Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 3
LESBOK ®[ö]l][ö][y]Sll][k]®[öl[i![I]S][l] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Svelnsson. Rltstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Heilinn er heillandi viðfangsefni vísindamanna og sífellt er verið að ljúka upp nýjum leynd- ardómum. Nú þykja „endurbætur" á hon- um ekki útilokaðar, því tekizt hefur að flytja heilavef milli dýra og fá hann til að starfa rétt í nýju umhverfi. Forsíðan er af tréskúlptúr eftir Sigrúnu Guð- mundsdóttur, en hún er ein þeirra sem standa að Myndhöggvarafélaginu en 29 fé- lagsmenn halda riu myndarlega sýn- ingu á Kjarvalsstöðum, sem sýnir vel breiddina í íslenzkri nútíma höggmynda- list. Sjá nánar á bls. 4. Baktería sem settist að í skrokknum, segir Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanóleikari — og meinar þá tildrög þess að hann leggur nú fyrir sig píanóleik. Árangurinn þykir glæsilegur af 24 ára manni að vera, en Þorsteinn er nú sestur að á Flórída að hluta til. Akureyri getur státað af mörgum gömlum og merki- legum húsum; það elzta er að stofni til frá 1795. Áður hefur verið gerð samantekt um hús með sál og sögu í Reykjavík, en Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri hefur verið Lesbókinni hjálplegur í sam- bandi við þann fróðleik, sem fylgir myndun- um. LOFTUR GUTTORMSSON Úr Háttalykli Hvað þenkir þú, þýðust hringabrú, muni minnka nú margföld ást og trú, að við bundum blíð á beztri elskutíð? Man eg menjahlíð mest árla og síð. Fyrstan vil eg kjörinn kost kjósa að hafi mín drós: hærð sé vel og hagorð, hyggin og ráðdygg. dægilega miðmjó, menntuð bezt og fagrhent, fótsmá og vel vitr, væneygð og örkæn. Þola má eg þetta, þrjár eru harðastar: frændr og fé láta ellegar fljóð missa. Skjótt skal kjör kjósa, því kostir eru ójafnir: fyrr vil eg fljóðið spenna en fé eðr vini öðlast. Kyssumst, kæran, vissa kemr ein stund, sú er meinar; sjáum við aldrei síðan sói af einum hóli. Meinendr eru mundar mínir frændr og þínir; öllum gangi þeim illa, sem okkur vilja skilja. Loftur Guttormsson ríki — (-1433) var hiröstjóri noröanlands og vestan. Hann sat tyrst Skarð á Skarðsströnd, síöar Möðruvelli i Eyjafirði. Háttalykil orti hann til ástkonu sinnar, Kristinar Oddsdóttur. ÓFÖGNUÐUR í ÚTVARPI Allt frá því ég man eftir mér fyrst hefur Ríkisút- varpið verið tryggur fylginautur heimilis míns. Langamma mín hlustaði alltaf á veður- fréttirnar og bar skyn á táknmál þeirra. Við þögn- uðum alitaf við borðið og gleymdum að tyggja matinn, meðan verið var lesa dán- arfregnirnar. Stundvísi á matmálstímum var einlægt miðuð við útvarpið. Skyr, hafragrautur og vellingur voru á matseðli dagsins, ásamt með skyldugri sneið af blóðmör eða lifrarpylsu. Þetta var borðað með góðri lyst meðan hlýtt var á fregnir af veðrinu á Galtarvita og Fagurhólsmýri. Enn í dag hlusta ég aldrei svo á veður- fréttirnar, að í munninn á mér komi ekki dauft bragð af hrísgrjónagraut og slátri. Opnum munni hlýddi ég síðar á föður minn lesa kveðjur til sjúklinga í sjúkra- húsum og leika lög fyrir þá á grammófón útvarpsins á eftir. Einhvern tíma fékk hann ákúrur fyrir að fara ekki nógu virðu- legum orðum um lag, sem mig minnir héti „Einn sit ég uppi á Klöpp". Laxness sagði, að það væri undarlegt, að aldrei yrði neinn músíkalskur maður veikur. Stundum á síð- kvöldum annaðist hljómsveit pabba dans- lögin í útvarpinu og þeirrar dagskrár var beðið með mikilli óþreyju um allt landið og miðin. Útvarpið er vinur okkar og okkur þykir vænt um þessar hlýlegu raddir, sem við erum búin að hlusta á alla okkar ævi. Ég veit um sveitaheimili í Árnessýslu, þar sem aldrei er slökkt á útvarpstækinu allan sólarhringinn, sama þótt verið sé að fylgjast með sjónvarpsdagskránni þann skamma tíma, sem hún stendur yfir. Og póstmeistara þekki ég fyrir vestan, sem hlustar á alla dagskrá útvarpsins eins og hún leggur sig, frá því hún hefst i rauða- býtið og uns lokið er uppúr miðnætti. Einu sinni þegar ég hafði þann heiður að lesa morgunbænir í útvarpið, varð mér það fyrir að þakka Guði friðsaman nætursvefn og hvíld. Um tíukaffileytið sama morgun hringdi til mín í landsímanum sjómaður og minnti mig réttilega á það, að uppúr