Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 4
Mikil fjölbreytni einkennir samsýningu Myndhöggvarafélagsins sem stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Það er sannarlega engin ládeyða á þeim vettvangi, yrkisefnin marg- vísleg og efniviðurinn eftir því. Höggmyndin, sem nú tíðkast að kalla skúlptúr í víðtækri merkingu, hefur fylgt okkur frá því landnámsmenn komu út hingað með sitt hafurtask. Sú högg- myndalist er nánast öll glötuð utan örfáir gripir. Þar af er Þórslíkneskið frægast, þótt ekki sé það nema um 5 sm á hæð. Þessi magnaða smámynd fannst á Eyrar- landi í Eyjafirði og er Iíka merkileg fyrir þá sök, að hún er steypt úr bronsi. Forn- leifafræðingar hallast að því, að höfundur- inn hafi fyrst mótað myndina í vax; síðan hafi verið búið til mót úr leir, sem orðið hefur að brenna. Þórsmyndin er talin vera frá 11. eða 12. öld, en að Iíkindum er eldra annað líkneski úr beini: Hnefi úr hnefa- tafli, hnefinn samsvarar kónginum. Hugsanlega er það Freysmynd og gæti verið frá 10. öld samkvæmt skoðun Guð- mundar Ólafssonar fornleifafræðings á Þjóðminjasafninu. í þessu sambandi má ennig benda á fjalirnar frá Flatartungu og Bjarnastaðahlíð; einnig fjalirnar frá Möðrufelli, sem taldar eru vera frá 10. öld. Stærstu verkin í þessum forna arfi okkar eru þó Kristur frá Ufsum í Svarfaðardal, frá 12. öld og Valþjóðfsstaðarhurðin frá því um 1200. Sá er þó munurinn á nútíma skúlptúr og hinum forna arfi, að nú er það Niels Hafstein: Art therapy I, kopar, 1983. Árni Páll: Herotica Islandica, 1982. Uppstoppuð ær og stóll úr tré. listin fyrir listina; hinir fornu munir standa aftur á móti í sambandi við ein- hverja notkun eða trúarlega iðkun. Hug- takið frjáls myndlist hefur ekki verið til þá, en myndskerinn, sem túlkaði dómsdag eða skar út skrautfléttur, hefur þó verið í svipuðum sporum og nútíma listamaður. Höggmyndalist Sem Sjálfstæð LlSTGREIN Margur skúlptúrinn hefur orðið til í ald- anna rás á íslandi; stundum úr ýsubeini, stundum úr birkilurk, stundum úr tálgu- steini. Það var alþýðulist úr forgengilegum efnum og mest af því er glatað. íslenzk höggmyndalist verður til sem sjálfstæð lislgrein með Einari Jónssyni, sem kleif þrítugan hamarinn í lok síðustu aldar og fór ungur utan til náms í högg- myndalist, þótt enga örvun til slíks væri að finna í því samfélagi, sem hann var sprottinn úr. Enda þótt margir teldu það þá samsvara bilun, var geysileg virðing borin fyrir Einari og verkum hans meðal alþýðu manna; hann var Myndhöggvarinn, myndskáldið, sem sótti í þjóðlegan arf, goðafræði, guðstrú og gerðist symbólisti. Það segir sína sögu um virðinguna fyrir Einari, að Alþingi skyldi samþykkja að byggja hús yfir verk hans, og á sveitabæj- um austur í Hreppum má ennþá sjá inn- rammaðar myndir af höggmyndum Einars í betri stofunni. í rauninni var Einar samt of seint á ferðinni. Hugmyndaheimur hans og stíll hefðu fallið betur að þeirri tízku og því viðhorfi, sem ríkti fyrr á 19. öldinni. Ekk- ert var Einari fjær en að taka þátt í þeirri formbyltingu, sem varð á hans dögum. Ekki er hægt að sjá, að hann hafi gert minnstu tilraunir í anda kúbismans, sem átti eftir að hafa svo mikil áhrif á högg- myndalist þessarar aldar. Þess vegna varð Einar í vaxandi mæli einfari, hann gekk í hamra í óeiginlegri merkingu og mætti ekki þeim skilningi hjá yngri og uppvax- andi myndlistarkynslóð, sem hann átti 1985.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.