Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Side 4
Brynjólfur Jó- hannesson í hlut- verki Jóns Hreggviðssonar í fyrstu uppfærslu Þjóðleikhússins á íslandsklukk- unni, 1950. Þegar að er gætt kemur í ljós að Halldór hafði rannsakað ýms gögn um 17. öld í þaula áður en hann skrifaði sögurnar þrjár sem nú eru saman kallaðar fs- íandsklukkan. Rannsóknir sínar kynnti hann fyrst í stórmerkilegri ritgerð sem hann birti í tímaritinu Iðunni árið 1932 um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana (síðar í Vettvangi dagsins). Þarna fjallar Halldór um niðurlægingartímabil í sögu okkar og rekur hvernig þetta ástand birt- ist í trúarhugmyndum og skáldskap sautj- ándualdarmanna. Landsbókasafnið á nú kompur sem hann skrifaði athugasemdir í á þeim tíma er hann var að semja íslandsklukkuna. f þeim má finna vísbendingar um ýms rit sem hann kynnti sér til undirbúnings. Helstar af heimildum Halldórs eru bréfa- söfn Árna Magnússonar, Alþingisbækur, annálar og sagnfræðirit. Eins og lesendur Lesbókarinnar vita hefur Eiríkur Jónsson athugað þetta efni og borið saman við skáldsögu Halldórs. Auk þessa hefur Eiríkur sýnt að Halldór sækir sér efni úr fornbókmenntum og þjóðsögum; loks má geta þess að Eiríkur sýnir eftirtektarverðar hliðstæður milli Jóns Vídalín eftir Torfhildi Hólm og sagna Halldórs. Nokkrar af hliðstæðum þeim sem Eiríkur bendir á kunna að þykja lang- sóttar, en meginniðurstaða lesandans hlýtur að vera sú að Halldór hafi verið alveg dæmalaust duglegur að afla sér gagna fyrir skáldverk sitt. Sagnfræðilegu hugmyndirnar sem liggja að baki fslandsklukkunni eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Til dæmis munu menn ekki hafa farið rétt með allt sem viðkemur boði Hamborgarmanna um að kaupa ísland. En það stendur óhaggað að fátæktin hérlendis á 17. öld átti að verulegu leyti rætur að rekja til verslunarkúgunarinnar, og ber nýrri doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar um einokunarverslunina saman við rit Jóns Aöils um það atriði, að mér skilst. Bóndinn á Rein Jón Hreggviðsson bjó um 1680 að Fells- öxl í Skilmannahreppi í Borgarfjarðar- sýslu en var skv. manntalinu 1703 búsettur að Efra-Reyni í Akraneshreppi sem var Kristfjárjörð til framfæris fátæklingum og í umsjá kirkjunnar. Jóni er svo lýst í Alþingisbókinni árið 1684, „eftir sýslu- mannsins meðkenningu": „/ lægra lagi en að meðalvexti, réttvax- inn, þrekvaxinn, fótagildur, með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, enn nú afklippt, þá síðast sást, móeygður, gráfölur í and- liti, snarlegur og harðlegur í fasi.“ Um Jón Hreggviðsson og íslandsklukkuna sem nú er sýnd í þriðja sinn í Þjóðleikhúsinu Eftir Árna Sigurjónsson Ritaðar heimildir frá fyrri öldum greina meira frá lífi höfðingja en múgamanna. En höfundar sögulegra skáldsagna hafa löngum fylgt þeirri hugmynd nútíma- sagnfræði að líf alþýðufólks sé engu síður merkilegt en ævir þeirra sem höfðu for- göngu um að ræna og myrða þjóðir. Hér- lendis hafa sögulegar skáldsögur mótast af heimildunum að því leyti að þær fjalla einkum um kirkjuhöfðingja (þá eru bisk- upa- og prestasögur heimild), sakamenn (dómsskjöl) eða kappa þjóðveldisaldar (ís- lendingasögur). Torfhildur Hólm ruddi sögulegu skáldsögunni braut á íslandi og hún skrifaði einmitt um biskupana Brynj- ólf Sveinsson og Jón