Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Page 13
dvaldi Þuríður fyrir eina tíð. Á Stóra- Hrauni bjó Hafliði Kolbeinsson. Þar grófu þeir bræður, Kolbeinssynir, sinn hluta af ránsfengnum niður í eldhúsgólfið. Á hjá- leigunni — Stéttum — bjó Jón Geirmunds- son og síðari kona hans, Kristín Hannes- dóttir, hverrar fagurgerðu skór komu yfir- völdunum á rekspöl í uppljóstrun ránsins, eftir skarplega tilvísun Þuríðar formanns. Á einum stað í hraúninu, á hól þar sem heitir Hraunsstekkur, hittust þeir félagar er þeir héldu til ránsins í Kambi, o.s.frv. — Þannig mátti rekja þessa syrgilegu, ald- argömlu afbrotasögu Árnesþings svo víða í landi Stóra-Hrauns. TEKIÐ Til Starfa Það var komið fram undir hádegi þegar nýi „kaupmaðurinn" á Stóra-Hrauni vakn- aði daginn eftir komu sina í vistina. Eftir matinn var strax tekið til starfa. Það var malarakstur — ofaníburður — í Eyrar- bakkaveginn. Mölin var tekin niðri í fjöru vi Hraunsárós og honum ekið í veginn: Eyrarbakki — Tryggvaskáli. Það var löng leið og það var ekki langur spotti, sem bættist í ofaníborinn veginn í hverri ferð. Og ósköp mundi stórvirkum vegafram- kvæmdum nútímans finnast fátt til um það sem þarna var gert. Hálfdán bóndi hafði tekið að sér ofaníburðaraksturinn, átti nokkra hesta, tók aðra á leigu, svo að þetta voru sex hestvagnar, 3 kúskar, hver með 2 vagna. — Þetta var ekki skemmti- legt starf og erfitt var að vakna snemma á morgnana. En áður en varði var vegaféð búið og vinnunni lokið. Hörmuðum við kúskarnir það ekki. Þá var farið að huga að fénu — smala, rýja og marka, reyta garðana og sinna fleiri vorverkum. Áður en varði var kom- inn sláttur. Hann fór fram með „gamla laginu" að mestu. Að vísu var til ein hesta- sláttuvél en óvíða var hægt að koma henni við. Fólkinu fjölgaði, það komu tvenn kaupahjú. Fólkið gekk á teig dag hvern, piltarnir slógu og stúlkurnar rökuðu í flekki. Það var drýlt og sætt eftir því hvernig tíðin var, fullþurrt var heyið tvær Reykjavíkur- FERÐIR Enda þótt svo kunni að hafa verið, þá man ég ekki eftir því, að unnið væri við heyskapinn á sunnudögum. Líklega hefur tíðin verið það hagstæð, að þess hefur ekki þótt þurfa. Þá voru sunnudagarnir notaðir til að hvíla sig eða bregða sér af bæ, enda var það vilji húsbændanna að fólkið létti sér upp en væri ekki alltaf að kúldrast heima. — Við fórum í útreiðartúr upp í Ondverðarnesskóg, á samkomu austur við Loftsstaðahól og síðast en ekki sist á fundi og böll við Ölfusárbrú. Þá var þar (fyrir utan Selfossbæina) ekki önnur byggð en Tryggvaskáli, bankinn og Sigtún. Þá ber þess að geta, að tvisvar var ég sendur til Reykjavíkur þessi sumur, sem Systkinin á Stóra Hrauni. Talið frá vinstri: Þórhildur, Hálfdán, Sigríður, Karítas, Skúli og Gísli. bundið í bagga og því ekið heim á hey- grindum. Þá voru hirðingardagar — auka- kaffi með pönnukökum. Slátturinn á Hrauni var skemmtilegur tími. Tíðin var góð til heyskapar þessi sumur, sem hér er minnst, og það hafði mikið að segja. Fólkið var glaðsinna og samhent, vann húsbónda sínum vel og trú- lega af því að milli þeirra var gagnkvæmur