Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1985, Qupperneq 13
bæ, síðan gamla bjallan var og hét. Nú er
kominn Golf með skotti, en haldið áfram
með Jetta, Passat og Santana, sem einnig
verður framleiddur í Japan hjá Nissan og
um 1988 einnig í Kína.
AUDI
er á uppleið og framleiðslan jókst um 50
þúsund eintök á árinu ’83 og 3000 manns
þurfti að ráða til að geta annað því. Síðla á
sjöunda áratugnum sýndu markaðskann-
anir, að kaupsýslumenn sem vilja vera vel
ríðandi, gengu framhjá Audi og þá var allt
sett í gang: Þeir smíðuðu Audi Quattro
með drifi á öllum, sem síðan hefur getið
framleiðandanum gott orð og verið harður
í rallkeppnum. Með Audi 100 tókst að
krækja í viðurkenninguna „Bíll ársins" í
Evrópu og einnig að fá lægsta vindstuðul á
nokkrum fólksbíl, 0,30. Nú hefur Renault
að vísu slegið það út með hinum nýja lúx-
usbíl, Renault 25, sem er ennþá hálli. Þeir
eru þekktir fyrir tæknilegan metnað hjá
Audi og nú mun í deiglunni Audi 100 með
drifi á öllum, en Audi 80 hefur verið fáan-
legur þannig. Bæði Audi Quattro og 80
koma í nýjum búningi 1986, en á teikni-
borðinu og sennilega lengra komið er nýtt
flaggskip flotans, Audi 300, sem verður
lúxusbíll á borð við beztu Benzana.
OPEL Og Vauxhall
Við árslok hafði GM tekizt að ná í all-
góða sneið af kökunni og aukið hlutdeild
sína á Evrópumarkaðnum um 2%. Þar
munar mest um gerðirnar Opel Ascona,
Opel Kadett og Vauxhall Astra. Opel varði
1,5 milljarði þýzkra marka í þróun á þeim
nýja og nú eru uppi fyrirætlanir um að
selja 550 þúsund eintök í Evrópu, sem yrði
þá met. Til marks um fjölbreytnina má
geta þess, að Kadett/Astra er fáanlegur í
17 mismunandi útgáfum og völ er á 6
stærðum af vélum.
Aftur á móti hefur Pord ekki gengið eins
vel í Evrópu. í þróun á Sierra var varið 850
milljónum dala, en viðtökur voru ekki sem
skyldi þrátt fyrir nýstárlegt og straum-
línulagað útlit. Stærri útgáfa af Evrópu-
Ford, nefnd Granada, átti einnig við sölu-
tregðu að stríða. Ford átti hlutdeild sína í
Evrópumarkaðnum að mestu að þakka
Escort, sem hefur má segja erft vinsældir
Cortinunnar.
Þessi nýi Renault 25
rakti mikla athygli á
bílasýningunni hér í
vor. Hér er lúxusbíll
með franskri mýkt í
fjöðrun og sætum og
með framhjóladrifi.
birtast í harðvítugri samkeppni og tap-
rekstri. Það hefur verið harðlega gagnrýnt
á Vesturlöndum, að veikleiki japanska
yensins hafi gefið Japönum yfirburðaað-
stöðu og nú, þegar meira ber á verndartoll-
um ýmiskonar, hafa Japanir gripið til þess
ráðs að reisa bílaverksmiðjur í Bandaríkj-
unum — þar eru 12 verksmiðjur á leiðinni
eða tilbúnar. Nissan Motors hefur náð
ítökum í Motor Iberia á Spáni og Honda er
komin í samband við British Leyland. Sagt
er að japanska verkalýðshreyfingin sé
mjög óhress með þá þróun.
En nú hafa Japanir fengið samkeppni,
sem sprottið hefur upp svo að segja á bak-
lóðinni. Suður-Kórea er á fullri ferð og
framleiðir um 100 þúsund bíla af Hyundai-
og Daewoo-gerðum. Þeim hefur þegar tek-
izt að ná yfirhöndinni frá Japönum í Mið-
Ford íEvrópu hefur átt frekar litlu láni að fagna, en skæðasta vopnið þaðan er EscorL Hér
sést Turbo-útfærslan, sem er mjög spræk.
Þessi á að fara framúr Benz og BMW á hraðbrautunum, CX Turbo frá Citroen. Sportgerðin
GTi befur fengið forþjöppu og nær nú 240 km hraða.
Austurlöndum með 25% lægra verði en
Japanir geta boðið. Nú eru Kanar komnir
með puttana í þessa Kóreu-framleiðslu;
General Motors og Daewoo hafa samið um
að framleiða í sameiningu 167.000 bíla árið
1987 og helmingur þeirra verður fluttur til
Ameríku.
Fiat Vno var sannarlega bíll ársins ífyrra,
hann kom, sá og sigraði, og seldist eins og
heitar lummur. Nú er komin íburðarmeiri
útfærsla með stærri vfel.
NÝJAR GERÐIR
Á Markaðnum
Jafnframt öllum hugsanlegum afbrigð-
um af hinum hefðbundna fólksbíl, hefur
bílaiðnaðurinn í vaxandi mæli fjórhjóla-
drifna bíla á boðstólum. Sú þróun er að
gera vart við sig, að hægt verði að fá smá-
bíla með drifi á öllum, Fiat Panda til
dæmis og Audi 80 í millistærðarflokki, eða
Audi Quattro, sem er sportlúxusbíll með
drifi á öllum. En venjulega eru þetta ein-
hvers konar jeppaafbrigði, t.d. sá litli frá
Suzuki, Pajero frá Mitsubishi, Patrol frá
Nissan og Land Cruiser frá Toyota. Eng-
um hefur þó tekizt að skáka Range Rover
og jeppinn eini og sanni frá American
Motors heldur alltaf vinsældum sínum.
