Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 13
viti. Á báöum bæjum voru skrúðgarðar með yndislegum blómum og trjám. — Ég dáði tré og grósku. Sérlega var garðurinn hennar Helgu í Geitagerði ævintýraheim- ur. — Það var bara svo ógnarlangt í Geit- agerði að þangað komst ég aidrei einsöm- ul. Að skreppa í heimsókn að Bessastöðum var hins vegar ekki ofverkið mitt, þótt mér væri stranglega bannað að fara þangað, allt vegna árinnar, eða fossins í henni — vegna hengibrúarinnar undan fossinum! Allt var þetta ómótstæðilegt. Og fólkið á Bessastöum var líka svo skemmtilegt og gott við mann. Þar voru gestum aldeilis bornar kræsingar, og dætur hennar Línu og hans Einars voru fallegar. Ég ætlaði að verða eins og þær þegar ég yrði stór. Á Bessastöðum fékk ég líka minn fyrsta kettling, Randalín. — Það er enn önnur saga. Hengibrúin undan fossinum ... Afi hafði sjálfur sagt mér frá forföður mínum, löngu gengnum, sem hafði farið í kláfi yfir einhvern foss eða hræðilegt straumvatn. Kláfurinn, eða öllu heldur taug í hann, slitnaði — og þessi forni frændi minn hrapaði í ólgandi, beljandi, banvænt vítið. Dauðinn var vís hverjum venjulegum manni. En hann frændi minn synti yfir og bjargaðist. Yfir mig hrifin af þessari hetjudáð velti ég fyrir mér hvernig mér myndi farnast við svona aðstæður. Ekki gat ég gert til- raunir með kláf. Þeir voru löngu úreltir, sagði afi, hvergi til lengur. Hins vegar höfðu hengibrýr tíðkast á svipuðum tíma, þóttist ég vita. — Nú var að vísu komin svona leiðinda, hættuiaus brú yfir ána okkar, þessa á leið til Bessastaða, en gamla, ógnvekjandi hengibrúin með morknu þrepunum, vandlega nöguðum af tímans tönn, var enn til — undan fossin- um, á örugglega lífshættulegum stað. Þannig og þannig einungis var hægt að láta reyna á skyldleikann við makalausan forföður minn. Ég yrði, hvað sem raulaði og tautaði, að láta mig hafa það að leggja út í opinn dauðann; hætta lífi mínu á hengibrúnni. Ég kunni nefnilega alls ekki að synda. Ef ég hrapaði myndi ég vafa- laust deyja, sem væri að vísu alveg ólýsan- lega sorglegt. — Ég sá fyrir mér alla sveit- ina við útförina ... í fyrsta skipti, er ég hætti líftórunni, tók það mig ómunatíð að leggja út á brúna. Fossinn grenjaði nefnilega á mig. Hann þóttist stundum blíður, en svo, allt í einu, þá ógnaði hann, ögraði. — Og gamla hengibrúin, með morknu þrepunum sínum á milli brakandi kaðlanna, hæddist að mér: Þorir ekki, þorir ekki — söng hún. Ég þorði heldur alls ekki, og bætti síst úr skák að hann Rebbi, hundurinn okkar og minn ómissandi fylgisveinn, var ófáan- legur til þess að fara fyrstur, þó bæði minni og léttari en ég. Auk þess kunni hann að synda. Það hafði ég sjálf margoft séð. Grátandi, af hræðslu og síðan gremju í Rebba garð, fór ég hægt og titrandi yfir brúna, og mun seint gleyma þeirri angist ... Ég reyndi hvert þrep, varlega, varlega, fyrst með öðrum fætinum, síðan hinum, stóð á hverju um sig eins skamma stund og ég frekast þorði. Það var erfiðast að fara yfir bilin. Á tveim stöðum vantaði þrep, nákvæmlega tveim stöðum, og undan þeim bilum freyddi ísköld tortíming verst. Ég hafði það! Þetta hlaut að vera afrek. Og þar sem það hafði alls ekki fylgt sög- unni af honum frænda mínum, heitnum, að hann færi sömu leið til baka, þá þótti mér vera í ágætu Iagi að nýta hina nýju brú til þess. Ég gerði það, að aflokinni heimsókn á Bessastöðum, fór síðan heim og sagði hverjum sem heyra vildi afreks- söguna, ekki síst það að ég hefði grátið af hræðslu en farið samt, ha, ha ... Það er þó ekki sama hvort maður er Jón eða séra Jón. Nákvæmlega enginn dáðist að mér. Enginn skildi þessa erfðafræðilegu tilraun. Meira að segja afi, sem virtist lofa alla aðra fyrir að takast á við tvísýnur þessa lífs, bannaði mér algjörlega