt steinhús í fallegum trjá- garði á horninu við gamla kirkjugarðinn. Úr þessu húsi er eitthvert fegursta útsýni yfir Tjörnina og Þingholtin sem fundið verður, en það er önnur saga. Það sem athygli vekur í ytra útliti þessa húss er glæsileiki í bland við fullkomið samræmi: Húsið sjálft, þaksvipurinn eða rishæðin, kvisturinn og kringlan, sem byggð er framúr húsinu, — allt fell- ur í Ijúfa löð og er sam- tengt með boglínum. Arkitekt þessa húss er Einar Erlendsson húsa- meistari. Hann teiknaði búsið 1927—28 og þann 31. marz 1928 var teikn- ingin samþykkt í bygg- ingarnefnd en búsið byggði Margrét Jónsdótt- ir. Síðasti einstaklingur, sem átti húsið var Jón Ólafsson fyrrum forstjóri Líftryggingarfélagsins Andvöku, mikill öðlingur sem lézt nýlega á tíræðis- aldri. Hann hafði nokkru fyrir andlát sitt arfleitt Háskóla íslands að hús- inu og nú notar Háskól- inn þetta tígulega hús fyrir gestamóttökur, en þar er einnig aðstaða fé- lags báskólakennara og mötuneyti þeirra. MÞjarkargata er ekki JLÞmikil umferðargata, þótt hún sé í næsta ná- grenni við Tjörnina og miðbæinn. Þessvegna hef- ur þetta hús trúlega farið framhjá mörgum. Því er það tekið með hér, að það sýnir vel hugmynd manna fyrr á öldinni um virðu- legt íbúðarbús. Hér e?u afturgengnar stílhug- myndir aftan úr ítölsku Endurreisninni og má kannski segja, að húsið sé í „Landsbankastíl", en þetta þótti einmitt hin allra heppilegasta lausn á útliti peningastofnunar: Gluggar með rómverskum boga á neðri hæð, en byrndir gluggar á efri hæð — og valmaþak. Til enn frekari áherzlu á virðu- leikann er svo útskot — sem af einhverjum ástæð- um befur þótt rétt að hafa með hyrndum gluggum — og tvennar dyr útá svalir yfir útskotinu. Það var Hafliði J. Haf- liðason, sem reisti sér svo virðulegan bústað. Hann fékk þá Þorleif Eyjólfsson og Sigurð Pjetursson til að teikna og teikning hússins að Bjarkargötu 12 var samþykkt í byggingar- nefnd ímaí 1926. etta tvílyfta steinhús með risi er nr. 14 við Bjarkargötu, rétt sunnan við Tjörnina. Það lætur ekki mikið yfir sér; er næsta hefðbundið að öllu leyti með reglulegri gluggaskipan ogsymmetr- ísku formi, hvort heldur er á gaflinn eða framan fyrir. Þessi symmetría ásamt steinverki utan með gluggum og upsum verður til þess að bregða virðuleikablæ á húsið og er afskaplega ólík afstaða þeirri, sem fram kemur í búsum ýmissa nýríkra nú- tímaborgara. Formið er eins einfalt og hugsast getur, en öll hlutföll í góðu samræmi. En stein- girðingin utanum lóðina og það sem múrarinn hef- ur gert fyrir augað í útliti hússins, tekur af þennan frumstæða kassabrag, sem oft hefur mátt sjá í steinhúsum síðari ára. Þar befur annaðhvort engu mátt til kosta til að setja punktinn yfir i-ið, eða þá að múrarar kunna ekki lengur það hand- verk, sem til þarf. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um þann sem byggði, en Sigurður Pjet- ursson teiknaði þetta bús og teikningin var sam- þykkt í byggingarnefnd í marz 1930.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.