skilningur og góður trúnaður. VlÐLEGAN Á HRAUNSMÝRI Ánægjulegur tími, sem ekki má láta ógetið í þessu minningahrafli frá dvölinni á Hrauni, er viðlegan á Mýrinni. Það mun hafa verið síðasta sumarið mitt þar eystra, að húsbóndinn ákvað, að fara í heyskap upp á Mýri. Tún og heima- engjar voru slegnar upp, tíð afbragðs góð og spretta sæmileg á mýrinni, enda þótt áveitan væri þá ekki komin í gagnið. Þar sem of langt var á engjarnar til að fara daglega á milii var ákveðið að liggja við í tjaidi. Var það vel ráðið — og fyrir bragðið er þessi engjaheyskapur og tjaldvistin eins og dásamlegt ævintýri í minningunni. Veðrið var svo undur gott og ágætlega fór um okkur í tjaldinu. Kvöldin voru hugþekk og notaleg. Húm síðsumarsins blandaðist saman við dauft lugtarljósið á tjald- súlunni og andrúmsloftið blandaðist sam- an við minningar mínar um sögu Hall- gríms Jónssonar „Viðlegan á Felli" og þjóðlegheit hennar. Nóg var að starfa. Víða var svo greiðfært, að hægt var að slá með vél, en hún var skúffulaus, svo að mikið þurfti að raka. Einn daginn kom Jón Guðmundsson á Gamla-Hrauni til að skera heytorf. Ég var sendur með honum til að draga torfurnar úr pælunni. Jón var mikill og alvanur torf- ristumaður og þótt hann væri að veröa sjötugur, lék hárbeittur torfljárinn í hönd- um hans eins og biturt vopn svo það var erfitt að hafa við honum. Það kom sér vel að jörðin var þurr og torfið því léttara en ella. Og minnisstæð er þessi dagstund, við þennan þjóðlega starfa, með þeim gáfaða eljumanni, Jóni á Gamla-Hrauni. Þetta var mikið hagstætt heyskapar- sumar eins og fyrr er sagt. Hlöðurnar fylltust og þrjú útihey hlóðust upp í hey- garðinum. Fleiri komust þar ekki fyrir. Var þá tekið það ráð að gera svonefnda „samfeilu" yfir tvö heyin. I mæni hennar komst mikið hey enda var hann bæði hár og efnismikill. Og þá kom sér vel að hafa langar og góðar torfur til að leggja yfir kollinn á samfellunni. Prestseturshúsið á Stóra-Hrauni. að þar fengi fénaður hálft fóður úr fjöru. Þar var afbragðsbeit en flæðihætt. Á heimili Hálfdáns voru 5—6 manns, en þeim fjölgaði um sláttinn, bæði af kaupa- fólki og krökkum, því að þetta var áður en traktorinn og önnur'tól leystu heyskapar- fóikið af hólmi, og gerðu stórbændur að einyrkjum. Enda þótt prestshjónin væru búlaus, fylgdist frú Kristín vel með verksháttum og vinnulagi á búi barna sinna. Búmennska mun hafa verið henni í blóð borin og fyrr á tíð hafði hún af rausn og myndarskap staðið fyrir stórbúi á Stóra- Hrauni, þegar þar voru heimilisfastir allt upp í 3 tugir manna meðan þeir prestarnir sr. Ólafur og síðan sr. Gísli héldu þar málleysingjaskólann. Nemendurnir „voru greindir og gjörvulegir, vantaði aðeins heyrnina og málið. Þeir höfðu gaman af leikjum og dansi og var oft glatt á hjalla á Stóra-Hrauni“. (Suðri I, bls. 277.) Hver sá, sem kynntist frú Kristínu mun fljótt hafa fundið að hún hafði kunnað tök á því að stjóra stóru heimili. Þegar við krakkarnir á Hrauni vorum með einhver ærsl og fyrirgang var hún fljót að lægja þær öldur — sló á lær sér og sagði: „Iss, iss, eru það nú anstaltir." — Þá datt