Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Page 7
Það hefur gerzt til þessa hér í Lesbókarsögunni af Eyvindi og Höllu aðí 1. þætti (Jólalesbók) voru birtar þær opinberu lýsingar, sem til eru af þessum útileguhjónum, sagtfrá hreysum þeirra og búskap- arháttum og í 2. þætti (1. tbl. Lesbókar '85) taldar upp heimildir um lífsferil þeirra hjóna, sem rakinn verður í þessu og næstu blöðum Lesbókar. Það at- hugist, að Eyvindar saga og Höllu verður aldrei sögð afeinum né neinum, nema í beztafalli sem heimildarskáldsaga. reiddist og mælti sro um, að þaðan í frá mætti þessi strikur aldrei ósteiandi rera. Eyvindi son, sem skírður var Rafn og eru frá honum raktar ættir. Eyvindur hvarf úr Traðarholti í júlí- mánuði þetta sumar, 1745, og var það áður en Þóra fæddi honum drenginn. Sagan segir, að Eyvindur hafi búið sig undir hvarfið úr sveitinni með því að selja ýmsa búshluti, sem hann átti orðið og hann á að hafa horfið „með hesta sína". Eyvindur var að vísu orðinn 31 árs og ekki annað vitað af sögnum en hann hafi verið reglumaður, enda hefur honum búnazt í lausamennskunni betur en almennt gerð- ist um vinnumenn þessa tíma; hann á orð- ið bæði búshluti til að selja og eigin hesta. LÍTIL mildi við þjófa Nú mætti ætla af þjóðsögunni um hinn sístelandi Eyvind, að hann hafi drýgt eig- ur sínar með þjófnaði og sé þar að finna skýringuna á efnum hans meiri en algengt var. En það getur bara ekki staðizt, að Eyvindur hafi verið jafn alræmdur þjófur meðan hann var í byggð og þjóðsagan hef- ur gert hann. Það getur engum manni hafa haldizt það uppi á þessum tima að vera sístelandi allt frá barnæsku og fram undir þrítugt án þess að vera tekinn. Tíminn var mjög harður þjófum. Minnsta hnupl, og þó fyrsta brot væri, kostaði hýðingu og brennimerkingu. Og það var ekki eins og Eyvindur gerði víðreist í þjófnaðinum, heldur má segja að hann hyggi allan tím- ann í sama knérunninn; hann færði sig aðeins úr Hreppunum niður í Flóa en var eftir sem áður alltaf í umdæmi sama sýslumanns og sýslumaður þurfti aldrei nema að rétta út hendina til að grípa þennan sístelandi mann. Það er útí hött, að skýra þessa óeðlilegu hlífð við alræmdan þjóf með vinsældum hans. Þótt Eyvindur kunni að hafa verið vel liðinn vinnumaður, þá hlaut hann, maðurinn sístelandi, að eignast óvildar- menn, sem ekki hefðu hlífzt við að kæra hana. Og það fylgir nú í þjóðsögunni, að hann hafi hvergi haldizt við á bæjum, heldur verið rekinn bæ af bæ vegna þjófn- aðar, og þá má nærri geta hvort öllum þeim sem hann hafði stolið frá og ráku hann burtu hafi verið ýkja hlýtt til hans og hvort þetta hafi aldrei borizt til eyrna sýslumanni. Orðalagið á eftirlýsingunni á Alþingi 1746 bendir eindregið til að þjóðsagan um Eyvind sem sístelandi mann frá barnæsku sé tilbúningur orðinn til utan um þjóðsög- una um álögin. í fyrsta Eyvindarþættinum í Lesbók er öll Alþingislýsingin birt, og því hér aðeins tekið úr henni það, sagan kallar á hverju sinni, svo sem nú þær sakir sem bornar eru á Eyvind og sýna, að þjófnað- arsökin er þar ekki í fyrirrúmi. í Alþingislýsingu segir svo (leturbr. mínar): ÓSKILAMAÐURINN EYVINDUR „Af Brynjólfi Sigurðssyni sýslumann var lýst eftir óskilamanninum Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í júlímánuði burt strokið hafði frá Traðarholti í Stokkseyr- arhreppi úr Árnessýslu fyrir utan nokkra kynning og skudsmaal, einnig sé með stór- um líkindum riktaður af þjófnaði í Árnes- sýslu ..." Síðan segir í eftirlýsingunni, að sýslumaður