Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Page 3
i! t \lr% Fjcs íi ni TPgBtTg ®@®[a](y][M]li]B[Al[S][8][Il!M][l] Útgefandi: Hf. Arvakur. Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan Um þessar mundir sýnir íslenzka óperan óperettuna Leðurblökuna eftir Johann Strauss. í aðalhlutverkum eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Sigurður Björnsson óperusöngvarar. Sigurður fer með hlut- verk Gabriels von Eisenstein, en Ólöf Kolbrún fer með hlutverk Rosalinde konu hans. Þau eru einmitt á forsíðunni, frúin með grímu til að plata kall sinn, sem er að gera sér glaðan dag áður en hann fer í fangelsi. Stefán frá Hvítadal dvaldist í Noregi á árunum 1912—15; veiktist þar aftur af berklum, lá á heilsuhælum og þessi dvöl hafði mikil áhrif á hann sem skáld. í tilefni ljóðlist- ardags er gripið niður í kafla úr bókar- handriti um Noregsdvöl Stefáns eftir Ivar Orgland. Kvikmynda- hatið Árleg kvikmyndahátíð Listahátíðar hefst í dag og stendur til 25. maí í Austurbæj- arbíói. Af því tilefni birtir Lesbók tvær greinar til leiðbeiningar þeim sem hafa áhuga á þessum menningarviðburði svo og á kvikmyndagerð almennt. Sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Marshall Brem- ent, hefur þýtt á ensku nokkur ljóð þriggja íslenskra ljóðskálda þeirra Steins Stein- ars, Jóns úr Vör og Matthíasar Johannes- sen. í tilefni útgáfu þeirrar ljóðabókar birtist hér í Lesbók spjall við sendiherr- ann og þrjú sýnishorn af þýðingum hans. W...feg- MATTHÍAS JOHANNESSEN Grettir kveöur: Fallinn að snær fokin í skafla vor orð frá í gær rist var mér rún roðin var blóði hver meinvætt við tún Steinvör, mitt sax dreyrrautt og blikar á egg þessa dags meir ann ég þér en úlfgráu tungli í andliti mér myrkvast í varg gláma í augum sækir í Bjarg eiturgrænt skin af geisla er fellur sem nú falli sin risti mér hún roðinn af blóði sinn galdur í rún breið tíðkast spjót dauðinn er myrkur sem blés upp minn fót saltur minn haus breið eru spjótin sem Illugi kaus breið munu spjótin Gunnar mælti: Fögur er Hallgerður bleikir akrar og slegin tún. „Stuðlanna þrískipta grein“ að var í þann tíma að það var styrjöld, fram- andi menn í landinu, karlar jafnt sem konur lögðust undir þessa út- lendu menn, að manni fannst í stundinni, út- lend tunga við eyru jafnt og íslenzk, og svo komu skáld og fóru að hrófla við hefðbundnu ljóðformi þjóðar- innar og ekki smátækir: felldu burt stafina þrjá, sem fylgt höfðu þjóðinni í öllum hörmungum. Oft átti hún ekkert annað til að styðjast við og þeir vörðu hana falli. Maður hefði haft brjóst til að drepa þessa ungu menn, ef sumir þeirra hefðu ekki verið kunningjar manns og jafnvel vinur í hópnum. Þá kom það líka til, aö þetta voru skyn- semistímar, afstæðiskenning Einsteins og díalektísk efnishyggja kommúnismans var eitthvað til að glíma við, eöa Aldous Huxl- ey með Brave New World og fleiri slíkar, en ekki óljós ljóðskynjun ungra og misvit- urra manna; það var varla mannsæmandi fyrirbæri, höfðaði til óæðri heilastöðva, ef ekki jafnt óskynsamlegs líffæris og hjart- ans. Það var hart á því, að hægt væri að fyrirgefa dýrlingi sínum Einar Ben. Annað eins og: „Heilinn greinir skemmra en nem- ur taugin." Spakmæli Einars og Hávamál, það var kveðskapur, ekki þetta óljósa og ofaní kaupið óstuðlaða og órímaða þrugl. Sefasjúkar stúlkur gátu lifað sig inní þennan kveðskap, en ekki fullorðnir karl- menn