allt í dúnalogn. Landslag á Stóra-Hrauni Landslagi á Stóra-Hrauni er vel lýst í fáum dráttum i Hraunhverfissögu dr. Guðna Jónssonar. Fyrir innan sjávargarðinn voru egg- sléttir og harðir valllendisbakkar. Þeir voru kallaðir Miðengjar. Þar var frekar snögglent en fljóttekinn heyskapur, því að engjarnar voru sléttar og allar slegnar með vél. Fyrir austan Hraunsá átti Stóra- Hraun líka slægjuland. Þær hétu Foks- engjar og munu hafa tilheyrt hjáleigunni Foki við Stóra-Hraun meðan hún hafði grasnýtjar. Ofan við Miðengjar tóku við þær dælur og flóð með ýmsum nöfnum. Þar var gott til heyskapar, sléttar og grasgefnar reimar meðfram flóðunum. Þau hafa nú verið þurrkuð upp að mestu. — Eitt af þeim hét Langadæl. Vestan við hana frammi við sjóvarnargarðinn stóð hið forna býli Gamla-Hraun, þá með 25 íbúum. Af þeim hafði ég lítil kynni, en heyrði oft talað um Friðrik á Gamla-Hrauni, mikinn formann og dugnaðarfork. Fyrir ofan þetta flóða- og tjarnaland taka við uppgrónir hraun- hólar og valllendis balar. Þar stóðu bæirn- ir í Hraunshverfinu. Voru þeir aðeins fáir í byggð en höfðu áður verið langtum fleiri. Upp og austur af bæjunum tekur við sæmilega gróið hraun, sem fletst út undir Hraunsmýrina, en hún er hluti hinnar víð- lendu Breiðumýrar, „sem teygir sig inn í 4 hreppa Flóans". BYGGÐIN í hraunshverfi Á þessum árum voru aðeins þrjár jarðir í byggð í Hraunshverfinu fyrir utan Gamla-Hraun, þ.e. Borg, Hafliðakot og Stóra-Hraun. Auk þess ein þurrabúð, sem bar nafn hinnar fornu landnámsjarðar: Framnes. En þótt byggðin væri orðin strjál, angaði landið af minjum og minn- ingum sögunnar, a.m.k. í hugum þess, sem hafði lifað sig inn í atburðina í ævi Þuríð- ar formanns og Kambsránsmanna í snilld- arfrásögn Brynjólfs á Minna-Núpi. — Hér ég var á Hrauni. — Skal nú frá þeim ferð- um sagt. Hið fyrra sinn var erindið til Reykjavík- ur að skila suður tveim hestum og vögnum (að mig minnir á vegum Landsímans) sem einhverra hluta vegna höfðu orðið inn- lyksa fyrir austan. — Var nú annar vagn- inn tekinn sundur og bundinn upp á hinn, svo að ég hafði annan hestinn til reiðar. Ég vaknaði fyrir allar aldir og dreif mig af stað — var kominn upp á móts við Stekka fyrir fótaferð: Jörðin var vot og loftið tært eftir næturregn og dökkblá, fjarlæg fjöllin voru hjúpuð skúraslæðum. Fararskjótarnir voru frekar hægfara, en ég reyndi að flýta för minni svo sem kost- ur var, því löng var leið fyrir höndum. Umferð var sama og engin, svo að ekki var hún til trafala. En ekki dugði að ofgerá hestunum, svo að ég stansaði góða stund á Hólnum en annars áði ég bara stundar- korn þar sem gott var að fara út af vegin- um. Undir kvöld létti í lofti og Reykjavík blasti við, falleg og björt í aftanskininu. Ég átti að skila hestum og vögnum að Grafarholti, enda var Steindór frá Gröf efnisvörður símans. Björn faðir hans tók á móti þeim og þaðan varð ég að ganga i bæinn. Var þá þreyttur að lokinni lukku- legri ferð. Næsta dag hélt ég svo austur aftur. Síðari Reykjavíkurferðin, sem farin var ætta sama sumar — raunar komið undir haust — var af allt öðrum toga. Þetta var