Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 12
$ té
Skilvindustaðir
og nágrenni
Bernskummning frá Skriðuklaustri eftir Franziscu Gunnarsdóttur
Ofurlítill lækur seitlaði stundum ofan úr
fjallinu og eftir bæjarhlaðinu á Skilvindu-
stöðum. Þetta var Bæjarlækur. Að vísu
var aldrei dropi í Bæjarlæk nema eftir
mikla vætutíð. Olli það miklu búhnjaski á
Rabarbarabeðið var stór-
kostlegur frumskógur
mannhæðarhárra, tröll-
aukinna furðuplantna . . .
í frumskógum var allt
mögulegt eitrað og þar
voru bæði Ijón og tígris-
dýr, því var skynsamlegra
að flana ekki að neinu.
Skilvindustöðum, og raunar einnig á
Strokkhólum, heldur ómerkilegri hjáleigu.
Á Skilvindustöðum átti ég mér „bú“.
Nafn sitt dró býlið af gamalli skilvindu,
rauðri, sem einhver búskussinn hafði
fleygt við rætur fjallsins, er betra átti
skilið. Strokkhólar áttu tilurð sína til þess
að rekja, að við hlið skilvindunnar fann ég
líka gamlan strokk, grænan, er áreiðan-
lega hafði orðið henni samferða í upphæð-
irnar.
Ég hafði leitað vítt og breitt um landar-
eignina hans afa að viðeigandi „bú“-stað. í
fyrstu taldi ég Kirkjutúnið, undan lágu
hamrabeltinu neðan við Klaustur, byggi-
legast, enda óhemju grösugt og ljúft. Samt
mátti finna þar á alvarlega annmarka, þá
helst að þaðan var illmögulegt, að fylgjast
með mannaferðum að Klaustri. Það var
óviðunandi að missa kannske af gestum og
gangandi. Stundum bar nefnilega
skemmtilegt fólk að garði — sjaldnar en
hitt þó.
Þá var það að ég gekk fram á skilvind-
una og strokkinn í fjallshlíðinni, á alveg
prýðilegum útsýnisstað, og vandinn var
leystur. Að vísu óx þarna varla stingandi
strá, er gras mætti kalla, en geldinga-
hnappar, blóðberg og fleiri jurtir bættu
það margfalt upp. Verst var þetta með
vatnið, eða öllu heldur skortinn á því. Ég
taldi sennilegt að vatn væri eitt frumskil-
yrða farsæls búskapar — og Bæjarlækur,
minnstur bræðra sinna á íslandi, vildi alls
ekki renna nema í rigningu.
Mér rann oft í skap við Bæjarlæk, sem
ég hafði þó sýnt hina mestu natni og per-
sónulega dýpkað alla leið lengst ofan úr
skriðu. — Það var rosalega mikið og
áreynslusamt verk, ekki síst fyrir þá sök
að við það notaði ég hveitiskófluna hennar
ömmu; verkfæri sem við amma gátum
ómögulega komið okkur saman um að nota
maetti úti við. Maður þurfti að vera snar í
snúningum til þess að komast út úr húsinu
með þá gersemi.
Reyndar var ekki einleikið hve amma
var næm á allt í sambandi við hveitiskófl-
una. Undantekningarlaust vissi hún hve-
nær ég hafði fengið bannvöruna að láni.
Sæist ekki hveiti á mér, þá brást ekki að
hún stæði á því fastar en fótunum að nú
væri enn einu sinni mold í hveitinu, eða þá
á skóflunni. Það lagaöist samt töluvert eft-
ir að mér hugkvæmdist að hræra vandlega
í hveitinu þegar ég skilaði gripnum á sinn
stað.
Strásykurskóflan gaf að sumu leyti betri
raun. Bæði var það að sykurinn loddi síður
við mann og auk þes var sú skófla betur
máluð og auðveldari í þrifum. Hún var
samt minni en systir hennar í hveitinu og
hvergi nærri eins hentug í grófari mokst-
ur.
Ætið bárust síðan böndin að mér, þegar
önnur hvor skóflan var ekki á sínum stað.
Við þau tækifæri vildi svo til að umrædd-
an hlut var að finna í mínum fórum, sem
ég taldi til aukaatriða. Aðalatriði þótti
mér vera þessi þreytandi dómfelling, án
þess að svo mikið sem grunur félli á nokk-
urn annan, og það á fjölmennu heimili.
