Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Qupperneq 8
Ingmar Bergman segir, að hin nýja mynd
sín, „Fanny og Alexander", sé summan
af ævistarfi sínu sem kvikmyndahöfund-
ur. 64 ára gamall segir hann að meira en
50 myndum loknum, að þessi mynd verði
Kórónan á sköpunar-
verki Bergmans er
brot úr ævisögu hans
sjálfs og nú þegar
þessu verðlaunaða
stórverki er lokið
nýtur Bergman ein-
veru og kyrrðar í húsi
sínu á Sauðey.
sín síðasta. Hann vilji láta staðar
numið núna, „þegar allt er í góðu
gengi". Og víst er það, að maður-
inn, sem hefur eignazt átta börn í
fimm hjónaböndum og ástarsam-
böndum, virðist hafa tekið upp
rólegri lífshætti. Hann býr með
Ingrid, sem hann hefur verið gift-
ur í 12 ár, á einangraðri eyju,
Sauðeyju, (Fárö), við Gotland. Lit-
krítarteikningar barnabarna hans
prýða veggi heimilisins og hann
horfir á sjónvarpsþætti á borð við
„Dallas". í grein í „New York Tim-
es Magazine" ræðir Michiko Kak-
utani, sem skrifar um menningar-
leg efni í blaðið, um breytingarnar
á lífi Ingimars Bergman og fjallar
um þýðingu myndarinnar „Fanny
og Alexander", sem hún segir að
sé eins konar efnisyfirlit allra
verka hans.
SUMMAN AF
Ævistarfi
Sextíu og fjögurra ára gamall er
Ingmar Bergman virðulegur á
svip. En þó að grágræn augu hans
geti allt í einu orðið köld og tor-
tryggin, er oft barnsleg birta í
svip hans og hann getur sagt
Fanny og Alexander. Bergman hefur ekki farið dult með, að drengurinn
Alexander sé byggður & endurminningum úr æsku höfundarins sjálfs.
einkar alúðlega hluti. Þessa dag-
ana virðist hann reyndar vera sér-
staklega ánægður í hlutverki hins
góðviljaða fjölskylduföður — bæði
á vinnustað og heima á eynni. Hin
nýja hugmyndaauðgi hans kemur
fram í síðustu mynd hans, „Fanny
og Alexander", — mynd, sem lýsir
bæði þeim hættum, sem fjöl-
skyldulífi eru búnar, sem og þeirri
ánægju og gleði, sem það getur
veitt. Myndin er „summan af ævi-
starfi mínu sem kvikmyndahöf-
undar," segir Ingmar Bergman.
Hann fullyrðir, að þetta sé síðasta
kvikmyndin, sem hann ætli að
gera.
„Ég hafði svo mikla ánægju af
því að gera myndina „Fanny og
Alexander" að mér fannst, að ég
myndi aldrei öðlast þá tilfinningu
aftur,“ segir hann. „Það væri dap-
urlegt að vinna að annarri mynd,
sem svo yrði drungaleg, þung og
strembin með fullt af vandamál-
um. Og ég hef séð marga af starfs-
bræðrum mínum eldast æ meir og
verða æ leiðinlegri, þangað til
þeim skyndilega er hent út, og þeir
geta ekki fengið fjármagn fyrir
næstu mynd og verða að ganga á
milli manna með hattinn í hend-
inni. Það er nokkuð, sem ég vil
ekki. Þá er betra að hætta, meðan
allt er í góðu gengi."
Kaflar Úr
Sjálfsævisögu
Hversu furðulegt sem það
kanna að virðast, eru hinar marg-
slungnu myndir Ingmars Berg-
man á vissan hátt kaflar úr sjálfs-
ævisögu, og „Fanny og Alexander"
er í senn angurvær endurfundur
við æsku stjórnandans sjálfs og
endanlegt uppgjör að verki loknu.
Öll hin gamalkunnu stef og við-
fangsefni Ingmars Bergman koma
þarna fyrir — auðmýking lista-
mannsins, helvíti og himnaríki
hjónabandsins, leitin að ást og
tryggð — en að þessu sinni verður
vart nýrrar hlýju, mildi og samúð-
ar.
Myndin „Fanny og Alexander"
býr yfir andríki, sem minnir á
seinni gamanleiki Shakespeares,
því að Ingmar Bergman virðist
vera í hæfilegri fjarlægð frá fortíð
sinni og sætta sig við hana, þegar
hann gerir upp reikningana. „Það
er ef til vill ímyndun, en mér
finnst, að ég sjái víðar og skilji
meira," segir hann. „Það er eins og
að ganga á fjall. Þeim mun hærra
sem maður kemst, þeim mun
þreyttari og móðari verður maður,
en útsýnið verður víðáttumeira."
Þessi mynd vísar á svo margan
hátt til fyrri verka Ingmars
Bergman, að í augum þeirra, sem
fylgzt hafa með ferli kvikmynda-
stjórans, verður hún sem eins kon-
ar heildaryfirlit yfir verk hans. Og
þó er hún einnig aðgengilegri, ein-
faldari í sniðum og frásögn en
margar fyrri myndir hans.
5o Kvikmyndir á
40 ÁRUM
Eftir að Ingmar Bergman festi
sig í sessi um miðjan sjötta ára-
tuginn með „Sjöunda innsiglinu",
„Villtum jarðarberjum" og
„Sumarleikjum" hafa gagnrýn-
endur litið á hann sem einn af
fremstu kvikmyndastjórum
heims, og hann hefur hlotið lof í
samræmi við það. Á fjögurra ára-
tuga starfsferli hefur hann gert
um 50 kvikmyndir. Með því að
flytja hin magnþrungnu og inn-
hverfu verk Strindbergs frá
leiksviðinu á kvikmyndatjaldið
jók hann á alvöru þessarar grein-
ar — „skemmtun" varð „list“ —
eins og merkingarmunur væri orð-
inn á bíómynd og kvikmynd, og
hann sýndi einnig fram á, að þessi
miðill gæti krufið heimspekileg
vandamál og kannað sálarfylgsni
manna.
Bergman-hjónin búa fjarri hin-
um þaulskipulögðu borgarhverf-
um Svíþjóðar, langt frá hinum
þægilegu, nútíma samgönguleið-
um. Til að komast til Sauðeyjar,
Fárön, verða menn fyrst að fljúga
frá Stokkhólmi til Visby, hins
forna höfuðstaðar Gotlands, þar
sem eru margar minjar frá mið-
öldum. Frá Visby verður síðan að
aka klukkutíma leið um hina
klettóttu eyju. Síðan þarf að fara
með ferju yfir sundið milli Got-
lands og Sauðeyjar og svo að aka
þvert yfir eyna sjálfa, sem er mjög
strjálbýl, framhjá hrörlegum
bóndabýlum og fiskimannakofum
um haga og skóglendi til húss
kvikmyndastjórans, sem stendur
eitt sér eins og viti úti við sjávar-
strönd.
Það er sami litur á húsinu og á
steinunum á ströndinni, og það
virðist næstum tilheyra landslag-
inu. Það er grátt, hörkulegt og
óaðlaðandi. En þegar inn er kom-
ið, ljá veggfóður og þægileg sænsk
nútímahúsgögn íbúðinni vina-
legan og látlausan blæ, sem þó
Jól bjá Ekdahl-fjölskyldunni. Fanny og Alexander var sýnd um jólin á Norðurl
Fyrir myndina fékk Bergman Óskarsverðlaun fyrir sviðsetningu og búninga, am
sú bezta með erlendu tali.