Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Síða 7
^ Það sem einkenndi þróun spíritism- ans á öðrum áratugi þessarar aldar var, að hann var ekki lengur einkaeign fá- menns, innvígðs hóps, svo sem yfirleitt er, þegar um æðri þekkingu dulræns eðl- is er að ræða,.. . spíritismi og ýmiskonar dultrúarhugmyndir urðu snar þáttur í „borgaralegri hugmyndafræði“ Reykvík- inga. Það var „fínt“ að vera í Sálarrann- sóknafélaginu og Guðspekifélaginu •• AÐ FÁ ANDANA TIL AÐ SANNA SlG Það er athyglisvert við skrif íslenskra spíritista, að þeir leggja ekki eins mikla áherslu á þátt dáleiðslu, sefjunar og dulvitundar og Myers gerði í bók sinni. Sambandið við anda látinna verður hjá þeim oftast það, sem fyrst og síðast er uppi á teningnum varðandi dul- arfull fyrirbrigði. Sálarrannsóknir þeirra eða fundir virðast beinast að því að fá andana til þess „að sanna sig“. Enda mun það frá byrjun hafa verið algengasti hvati að miðilsfundum að ná sambandi við framliðna til þess að létta sorg og söknuð þeirra, er misst höfðu náinn vin eða vandamann, svo þeir mættu sannfærast um, að hinn látni lifði. Hugtakið „sönnun" í þessu sam- hengi er áhugavert, séð frá þekkingarfræðilegum og félagssálfræðilegum forsendum, og hefur höfundur gert tilraun á öðrum stað til þess að fjalla um þetta hugtak, eins og það birtist oftast í ræðum og ritum íslenskra spíritista.10 Spíritisminn Sem Alþýðutrú Hér að framan hefur einkum verið fjallað um menntamenn og aðra framámenn í Reykjavík og það menningarlega, trúarlega og félagslega umhverfi, sem spíritisminn og guðspekin tengdust í byrjun aldarinnar. En spíritisminn varð fjöldahreyfing í tengsium við ým- iss konar alþýðlega dultrú, og verður því í sagnfræði- Ágúst H. Bjarnason prófessor á yngri árum. Hann rannsak- aði sögur af Drauma-Jóa oggafút bók árið 1915. Dr. Rönnevig finnst óánægja Stefáns skiljanleg. Hann gerir ráð fyrir að sjúklingurinn hafi misst þol- inmæðina í hinni löngu legu: „Þegar sjúklingar voru í legukúr, var mjög mikilvægt, að fyrirmælum læknisins væri nákvæmlega fylgt. Meira að segja óyfirvegaðar hreyfingar gátu verið óheppilegar. Sjúklingurinn varð að læra sjálfsögun." En hið óróa geð Stefáns hefur ekki getað sætt sig við það. „Ástandið hlýtur að hafa verið mjög slæmt, úr því að slíkt er fært í dagbókina," segir Rönnevig. „Því ekki var óvanalegt að sjúklingar gerðu sig seka um ýmsar smásyndir, brytu t.d. beinar reglur." — Stefán getur, er tímar liðu, að hafa orðið svo óþolinmóður að hann hafi misst stjórn á sér og tekið að rísa gegn þvinguninni í hvaða mynd. sem var. Og við minnumst orða hans í þróttleysi, að hann geti ekki borið hlekki. Guðmundur Hagalín man að Stefán sagði honum, að hann og hjúkrunarkonan hefðu setið saman í garðinum á nóttunni, þegar hann átti að sofa. Þau sátu og horfðu á trén og út yfir sjóinn. Það var eitthvaö rómantískt við þessa minningu. En bæði Hagalín og Jón Skagfjörð hafa eftir Stefáni að hjúkrunarkonan hafi fengið áminningu. hans vegna og orðið aö skipta um stað. Ein- hver hafði slúðraö frá. — Svo einnig í þessu tilfelli Prófessor Crookes rarpar Ijósi á líkömnuðu veruna, en miðillinn liggur