Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Síða 9
hans. Þó að hann segi, að sér sé afar illa við að hitta fólk, sem hann ekki þekki, leggur hann þeg- ar arminn um axlir ókunnugs gests, og hann leggur áherzlu á orð sín í samtalinu með yfirlýsing- um um einlægni og góðan vilja. Maður hefur það á tilfinningunni, að hann hafi tamið sér vissa hætti hegðunar, þetta sé látbragð ein- ræns og innhverfs manns, sem þráir, að öðrum þyki vænt um hann, manns sem hafi starfað með leikurum alla ævi og þekki mæta- vel þær grímur, sem við setjum upp í opinberu lífi. Undir hinu villandi yfirborði leynast einnig óhemju miklar mótsagnir. Hann er yfirlýstur efa- hyggjumaður, sem er sérlega hjá- trúarfullur. Hann er siðavandur maður, sem hefur kvænzt fimm sinnum og verið í tygjum við helztu leikkonur sínar, svo sem frægt hefur verið. Hann er mjög nákvæmur maður, svo að það er haft á orði, að hann hafi sent sím- skeyti til að breyta stefnumóti um tíu minútur, en lætur sig dreyma dagdrauma tímunum saman. „Ég geri mér fulla grein fyrir hinum tvískipta persónuleika mínum," segir Ingmar Bergman. „Ég hef gott vald á hinum vel þekkta hluta. Allt er skipulagt og mjög svo örugt. En hinn getur ver- ið býsna erfiður viðureignar. Ég held, að sá hluti sé ábyrgur fyrir öllu mínu sköpunarstarfi — hann er í snertingu við barnið. Hann er ekki hygginn eða skynsamur, hann er hrifnæmur og fljóthuga og ákaflega tilfinninganæmur. Ef til vill er hann ekki einu sinni „hann“, heldur „hún“.“ ElNS OG HREINSANDI Flóð Ingmar Bergman hefur sagt, að flestar myndir sínar hafi vaxið „eins og snjóbolti" utan um smáflyksu af reynslu eða endurminningu. Hann hefur komizt að raun um, að kvik- myndagerð hafi lækningarmátt og hefur oft lagt ofurkapp á þessa iðju sundurgreiningar og hreinsunar. „Ég hef alltaf verið að vinna,“ segir hann, „og það er eins og flóð renni yfir velli sál- arinnar. Það er gott, af því að það tekur margt burt með sér. Það hreinsar. Ef ég hefði ekki Ingmar Bergman á torginu í Uppsöl- um, en þar m.a. stjórnaði hann töku á Fanny og Alexander. alltaf verið að vinna, væri ég orðinn geðveikur." „Fanny og Alexander" hefur stuðlað að skilningi hans á sinni eigin æsku, ógnum hennar og unaði. Fyrir Ingmar Bergman er þessi æska undarlega áþreifan- leg og aðgengileg. „Eg hef haldið beinu sambandi við æsku mína,“ segir hann. „Ég held, að svo muni vera um marga listamenn. Stundum á nóttunni, þegar ég er á mörkum svefns og vöku, get ég gengið gegnum dyr inn í æsku mína, og þá er þar allt eins og forðum — ljósið, ilmurinn, hljómurinn og fólkið. Ég man eftir hinu þögla stræti, sem amma mín bjó við, hinni skyndi- legu ágengni í heimi fullorðna fólksins, skelfingunni út af hinu óþekkta og óttanum vegna spennunnar milli foreldra minna.“ Ingmar Bergman hefur sagt, að æska sín hafi mótað það ímyndunarafl, sem hann hafi. Fyrir sér sé hið liðna ávallt nærri. Hann óttaðist hinn stranga og valdsmannlega föður sinn, lúterskan prest, en dýrkaði greinilega móður sína. Endurminning Frá Heimili Ömmunnar f „Fanny og Alexander" bygg- ir Ingmar Bergman á endur- minningum frá heimili ömmu sinnar, og hann hefur breytt heimi æsku sinnar í ævintýra- veröld frá því um aldamótin. Fyrstu sviðsmyndirnar sýna daglegt líf borgaralegrar fjöl- skyldu, sem ber nafið Ekdahl og rekur leikhús í litlum bæ í Sví- þjóð. Þegar faðirinn deyr, finnst hinni 10 ára gömlu hetju, hinum dula og dreymna Alexander, og Fanny, systur hans, sem hinn friðsæli heimur þeirra hrynji til grunna. Móðir þeirra giftist á ný, og hinn nyi eiginmaður hennar, biskupinn, innleiðir kuldalegt og strangt stjórnkerfi á heimilið. Það er augljóst, að Alexander er listamaðurinn sjálfur sem ungur drengur. Ingmar Berg- man lék sér löngum stundum að skuggamyndavél — eins og Al- exander. Hann átti erfitt með að greina á milli ímyndunar og sannleika — eins og Alexander, og honum var refsað fyrir þessi „ósannindi" eins og Alexander. í myndinni er Alexander sýnd sú auðmýking, að biskupinn hýðir hann