Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 14
með því, áð riotaðir eru vefir, úr fóstrum, sem hafa ekki lært neitt. GREINILEG áhrif Á Hegðun Eigi að síður er hægt að hafa greinileg áhrif á hegðun með vefjagræðslu í heila. I tilraun, sem bandarískir taugasérfræð- ingar og lífeðlisfræðingar gerðu fyrir nokkru, var skorið í aðra hlið heilans í fullorðnum rottum, þannig að tengsl taugafruma, sem framleiða dómamín, milli sortuvefs (substantia nigra) og rófu- kjarna (nucleus caudatus) voru rofin að hluta. Síðarnefnda svæðið hefur að geyma ríkuleg tengsl taugafruma með boðefninu dópamín. Þeim rottum, sem misstu helm- inginn af dópamínframleiðslu sinni við heilaskurðinn, var gefið lyf, sem örvar móttakra dópamíns. Viðbrögð rottanna voru þau, að þær snerust í hringi. Síðan græddu vísindamennirnir tauga- frumur, sem framleiða dópamín í sortu- vefnum, úr rottufóstrum í heila þessara rotta nálægt skurðinum, og þá dró úr hringsóli þeirra. En það sýndi, að hinn ígræddi vefur framleiddi dópamín á eðli- legan hátt. Aðrar tilraunir alþjóðlegs hóps vísinda- manna leiddu í ljós, að taugafrumur úr fóstri, sem framleiddu boðefnið acetyl- kólín, bættu rottunum að nokkru leyti skaðann eftir ígræðslu, þegar skorið hafði verið í þann hluta heila þeirra, þar sem þetta boðefni verður aðallega til. Hegða Sér Eins Og Taugafrumur Við réttar aðstælður geta frumur, sem ekki eru taugafrumur, meira að segja farið að hegða sér eins og taugafrumur, þegar þær eru græddar í heila. Þá vaxa þeim taugasímar og griplur og þær framleiða boðefni. Það var á grundvelli þessarar staðreyndar, sem framkvæmd var merki- legasta vefjagræðsla í heila hingað til og hin fyrsta á manni. Hún var gerð í Karól- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, og þar var að verki taugaskurðlæknirinn Olof Backlund ásamt tveim starfsbræðrum. Sjúklingurinn hafði Parkinsonsveiki, en vöðvatitringur og önnur einkenni hennar stafa af dauða fruma, sem framleiða boð- efnið dópamin í rófukjarna. (Tilraunir á dópamínstöðvum í rottuheilum voru gerð- ar í sambandi við rannsóknir á Parkin- sonsveiki.) Backlund og samstarfsmenn hans vissu af tilraunum á dýrum, að vissar frumur í nýrnahettum eru að efnafræði- legri samsetningu líkar taugafrumum í rófukjarna heilans, en þar em umhverfi þeirra er öðruvísi, breytast þessar frumur aldrei í taugafrumur. „Þetta eru innkirtlafrumur," segir Azm- itia. „Þær framleiða og gefa frá sér epin- ephrin (einnig nefnt adrenalín eða húfu- kjarnavökvi) og svolítið magn af dópamíni einnig." Þó þær líti ekki út eins og tauga- frumur yfirleitt, vaxa nýrnahettufrumun- um taugasímar og griplur, þegar þær eru græddar í heilann og fá náttúrulegt tauga- vaxtarefni. Vefur úr nýrnahettu Parkinsons-sjúkl- ingsíns var græddur beint í rófukjarna mannsins. Árangurinn varð nokkur bati. Fyrir tilraunina gat maðurinn ekki hreyft sig án lyfja, en á eftir var hægt að minnka lyfin við hann um 15—20%. Það var næg hvatning fyrir vísindamennina til að halda áfram tilraunum sínum. Þó að vefjagræðsla í heila eigi langt í land sem lækningaraðferð, telur Azmitia, að svo kunni að fara, að henni