Mér var skipað að afhenda viðkomandi
skóflu, aldeilis undir eins. Var þá ekkert
verið að spyrja hvort ég hefði einhverja
hugmynd um hver hefði fengið hana lán-
aða, né til hvers ég hefði nauðsynlega
þurft á gripnum að halda. — Enda var ég
ekkert að segja þeim að lækurinn minn var
nákvæmlega jafnbreiður hveitiskóflunni.
Allt var þetta aumingjaskapnum í Bæj-
arlæk að kenna, og þá eru meira að segja
ótaldar skammirnar sem ég fékk fyrir að
nota stundum mjólkurfötur til vatnsburð-
arins upp í fjall. — Þegar ég var lítil voru
þær kallaðar skjólur fyrir austan, að
minnsta kosti í Fljótsdal. Og það var
óskapleg áreynsla að rogast með tvær
vatnsskjólur, risavaxnar að mínu áliti,
langt upp í skriðu.
Maður skjögraði um það bil fjögur spor,
hvíldi sig, þraukaði fáein spor til viðbótar,
hvíldi sig. Tók um síðir á öllu sínu til þess
að bæta örfáum fetum við áfangann, og
venjulega um það bil fór að skvettast úr
skjólunum. Kæmist búandinn á Skilvindu-
stöðum upp í skriðu til þess að koma
rennsli í Bæjarlæk, nú þá vantaði venju-
lega helminginn af vatninu í skjólurnar.
Næði ég, hins vegar, með svona mestallt
vatnið upp eftir, þá átti sér stað ógurlegt
flóð á Skilvindustöðum. Síðan hvarf vætan
á sárafáum mínútum. — Það krafðist sér-
stakrar skapgerðar búbaslið við rætur
fjallsins, ekki síst þegar maður var húð-
skammaður fyrir alla framtakssemi og
sj álf sbj argarviðleitni.
Að hún amma héldi fyrirlestra um notk-
un mína á hveiti- og sykurskóflum, er alls
ekki of djúpt í árinni tekið. Það var samt
barnaleikur samanborið við hvað hún
hafði að segja um notkun mjólkurskjóla í
öðrum tilgangi en þeim var ætlaður. Hún
var ekkert minna en skáldleg þegar hún
útbreiddi sig um sóðaskap og bakteríur í
því sambandi.
Ekki gat ég séð neinar bakteríur, og
taldi algjörlega óþarft að vera með
ofstopafullyrðingar um eitthvað sem var
ósýnilegt og sennilega alls ekki til. Svo var
hún heldur ekki sjálfri sér samkvæm í
bakteríumálinu. Ég mátti vel nota gólfföt-
urnar í vatnsburðinn minn, og þótti lítið
til þess boðs koma. Var ekki sóðalegt að
vera með gólffötuvatn í bæjarlæknum sín-
um? Mér þótti það vera bakteríulegt.
Svo fór um síðir að ég brá búi á Skil-
vindustöðum, og líka á Strokkhólum,
tveim þúfum frá. Lögðust bæði býlin í
eyði, þótt ég nýtti þau áfram sem útsýn-
isstað. Að afloknum rannsóknarferðum í
fjallinu hinkraði ég þarna til þess að að-
gæta hvort nokkur ljón eða tígrisdýr væru
í rabarbarabeðinu okkar, ofan og vestan
við aðalinnganginn á Klaustri.
Rabarbarabeðið var stórkostlegur frum-
skógur mannhæðarhárra, tröllaukinna
furðuplantna. — Min mannhæð var til-
tölulega lág í þá daga. Og blöðin voru ban-
eitruð, þótt stilkarnir væru hreinasta
sælgæti, það er að segja dumbrauðir stilk-
ar vínrabarbarans, þess minni. í frum-
skógum var allt mögulegt eitrað og þar
voru bæði ljón og tígrisdýr, því var skyn-
samlegra að flana ekki að neinu.
Við þessi tækifæri leit ég líka yfir grátt
fljótið í botni dalsins míns. Mig langaði,
beinlínis þráði, að sjá Lagarfljótsorminn,
sem állir vissu vel að var tií, alla vega ég.
Hann var ekkert hættulegur, bara svona
langur, grár og feitur, eins og drekarnir í
ævintýrabókunum mínum, nema þeir voru
grænir. Hann var nákvæmlega tveggja
dreka langur, vissi ég, og sætur, með rauð
augu og alveg ofboðslega langar tennur —
tvær þeirra, fremst í efra skoltinum.
