Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Qupperneq 6
maðurinn að fjarlægjast eðli sitt.“ (81)
En starf bóndans og stritið verður í
huga Randvers
„Paradís göfginnar og ósérhlífninnar,
vegurinn til hins sanna, guðdómlega eðl-
is mannsins, og þar fyllist sál þín gleði
og sælu yfir vitundinni um, að þú sért að
vinna heiminum gagn.“ (81)
Nú þegar Randver hefur komist að þess-
ari niðurstöðu byrjar hann ástarævintýrið
með Huldu. En þar bíður hans þung þraut:
að sannfæra hana líka um að strit sé betra
en auður og útlönd. Hún leikur á gítar og
flygil; hann hugleiðir væntanlega erfiðis-
daga sína og púl í kargaþýfinu.
„Hulda! Hefurðu aldrei hugsað út í það,
að þú yrðir að afla þér brauðs með eigin
hendi?" Hana undraði, hvað hann var
kominn inn á óskylt umræðuefni, allt í
einu. „Nei,“ svaraði hún. „Ég hefi aldrei
ætlað mér að vinna. [... ] Ég ætla að
láta aðra vinna. — Ég hefi hugsað mér
að maðurinn minn græddi nóg af pen-
ingum." (117—118)
En hann bendir henni á að það sé rang-
látt að láta aðra vinna fyrir sér. Það stríði
á móti náttúrunni, öll skepna vinni fyrir
lífsviðurværi sínu. „Það er alheimslögmál.
Berstu fyrir lífinu! og það hlýtur einnig að
ríkja meðal mannanna." (119)
Randver er sannfærður um að konan á
aumasta kotbænum í sveitinni sem þrælar
í eldhúsbrælunni „er sælli en sérhver af
miðaldadrotningunum, sem vöknuðu á há-
degi, klæddust um nónbil í gullsaumaðar
silkiflíkur, og létu skreyta hár sitt með
demöntum". (120) Hann kveðst vera búinn
að kaupa kot handa þeim að þræla á. En
þá segir stelpan honum auðvitað einfald-
lega upp. Trúlofun slitið.
Innst inni var sú litia samt auðvitað
skotin í hetjunni, og það kulnar ekki þótt
hann leggist nú í spillingu, þ.e.a.s. brenni-
vín. Lyktir málsins eru þær að hún er að
fara utan með Ara, nýja mannsefninu
sínu, þegar hún bjargar Randveri á síðustu
stundu frá því að verða örvona róni. Þá
drepur Ari sig, en þau hefja stritbúskap
drauma sinna. Lesandinn vonar auðvitað
fullur samúðar að þetta verði nú bara
nógu skratti erfitt hjá unga fólkinu, sem
sé að draumar þeirra (þ.e.a.s. Randvers)
rætist. Randver þráir þjáningu stritsins.
Hann þráir yfirbót.
B.n. Og Hamsun
Það var stundum stutt frá íhaldssömum
bændahugsjónum yfir í róttæka samfé-
lagsgagnrýni frá vinstri. f því sambandi
má benda á að höfundi Barns náttúrunnar
virðist til dæmis mjög í nöp við iðjulausar
stássmeyjar, og hann vill að konur vinni,
ekki síðpr en karlar. Nokkrum árum síðar
skrifaði Halldór eftirtektarverðar greinar
um konu nýja tímans, sem eru merkilegt
framlag til kvenfrelsismálstaðarins. En
boðskapur Randvers gagnvart Huldu er af
öðrum rótum runninn, því hann beinist
gegn nútímakonu stórborganna og heimt-
ar að konan hverfi úr spillingu borgarinn-
ar til hefðbundinna starfa sveitakonunnar.
Áróðurinn fyrir sjálfsþurftarbúskap sveit-
anna, sem Hamsun og fleiri voru greini-
lega hrifnir af, var eiginlega rómantísk
andspyrna gegn markaðsfyrirkomulagi
kapítalismans. Hamsun skrifaði grein í
Landmandsposten, sem var birt í íslenskri
þýðingu í 19. júní árið áður en Barn náttúr-
unnar kom út. Þar segir meðal annars:
„Bóndi sæll. Taktu hana dóttur þína
heim úr kaupstaðnum!
[... ] Henni er ofaukið í kaupstaðnum,
en sveitin þarf hennar.
g... ] Komdu með hana aftur á sveita-
heimilið, í hollustuna."