verði hægt að beita í öðrum tilvikum, svo sem eftir slag og við Alzheimersveiki (ellihrörnun á háu stigi), en einkenni beggja sjúkdóm- anna er óhóflegur dauði taugafruma. Hejlinn Snýst TIL VARNAR Eitt af þeim vandamálum, sem verða á vegi þeirra, sem flytja vefi milli heila, er fólgið í þeirri hneigð heilans að græða sár- ið, sem honum er valdið til tilraunina, og snúast til varnar gegn aðkomufrumum. „Hvenær sem heilinn skaddast," segir Azmitia, „taka stoðfrumur (sem ekki eru taugafrumur) að skipta sér og halda í átt- ina að sárinu." Hjá fullorðnum dýrum verður útkoman sú, að stoðfrumurnar þekja algerlega hin ígrædda vef og koma þannig í veg fyrir hinn nauðsynlega sam- runa. En taugafrumurnar sjálfar eru einnig duglegar við að flytja sig til. Azmitia bendir á, að þó að stoðfrumurnar hindri taugafrumur úr fóstri í að komast út úr hinum ígrædda vefi, þá er vissa fyrir því, að þær hreyfa sig innan vefsins sjálfs og reyna að stofna til tengsla við aðrar tauga- frumur. Taugafrumur eru mest á ferðinni, með- an heilinn er að mótast í móðurkviði. Heil- inn byrjar sem þunnt frumulag á yfirborði fóstursins. Þetta lag vefst síðan saman og myndar þannig langa pípu, sem er grunn- urinn að taugakerfinu. Þegar „pípan" hef- ur myndazt, taka taugafrumur við miðju hennar að fjölga sér mjög hratt, svo að fjölgunin nemur hundruðum þúsunda á mínútu. Brátt myndast þrjár bungur á öðrum enda taugapípunnar. Þar er upphaf heil- ans, en hinn hluti pípunnar verður að mænunni. Þótt í heila fóstursins séu þús- undir milljóna taugafruma, er hann vart starfshæfur, því að á þessu stigi þróunar- innar hafa frumurnar ekki enn myndað nein taugatengsl. Þar af leiðandi geta þær ekki sent néin boð. Um þetta leyfi hætta sumar frumurnar að skipta sér. Það táknar upphaf ferðalags þeirra, greinilega með sérstakan ákvörð- unarstað fyrir stafni. Ef vitað er um fæð- ingartíma frumu (þ.e. hvenær hún hættir að geta skipt sér), „er hægt að segja fyrir um það, hvar fruman muni endanlega setj- ast að. Ennfremur virðist sem í sumum tilfellum sé það mynstur tengsla, sem taugafruman muni að lokum mynda, einn- ig ákveðið á þessum tírna," segir hinn þekkti taugalífeðlisfræðingur Maxwell Cowan við Salk-stofnunina. Stóra Spurningin Taugafrumur ferðast um hinn þétta massa heilans á mjög svipaðan hátt og amaba eða teygjudýr hreyfir sig í vatns- polli, með því að þenja út hluta af sér og festa hann við eitthvað og draga síðan hinn hlutann á eftir. Með þessum hætti ferðast þær um einn tíunda úr millimetra á dag. Sumar taugafrumur nota sérstakar stoðfrumur sér til halds og stuðnings og „klifra" gegnum heilann eins og snákur klifrar upp tré. Þegar taugafrumur hafa náð ákvörðun- arstað, safnast svipaðar frumur saman til að mynda lög. Og þá er það fyrst, sem þær senda út þræði til að leita að réttum taugafrumufélögum til að stofa tengsl við. En hvernig „veit“ taugafruma, við hverjar af þúsundum milljóna taugafruma í heilanum henni er ætlað að tengjast? Hvernig „veit“ hún, á hvaða svæði í heilan- um henni er ætlað að setjast að endan- lega? Eru samböndin, sem hún myndar, ákveðin með erfðum eða eru þau