meðvitundarlaus á gólfinu. Þetta er eins og sjá má teikning af atburðinum. legri og félagsfræðilegri greiningu einnig að kanna aðr- ar forsendur hans. Eftir höfðinu dansa limirnir, og á það einnig við hér. Sýnt hefur verið fram á, að hin ástsælustu skáld og listamenn, merkir fræðimenn og prédikarar, aðhylltust spíritismann, einnig ritstjórar stærstu blaðanna og eigendur tveggja stærstu prent- smiðja landsins. Auk þess hrifust forystumenn í atvinnulífi þjóðarinnar af stefnunni. Þetta fór ekki fram hjá fólki i millistétt eða alþýðu manna. Heimildir eru um það, að spíritisminn var orðinn daglegt um- ræðuefni meðal fólks norður í landi þegar árið 1906.11 Annað atriði, sem einnig ber að hafa í huga, er skyld- leiki spíritismans við þjóðtrúna, eins og hún birtist í þjóðsögunum, sem byrjað var að safna og skrá um miðbik síðustu aldar. Nægir hér að nefna atriði eins og draugatrú, draumvitranir, fjarskyggni og hugsana- flutning, til þess að þessi skyldleiki liggi í augum uppi. Á þetta bentu forsvarsmenn spíritismans og töldu sér oft til tekna.12 Dultrúin var hvatinn að miklum hluta þjóðsagnanna, t.d. álfa- og huldufólkssagna. Sigurður Nordal, sem sjálfur vann að söfnun og útgáfu þjóð- sagna, telur að „ekki verði efast um, að þessar sögur eigi frá upphafi rætur sínar að rekja til þeirrar trúar, að einhverjar ósýnilegar verur séu í nábýli við mennska menn og ýmisleg skipti við þær geti átt sér stað.“13 Með Alþýðlegum Blæ Margar lýsingar spíritista á andaheiminum og tilver- unni eftir dauðann hafa á sér alþýðlegan blæ,14 enda hafa flestir miðlar þeirra verið úr alþýðustétt og lítt skólagengnir. Það er áberandi, að flestir þeir miðlar, sem lýst hafa þróun dulrænnar reynslu sinnar, leggja trúnað á ýmis algengustu dulræn fyrirbrigði þjóðsagn- anna eins og álfa og huldufólk. Söfnun og útgáfa þjóðsagna jókst mjög um og eftir aldamót, og eftirspurn eftir þeim virðist á einhvern hátt mega rekja til útbreiðslu spíritismans. Þetta sam- band er alls ekki einhlítt, og erfitt er um að segja, að hve miklu leyti dultrú þjóðsagnanna var enn lifandi með almenningi um aldamótin. í þessu sambandi er varasamt að gera of mikið úr áhrifum raunsæisstefnu ogefnishyggju. Nokkrir þeirra, er söfnuðu eða gáfu út þjóðsögur eftir aldamót, voru sjálfir trúaðir á raunveruleik þeirra dul- arfullu fyrirbrigða, sem sagt er frá í sögunum. Áhugi á þessum fyrirbrigðum hefur verið upphaf margra sagn- anna og þeirrar viðleitni að koma þeim á framfæri. Benda má á, að nokkrir safnarar voru félagar Guðspeki- félagsins (Oddur Björnsson, sr. Jónas Jónasson og Þór- bergur Þórðarson). Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi taldi fyrirbrigðin vera sönn og gerði sér far um að fá áreiðanlega sögumenn. Liklega hefur því verið svipað farið um einn allra afkastamesta safnarann, Sigfús Sig- fússon.15 Fyrirbrigðasögur þær, sem birtust í tímariti SRFÍ, Morgni, og aðrar frásögur af skyggni og miðla- fyrirbrigðum eru oft nauðalíkar dulrænum þjóðsögum. Einkum á þetta við um þær sögur, sem birtust í síðari söfnum, er sögum frá fyrri öldum tók að fækka og notast varð við sögur af atburðum, sem gerðust í lok 19. aldar