Hinar voru venjulegar, en tungan! Með
tungunni gat hann kveikt í. Hann notaði
hana eingöngu til þess að spúa eldi ef ein-
hver ætlaði að drepa hann, sérstaklega ef
andstæðingurinn var riddari á hvítum
hesti.
Ég skildi Lagarfljótsorminn vel, þótt ég
sæi hann aldrei. Mér þætti heldur ekkert
gaman að láta drepa mig, eða reyna það.
En, það verður að segjast eins og er, að ég
var dálítið smeyk við ljónin og tígrisdýrin
í rabarbarabeðinu, þótt ég sæi þau heldur
aldrei, hvað þá mætti þeim. Það var mest
því að þakka hve aðgætin ég var í þeim
efnum, vissi ég.
í nágrenni Klausturs var mikil huldu-
fólksbyggð og dvergar í hverjum steini
sem var stærri en svo að ég fengi lyft
honum. Stærð dverganna fór eftir bústað
þeirra. Litlir dvergar bjuggu í smærri
steinunum, og síðan koll af kolli. Huldu-
fólkið bjó í klettabeltum fjallsins og í
björgum hér og þar. Niðri á Kirkjutúni var
alveg fullt af blómálfum. Þeir hringdu
bláklukkum á kvöldin, þegar blómálfab-
örnin áttu að koma inn og fara að hátta. —
Blómálfabörn voru fegurstu verur á þess-
ari jörð, blíð, góð og aldrei óþæg.
Mér auðnaðist aldrei að sjá eina einustu
þessara æðri vera, og var sátt við það,
hvað dvergana og blómálfana varðaði. Ég
gat vel skilið að svona lítið fingert fólk
þorði ekki að láta risavaxið mannabarn sjá
sig. En einmitt þess vegna var ég hrædd
um að stíga eða setjast á það, óvart, auð-
vitað. Og ég reyndi að vara smáfólkið við,
þegar traktorinn var væntanlegurmeð
sláttu- eða einhverja aðra vél í eftirdragi.
Ég kastaði heldur aldrei steini neitt. Slíkt
gæti valdið stórslysi.
Huldufólkið í Fljótsdalnum var ég samt
ekki alveg sátt við. Því gat ekki hugsan-
lega stafað nein hætta af mér, en að það
léti sjá sig var af og frá. Ástæðan var mér
ráðgáta — og áhyggjuefni. Hvort skyldi
það vera svona merkilegt með sig, þetta
fólk, eða var ég kannski vond stelpa?
Við hvern hamarinn á fætur öðrum sat
ég langtímum saman á meðal ilmandi
jurta og reyndi að tala huldufólkið til. í
fyrstu bað ég um að fá að leika mér við
börnin þess. Þegar það ekki dugði mæltist
ég til þess að fá bara að sjá þau, jafnvel
heyra í þeim. Það bar engan árangur. Það
örlaði ekki einu sinni á fullorðna fólkinu.
— Ég hvorki sá né heyrði neitt kvikt nema
suðandi flugurnar og syngjandi smáfugl-
ana, auk krumma.
Það var samt ekkert nýnæmi, við vorum
nánir vinir, hrafnarnir og ég. Þeir settust
oft svo til við tærnar á mér og gáfu frá sér
lág, vinaleg hljóð. Ég sagði þeim þá allt
um mína hagi, og nýlegustu afbrot fjár-
mannsins, sem ég átti í látlausum útistöð-
um við. — Ég taldi þann mann vera vond-
an við dýr, þegar enginn marktækari en ég
var viðstaddur. Aðrir héldu því fram að
Fúsi væri afbragðsmaður. — Én samskipti
mín og þess manns eru önnur og mun
lengri saga.
Um síðir komst ég að þeirri niðurstöðu
að huldufólkið í Fljótsdal væri leiðinlegt,
og börnin þess áreiðanlega síst skárri. Þá
var betra að heimsækja frændfólk mitt á
Valþjófsstað — það var bara svo fullorðið,
nema Magnús. Magnús var dálítið eldri en
ég og þóttist yfir það hafinn að leika sér
við smábörn.
Best var að heimsækja fólkið á Bessa-
stöðum, austan við Skriðuklaustur og
handan árinnar. Þaö, ásamt fólkinu í Geit-
agerði, bar af öllum í Fljótsdal, að mínu