Hún Gunna litla, segir Hamsun í dæmi-
sögu sinni, gerði sér glæstar vonir í borg-
inni.
„En þar skjátlaðist henni hrapallega.
Hún er orðin að engu. Hún var góðum
gáfum gædd, en notaði þær ekki. Það
mátti kenna henni innanbæjarstörf,
bústjórn og gegningar, en hún þaut í
kaupstaðinn og „mentaði" sig og lenti
fyrir innan búðarborð á sultarlaunum."
En Hamsun ræður Gunnu líka að „taka
á karlmannsverki" í sveitinni.
Höfundi Barns náttúrunnar virðist illa
við miililiði og braskara, rétt eins og Ham-
sun. Þarna var auðvitað ekki um vinstri-
sinnaða stjórnmálastefnu að ræða, þótt
verkalýðshreyfingunni og vinstriflokkun-
um í Skandinavíu væri sömuleiðis illa við
braskarana. Þessi gagnrýni tengist að
nokkru leyti landbúnaðarkreppunni og
breytingunum á framleiðsluskipulaginu á
Norðurlöndum. Auk þess virðist siðferð-
isvitundin sterk i Barni náttúrunnar og
gagnrýnin á braskarana tengist þeirri
skoðun að það sé siðlaust að græða á
dauðu fé — að það sé ókristilegt. Enda
blandast guð inn í dæmið í sögulok þar
sem ungu kotúngarnir biðja hann afsökun-
RÆNINGJAR Á FJÖLLUM III
Óskila-
maður
hleypur
úr vist
Uppruni Fjalla-Eyvindar er í Hreppunum, en ungur
barst hann niður í Flóa og hafði áður en langt um leið
tvö frillulífsbrot á sakaskránni — hafði gert tveimur
heimasætum barn, en í stað þess að ganga að eiga þá
síðari, stakk hann af og skýtur síðar upp kollinum
vestur á Fjörðum.
EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON
Eyvindur Jónsson er fæddur 1714 í Hlíð í
Hrunamannahreppi af fátæku bændafólki
og ekki annað vitað en það hafi verið sóma-
fólk. Eyvindur var elsta barn foreldra sinna,
Jóns Jónssonar bónda í Hlíð og konu hans,
ar á gerðum sínum, líklega ekki síst því að
nú var annar maður búinn að drepa sig
vegna Huldu, hinn lífsglaði og alvörulausi
Ari. Hann svifti sig reyndar lífi með held-
ur ópenum hætti: tók úr sér augun áður en
hann stakk sig á hol. í sögulok er Hulda
því komin á æskilegan þroskaveg; en les-
andinn fagnar því að margir kenjóttir
krakkar komast til manns án þess að það
kosti tvö mannslíf eins og í dæmi Huldu.
Randver, Hulda, Bjartur
Skemmtilegt er að bera Barn náttúrunnar
saman við Sjálfstætt fólk. Einn af óteljandi
fjandvinum Augusts Strindberg var mikill
hundavinur; það var Heidenstam minnir
mig. Þegar vinátta þeirra Strindbergs
hafði snúist í andstæðu sína talaði sá síð-
arnefndi um hve aumir þeir menn væru
sem elskuðu dýrin meira en mennina.
Sjálfur var hann félagslyndur og þurfti að
hafa margt í kringum sig, þótt það endaði
svo oft með ósköpum sem kunnugt er.
Menn þekkja viðkvæðið „Þess betur sem ég
kynnist mönnum, þess vænna þykir mér
um hundinn minn“. í Gróðri jarðar (1917)
eftir Knut Hamsun virðist ást skáldsins
oft vera meiri á dýrunum heldur en á
mönnunum, náttúran fær sjálfstæðan til-
gang. Sama gildir um Bjart í Sumarhús-
um: Hann dýrkar sauði og er þá undir
hælinn lagt með mennina. En honum
snýst hugur í sögulokin, eða lesandanum
leyfist að vona að svo sé. Hulda Stefáns-
dóttir, snotur, auðug og listhneigð stúlka,
elskar í fyrstu mannlausa náttúruna og
dýrin ( a.m.k. kóngulóna) meira en menn-
ina. En hún þroskast líkt og Bjartur. Hún
kýs Randver. Og Randver kýs stritið —
handa henni, lífsblóminu sínu.