rismálum væri langur vegur frá, að allir útvarpshlustendur væru að fara á fætur. Sumir hefðu vakað alla nóttina og væru núna fyrst að fara að sofa. Og þá hlustuðu þeir kannski á morgunbænina áður en þeir háttuðu. Svona er útvarpið ríkur þáttur í lífi okkar allra. Kannski er síst ofmælt, þótt sagt sé, að við séum að hlusta á það allan daginn og lungann úr nóttunni frá vöggu til grafar að kalla. Á sokkabandsárum okkar, sem nú erum á miðjum aldri í landinu, var útvarpið allt- af vant að lofa okkur að heyra strengja- kvartett spila jólasálma, hvenær sem varð hlé í dagskránni á aðventu og kringum jólahátíðina. Tvær fiðlur, víóla og selló stautuðu sig varlega í gegnum jólalögin eins og þau koma fyrir af skepnunni beint uppúr Sálmasöngsbókinni frá 1936. Það var svo notalegt, að tónlistarmennirnir pössuðu sig að spila einlægt nógu hægt, svo tryggt væri, að sálin yrði ekki eftir einhvers staðar í miðju lagi. Ef til vill ættum við aldrei að leika tónlist hraðar en svo, að áheyrendur fái það á tilfinninguna, að við höfum nógan tíma. Þegar Ragnar H. Ragnar var í kanadíska hernum, gáfu for- ingjarnir honum 20 sekúndur til þess að krjúpa niður úr réttstöðu, hlaða riffil með 6 skotum og hitta þeim í mark; standa á fætur við svo búið og axla byssuna með útúrdúrakenndum seremóníum og slá loks saman hælum í réttstöðu á nýjaleik; allt á 20 sekúndum. Eftir þetta skildist Ragnari, að það er ævinlega nógur tími í tónlist. Við söknum strengjakvartettsins hæg- genga, sem þó komst ávallt í mark á sínum tíma. Ég vissi um fólk sem notaði tækifær- ið og æfði röddina sína í kirkjukórnum og söng með, hvenær sem kvartettinn heyrð- ist á ljósvakaöldunum. Við þurfum endi- lega að biðja þá í Sinfóníunni að hóa sam- an nokkrum útlendingum í strokkvartett að leika þessa fallegu sálma inná segul- band hjá útvarpinu, svo að við getum aftur glaðst yfir þeim um jólaleytið ár hvert. Og umfram allt að spila ekki of hratt. Ýmis tónlistariðkun í útvarpinu er góð og skemmtileg. Fastir siðir hafa orðið til, eins og tilaðmynda að leika þjóðsönginn á sunnudögum. Viðkunnanlegt er líka hljóð- merki útvarpsins, sem er fólgið í því að einhver leikur upphafið á Ár vas alda eftir Þórarin Jónsson með einum putta á píanó. Má ég líka minna á síðasta lagið fyrir fréttir, þótt það mætti ef til vill að ósekju víkka ögn verkefnavalið. Árum saman var það vinsæll getraunaleikur á heimili mínu að giska uppá því, hvort það væri Erling Blöndal-Bengtson, Pétur Þorvaldsson eða kannski ég sjálfur, sem væri þá og þá að spila Sofnar lóa sem síðasta lagið fyrir fréttir. Ósköp finnst mér leiðinlegt, að útvarpið skuli vera farið að skjóta heimskulegu stefi alls staðar innámilli, þar sem verða greinarskil ellegar einhvers konar vatna- skil. Einlægt þegar lesarinn tekur sér málhvíid, þá kveður óðara við eitthvert bjánalag, afskaplega innihaldslítið og vandræðalegt. Ef þulurinn þarf að anda, ellegar þulan að renna niður munnvatni, þá er strax tekið til við að spila þetta alveg frámunalega lítið uppörvandi lag, sem tek- ur álíka langan tíma og þegar maður fer með ferskeytlu á venjulegum talhr'aða. Gæti trúað þetta væri svo sem átta taktar, með fermötu seinast. Er það virkilega meiningin, að við eigum ekki að geta lokið svo upp útvarpi í framtíðinni, að þetta for- heimskandi stef kveði ekki við? Mér finnst þetta verka á mann, eins og það sé búið að stöðva klukkuna og engu miði héðan í frá, hvorki afturábak né áfram. Það er eins og allt standi í stað að eilífu, þegar manni er gert að hlýða á þessa dapuriegu tóna hundrað sinnum á dag. Má ég að minnsta kosti segja fyrir mig, að þetta andlausa tónverk dregur úr mér allan mátt. Ég vona, að Ríkisútvarpið hætti þessu ástæðulausa glamri, svo að við getum aft- ur náð andanum, þegar við erum að hlusta. Mér þykir það vanvirðing við tónlistina sem listgrein að við skulum endilega þurfa að hlýða svo leiðinlegu lagi, ef við ætlum á annað borð að heyra tónlist á milli þess sem við fréttum af láti samferðamanna eða skyggninu á Jan Mayen. SÉRA GUNNAR BJÖRNSSON prestur Frlkirkjusafnaöarins I Reykjavlk. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 20. APRÍL 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.