að svo mikið sem nálgast þessa brú nokkurn tíma aftur. Það varð auðvitað til þess eins, að þegar hvörfluðu að mér efasemdir um eigið hugrekki, fór ég í heimsókn að Bessastöð- um — yfir brúna góðu, en þagði heilli þögn. Samt lá ég alltaf undir grun eftir þetta fyrsta skipti: Franzisca Gunnars- dóttir, hvar varstu? Fórstu yfir brúna? — Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum áttu þau þá aldrei við þessa nýju, heldur hina, þessa banvænu. Nei — svaraði ég, án samviskubits, því fólk ætti að venja sig af að leggja dóm á víddir, sem það hvorki þekkir né ratar um, og síst reyna að krefja íbúa þar sagna. Franzisca Gunnarsdóttir býr I Reykjavlk og vinnur viö ritstörf. Hún er sonardóttir Gunnars Gunnarssonar skálds. ERU ENDURBÆTUR HUGSANLEGAR Á MANNSHEILANUM? ar til fyrir fáum árum höfðu menn litla trú á endurnýjunarhæfni heilans. En ný vitn- eskja um sveigjanleika hans og mótunar- möguleika hefur leitt til þess, að menn hafa gert tilraun í fyrsta sinn til að græða tauga- vef í mannsheila. Svo kann að fara, að í framtíðinni verði slík ígræðsla leiðin til að lækna fjölda sjúkdóma, sem hingað til hafa verið ólæknandi og illviðráðanlegir, svo sem Parkinsonsveiki og Alzheimers- veiki. Löngum hefur verið litið á heilann sem fastmótaðan massa, um eitt og hálft kíló að þyngd, sem væri samsettur af þús- undum milljóna taugafruma ásamt stoð- frumum eða taugatróði. Talið var, að öll tengsl milli taugafrumanna væru mynduð snemma á æviskeiðinu, en síðan yrði eina breytingin fólgin í dauða frumnanna smám saman með aldrinum. En nýjar rannsóknir sýna, að heilinn er athafna- samur, orkumagnaður og síbreytilegrar gerðar. Taugasérfræðingar telja nú, að hlutir, sem menn læra, geti myndað ný Menn eru nú farnir að líta mjög öðrum augum á heil- ann og möguleikana á „endurbótumM á honum, eftir að Azmitia og aðrir vísindamenn hafa sýnt fram á það á sl. tíu árum, að hægt sé að flytja heila- vefi milli dýra og fá hinn ígrædda vef til að starfa eðlilega í hinu nýja um- hverfi. tengsl eða „rásir" í heilanum. Sé sama boð- ið endurtekið æ ofan í æ, verði tauga- tengslin, sem geymi það og veiti aðgang að því, sterkari. Ónotuð tengsl dofna. Með tímanum breytast taugatengslin í heila manns til að endurspegla allt, sem hann hefur reynt. Tölvukynslóðin Fær Aðeins öðruvísi Heila Heilar manna verða mismunandi eftir aðstæðum, segir taugasérfræðingunn Efraim Azmitia við New York-háskóla. Sú kynslóð, sem elst upp við tölvur, verður með svolítið öðruvísi heila en hin eldri. Breyting á lærdómi hefur í för með sér einhverja breytingu á gerð heilans, segir hann. Með tilkomu tölva til dæmis getur gott minni skipt minna máli en áður. Mörg verkefni, sem við höfum þurft að treysta á minni okkar við að leysa, getur tölvur nú annast. Þar með er engin ástæða til að færa út þau svæði heilans, sem áður voru lögð undir minnið. Þá verða heilafrumur lausar til annarra nota. Það er ekki líklegt, að hægt yrði að greina með smásjá mun- inn á heila þeirra, sem hafa alizt upp við tölvur, og annarra, en Azmitia er sann- færður um, að munurinn verði fyrir hendi. En af hverju? Af því að slíkur munur hef- ur komið í ljós á heilum tilraunadýra. Hópur rotta var alinn upp við góðar að- stæður, þar sem voru leikfélagar og alls kyns leikföng, en annar hópur „fátækra" rotta ólst upp við kröpp kjör og brýnustu lífsnauðsynjar eingöngu. Rotturnar í fyrri hópnum reyndust hafa mun fjölþættari tengsl taugafruma á þeim svæðum heilans, þar sem minnið hefur „aðsetur". Af nám er fólgið í því, að komið er á nýjum tengslum taugafruma og önnur eldri eru styrkt eða veikt, er auðvelt að skilja, af hverju börn læra suma hluti svo sem tungumál eða tölvuforritun með auð- veldari hætti en fullorðnir. Maður Fæðist Með Allar Sínar