Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Side 12
Þróun og nýjung- ar í bílaiðnaði EVRÓPA: Eftir nokkur mögur ár virðist bílaiðnaðurinn vera að rétta úr kútnum og þrátt fyrir allt sem sagt hefur verið um frumkvæði Bandaríkjanna og Japans á tæknisviði, eru sumir Evrópubílar í fararbroddi, t.d. í þróun bensínvélarinnar og tölvustýrðri hemlunartækni. pákonan leit í kristalskúluna og sagði: Það er Ford í framtíðinni hjá þér — there is a Ford in your future —. Þessa auglýsingu notaði Ford í gamla daga, þegar menn voru vissir um, að bíllinn ætti sér glæsta framtíð. Svo þegar umferðarþunginn fór að verða vandamál í borgum sem voru byggðar á dögum hestvagnaumferðar, — og and- rúmsloftið fór að mengast af öllum þess- um koltvísýringi úr útblæstrinum fóru sumir að efast um, að bíilinn ætti framtíð fyrir sér og því var spáð, að dagar hans yrðu taldir fyrir næstu aldamót. Síðan hefur það gerzt, að olíukreppan hefur átt sinn þátt í því að bílar eru nú yfirleitt minni, léttari og langtum eyðslu- grennri. Þar að auki hefur rafeindatæknin haldið innreið sína í vaxandi mæli og hinn hefðbundni bulluhreyfill hefur verið stór- um endurbættur jafnframt því sem tekizt hefur að hreinsa útblásturinn. Nú er svo komið aftur, að einkabílnum er spáð langri framtíð og að um næstu aldamót verði engin breyting orðin á stöðu hans. Maðurinn sem talinn er hafa bjarg- að Chrysler Corporation frá hruni, Lee Iacocca, var ekki talinn spámannlega vax- inn árið 1965 (þá frægur orðinn sem upp- hafsmaður að Mustang hjá Ford) þegar hann gaf út svohljóðandi spásögn um bíl- inn að tveimur áratugum liðnum: „Bíllinn verður þá enn á fjórum hjólum, miklu léttari en nú, með bensínhreyfilinn í Gömul tízka endurvakin: Blæjubíllinn, sem ekki bafði sést lengi, er nú aftur fáanlegur. Nokkrar smábílagerðir gefa kost á þessari útfærslu. miklu þróaðri mynd og hann verður ekki með varadekk. Það verða engir rafbílar, og dísilbílar munu ekki skipta verulegu máli og vandamál túrbínuhreyfilsins verður þá enn óleyst." Nú, 20 árum síðar bætir Iacocca við: „Þetta reyndist allt rétt nema varadekkið. Og ég spái því sama fyrir næstu tvo ára- tugi.“ Á þeim tíma, sem það tekur lesandann að lesa þessa grein, segjum 15 mínútum, hefur iðnrisinn General Motors fjárfest fyrir 400 þúsund dali til viðbótar í bílaiðn- aðinum. Séu allir aðrir framleiðendur bila teknir inn í dæmið nemur upphæðin 1,8 milljón Bandaríkjadala, en það svarar til þess að heimurinn leggur i bíla- framleiðsluna 120 þúsund Bandaríkjadali á mínútu hverri. Hér er ekki um að ræða einhvers konar ógnarlegan kipp, heldur þann kostnað sem af því leiðir að halda þessari stóru iðn- grein gangandi, — og svo stór er hún, að nemur sjöunda hluta af öllum viðskiptum í Audi quattro 80 er barla venjulegur í útliti, en hann er með drifi á öllum hjólum. Mercedes Benz 190 hefur hlotið mjög góðar viðtökur og nú verða miðgerð- irnar afBenz endurhannaðar eftir þessari fyrirmynd. heiminum. En þar gengur ekki öllum jafn vel. Meira að segja „þeir stóru" í Detroit viðurkenna, að slagurinn standi viö Jap- ani, sem geta framleitt sína smærri bíla á innan við 1500 Bandaríkjadali. Það hafa bandarískir framleiðendur aftur á móti ekki getað og nú er unnið aö því þar vestra að koma á japönskum framleiðsluaðferð- um vegna smábíla, sem eiga að sjá dagsins ljós seint á þessum áratugi. Talið er að evrópskir bílaframleiðendur gætu framleitt tvær milijónir bíla á ári umfram það sem þeir selja. Afleiðingarnar Nýkjörinn bíll ársins 1985: Opel Kadett, endurhannaður að miklu leyti. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.