Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 5
Nær á myndinni: Róbert Arnfinnsson í hlutrerki Jóns Hreggriðssonar í annarri uppfærslu Þjóðleikbússins á fslandsklukkunni, 1968. til hæstaréttar. Ári síðar kom Jón í Grundarfjörð og labbaði niðrá Skaga. Á íslandi reyndi Jón að fá efni bréfanna kunngert á Þingvöllum. En ef marka má frásögn hans fékk hann ekki að gera það fyrir Sigurði lögmanni og Heidemann landfógeta sem kærðu sig ekki um að mál- inu væri áfrýjað til Hæstaréttar í Dan- mörku. Sterkar líkur benda til að Jón hafi heitið þessum pótentátum að lifa friðsam- lega á búi sinu og áreita enga menn gegn því að máli hans væri stungið undir stól. Jón bjó þá búi sínu í tuttugu og eitt ár áður en mál hans var tekið upp að nýju. Það endaði með því að Árni Magnússon og Páll Vídalín ógiltu meðferðina á morðmáli Jóns árið 1708, en tveimur árum síðar var þeim úrskurði aftur hnekkt og var Jón þá dæmdur i Brimarhólmsvist. En auðvitað var morðið ennþá jafn ósannað og fyrr. Nú fór Jón utan en slapp við fangelsi, var hjá Árna Magnússyni og var loks náðaður af hæstarétti árið 1715. Sumarið eftir sigldi hann til íslands. Heimildirnar um Jón Hreggviðsson eru af skornum skammti. Til er bréf sem er skrifað eftir fyrirsögn hans til Árna ass- essors og lýsingar á honum í dómsskjölum. Hann bjó við allerfiðar aðstæður en hafði þó t.d. einar fjórar kýr, kálf og naut og tvo hesta. Trúlega var hann harðjaxl og dugn- aðarforkur. En hann var líka orðhákur að ætla má — eða „orðstrákur" eins og stend- ur í einu plaggi. Til marks um það er að hann var hýddur við Öxará í júlí 1693 fyrir að tala óvirðulega um kónginn sem hann nefnir þó innvirðulegum heitum i bréfum sínum. Jafnframt var hann dæmdur til að slá sjálfan sig þrisvar á munninn fyrir illmæli sitt. Sá Jón Hreggviðsson sem þjóðin þekkir og ann er fyrst og fremst verk Halldórs Laxness. Halldór gerir hann að „tákn- rænni mynd íslenzku þjóðarinnar" eins og Sveinn Bergsveinsson komst að orði í rit- dómi. Jón er þvergirðingur og trúir á forn- sögur og rimur með líkum hætti og Bjart- ur í Sumarhúsum. Hugmynd skáldsins um heilbrigða og raunar hlutbundna skynsemi alþýðumanns kemur fram í orðum Jóns: „Ég er múgamaður, og skil ekki nema það sem ég þreifa á. Öxi skil ég. Og vatn í könnu.u ÁRNI MAGNÚSSON Árið 1662, þegar einokunarverslunin hafði staðið í 60 ár, varð Danakóngur ein- valdur hér á landi. Harðnaði þá enn á dalnum í verslunarmálum landsmanna. Árið 1683 hefst hér tímabil umdæmaversl- unarinnar er menn voru skyldaðir til að versla í ákveðnum kauptúnum að viðlögð- um þungum refsingum. Frá þessum tíma er hið kunna mál Hólmfasts Guðmunds- sonar sem var hýddur fyrir að selja nokkra fiska í Hafnarfirði en áttu að fara til Keflavíkur. Verslunarkúgun var ein helsta orsök fá- tæktarinnar sem herjaði á landið um þetta leyti. Árið 1702 eru þeir Árni Magnússon kennari og Páll Vídalín gerðir út af örk- inni af danska kónginum til að kanna hvernig megi bæta hag landsmanna. Stóð sá leiðangur í tíu ár. Eitt aðalverkefni þeirra var að skipuleggja samningu Jarða- bókarinnar, sem var lýsing á jörðum landsins, auk þess sem þeir skipulögðu manntalið árið 1703. Þeir áttu jafnframt að gera tillögur um það sem betur mætti fara á íslandi og fengu umboð til að taka upp dóma. í einni af fyrstu skýrslum sín- um til kóngsins segja þeir: „Thi det kand icke med faa ord be- skrives hvad vold og uret den fattige eenfoldige almue haver maat lide her i landet en tid lang, og hvorledis retten her er bleven administreret.u Árni og Páll gagnrýndu verslunarfyrir- komulagið harkalega og mættu ekki litilli andúð fyrir af hálfu kaupmanna. Þá voru þeir á öndverðum meiði við fyrsta lög- manninn hér, Lauritz Gottrup, og raunar marga embættismenn aðra. Árið 1705 tjáði Árni kóngi andúð sína á einokunar- versluninni umbúðalaust. Arnas Arnæus líkist auðvitað mjög Árna Magnússyni en einnig Skúla fógeta, sem barðist gegn verslunaráþjáninni af síst minni elju en Árni fornfræðingur. Árið 1702 hefja félagarnir Árni og Páll bréf sitt til rentukammersins með svolát- andi ávarpi: „Höiædle, Velbaarne, Vel- ædle, Velbyrdige Herrer udi Hans Kongl. Majestets Rente Cammer-Collegio." Þar segir í ísl. þýðingu: „Ahnars er hér alls staðar í landinu meiri eymd og fátækt en verið hefur lengi, fiskveiðar bregðast hvarvetna og búfé er dautt eftir harðindi fyrri ára, bæir víða komnir í eyði.