óski eftir því, að konunglegir valdsmenn „tilhlutist um að þessi Eyvind- ur verði fluttur til sinna átthaga um hæl, þar sem hann nokkurs staðar kynni að staðnæmast eða hittast". Eyvindur er auðvitað „óskilamaður" þar sem hann stekkur úr vistinni á miðju sumri og við vistrofi voru þung viðurlög og hann hverfur „fyrir utan kynning og skudsmaal", eða án þess að gera grein fyrir ferðum sínum og hefur engin vega- bréf eða vottorð frá yfirvöldum til sinna ferða, er sem sagt flakkari, sem heimilt er að senda heim á sveit sína, ef til hans næst. Þjófnaðarorðrómurinn (riktið) er nán- ast aukaatriði í eftirlýsingunni, bætt við eins og til að styðja kröfuna um að maður- inn sé sendur til baka, en það liggur engin áherzla á þessari sök. Það má ætla, að það hafi verið húsbænd- ur Eyvindar, sem kærðu hann fyrir strok, og höfðu til þess gilda ástæðu, vinnu- maðurinn hleypur burtu á mesta annatíma ársins og skilur eftir heimasætuna ólétta. Hjónin í Traðarholti vilja skiljanlega að maðurinn sé sendur heim aftur, bæði til að nýta hann við heyskapinn og lemja uppá honum fyrir að gera heimasætunni barn í frillustandi og ætla svo að stinga af. Þau hafa máske hugsað sér að negla Eyvind í hjónasæng með barnsmóður sinni og Ey- vindur heldur viljað liggja úti á fjöllum en í þeirri sæng ævilangt. Þótt Eyvindur væri mikill bógur í sam- skiptum við náttúru landsins var hann áreiðanlega ósjálfstæður svo sem gerist um „vinnumann liðlegan til smávika", eins og segir í lýsingunni af honum. Honum var eiginlegast að láta fætur forða sér. Hann bar sig aldrei á moti, þegar hann var handtekinn, utan einu sinni og ekki fræknlega. Það er trúlegt, að Eyvindur hafi forðað sér áður en húsbændum hans var kunnugt um hervirki hans á heima- sætunni, hafi hann ekki viljað eiga hana. Hann hefði eflaust bognað, ef til hans hefði náðst af hörðum húsbændum, því að bæði var þetta hans annað frillulífsbrot og það er ekki fyrir það að synja, að hægt hafi verið að sanna á hann þjófnað. Hér er alls ekki verið að útiloka þá ríkjandi sögu, að Eyvindur hafi flúið vegna þjófnaðar. Hann hafi vitað, að væri farið að rannsaka og sannprófa það þjófnaðarrikti, sem getið er um í Alþingislýsingunni, þá væri hon- um betra að vera horfinn af vettvangi. Að- eins er það talið eins líklegt að ástamálin hafi valdið flóttanum vegna þess að í eftir- lýsingunni er ekki lýst eftir honum sem þjóf fyrst og fremst, heldur óskilamanni, sem strokið hafi úr vist og sé að ferðast um án vegabréfs. EYVINDUR TÝNIST Næstu 10 árin má segja að alger heim- ildareyða sé í Eyvindarsögu, aðeins um að ræða haldlitlar munnmælasagnir og sumar örugglega rangar. Það má þó telja líklegar sagnir, að hann hafi verið í fyrstu eftir að hann hvarf úr Traðarholti í ein- hverjum stöðum syðra svo sem á Hvera- völlum en fljótlega borizt vestur á Strand- ir. Flestum sakamönnum, sem lausir gengu, varð það fyrir að leita í hinar af- skekktu Hornstrandabyggðir í von um að komast í skip, eða dyljast fyrir yfirvöldun- um í skjóli torfærra fjalla og fólks, sem ekki framseldi sakamenn, nema ágangur þeirra og fjöldi gengi úr öllu hófi og nauð- ur ræki til að kalla á sýslumenn til að hreinsa byggðirnar. Um þær mundir, sem Eyvindur er ör- ugglega kominn vestur á Strandir eða sumarið 1753, ferðast þeir Eggert og Bjarni um Strandir og fjalla í Ferðabók sinni um mannlifið í þessum afskekktu byggðum og einkum ásókn sakamanna á þessar slóðir. Svo segir í Ferðabókinni: „Eiga menn (þ.e. á Ströndum) oft erfitt