Taugafrumur Því er öðruvísi farið með taugafrumur en flestar aðrar frumur líkamans, að þær hætta með fáum undantekningum að skipta sér fyrir fæðingu. Maður fæðist með öllum þeim taugafrumum, sem maður mun nokkurn tíma hafa. En þær eru óþroskaðar. Þær eiga eftir að mynda þann mikla fjölda af tengslum við aðrar tauga- frumur, sem ekki kémur til fyrr en við stækkum og lærum. Ungur heili hefur nóg rými fyrir ný taugatengsl, og hljóð, orð, hrynjandi og reglur nýs tungumáls móta auðveldlega heilann í sinni mynd. En þegar við erum orðin fullþroska, eru vegir málsins í heila okkar vel troðnir. Annað tungumál verður því að keppa um rými hjá taugafrumum. Ef við ætlum að læra frönsku til dæmis, verður orðið „chien" (hundur) ekki aðeins að ryðja sér braut og vinna sér sess í „óbyggðum" taugafrumnanna, heldur verður það einnig að keppa við hina auð- förnu leið, sem merkir hund. Taugafruma hefur hæfni til þróunar, meðan lífið endist, segir Azmitia. Það get- ur allt. tekið lengri tíma, eftir þvi sem við eldumst, en hún þróast samt. Með öðrum orðum: það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það er hægt. Menn eru nú farnir að líta öðrum augum á heilann og möguleikana á „endurbótum„ á honum, eftir að Azmitia og aðrir vísind- amenn hafa sýnt fram á það á sl. tíu árum, að hægt sé að flytja heilavefi milli dýra og fá hinn ígrædda vef til að starfa eðlilega í hinu nýja umhverfi. Azmitia segir, að slík- ur heilaflutningur sé í rauninni ekki annað en skapnaðarlækning (skurðaðgerð við lýt- um). Þó að heilaflutningar vekji hjá ýmsum óhugnanlegar hugmyndir, þá hefur í þess- um tilraunum einungis verið um það að ræða að flytja örlítð af heilavefjum milli dýra. „Ef til vill milljón frumur, og af þeim lifa svo aðeins 10 til 20 af hundraði flutninginn," segir Azmitia, sem hefur sér- staklega beint rannsóknum sínum að frumum, sem framleiða boðefnið seroton- in. „Og af þeim er svo ef til vill aðeins ein af hundraði eða færri þeirrar gerðar, sem sérstaklega er verið að kanna." Flutningur á Heilavefjum Heilaflutningur eða vefjaígræðsla í heila fer yfirleitt fram á einhvern þessara þriggja máta: 1) Vefjarbútur er tekinn úr heila og græddur í annan heila, sem jafn- stór bútur hefur verið tekinn úr. 2) Heila- vefur er leystur upp með efnakljúfum og upplausninni sprautað í heila móttakanda. 3) Vefjarbút frá gefanda er komið fyrir í vökvafylltu hólfi í heila móttakanda. Tilraunir með flutningi á heilavefjum hafa verið gerðar frá því snemma á þess- ari öld, en það er ekki fyrr en nýlega sem slíkt hefur tekizt. í þeim efnum urðu þáttaskil við þá uppgötvun, að árangurs- ríkast væri að nota vefi úr fóstri til ígræðslu. Heilafrumur úr fóstri, sem fluttar hafa verið í annan heila, mynda auðveldlega tengsl við aðrar taugafrumur og leita gjarna uppi sömu tegundir af taugafrum- um og þær voru í tengslum við í hinu upp- runalega umhverfi sinu, heila gefandans. Flutningurinn er áfallaminni fyrir fóstur- frumurn.ar, því að þær eru ekki í hinum fjölmörgu tengslum við aðrar taugafrum- ur, svo sem reyndin er um hinar fullorðnu frumur. Séu þau tengsl rofin, virðist það valda þeim slíkum áföllum, að fár fullorðnar frumur lifi það af. Taugafræðinga hefur dreymt um það að flytja sérstaka hegðun á milli með vefjar- bútum, þ.e.a.s. að kenna dýri að gera eitt hvað og græða síðan þann hluta af heila dýrsins, sem geymir kunnáttuna, í heila annars dýrs. Síðan langaði þá að vita, hvort hitt dýrið myndi leika hið sama eftir án þess að þurfa að læra það á venjulegan hátt. En jafnvel þótt hægt væri að stað- setja nákvæmlega, hvar í heilanum kunn- áttan væri geymd, er slík tilraun útilokuð LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. APRÍL 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.