“ Þá er peningaskortur, rekaviðarskortur og sums staðar á Austurlandi landauðn af sandfoki, flóðum og grasmaðki. Þá segir í skýrslunni að landið sé fullt af betlurum og smáþjófum sem sýslumenn hirði ekki um að straffa, sumpart vegna kostnaðar, sumpart vegna miskunnsemi. f stuttu svari rentukammersins vorið eftir segir að embættið voni að nefndinni (þ.e.a.s. Árna og Páli) gangi vel með erindi sitt á íslandi og að sefast muni reiði hins góða guðs í garð þessa lands. Árni Magnússon var mikill fræðimaður og bókasafnari, sem kunnugt er. Skoðanir hans á fornbókmenntum okkar voru að mörgu leyti skynsamlegar; Halldór Lax- ness hefur t.d. bent á að hann var á undan öðrum í því að líta á Grettis sögu sem safn þjóðsagna fremur en sannsögulega frá- sögn. En hann var jafnframt framúrskar- andi umbótamaður á sviði verslunar- og landstjórnarmála. Honum var mjög í mun að bæta réttarfarið, enda var umbóta þörf á því sviði. Eitt var að nokkuð virtist á reiki eftir hvaða lögum ætti að dæma í vissum tilvikum, annað var að lögrétta vék sér mjög oft undan því að dæma og lét iögmennina eina um það, eins og kemur fram í bréfi nefndarmanna til kóngsins í september 1702. Auk þessa virtust sumir valdsmenn hafa þá reglu að ganga aldrei á hluta hástéttarinnar í dómum sínum. Einn þessara manna var Sigurður Björnsson lögmaður, sem líkist Eydalín lögmanni í íslandsklukkunni. í umbótastarfi sínu á sviði réttarfars hafði Árni Magnússon fyrst og fremst að leiðarljósi að farið væri að lögum og að lög væru réttlát. En i skipt- um hans við Jón Hreggviðsson kemur þó fram að hann lét ekki eingöngu stjórnast af formfestu heldur einnig samúð með lít- ilmagnanum. Þegar Árni skar upp herör gegn Sigurði lögmanni nefndi hann til fjögur mál sem hann taldi hafa fengið vítaverða meðferð hjá honum. Þessi þjóðkunnu mál ganga undir heitinu „enormiteter" eða firnamál í opinberum skjölum Árna. Tvö þeirra voru galdramál, hið þriðja sifjaspell, en hvert þeirra öðru fjarstæðukenndara frá sjón- armiði nútímaréttarfars. Fjórða málið var mál Jóns Hreggviðssonar. Árna blöskraði að lögmaður skyldi voga sér að hunsa kon- ungsúrskurð um hæstaréttarstefnu í máli Jóns og fékk hann dæmdan fyrir glöpin þótt sá dómur væri tekinn aftur stuttu síðar. Önnur sakamál frá þessum tíma urðu fræg, svo sem ýms galdramál. Þá mætti og nefna mál Ásbjörns Jóakimsson- ar sem neitaði að ferja kóngsmann yfir Skerjafjörð. Loks má geta Bræðratungu- málsins, þótt ekki varði það mál baráttu Árna fyrir bættu réttarfari. Þetta mál, sem Árni tapaði fyrir hæstarétti, tengdist sambandi hans við Þórdísi konu Magnúsar í Bræðratungu og er því meðal helstu söguefna í íslandsklukkunni. Arnasi Arnæusi er teflt fram sem raunhyglum manni, andstæðingi hinnar forskrúfuðu guðfræði 17. aldar og þess sjónarmiðs að þjáning og plágur væru óhjákvæmilegur vilji guðs, réttlát refsing. Árni Magnússon var að sama skapi skyn- samur maður að náttúrufari. Til marks um það er höfð afstaða hans til galdra- mála, sem menn geta kynnst í ritlingi hans Lesbók/Árni Sæberg Helgi Skúlason ter með hlutverk Jóns Hreggriðssonar núna. Sjá einnig forsíðu- mynd afHclga í þessu hlutverki. um galdramálin í Thisted (1699), en þar fjallar hann um „þá uppdiktuðu obsession- em Diabolicam, er var firir 2 árum í Jyd- landi" eins og hann komst að orði í bréfi til Þormóðs Torfasonar. Sannanir í galdra- málum voru oft og tíðum nokkuð veikar, svo sem nútímamenn hljóta