Vídalín: síðar skrifaði Kamban einnig um Brynjólf biskup, og Gunnar Gunnarsson um Jón Arason. Nú síðast hittum við dulnefndan Jón Vídalín í sögulegri skáldsögu eftir Þórarin Eldjárn. Halldór Laxness fjallar bæði um guðs- menn og glæpona í íslandsklukkunni (1943—46) sem var fyrsta sögulega skáld- sagan sem hann skrifaði. Nokkrum árum síðar skrifaði hann svo Gerplu á grund- velli fornsagna. Vel má vera að skáldum þyki óskemmti- legt að mjög sé grúskað í heimildum þeirra og aðferð allri. En sá höfundur sem skrifar sögulega skáldsögu hættir alltaf á að áhugasamir menn reyni að snuðra uppi heimildir hans. Þess merkari sem sagan er, þess meiri verður freisting grúskarans. Raunar er fátt betur fallið til þess að vekja áhuga á sagnfræði en einmitt sögulegar skáldsögur, og eru Nafn rósarinnar eftir Eco og Shogun eftir Clavell góð dæmi í því sambandi og sýna hvernig má gabba menn út í miðaldafræði og japanólógíu. Heimildir Hvaða kröfur er hægt að gera til sögu- legrar skáldsögu um trúnað við heimild- irnar? Líklega litlar. Flest skáld áskilja sér allan rétt til að hagræða sannleikan- um. Hitt er annað mál að skv. ríkjandi skoðun er það lýti á sögulegu skáldverki ef í því eru áberandi tímaskekkjur. Þannig getur Halldór Laxness til dæmis ekki látið Snæfríði íslandssói tala í síma, svo dæmi sé tekið. í grein eftir Jóhann Gunnar Ólafsson í Helgafelli 1946 kemur fram að Jón Hreggviðsson var fæddur árið 1650. Hann kvæntist Margréti Eyjólfsdóttur og áttu þau þrjú börn. Árið 1683 var Jón dæmdur til húðláts fyrir „óráðvendni". 11. október sama ár voru þeir á ferð á Heynessþing til að fullnægja dómnum, böðull, fangi og nokkrir samferðamenn. Var þeim veitt brennivín ekki lítið í förinni og drukku mennirnir stjórnlaust. Jón og Sigurður böðull villtust út úr hópnum. Morguninn eftir fannst hinn kónglegi prófoss dauður útí læk. Jón kvaddi menn til vitnis um að ekki sæjust áverkar á líkinu. Engu að síð- ur var hann handsamaður stuttu síðar ákærður fyrir að hafa myrt flengjara sinn. 9. maí 1684 útnefndi Sigurður Björnsson lögmaður tylftardóm að Kjalardal, sem dæmdi Jón til dauða fyrir morðið, og var hann þá fluttur í Bessastaðafangelsi. En nóttina eftir strauk skálkurinn. Var þá lýst eftir honum með ofangreindri klausu þingtíðindanna og sagður „fyrir hverjum manni óhelgur og réttlaus, hvort hann fær heldur sár, ben eður bana“. Frá Bessastöðum hélt Jón norður í land og komst með hollenskri duggu til Rott- erdam. Nú er ekki vitað mikið um dvöl hans í Hollandi né ferðina til Lukkstaðar (Gliickstadt); en þar hefur Halldór Lax- ness skáldað í eyðurnar meðal annars með hliðsjón af sögu Jóns Indíafara. Jón Hreggviðsson var munstraður í her Dana í Lukkstað, en skildi ekki skipanir herfor- ingja og var því afdankaður. Ein heimild hermir raunar að hann hafi sloppið með því að látast ær. En er Jón komst til Kaup- mannahafnar gekk hann öðru sinni í her- inn, eða „militien" eins og menn skrifuðu þá, og nú var honum leyft að vera. Árið 1685 áskotnast Jóni þrír pappírar merkir. Hinn fyrsti var bréf frá kóngi um að hann mætti fara til íslands og vera þar í griðum meðan hann ræki mál sitt fyrir rétti. Annar var bréf um leyfi úr hernum meðan hann ræki málið og loks fékk hann leyfisbréf konungs til að áfrýja máli sínu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.