á þeim árum sem Thor Jensen var að efna til risabúskapar síns í Mosfellssveit og keypti til búsins kýr hvaðanæva m.a. fyrir austan fjall. Var kúnum safnað saman á vissum bæjum jafnóðum og þær voru keyptar. Nokkrar komu að Hrauni. Sumar æirra voru með einhverja iltu í spenum og )ví allt annað en velkomnar á stöðulinn á Stóra-Hrauni. En nú þurfti að koma kúnum suður fyrir veturinn. Til þess valdist roskinn bóndi á Eyrarbakka — Loftur í Sölkutóft. Var ég ráðinn honum til aðstoðar. í okkar hópi voru einar 15—20 kýr. Áríðandi var að fara nógu hægt og varlega af stað. Löng leið var framundan og viðbúið, að kýrnar yrðu þreyttar og sárfættar á hörðum mal- arvegi, ef ekki var gætt alirar varúðar. Sérstaklega leist Lofti illa á grábröndótta kú, sem hann strax gaf nafnið Mygla. Hon- um fannst hún ellileg og ólík til að þola langt og strangt ferðalag, fótgangandi. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Engin af kúnum dugði betur en „Mygla gamla". Hún þrammaði veginn ódeig og dugnaðar- leg meðan aðrar mæddust og drógust aftur úr. Fyrsta daginn fórum við að Völlum í Ölfusi. Þar áttum við ágæta nótt, bæði kúahópurinn, rekstrarmenn og fararskjót- ar. Árla var lagt upp næsta morgun og lengi vorum við að silast upp Kamba. Og hægt og gætilega var haldið út yfir heiði. Góða stund var staðið við á Hólnum og ekki var að spyrja að móttökunum hjá Valgerði og Sigurði. í Svínahrauni fengum við stórar og þétt- ar skúrir. Sú var bót á máli, að veður var stillt, svo að kýrnar þoldu vætuna furðu vel. Mygla hélt forustu liðsins. Hún minnti helst á ósérhlífinn fótgönguliðsforingja sem fór ótrauður fyrir liði sínu. Loftur bar á hana mikið lof, en hún lét sem hún heyrði ekki. Við komumst tímanlega að Lögbergi þrátt fyrir langa dagleið. Guðmundur, veiklulegur að vanda, var viðræðugóður og spurði margs. Kýrnar fengu inni í fjár- húskofa handan vegarins, þar sem áður stóðu hinir fornu Lækjarbotnar. Enn sér þar fyrir lágum hól með túnbletti í kring. — Og hversu mjúkt og hratt sem bíllinn ber mann nú upp Lögbergsbrekkuna, hvarflar hugurinn jafnan 60 ár aftur í tim- ann, þegar við Loftur í Sölkutóft gistum þar með kúahópinn, sem fór í stórbú- skapinn á Korpúlfsstöðum. Daginn eftir var komið besta veður, heiðríkja — norðankæla. Á kúnum sáust engin þreytumerki og vel greiddist för okkar niður með bæjum — Geithálsi — Baldurshaga — Árbæ — Ártúnum — en ekki man ég eftir viðstöðu þar. Þá byrjaði Reykjavík hjá Tungu, en ekki vorum við þar samt komnir á leiðarenda. í hvítri septembersól rákum við kýrnar gegnum endilangan höfuðstaðinn og út á Seltjarn- arnes — að Melshúsum þar sem Thor Jensen átti bú. Ekki minnist ég að þessi kúarekstur vekti nokkra sérstaka athygli Reykvík- inga, þó nú myndi þetta eflaust þykja hinn besti blaðamatur og myndefni. Hins vegar man ég enn með hvaða orðum Loftur í Sölkutóft kvaddi mig þegar leiðir skildu: „Vertu nú sæll, drengur minn, og þakka þér fyrir góða viðkynningu." — Sú kveðja vermdi ungan hug. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. MAi 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.