Mestum tíðindum hafa þó sætt þeir bíl-
ar, sem byggja á því að stórauka innra
rými, t.d Mitsubishi Space Wagon, Honda
Shuttle og Renault Espace. Kanar hafa
nokkuð lengi framleitt sendibíla með lúx-
usinnréttingu, sófasetti, rúmi og ef til vill
eldhúskrók. Þesskonar bílar þykja maka-
lausir til ferðalaga og eftirspurn eftir
þeim hefur stóraukizt.
Gamall ljúflingur, blæjubíllinn, hefur
birzt endurborinn og sama er að segja um
tveggja sæta bílinn, sem þó er ekki í sport-
útgáfu heldur sem venjulegur brúkunar-
hestur. Önnur útgengileg vara er „hatch-
back“-útfærsla af ýmsum gerðum með
sprækari vél en hefðbundnu gerðirnar
hafa. Honda býður einn slíkan og sport-
gerðirnar af Escort og Volkswagen Golf
hafa reynzt mjög auðseljanlegar. Sumir
eru orðnir glettilega sprækir, þótt ekki láti
þeir mikið yfir sér: Opel Kadett GSi hefur
sama hámarkshraða og Porsche 924, en er
ennþá skarpari í viðbragði.
Vestur-Uýzkaland
Mercedes Benz
heldur stöðu sinni og vel það. Á dýrustu
Bæði Renault 5 og Peugeot 205 eru framúrskarandi smábílar og Turbo 2-gerðin af Renault 5 og GTi-gerðin af Peugeot eru alger tryllitæki.
gerðunum, S-class, varð 10% söluaukning
á síðasta ári. Miðstærðarbenzinn,
200—250, kemur að öllum líkindum á
þessu ári í nýjum búningi og þá sniðinn
eftir þeim litla, Benz 190, sem hefur verið
fádæma vel tekið; 200 þúsund eintök hafa
verið smíðuð. Það er eftirtektarvert, að
hann er með beinni innspýtingu, en ekki
turbo, eða afgas-forþjöppu, sem er þó
ódýrasta aðferðin til að stórauka kraftinn.
Meinið er, að sá kraftur skilar sér ekki á
lágum snúningshraða og framleiðendur
greinir talsvert á um það, hvort forþjapp-
an muni ryðja sér meira til rúms en orðið
er.
BMW
seldi helminginn af framleiðslu sinni úr
landi á siðasta ári og söluaukningin var
20% í Bandaríkjunum og Japan. BMW
hefur farið sér hægt í ytri breytingum, en
áherzlan er lögð á vöndun, sportlega
ímynd og hraðaksturshæfni. Styrkur verk-
smiðjunnar liggur í að geta boðið geysilega
breidd, allt frá 300 gerðinni uppí toppana í
700 gerðinni, sem eru samstiga við þá
beztu frá Jaguar og Benz. Hryggurinn í
framleiðslunni felst samt í 300-gerðinni;
250 þúsund slíkir voru smíðaðir á síðasta
ári og nam það helmingi allrar framleiðsl-
unnar. Til að slá við þeim skörpustu frá,
Porsche og Jaguar, hefur verið hleypt af
stokkum tryllitækinu BMW M1 en frekari
tíðinda er að vænta 1986, þegar nýjar gerð-
ir koma í stað BMW 518 — 528 og einnig í
staðinn fyrir 700 gerðina. Geysileg áherzla
er lögð á tölvutækni hjá BMW og mun á
þessum tilvonandi gerðum verða hægt að
sjá slit á einstökum hlutum bílsins. Einnig
kemur tölvustýrður búnaður í veg fyrir að
bíllinn missi fótanna ef svo mætti segja,
þegar hjólin fara að skrika og spóla eins og
getur gerst við ákveðin skilyrði í beygjum
eða í hálku. Þá eru uppi raddir um, að 500
og 700 gerðirnar verði fáanlegar með drifi
á öllu hjólum.
VOLKSWAGEN
Golf hatchback frá Volkswagen varð sölu-
hæstur einstakra Evrópubíla á árinu ’83
(442.293 eintök), en sú velgengni hrökk
ekki til; framleiðslan dróst saman um
2,2% í liðlega milljón eintök og útflutning-
ur dróst saman um 11%. Golf er það vin-
sælasta, sem smíðað hefur verið á þeim
Frakkland
Renault
Þar gera menn sér vonir um að selja 150
þúsund eintök af þeim nýja Renault 25,
sem sætir mestum tíðindum hjá þessari
ríkisreknu, frönsku verksmiðju. Hann hef-
ur minnsta loftmótstöðu allra fólksbíla í
svipinn, vindstuðullinn er 0,28 og verð-
munurinn á þeim ódýrasta og dýrasta er
tvöfaldur. í dýrustu útfærslu er hann
skinnklæddur að innan, með sóllúgu, fjar-
stýrðum læsingum og rödd segir ökumanni
ef eitthvað er að.
Af einstökum framleiðendum tók Ren-
ault stærstan hluta af Evrópumarkaðinum
sl. ár. Athyglisverð þykir ný gerð af smá-
bílnum Renault 5, sem fæst með turbo og
er i svipinn sparneytnasti bensínbíll á
markaðnum. Af öðrum nýjungum frá Ren-
ault má nefna sjö sæta bílinn Espace,
fyrsta Evrópubílinn samkvæmt þeirri
formúlu.
Peugeot/Citroén
Eftir fjögurra ára lægð er Peugeot á
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÖAR 1985 13