með einhvern heilavott. (Það athug- ist við lesturinn, að mikil skynsemi háir yfirleitt ljóðskáldum.Gáfan til að hugsa rökrétt má ekki bera ofurliðið gáfuna að finna til.) Tilraunirnar með Ijóðið leiddu til æðis- genginnar orustu í Iandinu og svo sem gengur í orustum æstist maður og loks afgreiddi ég þessa pilta, jafnt kunningja mína sem aðra, sem idjóta. Allt gekk nú þetta yfir sem annað og maður róaðist. Þjóðin hafði ekki farizt, eða það hafði gerzt með þeim hætti, að maður sjálfur hafði farizt með henni og hélt svo bæði sjálfan sig og hana lifandi. Bæði þjóðir og einstakiingar deyja á fæti án þess að vita af því og halda að ekkert hafi gerzt. Ég tók opinberlega aldrei neinn þátt í ljóðorustunni, enda voru skriftir þá ekki atvinna mín, margt á eg þó skrifað í skúffu, en ég birti aldrei staf og mikið er ég feginn, þó finnst mér enn, að innanum séu punktar í fullu gildi. En það var mér hreint ekki óljóst, hvað það var, sem haldið hafði aftur af mér allan æsingatímann. Ég hafði alltaf vitað, að eitthvað þurfti að gerast í ljóðinu, þótt mér fyndist breyt- ingin vera svo mögnuð tímaskekkja, að ég fylltist hatri á henni. Allan síðari helming 19du aldar, á vakn- ingartíma þjóðarinnar og framá þann tíma, sem hér um ræðir, fimmta áratug 20stu aldarinnar, höfðu verið uppi fjöl- mörg góðskáld og ein þrjú stórskáld og ort undir fornum bragarháttum, allt milli hins einfalda fornyrðislags til dýrustu dróttkvæðra hátta, en breytt oft lítillega útaf, lengt ljóðlínur, ort sonnettur, látið smáorð bera uppi stuðla, jafnvel höfuð- staf, svo rangt mátti kalla að fornu mati, en breytingin aldrei byltingarkennd, svo að hún ylli róti á hugum ljóðelskra manna. Og það var ekki aðeins, að það væru góðskáld og stórskáld, sum ný gengin, önn- ur enn á lífi, sem fyllt höfðu landið af stórkostlegum ljóðum, heldur var hinn haugurinn miklu stærri, sem alþýða manna hafi ort, einkum uppúr aldamótun- um, allt þrælstuðlað og rímað, en megnið af því innantómur samsetningur, sem orti sig sjálfur með rímorðum um fossa og læki, hlíðar og dali og yndislegu sveitina í þessu yndislega landi, sem þriðjungur þjóðarinnar hafði flúið, en annar þriðjung- ur horfallið nokkrum áratugum fyrr. Kem- ur þá aftur að því, að mikill var máttur stuðlanna, þrátt fyrir allt kveðskapar- þruglið, sem fylgdi þeim á tímum rímn- anna og síðar í aldamótakveðskap alþýðu manna. Það var á styrjaldarárunum kominn sá tími, að það varð eitthvað að gerast í ljóð- inu og hlaut að gerast. Þau skáld, sem þá byrja að yrkja, urðu að bylta einhverju verulegu, ef þau áttu ekki að falla nafnlaus undir hina meiri háttar skáldjöfra eða jafnvel lenda undir hinum ógurlega al- þýðuskáldahaug tímans. Langt er nú síðan mér batnaði svo geðs- lagið, að ég fór að opna bækur formbylt- ingarmanna fimmta áratugarins; ég vissi að þar var margt gott að finna, stöku ljóð hafði ég heyrt fyrstur manna, þótt ég vildi ekki vita af þeim um skeið. Samt stend ég enn með stuðlum og höfuðstöfum, en óneitanlega lýta bæði þeir og rímorðin ljóðið á stundum. Mér fyndist ég ekki leng- ur fslendingur þann dag sem ég yfirgæfi — stuðlanna þrískiptu grein — sem tengdu ekki aðeins saman ljóðlínur heldur alla þjóðina um aldir og voru henni jafn- framt þær hækjur sem hún hökti á fram til vorra tíma. ÁSGEIR JAKOBSSON. LESBOK MORGUNBLAOSINS 18. MAl 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.