með að halda fé sínu fyrir þjófum og landshornamönnum, sem framið hafa einhverja giæpi en leita hingað til að freista að komast í erlend skip, er framhjá sigla. Menn eru ekki einu sinni öruggir um líf sitt og limi, enda eru dæmi og þau nýleg um manndráp og meiðingar, sem illvirkjar hafa framið á þessum slóðum. “ Þeir Eggert og Bjarni víkja einnig að ágangi sakamanna í lýsingu sinni á fólk- inu á Ströndum, (þar í Jökulfirðir, Aðalvík og Hornstrandir frá Straumnesi að Geir- ólfsgnúp og síðan áfram suður Strandir við Húnaflóa). Þeim farast svo orð um það fólk, sem þarna býr: „Orð fer af því, að þeir, sem búa á Ströndum fyrir austan Horn, séu ruddafengnir, þrælmenni og fantar, sem einnig eru sakaðir um galdra. Sama vitnisburð fá þeir, er búa fyrir vestan Horn, nema enn verri sé. Við reyndum hins vegar þetta fólk ekki að öðru en góðmennsku og ráðvendni. Að vísu kunna fúlmenni að hittast hér, en það stafar af því, að vestan Horns taka menn oft á móti þjófum, landshorna- mönnum og illvirkjum af einhvers kon- ar misskilinni góðvild. Láta þeir þá vinna fyrir fæði sínu og hjálpa þeim til að komast í erlend skip. („Mikill grúi af hollenzkum fiskiduggum liggur úti fyrir, og hleypa þær tugum saman inn á firðina undan illviðrum," segir á öðr- um stað í lýsingunni. Á.J.) — Þetta er hvort tveggja í senn vítavert og þeim, sem það gera, til mesta tjóns. Ymsir ósiðir festa rætur meðal þeirra og þeir verða að þola alls konar móðganir af illmennum þeim, sem þeir eru að hjálpa. En allt um þetta verður vart einskonar heiðarlegrar einfeldni hjá flestum Hornstrendingum. Þeir eru mjög greiðviknir og góðgerðasamir af hinum litlu efnum sínum. Einkum eru þeir mjög gestrisnir. Þeir eru skynsam- ir í sínum barnaskap og vel að sér í kristnum fræðum.“ Bar Af Sér Góðan Þokka Það má telja víst, að lengst af þeim tíma, 1745—55, sem Eyvindur er týndur í sögunni, þá dvelji hann frjáls á Ströndum innan um þetta fólk, sem svo var velviljað hverskyns brotamönnum. Engin ástæða er til að ætla að Eyvindur hafi legið úti á þess- um árum. Þótt Eyvindur væri ekki þvílíkt glæsi- menni sem þjóðsagan gerir hann, þá hefur hann verið heldur geðslegur maður og eng- inn glæpamannsbragur á honum. Hann er bjartur yfirlitum og mjúkmáll og aldrei ofstopafullur eða eins og segir í lýsingunni af honum: „Grannvaxinn með hærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan ... mjúkmáll og geðgóður, hirtinn og hreinlátur ... “, og hann er hagleiks- maður og „góður vinnumaður og liðugur til smávika". Eyvindur hefur áreiðanlega verið vellið- inn strax á Ströndum svo sem allsstaðar, þar sem hann kynntist við fólk. Saga hans sýnir að honum hefur verið það lagið að koma sér inná fólk og þar er nú að finna máski aðalástæðuna fyrir hinum langa ferli hans utan við lög og rétt, að hann var af öllum sem kynntust honum velliðinn og bauð af sér góðan þokka þar sem hann bar að garði. Nú er það alls ekki víst, að Eyvindur hafi litið á sig sem sakamann. Þegar næst eru heimildir um hann, gengur hann undir eigin nafni. Eyvindur sjálfur eða Strandamenn þurfa ekki að hafa vitað neitt um auglýs- inguna á Alþingi 1746. Hafi Eyvindur flúið á fjöllin vegna ástamála, hræðslu við tengdaforeldrana eða ævilanga sambúð við Þóru, þá var engin ástæða fyrir hann til að leyna nafni sínu norður á Ströndum, hann var þar utan seilingar Traðarholtsfólksins. Framh. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. JANOAR 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.