tilviljun- arkennd? Þessar spurningar eru meðal hinna stóru, sem vísindarannsóknir á heilanum hafa enn ekki fundið viðhlítandi svör við. Erich Hart, eðlisfræðingur, segir í bók sinni, „Windows on the Mind“, að heil- darsvarið geti verið að finna í erfðavísum okkar. „Segjum sem svo, að það séu ná- kvæmlega tíu þúsund milljónir tauga- fruma í heilanum, og að hver þeirra myndi þúsund tengsl við aðrar taugafrumur. Þá yrðu það þannig þúsund sinnum tíu þús- und milljónir taugatengsla, sem væru sér- staklega ráðin ... Það er óhugsandi, að ákvarðanir þess efnis séu fólgnar í erfða- vísunum." Tilviljanir hljóti að valda miklu um tengsl taugafruma við myndun heil- ans. Maxwell Cowan er ekki á sama máli. „Það bendir mjög margt til þess að tengsl- in, sem myndast milli taugafrumnanna, séu sérhæfð, ekki aðeins hvað varöar sér- stök svæði í heilanum, heldur einnig sér- stakar taugafrumur ... innan þessara svæöa." En hvað sem reynist rétt vera í þessum efnum, ætti ekki að vera vafi á því, eins og Hart bendir á, að „reynsla og lærdómur sé hinn fíni vefnaður, sem sé lagður á það sköpunarverk, sem er heili fósturs". (Úr „Science Digest“.) Tvö norsk IjÓð um tré/Baldur Pálmason þýddi TARJEI VESAAS Björkin unga Björkin unga, björkin smáa hafði fengið leyfi til að laufgast í miðjum maí. Þessvegna kom hún varla viðjörðina — enda var hún svo grönn. Og maíþeyrinn kom eins og henni var heitið. Hann örvaði hana, blés sætleik í börkinn, hleypti í brumið vaxtarverkjum. Fugl kom fljúgandi, settist á nakinn kvist — og það fyllti mælinn. Hún var utan við sig allan þann dag. En þegar kvöldaði stóð hún sveipuð þunnum hjúpi grænum í nekt sinni og grannleika. Umsköpuð og fögur. Ör og lífleg. Hún losaði sig varlega. Varð laus frá rótum, fannst henni. Sigldi sem Ijósgræn slæða yfir ásinn. Burt frá þessum stað fyrir fullt og allt, — fannst björkinni. GUNNVOR HOFMO Tré Þau hafa slegið yfir sig grænu skjali sem bylgjast á júnídegi svo að þau virðasta sigla gegnum sólarbrim upp að háum hvítum skýjahömrum. Sjá, skipbrot vofir yfir með hvellum flaututónum fuglanna sem villast inn milli seglanna og hrafnarnir bíða óþola eftir ópinu mikla frá öllu sökkvandi. Hin grænu skip rekur viðstöðulaust inn til skerja sem standa úr sjó, gráhvítra skerja sem sólin kastar brimi sínu á og færir í kaf. Hér gæti ég staðið og hrópað móti briminu móti hábjörgunum hvítu að fuglarnir skuli setjast milli sorgar minnar og handanna sem fara leitandi gegnum grænkuna án þess að finna bólstað eilífðinni í mér ljósaskiptunum í mér á undan dauðans nótt Tarjei Vesaas (1897—1970) ritaði á nýnorsku. I fyrstu samdi hann sögur um bændafólk en slðar djúpsæjar mannlýsingar. Hann orti einnig Ijóö. Arið 1964 hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Klakahöllina", sem kom út I Islenzkri þýðingu Hannesar Pétursonar skálds nokkru slöar. Gunvor Hofmo er eitt virtasta Ijóðskáld Norðmanna slðustu áratugina. Arin 1946—55 komu út fimm fyrstu bækur hennar, en slðan bærði hún ekki á sér I 16 ár. Tók þá aftur upp þráðinn og hefur spunnið hann nokkru hægar siðan. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.