og lokar hann inni. Það atr- iði er byggt á reynslu kvikmynda- stjórans sjálfs, og svipuð átök milli ungrar hetju og föðurmynd- ar, milli ofur viðkvæms lista- manns og harðbrjósta mennta- manns koma hvað eftir annað fyrir í verkum hans. „Þegar Ingmar Bergman var yngri, gætti gremju og bitur- leika í myndum hans,“ segir Harry Schein, fyrrum forstjóri Sænsku kvikmyndastofnunar- innar og einn af nánum vinum Bergmans. „í myndinni „Fanny og Alexander" er meira jafn- vægi. Ég held, að svipuðu máli gegni um Ingmar Bergman sjálfan." Ingrid, kona hans, glaðlynd og góðleg kona, sem er merkilega lík móður hans, eins og Ingmar Bergman viðurkennir, hefur hjálpað honum að treysta náin bönd við börnin sín átta úr fyrri hjónaböndum og ástarsambönd- um, og í júlímánuði ár hvert koma þau og barnabörnin fjögur til Sauðeyjar til að halda upp á afmæli hans. Fyrirfram Akveðin Dagskrá Dagskrá Ingmars Bergman virðist í jafngóðu lagi, þótt hún gangi ef til vill nokkuð langt, hvað nákvæmni snertir. Hann fer á fætur á hverjum morgni kl. 8 og situr við skriftir frá kl. 9 til hádegis. Þá borðar hann, en síð- astliðin 15 ár hefur hann aðeins haft súrmjólk og ber í hádeg- ismatinn. Siðan vinnur hann enn í tvo tíma og fær sér blund kl. 3. Fyrir kvöldverðinn tekur hann sér göngu, og eftir matinn horfir hann á sjónvarp, en hann hefur mjög gaman af „Dallas", eða einhverja mynd úr hinu mikla 16 millimetra myndasafni sínu. Þó að „Fanny og Alexander" sé síðasta mynd hans, ætlar hann varla að slaka neitt á. Hann hyggst halda áfram að vinna fyrir sjónvarp, þann mið- il, sem „Myndir úr hjónabandi" og „Augliti til auglitis“ voru upprunalega gerðar fyrir. Upp- tökum er lokið á næstu mynd hans fyrir sjónvarp, en hún mun verða sýnd á næsta ári í sænska sjónvarpinu. Allan þann tíma, sem Ingmar Bergman hefur unnið við gerð kvikmynda, hefur hann jafn- framt sviðsett leikrit, og hann ætlar að halda því áfram. Hann ráðgerir að leikstýra „Lé kon- ungi“ fyrir Dramaten í Stokk- hólmi. Það var við æfingu á „Dauða- dansinum" eftir Strindberg í Dramaten 1976, sem Ingmar Bergman var handtekinn vegna meintra skattsvika. Sá atburður vakti feikna athygli. Ákærurnar voru síðar látnar niður falla og sænska stjórnin baðst formlega afsökunar, en leikstjórinn fór sjálfur í útlegð og fluttist til Munchen. Einsemdin á Vel Við Hann Afleiðingar alls þessa urðu þær, að Ingmar Bergman fékk taugaáfall og var lengi að ná sér. Það var ekki einungis, að hann yrði fyrir auðmýkingu, eins og hann hefði getað óttast mest, heldur varð hann fyrir bragðið að yfirgefa landið, sem hann unni, enda þótt hann heimsækti Sauðey öðru hverju. „Ég er svo 100% sænskur," segir hann. „Einhver hefur sagt, að Svíi væri eins og flaska af tómatssósu — ekkert kemur og enn ekkert og svo allt í einu alit- of mikið. Ég held, að það sé svo- lítið líkt þessu með mig. Ég held, að það sé af því að ég er sænsk- ur, að mér líki svo vel að eiga heima á þessari eyju. Þú getur ekki ímyndað þér einsemdina og einangrunina í þessu landi. Af því leyti er ég mjög sænskur, að mér líkar ekki illa að vera einn. Áður en ég giftist Ingrid, bjó ég í þessu húsi í 16 mánuði. Gömul kona var hér þrjá tíma á dag, kom kl. 4 og eldaði kvöldverð, tók síðan til og fór kl. 7. Og hún var eina manneskjan, sem ég umgekkst. Þannig var það viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og á vissan hátt kunni ég mjög vel við það.“ Af hálfu Ingmars Bergman var það jafnvel sögulegt, að hann skyldi dveljast langdvölum utan Svíþjóðar. Smám saman fór hann að dveljast lengur í einu á Sauðey, og nú eyðir hann öllu sumrinu á eynni. Eftir að hafa lokið nokkrum verkefnum fyrir leikhús í Munchen segist hann munu flytjast alfarinn til Svíþjóðar. „Lengi vildi ég ekki koma heim,“ segir hann, „en innan fárra ára býst ég við að gera það. .hejcjl,&{[ það sé kominn tími m fyrír íngmar að halda heim.“ — SVÁ þýddi. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 19. JANOAR 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.