Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 10
Ættmóðir presta
og listamanna
yrir 300 árum bjuggu í Hrunamannahreppi
hjón, sem hétu Hallvarður Halldórsson f.
1657 og Guðrún Loftsdóttir frá Minna-
Mosfelli í Grímsnesi. Heimildir telja að þau
hafi búið í Jötu og á Efra-Seli. Ekki er ann-
ara barna þeirra getið, en stúlku, sem Guð-
rún hét og var fædd fyrir réttum 300 árum,
1685. Guðrún mun hafa alist upp í föður-
garði og gifst þaðan manni, sem Jón hét f.
1681 Jónsson frá Skipholti. Þau hófu bú-
skap í Tungufelli. Ekki munu samvistir
þeirra Jóns og Guðrúnar hafa verið lang-
ar, en 1723 eignast þau son, sem Jón var
látinn heita. Ekki er getið um önnur börn
þeirra, og var Jón á barnsaldri er faðir
hans lést. Guðrún í Tungufelli giftist aftur
og þá manni, sem Þorsteinn hét Kolbeins-
son, talinn silfursmiður og f. 1685.
Árið 1731 eignast þau Guðrún og Þor-
steinn dreng, sem Kolbeinn var látinn
heita og munu þau ekki hafa átt fleiri
börn, sem til aldurs hafa komist. En í föð-
urgarði árið 1710 hafði Guðrún eignast
dóttur sem Sigríður hét með Oddi Sveins-
syni í Langholti.
JÓN LESARI OG Séra
Kolbeinn í Miðdal
Þeir Tungufellsbræður Jón og Kolbeinn
munu snemma hafa vakið athygli fyrir
greind og skarpan skilning og lagði Jón
það fyrir sig að ganga milli bæja og lesa
fyrir fólk, húslestur og annan þann fróð-
leik, sem í þá daga var fáanlegur á prenti,
en fyrir þetta fékk hann viðurnefni og var
kallaður Jón lesari. Kolbeinn var látinn
ganga menntaveginn, sem kallað var og
varð hann sá þjóðkunni prestur séra Kol-
beinn Þorsteinsson í Miðdal, en um hann
sagði Finnur biskup að hann væri gáfu-
maður, skarpvitur og iðjusamur. Séra
Kolbeinn var skáld gott, latínuskáld og
snéri á latínu Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar. íslenskar æviskrár segja um
séra Kolbein, að hann hafi verið listamað-
ur, hugvitssamur og skáldmæltur. Við at-
hugun mína á ættum þeim, sem komnar
eru frá þessum bræðrum, Jóni lesara og
séra Kolbeini, hefur komið í ljós að ótrú-
lega margir prestar og listamenn eru með-
al afkomenda þeirra. Vil ég nú gera grein
fyrir þeim prestum, sem ég hef fundið í
ættum þeirra, allt til þessa dags, en þeir
eru hvorki meira né minna en 24 og getur
þó verið að mér sjáist yfir einhverja, þá
vegna skorts á heimildum og væru það þá
helst prestar á þessari öld. Tökum þá fyrst
fyrir ættlegg Jóns lesara.
Árið 1747 þegar Jón lesari var 24 ára
eignaðist hann son með vinnukonu í Ham-
arsholti sem hét Helga Oddsdóttir. Dreng-
urinn var skírður Halldór, varð hann síðar
bóndi í Jötu og við þann bæ kenndur þó svo
hann byggi víðar í Hrunamannahreppi.
Tungufell í Hrunamannahreppi, þar sem
Guðrún Hallvarðsdóttir bjó. Kirkjan er
fremst á myndinni. Tungufell ásamt Jaðri er
innsti bær í Hrunamannahreppi og einn
þeirra bæja, sem hvað lengst eru frá sjó á
íslandi.