að renna grun í. Stundum var það eitt nóg að saka mann um galdra til að fá hann dæmdan, en af slíku réttarfari fengu Evrópumenn sig fullsadda fyrir fáeinum áratugum. Árni skrifar á einum stað að gömul regla segi að „ef það væri nóg að klaga (þ.e.a.s. kæra), þá mundu fáir saklausir vera“. I plaggi um dauðadóm Sigurðar lög- manns yfir Ara Pálssyni galdrakarli, sem var eitt firnamálanna, segir Árni frá því er klerkur að nafni Halldór Jónsson sakaði Gísla Sigurðsson úr Borgarfirði árið 1656 um að hafa drepið fyrir sér reiðhesta. Gísli var sakfelldur og átti að hýða hann, en þá „rómadest, ad nockrer være þeirrar meiningar, ad færleiker mætte af ödru deyia, so sem opt ber vid. (Hefde þvilík- ur athuge komed i Ara Pálssonar mál, þá kynne þar og hafa sagt vered, ad veikleike Þorkötlu Snæbiarnardóttur og allra hinna, sem hann báru, hefde kunnad vera af ödru enn göldrum, og munde þá betur fared hafa. “ Árni dó úr búkhlaupi og kveisu árið 1730. nýja Ríkið Velvild Árna í garð Jóns Hreggviðsson- ar var ótvíræð. Hún sést af þeim alúðlegu bréfum sem hann skrifaði Jóni. En auk þess skrifaði Árni kónginum um þetta : mál, sagðist álíta að Jón væri saklaus, dró réttmæti Brimarhólmsdómsins yfir hon- um í efa og bað kóng um að veita Jóni gjafsókn fyrir hæstarétti, sem og fékkst. Varla er hægt að skilja þetta öðru vísi í íslandsklukkunni en svo að Arnas sé vinur alþýðunnar, að hann sé bæði réttsýnn og þjóðhollur maður er „stundaði jafnan al- mennings gagn“ eins og Jón Ólafsson frá Grunnavík sagði um Árna látinn. Ég veit ekki hvort varlegt er að draga ályktanir um skoðun höfundar á sambandi alþýðu og menntamanna út frá afstöðunni milli bóndans á Rein og velgerðarmanns- ins í Höfn. En þó verður maður að minnsta kosti að hafa hugfast að á fjórða áratugn- um var Halldór Laxness baráttumaður fyrir sósíalisma og eimdi eftir af því allan fimmta áratuginn þá er margt bar til tíð- inda í heiminum. Byltingarmenn boðuðu nýtt ríki, nýja tíma; í forystu voru menntamenn og verkafólk. í íslandsklukkunni er Arnas Arnæus hetja. Mynd hans fellur jafnvel inn í hugmyndina um menntaða einvaldinn og heimspekinginn á konungsstóli. Barátta hans gegn stéttadómum og öðru ranglæti í íslensku réttrfari er raunar flóknari en menn halda kannski við fyrstu athugun. Vissulega er sú hástétt sem hann berst gegn spillt og auður hennar blóðpeningur alþýðu. Það eru leppar erlends auðvalds. En Eydalín lögmaður er þó enginn þorpari i verkinu og Snæfríður varla heldur þótt hún sigli um síðir í kjölfar síns elskaða föður. Vera má að þetta verði skýrt í verkinu út frá þeirri staðreynd að þrátt j fyrir réttsýni sína og menningarstarf er Árnas alltaf þjónn hins erlenda konungs- ! valds. Þar á móti kemur ef til vill sú stað- reynd úr lífi Árna Magnússonar, að þess munu vandfundin dæmi að hann hafi fórn- að hag íslendinga fyrir akk Friðriks vinar . síns fjórða. Þá má geta þess að þrátt fyrir allt er alls ekki víst að Sigurður lögmaður hafi verið illa þokkaður af almenningi, ef dæma má af heimildum. Sjálfstæðishugsjónin var efst á baugi • um það leyti sem Halldór samdi þetta verk, enda kom það út á þeim árum þegar klukka landsins fór aftur að hljóma á Þingvöllum — eða Þingvöllnum eins og Árni Magnússon skrifaði. Vegna vinsælda sinna og þríeflds boðskapar sins um mann- ; úð, þjóðfrelsi og menningu á langþráðu augnabliki í sögu þjóðarinnar hlaut ís- iandsklukkan að skapa sér veglegan sess sem dýrlegur óður til landsins og þeirra sem hér hafa erjað akurinn. Ættjarðarást- in er sterk í íslandsklukkunni; en samúð með alþýðu tryggir að sá tónn verður hvergi hjáróma í verkinu. Sé til „þjóðarep- os“ í íslenskum bókmenntum eftir lok mið- alda, þá munu fáar bækur betur að því nafni komnar en íslandsklukkan. Höfundur er bókmenntafræðingur I Reykjavik og hefur kennt viö Háskóla íslands. LESBOK MORGUNBLAOSINS 4. MAÍ 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.