Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 3
LESBOE 1m] [®] ® ® ÖS ® ® B ® @ ® [Ð ® H] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísii Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan íslandsklukkan er komin á fjalir Þjóð- leikhússins í þriðja sinn og nú leikur Helgi Skúlason Jón Hreggviðsson, sem á myndinni hefur nú heldur en ekki fengið einkennisbúning og er staddur úti í Kaupmannahöfn. Lesbók/Árni Sæberg Útþrá, leit og könnun hefur einkennt mennina frá þvi þeir voru veiðimenn og hirðingjar — og þessvegna eigum við að leggja í kostn- aðinn af mannaðri ferð til Marz, segir dr. Carl Sagan, sem íslenzkir sjónvarpsáhorf- endur ættu að þekkja. Ferðin hefur þegar verið undirbúin með mannlausum geim- förum, sem hafa tekið og sent til jarðar ágætar myndir. Öxi skil ég, sagði sá meinti böðulsmorðingi og snærisþjófur frá Rein, Jón Hreggviðsson, ein eftirminnilegasta persóna íslenzkra bókmennta. í tilefni sýningar Þjóðleik- hússins skrifar Árni Sigurjónsson bók- menntafræðingur um íslandsklukkuna og Jón Hreggviðsson, þessa táknmynd hins ólseiga íslendings, sem aldrei bugast. Sálgreiningin er eitt af því, sem kennt er við Vínarpró- fessorinn Freud og hefur haldið nafni hans á iofti. Nútíma vísindamenn eru nú mjög teknir að efast um réttmæti kenn- inga Freuds og halda því jafnvel fram, að sálgreining geti gert fólk brjálað. Síðari hluti greinar um þetta mál. HUGH MACDIARMID Dauði skáldsins Ég þekki alla storma sem knúið hafa dyra. Ég hef eignast samastað í hjörtum fólksins — skáld heitra kennda., Allt er það liðið. Sál mín hefur öðlast ró. Stormana hefur lægt. Að lokum er ég eins og auð klettasylla í skini miðnætursólar. Síðasti fuglinn floginn. Hugh MacDiarmid (1892—1978) er af mörgum talinn höf- uðskáld Skota á þessari öld. Hann var I senn ákafur tals- maður skoskrar þjóðernisstefnu og uppreisnarmaður á al- þjóðlega vlsu. Þýð. Jóhann Hjálmarsson þýddí Er menntun aðeins ávísun á góð laun? Trúlega hafa margir fengið sig fullsadda af umfjöllun um kennslumál að undan- förnu. Samt get ég ekki stillt mig um að leggja þar orð í belg. Ástæðan er sú, að margir verða kenjóttir með árunum og mínar kenjar brutust þannig fram, að sl. haust venti ég mínu kvæði í kross og fór að kenna við grunnskóla. Flestum fannst þetta mjög heimskulegt. Manneskja með langa reynslu af blaðamennsku og rit- störfum hlyti að hafa eitthvað þarfara að gera en að troða í vitlausa krakka fyrir lúsarlaun. Þeir voru sannfærðir um að ég hefði ekki annað upp úr krafsinu en skrámur á geði sem ekki væri á bætandi. Nú er komið vor og flestir skjólstæð- ingar mínir flognir út í frelsið. Eftir við- kynningu okkar eru þeir vonandi ein- hverju nær um grundvallaratriði íslenskr- ar málfræði og bókmennta. Sá lærdómur sem ég hef dregið af samvistum okkar er mér þó áreiðanlega meira virði — nefni- lega sá að kennsla er óvenju heillandi starfsgrein og á lítið skylt við þann eymd- aróð, sem venjulega er um hana sunginn. Auðvelt getur það varla talizt að vinna með hóp tæplega 30 unglinga, sem hafa mismunandi siðvenjur, skoðanir og áhuga. Það fer ekki hjá því að æði margt falli í grýttan jarðveg, því að útskýringar, sem sumum henta, ná ekki eyrum eða skilningi annarra. Sumum lætur bezt að vinna hratt og hafa mikla fjölbreytni í námsefni. Öðr- um fellur betur að vinna hægt og einbeita sér að fáum verkefnum. Svo eru enn aðrir sem hafa ekki þroska til að sökkva sér ofan í nám þótt þeir séu allir af vilja gerð- ir. En allir eiga þessir einstaklingar sama rétt og sömu kröfu til að skólinn meti þá og virði. Og finni þeir, að þeir séu virtir og metnir af réttsýni, eru þeir reiðubúnir að koma til móts við kennarann og umbera honum þetta árans stagl sem þeir eru í hjarta sínu sannfærðir um að komi þeim ekki að nokkru gagni í lífinu. Það er kannski erfitt að koma auga á tilgang þess að greina orð í orðflokka og þekkja hugtök úr bókmenntafræði. En starf kennarans hlýtur að mótast af þeirri trú að nám sé þroskandi og umfram allt það nám sem byggist á vinnu, skilningi og rökréttri hugsun. Ungu fólki er fátt mik- ilvægara en að fá hugann til að starfa og öðlast viðnám fýrir þá krafta sem eru að brjótast fram. Takist kennara að aðstoða nemendur sína við að beizia þessa krafta og beina þeim í góðan farveg, ýtir hann jafnframt undir heilbrigðan metnað þeirra og sjálfsvirðingu. Og þá er heilmiki- um tilgangi náð. Því fer hins vegar fjarri að nemendur séu óskrifuð blöð, sem kenn- arar geti letrað á lífssögu sína og skoðanir. Það er heldur ekki þeirra hlutverk. Hvernig skyldi annars standa á því að fólk hefur yfirleitt mjög leiðinlegar hug- myndir um kennslu? Sumar byggjast þær sjálfsagt á gamalli reynslu og minningum um strangan heraga sem ríkti í skólum áður fyrr. En stór hluti af skýringunni er áreiðanlega aimenn vantrú á gildi og til- gang þess sem kennarar eru að gera — og er í algerri þversögn við þá kröfu dagsins að allir skuli njóta menntunar. Þau við- horf eru nefnilega býsna algeng að mennt- un sé og eigi ekki að vera annað en ávísun á starfsréttindi og góðar tekjur — annað sé bara marklaust dútl. Þegar fullorðið fólk hugsar þannig og talar þannig er ekki að undra þótt krakkar skilji ekki gagnsemi þess að læra flókna stærðfræði eða mál- fræðireglur. Og þegar þeir verða þess áskynja að hámenntað fólk ber oft miklu minna úr býtum en aðrir verður tilgangur- inn með öllu staglinu ennþá óljósari. Dæmið gengur ekki upp. Einu sinni sagði ég nokkrum nemendum mínum að ég hefði ekki hlotið gagnlegri menntun um dagana en þriggja ára nám í latínu sem væri mér nú að mestu gleymd og grafin. Þeir urðu undarlegir í framan og hugsuðu greinilega sitt um kenjótta sérvitringa. Það hefði ég líka gert á þeirra aldri ef einhver hefði boðið mér upp á slíka hundalógík. Giiðrún Egilson LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. MAÍ 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.