Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Síða 3
E
IPgPáHT
H ® ® © [u] H H B [ij ® ® Q] H ®
Utgefandi: Hf. Arvakur. Reykjavlk. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo-
hannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Ofsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100.
Forsíðan
Úr heimi óperunnar eftir leikmyndahönnuðinn og
málarann Jean-Paul Chambas, en franska ríkið
stendur fyrir sýningu á verkum hans, sem fer víða
um lönd og kom hingað í desember. Sjá nánar um
Chambas á bls. 2.
Volkswagen
allir þekkja hann — og þegar nafnið er nefnt
dettur flestum fyrst í hug gamla bjallan, sem raun-
ar er framleidd enn eftir meira en 50 ár, — braut-
ryðjendaverk snillingsins Ferdinands Porsche.
Æskuverk
Halldórs Laxness frá Barni náttúrunnar til Vefar-
ans mikla frá Kasmír eru skrifuð af ótrúlegum
þrótti og þetta skemmtilega rannsóknarefni hefur
dr. Árni Sigurjónsson tekið fyrir allýtarlega; hér
birtist fyrsta greinin af þremur.
Bergman
er á dagskrá vegna þess að þau Fanny og Alex-
ander, Ekdahlsfjölskyldan, biskupinn og allt
það fólk hafa orðið heimiiisvinir eftir flutning
sjónvarpsins á þessari frægu myndröð, sem í
raun eru æskuminningar Bergmans og um leið
kórónan á sköpunarverki hans.
Smáljóð
JÓN 0R VÖR ÞÝDDI
Japönsk stef
Ekki leitar
meistarinn
lengi að
réttum pensli.
Lítið skáld
heimtar
mikinn pappír.
Úr ókunnum stað
1
Meðan þakdropinn
vex og fellur
líður ævi þess
sem lifir áhyggjulaus
2
I óttann
sótti hann
vind
í seglin
3
í söng mínum
eru engin orð,
ljóð mín
eru tár.
4
Hinn vitri
snýr við
meðan enn
er ratljóst.
5
Herð hjálmól þína
fastar
á stund
sigursins.
6
Þeim er óhætt
sem hefur
lært
að falla.
Sóknin í hávaðann
að var í ágúst 1981, að ég
kom í heimsókn til systk-
inanna í Syðri-Neslönd-
um í Mývatnssveit,
þeirra Jóns Sigtryggs-
sonar og Veigu. Jón var
að slá með gömlum
Farmall-traktor, tæplega
þrítugum, en Veiga gekk á eftir og sá um,
að allt væri í lagi. Ég hafði ekki séð Jón í
40 ár, eða frá því að ég var mitt síðasta
heila sumar í Mývatnssveit árið 1941. Vildi
ég rifja upp gömul kynni við Jón og sögur
þær, sem birst höfðu um hann í Árbók
Þingeyinga og víðar, því Jón er orðinn
þjóðsagnapersóna fyrir löngu og er nú 81
árs. Er við höfðum spjallað saman góða
stund, býður Jón okkur heim í bæ í kaffi,
en ég sagði Jóni, að ég og samferðafólk
mitt værum að flýta okkur og þyrftum við
hjónin að vera komin austur á Hallorms-
stað áður en kveldsett yrði. Þá segir Jón
við mig setningu, sem mér hefur þótt
merkilegust þeirra, sem ég hefi heyrt á
síðari árum: „Við erum fyrir löngu hætt að
flýta okkur hér í Syðri-Neslöndum."
Er ekki að orðlengja það, að við þáðum
kaffið án frekari undanbragða og iðruð-
umst sáran flýtistalsins.
Þegar ég hefi kynnst öllu þessu streitu-
fólki nútímans, hefur mér þráfaldlega
komið í hug, hvort ekki væri ráð að senda
það að Syðri-Neslöndum til systkinanna
og freista þess að lækna það með heim-
speki þessara merku Mývetninga.
Festina lente, sögðu Rómverjar, flýttu
þér hægt.
í orðabókum Indíána Norður-Ameríku
er orðið tími ekki til.
Þeir telja það líkt og elta skottið á sjálf-
um sér að vera sí og æ í kapphlaupi við
einhverja klukku. Ekki getum við nútíma-
menn tileinkað okkur þetta hugarfar Indí-
ánanna, því að við erum fyrir löngu orðnir
þrælar klukkunnar.
