Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 8
Aðalstræti 6 og Lækjargata 2A (sambyggð með kvisti, gul með rauðu þaki). Þessi hús eiga sér langa sögu. Grímur Grímsson Laxdal (ættfaðir Laxdalanna) fluttist til Akureyrar 1836. Skömmu eftir stofnun byggingarnefndar kaupstaðarins (1857) fékk hann leyfi hennar til íbúðarbyggingar á þessum stað, en 1862 keypti Stefán Thorarensen sýslumaður húsið og lét gera viðbygginguna með flata þakinu (og reyndar fleira í óleyfi nefndarinnar!). Þegar Hoephners-verslun fékk Hendrik Schiöth af Sjálandi til þess að flytjast til Akureyrar og stunda þar brauðgerð fyrstur manna, fluttist hann með Önnu konu sinni í Aðalstræti 6. Hann varð og póstafgreiðslumaður, og neðst í reykháfnum í húsinu er innfelldur peningaskápur, enda varð Hendrik einnig sparisjóðsgjaldkeri og síðar féhirðir útibús íslandsbanka. Anna (móðir Lystigarðsins) var fyrsti lærði Ijósmyndari á Akureyri og mun hafa haft myndastofu sina í Aðalstræti 6. Núverandi eigandi hússins, Hinrik Hinriksson, lét setja kvist á austurhlið, breyta kvisti á vesturhlið og gera nokkrar aðrar breytíngar. Lækjargata 2A, Frökenarhús, er e.t.v. næstelsta hús bæjarins. Ekkja Stefáns Þórarinssonar amt- manns á Möðruvöllum, Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving, og dóttir hennar, fröken Margrét (ógift langa ævi), fluttust til Akureyrar 1823 og bjuggu í húsi þessu. Ekki er kunnugt hvenær það var reist, en þegar Stefán Stephensen umboðsmaður, bróðir Magnúsar landshöfðingja, keypti húsið, hafði fröken Margrét átt það „um mjög langt skeið". Stefán settist að í húsinu 1881 og bjó þar til dauðadags 1919. Kona hans var Anna Pálsdóttir Melsteð. Stefán var lengi bankagjaldkeri og fógetaskrifari. Strandgata 49, „Gránuhúsin". Þarna voru höfuðstöðvar Gránufélagsins á 19. öld og fr og urðu hús þessi vaxtarsproti byggðarinnar á Oddeyri. Til vinstri er elsti hluti hú frá Vestdalseyri í Seyðisfirði 1873, en fyrir austan höfðu norskir hvalveiðimen Gránufélagið var stórveldi í verslun íslendinga á 8. áratug aldarinnar sem leið, en rr 9. áratugarins hófst hnignun þess. Nú er í húsum þessum vélsmiðjan Oddi, eign KEé friðuð í B-flokki samkvæmt þjóðminjalögum. Eyrarlandsvegur 26. Þetta er eitthvert hið elsta íbúðarhús á þessum slóðum, reis upphaflega Breiðablik. Sigurður Einarsson Hlíðar dýralæknir og síðar alþingismaf Louisa Guðbrandsdóttir giftu sig 1910. Ári seinna fékk Sigurður útmælda lóð á Almenn sögn er að húsið, svo fallegt sem sjá má, hafi verið brúðargjöf frá teng Reykjavík, Jacobine F.L. Zimsen og Guðbrandi Teitssyni kaupmanni. Þetta hús á Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari og áfengisvarnarráðunautur og Eiríkui kaupmaður. Kaþólska kirkjan keypti húsið 1952. Þar er nú kirkja kaþólska safnaðar og heimili prestsins. í forgrunni myndarinnar er styttan Útlagar eftir Einar Jónssc Hafnarstræti 11, Laxdalshús. Elsta hús sem uppi stendur á Akureyri, að stofni til Hemmert kaupmaður fékk útmælda lóðina 1792, en G. Kyhn kaupmaður eignaðist reisti húsið. Friðrik Carl Magnus Gudman eignaðist Hafnarstræti 11 árið 1857, oj lengi íbúð faktora hans og er það kennt við einn þeirra, Eggert Laxdal, sem þar I Samkvæmt sérstakri samþykkt bæjarstjórnar var hafist handa um viðgerð hússins frá sama ári friðað í A-flokki þjóðminjalaga. Hafa nær allar ráðstöfunartekjur Hv Akureyrar runnið til endurbyggingar þess, ásamt nokkrum styrk úr Þjóðhátíðarsjc Síðastliðið sumar var veitingahússrekstur í Laxdalshúsi, en á sínum tíma gerði stji arsjóðs Akureyrar ráð fyrir, að þarna yrði framvegis íbúð, svo sem ætíð var, svo og félagsaðstaða, e.t.v. samkomustaður fyrir aldraða. Akureyrarbær eignaðist húsið lí við endurreisn hússins hefur verið Sverrir Hermannsson húsasmíðameistari, viði fræðingur í viðgerð gamalla húsa. Hann hefur einnig m.a. stjórnað viðgerðum á Tu Grundarkirkju. Húsmeð sál og sögu á Akureyri Litlu-Sólheimar á mörkum Skarðshlíðar og Höfðahlíðar í Glerárhverfi. Þetta litla íbúðarhús reisti Guðrún Jóhannesdóttir 1931, og minnir það í flestu á funkisstíl þess tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.