Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 8
Á Sprengisandi. Eitt af málverkum Bjarna Þórarinssonar.
KREPPUMALVERK
Bjarna Þórarinssonar á
sýningu í Gallerí Borg
Bjarni Þórarinsson vakti
fyrst athygli á Kirkju-
listarsýningunni á
Kjarvalsstöðum í marz
1983, en hann átti stærstu mynd
sýningarinnar. Hún hafði veru-
legan slagkraft, sumpart vegna
stærðarinnar, en sumpart vegna
innihalds af dularfullum toga,
sem lá þó ekki beint við að setja
í samband við kirkjulist.
Bjarni er Reykvíkingur, fædd-
ur 1947, varð stúdent frá MR
1968. Nokkru síðar sneri hann
sér að myndlistarnámi og lauk
prófi frá Nýlistadeild Myndlista-
og handíðaskólans 1977. Þetta
var á þeim tíma, þegar ungir
menn voru búnir að afskrifa
málverkið sem úrelt þing, og
konseptið, hugmyndalistin, átti
þá alla, því þar töldu þeir að
framtíðin væri. En margt fer
öðruvísi en ætlað er og gamla
olíumálverkið var ekki eins
bráðfeigt og margir hugðu, sem
þá voru blautir á bak við eyrun.
Svo fór í kringum 1980, að flestir
nýlistamenn höfðu fengið nóg af
konsepti og einhverra hluta
vegna sneru þeir sér að málverki
í anda nýja expressjónismans
sem þá hafði farið eins og eldur í
sinu um Vestur-Evrópu.
Bjarni Þórarinsson var einn
þeirra í nýlistahópnum, sem
turnuðust til trúar á málverk, og
hefur ræktað þann garð síðan.
En undirbúningurinn var ekki
sem beztur; menn höfðu ekki
verið í skólanum til að læra
gömul vinnubrögð og þegar til
átti að taka, voru þeir eins og
hverjir aðrir byrjendur, sem
verða að láta slag standa og
þreifa sig áfram. Áður hafði
Bjarni .verið í hópi, sem rak
sýningarstaðinn í húsinu nr. 7
við Suðurgötu, og hann hafði
raunar lagt gjörva hönd á
margt; unnið við hvaðeina, sem
til félí, til dæmis við Búrfells-
virkjun. Og þó hann líti nú fyrst
og fremst á sig sem málara, því
þar er hugur hans allur, hefur
hann að brauðstriti vinnu í
pósthúsinu i Múla. Hann getur
ekki lifað af listinni fremur en
flestir ungir myndlistarmenn og
hann vill frekar vera í vinnu
óskyldri listmálun en að vera svo
blankur að hann eigi varla fyrir
efni.
Þegar Bjarni hóf að mála, um
1980, var það fyrst með raunsæ-
isútfærslu. Ekki þóttist hann
finna sjálfan sig þar og hvarf
þessvegna til frjálsari tjáningar
eins og fram kom á sýningunni
Gullströndin andar, þar sem
ungu spírurnar fóru hamförum,
eða reyndu það að minnsta kosti.
Bjarni heyrir til þeim hópi, sem
aðhyllist nýbylgjumálverkið;
hann er expressjónisti, sem hef-
ur verið í leit. að persónulegu
svipmóti, en það er ekki auðveld-
ast af öllu að ávinna sér eigin
stíl eins og menn þekkja.
Bjarni hefur ekki varpað
hugmyndalistinni fyrir róða að
því leyti að ennþá ræður hug-
myndalegt inntak miklu. Þetta
er ekki L’art pour l’art, listin
fyrir listina, — og ekki heldur
formræn rannsókn. Bjarni vinn-
ur með það hugmyndalega inn-
tak, að staða mannsins í heimin-
um sé vægast sagt vafasöm.
Hann telur sig pólitískan málara
í þá veru, að hann fjallar um
stórar spurningar, sem snúast
um framtíð mannsins og inögu-
leika hans til að lifa áfram á
jörðinni. Grundvallarspurningin
snýst um frið annarsvegar og
kjarnorkuvá hinsvegar. Hann
sér ógnarjafnvægið fyrir sér sem
tvo marghöfða þursa, eða risa,
k'~.!
Ein af vatnslitamyndum Kristínar:
Arnarfeil við Þingvallavatn.
STILLUR
Kristínar Þorkelsdóttur á
sýningu í Gallerí Langbrók
Allir þeir sem lifa og hrærast í
námunda við auglýsingar,
þekkja Kristínu Þorkelsdóttur,
sem um árabil hefur rekið stóra
auglýsingastofu og sjálf hefur hún getið
sér orð fyrir smekkvísi á þeim vettvangi.
Nú sýnir Kristín hinsvegar á sér nýja hlið.
í Gallerí Langbrók stendur nú yfir sýning
hennar á vatnslitamyndum og yfirskrift
sýningarinnar er Stillur. Það gæti gefið
vísbendingu í tvær áttir; uppstillingar eru
stundum nefndar stillur, en hjá Kristínu
merkir það kyrrð.
Var þetta gamall draumur, sem loksins
gat rætzt? Ef til vill, segir Kristín. Hún
kveðst hafa „orðið ástfangin af vatnslitn-
um“ í fyrrasumar, — hafði þó raunar grip-
ið í vatnsliti í sumarleyfum árum samai
En það vildi verða lítið sem eftir lá efti
árið, og hún var ekki heldur alltaf sátt vi
það. En allt í einu var eins og vatnslitui
inn gæfi sig henni á vald og nú gaumgæfi
hún landið, þegar hún bregður undir si
betri fætinum og „sér það með vatnslit'
segir hún.
Er þetta eitthvað sem auglýsingateikr
arar þrá: Að eitthvað liggi eftir þá anna
en auglýsingar? Með réttu eða röngu hefu
því stundum verið haldið fram, en Kristí
hefur verið mjög sátt við fagið, segir hú
og bætir við: „Þetta eru svo ólík svið o
ekki gæti ég notað eina einustu þessar
mynda í auglýsingu."
Kristín var í Handíðaskólanur
8