En getum við ekki hægt aðeins á okkur.
Ég var fyrir sex árum staddur suður á
Bahamaeyjum og varð að leita þar læknis.
Mín vitjaði innfæddur læknir og úrskurð-
aði: „Streita." Hvað er þá til ráða? spurði
ég. „Hægðu á þér, ef þú vilt ekki skilia
eftir þig ekkju langt um aldur frarn." Eg
hefi reynt að gleyma ekki þessari ráðgjöf
hins þeldökka manns, þótt mér hafi ef til
vill ekki tekist sem skyldi.
Það er þó fleira en asi og óðagot sprett-
hlaupsþjóðfélagsins, sem teymir okkur yf-
ir á braut streitunnar. Þar hottar líka á
okkur síbylja tæknialdarhávaðans.
Tveim mönnum hefi ég kynnst um dag-
ana, sem voru í svo fullkomnu jafnvægi, að
ekkert gat þeim haggað. Báðir voru bænd-
ur, annar austan af Jökuldal, en hinn hafði
fyrst verið bóndi í Asparvík á Ströndum,
en síðar í Helgafellssveit. Þetta eru öf-
undsverðir menn. Þeir voru aldir upp á
mjög afskekktum stöðum, lausir við bíla-
skarkala og útvarpsglymjanda. Höfum við
gert okkur grein fyrir því, hvað farið hefur
forgörðum með því að innleiða hávaðann í
lif okkar?
Allt fram undir seinna stríð voru menn
að mestu lausir við bifreiðir og allan þann
hávaða og mengun, sem þeim er samfara.
Útvarp kom svo um 1930 og þá raskaðist
mjög rósemi heimilanna. Síðan hefur ekki
mátt á milli sjá, hvort hávaðamengunin
væri meiri innanhúss eða utan.
Allt fram til 1940 lifðu menn hér á landi
í andlegu jafnvægi, því tæknin hafði ekki
náð að trylla þá, svo sem nú er.
Á heimilum og vinnustöðum glymur nú
víða útvarpið daginn út og daginn inn. Á
flestum öldurhúsum er hávaðinn svo yfir-
þyrmandi, að ekki heyrist mannsins mál.
Hávaðinn virðist vera orðinn ávanalyf
fjöldans. Af hverju þessi sókn í hávaðann?
Er kynslóð nútímans haldin þagnar-
hræðslu (sígófóbía)? Með hávaðamengun-
inni raskaðist allt jafnvægi í þjóðlífinu í
dag. Ég tel, að ekki sé allt efni í útvarpi
neikvætt, t.d. er flutningur sígildrar tón-
listar mjög jákvæður og minnist ég í því
sambandi Dags Hammarskjöld, sem lét
innrétta sérstakt herbergi í húsi Samein-
uðu þjóðanna, þar sem hann gat verið einn
með 9. sinfóníu Beethovens. Þessi kapella
varð honum sem heilög vé, þar sem ekki
var leikið neitt nema sígild tónlist. Annað
fannst honum mengun.
Nú er tekið til að banna tóbaksreykingar
víða á vinnustöðum og vettvangi, þar sem
almenningur á erindi. Sú mengun þykir
hættuleg heilsu manna. Tóbaksvarnarlög-
in gengu i gildi 1. jan. 1985.
Er ekki tími til kominn og nauðsyn á að
setja hávaðanum sömu skorður og tób-
aksreyknum?
Er sprettlífið og hávaðafíknin af sama
toga spunnið?
Er það ótti við, að ef staldrað sé við í
tíma og rúmi, þá verði mönnum á að fara
að hugsa?
Við skulum vona, að í framtíðinni verði
framleidd svo til hljóðlaus ökutæki, þann-
ig að hávaðamengunin utanhúss minnki til
muna. Við skulum einnig kappkosta að
haga svo húsakynnum okkar í framtíðinni,
að þar sé afkimi fyrir hljóðlátar stundir,
svipað því sem Dag Hammarskjöld kom
sér upp hjá SÞ.
Við skulum líka lina sprettinn í okkar
daglegu önn. Þá munum við öðlast þá sál-
arró, sem þeim hefur tekist að varðveita
bændunum úr Asparvík og af Jökuldal og
systkinunum í Syðri-Neslöndum.
LEIFUR SVEINSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. JANÚAR 1985 3