En ef þetta eru hliðstæður í þessum
tveimur skáldsögum, þá er á hinn bóginn
ljóst, eins og fyrr segir, að niðurstöður
þeirra eru engu að síður þveröfugar hvor
við aðra. Randver og Hulda leggja út í
búskap með tvær hendur tómar. Djúpið
sem þau leggja út á í sögulok er hið sama
og Bjartur leggur út á í upphafi Sjálfstæðs
fólks. Og hann uppsker ekki af sáningu
sinni, enda erjar hann akur fjandmanns
síns. Hann uppsker aðeins erfiði og ást-
vinamissi. Smælingi sem leggur upp með
tvær hendur tómar á enga sælu vísa.
Bjartur jórtrar hrakta rímnaslægjuna —
Hulda álfakroppur leikur á gítar og syng-
ur úti í haga. Þær myndir eru gagnstæður.
Báðar bækurnar segja sögu af þjáningu
einyrkjans. En æskuverkið er fullt af gleði
yfir þjáningunum fyrir hönd kotbóndans.
Öðru máli gegnir um Sjálfstætt fólk. Sú bók
tekur þann boðskap nefnilega alvarlega að
„eðli mannsins" sé „guðdómlegt", eins og
komist er að orði í Barni náttúrunnar.
Sjalfstætt fólk tekur þann boðskap alvar-
lega að mennirnir séu meira virði 'heldur
en hundarnir og fylgir 'honum út í æsar.
Þar eru mennirnir ekki taldir fagrir vegna
þjáninganna sem stritið leggur þeim á
herðar, heldur þrátt fyrir þær.
Frá Barni náttúrunnar til Sjálfstæðs fólks
var langur vegur í lífi höfundarins. Hann
átti eftir að kafa til botns í þeim hugleið-
ingum um trúna, sem má sjá merki um
þegar í Barni náttúrunnar. Því næst tók við
skeið samfélagsgagnrýni sem fór stigvax-
andi frá miðjum þriðja áratugnum til miðs
fjórða áratugarins. Á þeirri leið voru
blaðagreinar Halldórs merkur áfangi og
Alþýðubókin annar ekki síðri. Þar gerði
hann reikningsskil við bændarómantíkina
og kallaði „nýju rómantíkina", sem Sig-
urður Nordal boðaði, kolluprikstrú en kot-
ungsergelsi þá frumrænu angist gagnvart
nýmælum sem á æðsta prest sinn í hr.
Guðmundi Friðjónssyni. (137—8)
I viðtali við Heimskringlu árið 1927
henti skáldið gaman að kolluprikstrúnni:
„sem stendur er á Islandi mjög barin
bumba fyrir svo kallaðri sveitamenn-
ingu, og virðast það vera áhrif frá
norskri lýðskrumarapólitík. — Snerti-
punktur þessa norska sveitamenning-
arbumbusláttar er sá, við íslenskt
ástand, að stjórnmálaflokkarnir þurfa
hver um sig að koma sér vel við sveita-
menn. Þess vegna hafa pólitísku blöðin
jafnvel i listdómum, notfært sér þá
pólitík, að hæla öllu sem kemur ofan úr
sveit, en bölsótast yfir hverju því, sem
hugsað er eða sett í form á alþjóðlega
vísu. Eru það aðallega nokkrir háskóla-
kennarar, sem hafa tekið að sjer, í sam-
ráði við ýmsa pólitíska fyrirliða, að
halda lofræður um sveitamenningu,
jafnvel á ótrúlegustu stöðum.“
Slík orð eru rothögg á þá hugmynda-
fræði sem Barn náttúrunnar flytur. En
burtséð frá hugmyndafræði: fáir ungl-
ingar hafa byrjað skáldferil glæsilegar en
gert var með Barni náttúrunnar.
Dr. Arni Sigurjónsson er ungur Reykvikingur, sem
vinnur viö ýmis ritstört, og stundar m.a. bókmennta-
kennslu viö Háskóla Islands.
Ragnheiðar Eyvindsdóttur. Þau hjón áttu
ellefu börn, þeirra á meðal tvo Jóna og
koma þeir lfklega báðir eitthvað við sögu
Eyvindar.
í æsku varð Eyvindur fyrir álögum föru-
konu og meðan sú var trú manna, að heipt-
arorð yrðu oft áhrínsorð og maðurinn sem
fyrir varð trúði slíku sjálfur, þá er ekki
víst að þessi álagasögn sé með öllu mark-
laus í Eyvindarsögu. Trúin á hégiljur hef-
ur orðið mörgum örlagavaldur. Og hver
veit, hvað er hégilja?