Lesbók/Sigvrjón Helgason
Þegar séra Kolbeinn var orðinn aðstoð-
arprestur hjá tengdaföður sínum, séra
Jóni Jónssyni á Gilsbakka, fluttist Jón til
hans vestur í Hvítársíðu, giftist þar konu,
sem hét Dýrleif Eyjólfsdóttir og hófu þau
búskap á Bjarnastöðum þar í sveit. Árið
1760 fæðist þeim sonur, sem Jón var skírð-
ur, var hann til mennta settur og vígðist
að Hvanneyri árið 1790 varð síðan prestur
á Barði í Fljótum frá 1795 til 1820. Hann
dó 1838. Kona séra Jóns var Guðrún Pét-
ursdóttir prentara á Hólum Jónssonar og
áttu þau 6 börn.
Halldór í Jötu Og
GUÐRÚN SNORRADÓTTIR
Víkjum þá til Halldórs í Jötu, sem var
hálfbróðir séra Jóns á Barði. Kona Hall-
dórs í Jötu var Guðrún Snorradóttir frá
Ási og áttu þau 13 börn og meðal sona
þeirra var Snorri bóndi á Kluftum, faðir
Guðrúnar, sem nefnd var hin fróða í
Hörgsholti. Hún var móðir Jóns bónda á
Hrunakrók og síðar í Laxárdal, sem var
faðir séra Ingimars á Mosfelli en hann var
í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Systir
séra Ingimars á Mosfelli var Elísabet
Jónsdóttir sem var móðir séra Hannesar
Guðmundssonar í Fellsmúla og er hann í 7.
lið frá Guðrúnu.
Hverfum nú til Guðrúnar Snorradóttur í
Hörgsholti. Dóttir hennar var Þóra kona
Þórðar Guðmundssonar í Gröf og var dótt-
ir þeirra Elísabet húsfreyja á Skarfanesi,
móðir séra óskars H. Finnbogasonar
prests á Staðarhrauni og síðar á Bíldudal.
Hann var í 7. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
Þriðja barn Guðrúnar Snorradóttur í
Hörgsholti, sem kemur hér við sögu er Sig-
ríður kona Einars í Laxárdal, en þau voru
foreldrar Sigurðar Hlíðar yfirdýralæknis
og sonur hans er séra Jóhann Hlíðar í
Vestmannaeyjum og síðar í Kaupmanna-
höfn. Séra Jóhann er í 7. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli. Meðal barna Halldórs í Jötu
var Helga kona Bjarna Jónssonar í Bola-
fæti en þau voru foreldrar Jóns bónda í
Galtafelli föður Jakobs bónda í Galtafelli
föður séra Jóns Jakobssonar á Bíldudal en
hann var í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
18 Prestar Komnir Af
Kolbeini í Miðdal
Ekki hef ég getað fundið fleiri prests-
vígða menn komna frá Jóni lesara en þessa
6 sem ég nú hef talið en frá séra Kolbeini
eru þeir mun fleiri. Kona séra Kolbeins
var Árndís Jónsdóttir prests á Gilsbakka í
Hvítársíðu Jónssonar. Börn þeirra voru 8
og verða prestar fundnir meðal afkomenda
fjögurra þeirra.
Nefnum þá fyrst séra Eyjólf Kolbeins-
son f. 1770 d. 1862. Séra Eyjólfur vígðist
1795 sem aðstoðarprestur til séra Jóns
Ormssonar í Sauðlaugsdal en missti
prestskap vegna barneignar með konu
þeirri er hann giftist mánuði síðar, fékk
10 myndlistarmenn — niðjar Guðrúnar í Tungufelli
Guðrún í Tungufelli fædd-
ist fyrir 300 árum og um
hana er lítið vitað. En
meðal niðja hennar eru 25
prestar og rúmlega tug-
ur myndlistarmanna.
Eftir VALDEMAR
GUÐMUNDSSON
Einar Jónsson frá Galta-
felli
Jóhann Briem
Ásgrímur Jónsson
Gestur Þorgrímsson
Nína Tryggvadóttir
Alfreð Flóki
Eiríkur Smith
Gísli Sigurðsson
Muggur (Guðmundur
Thorsteinsson)
Kristín Jónsdóttir