Hins vegar kann sagan að vera alger
tilbúningur alþýðu manna til að skýra illa
hegðan manns, sem fólk vildi telja góðan,
manninum var ekki sjálfrátt. Þá felst og í
álagasögunni sú forna trú að mönnum
hefnist fyrir að bekkjast til við veslinga.
Kvensemin Hefur
Margan Manninn Drepið
Og Margan Rekið á
Fjöll ...
Það átti að hafa verið tiltölulega mein-
laust hrekkjabragð stráks við heldur leiða
kerlingu, að Eyvindur fór að gramsa í
skjóðu förukonunnar, sem hún hafði lagt
frá sér við bæjardyrnar, þegar hún gekk í
bæinn á Oddgeirshólum. Eyvindur fann
mikinn osthleif í skjóðunni og það varð
honum svöngum of mikil freisting og hann
át sem hann lysti af ostinum en í stað þess
að stinga hleifnum í skjóðuna aftur, þá
stakk hann hleifnum niður á klakk á á
reiðingshesti sem stóð á hlaðinu og þar
dinglaði osthleifurinn, þegar kerling kom
út á hlaðið. Osthleifurinn hefur eflaust
verið förukonunni mikil eign, og þegar hún
sá að bæði hafði verið étið af honum og
honum spillt, rann henni svo í skap, að hún
lagði það á Eyvind, að hann skyldi upp frá
þessu aldrei óstelandi vera.
Húsfreyja bað stráknum vægðar og
gerði förukonan það fyrir hennar orð að
bæta við, að Eyvindur skyldi þó aldrei
komast undir manna hendur. Þetta var
sagt hvorttveggja hafa orðið að áhrínsorð-
um, sem ekki var þó, það er alsendis óvíst,
að Eyvindur hafi verið sístelandi og þrí-
vegis komst hann undir manna hendur,
þótt hann slyppi í öll skiptin.
Eyvindur er á manntali í Hlíð 1729, þá
15 ára, og trúlega er hann Iengur í Hlíð,
því að hann barnar stúlku, em Guðrún hét
og átti heima á Fossi, næsta bæ við Hlíð.
Þetta verk þarf þó ekkert að segja um dvöl
hans í Hlíð, því að bæði getur hann hafa
verið bráðþroska til kvenna og eins brugð-
ið sér neðan úr Flóa til verksins, annan
eins spotta hafa fótfráir menn hlaupið til
þeirra verka.
Guðrún er sögð með nokkrum áreiðan-
leik hafa alið Eyvindi dreng, sem skírður
var Jón og eru raktar frá honum ættir til
núlifandi manna.
I munnmælum er það eignað hvinnsku
Eyvindar, að hann barst snemma niður í
Flóa en það getur eins hafa verið vegna
þess að hann á þetta barn í frillulífsstandi
og þá var heimilt að skilja það fólk ræki-
lega að, sem þjónaði sinni náttúru í því
standi. Barnsmóðir Eyvindar á að hafa
hrakizt austur í sveitir og því skyldi hann
ekki hafa verið hrakinn eitthvað líka eða
farið sjálfviljugur vegna þessarar mis-
lukkunar í kvennafarinu? Það var mjög
misjafnt, hvernig sýslumenn tóku á frillu-
lífsbrotum, sumir, og þá helzt þeir sem
sjálfir voru brotlegir, létu sem þeir vissu
ekki, en aðrir voru með múður.
Svo er talið, að Eyvindur hafi fyrst farið
að Læk í Flóa, en þar bjó föðurbróðir hans,
Kjartan að nafni. Einnig í Flóanum á Ey-
vindur að hafa hrakizt milli bæja sökum
hvinnsku sinnar. Ekkert er vitað með vissu
um feril Eyvindar í Flóanum, fyrr en hann
kemur inn í heimildir sumarið 1745 og þá í
Traðarholti. Ejrvindur er þá búinn að gera
annarri stúlku barn. Sú hét Þóra og var
dóttir húsfreyjunnar í Traðarholti, en hún
hafði verið vinnukona í Skálholti og þá átt
Þóru með dönskum þjónustumanni á
Staðnum, Jörgen Möller að nafni. Þóra 61