eða jafnvel á 20. öld. Sama er að segja um margar þær sögur af dularfullum atburðum, sem Myers tekur með í bók sinni um persónuleika mannsins. Eitt skýrasta dæmið um það, að áhugi á dulrænum þjóðsögum og „sálarrannsóknum" hafi farið saman, er tímarit það, sem Hermann Jónasson, fyrrum skólastjóri Bændaskólans á Hólum, hóf að gefa út 1915 og kallaði Leiftur. Tímarit um dulskynjanir og þjóðsagnir. í for- mála tekur hann fram, að hann vilji safna dulrænum þjóðsögum, og auglýsir eftir þeim og vill hafa þær sem best vottfestar. Einnig lýsir hann eftir vottfestum sög- um af tilraunafundum (miðilsfundum). Hann álítur dulrænar þjóðsögur styðjast við raunveruleg fyrirbrigði og telur þær hafa gildi, þæði fyrir menningarsögu þjóð- arinnar og sálarfræðina. Hermann gaf einnig út bækur um eigin reynslu og annarra, um drauma, dulsýnir o.s.frv. Þar er að finna mikla drauma um persónur og sögusvið Njdlu, sem öðrum þræði er ætlað að vera framlag til Njálufræða.16 Eins Og Rauður Þráður í BÓKMENNTUM Þessi samtvinnaði áhugi á dulrænum frásögum, þjóð- legum fróðleik og spíritisma er ekkert ainsdæmi, þvert á móti. Hann gengur eins og rauður þráður gegnum vinsælustu bókmenntir þjóðarinnar. Setja má fram þá tilgátu, að spíritisminn hafi sem alþýðutrú gegnt því hlutverki að endurnýja (eða viðhalda) tengslum fólks, sem var að yfirgefa sveitirnar, við hið náttúrulega um- hverfi þjóðtrúarinnar, við þessar fornu trúarhugmynd- ir, sem ætíð lifðu sínu lífi, ýmist bældar eða á einhvern hátt samtvinnaðar hinum opinberu trúarbrögðum kirkjunnar. Fæst þetta fólk varð nokkru sinni formlegir félagar í sálarrannsóknafélagi eða guðspekistúku, en kynntist hugmyndum og kenningum þessara stefna af bókum og tímaritum. Fjölmargir kynntust og dularfull- um fyrirbrigðum fyrir þátttöku í miðilsfundum eða á annan hátt af eigin reynslu. Fræðslustarfsemi for- svarsmanna spiritista í Reykjavík veitti þessu fólki við- miðun til þess að túlka og tjá þessa reynslu sína. Um áhrif þessa alþýðlega spíritisma á hið opinbera trúarlíf í iandinu á þessari öld er erfitt að dæma, svo óyggjandi sé. Þau hafa sennilega verið margvísleg og farið eftir einstaklingunum. En líklega hefur verið um tvo aðalfarvegi að ræða. f fyrsta lagi má ætla, að virð- ing og „ótti“ manna við trúarlegar hefðir, tákn og kirkjuvald hafi minnkað. Hin dularfullu fyrirbrigði, og trúarleg reynsla yfirleitt, verður hluti hversdagsleik- ans. Sums staðar voru fyrirbrigðin og miðilsfundir haft sem dægrastytting eða skemmtiatriði. Hið dqlræna varð eins konar krydd í daglegu lífi. Að svo miklu leyti sem þetta viðhorf hafði áhrif á afstöðu manna til hinna hefðbundnu trúarhugmynda og stofnana, má gera ráð fyrir, að um „afhelgun" hafi verið að ræða, eða það sem þýski trúarlífsfélagsfræðingurinn Max Weber kallar „Entzauberung der Welt“.17 Þessi þróun hefur hjá öðr- um, einkum þeim er komust í kynni við guðspekina, átt sér andhverfu í því, að fólk hefur séð hið dulræna og andlega nánast í öllu og alls staðar. Tilveran hefur orðið þeim guðleg og stjórnast af öflum „að handan", þ.e.a.s. „helgast". Afleiðingin varð, á hvorn veginn sem hallað var, að kirkjan og h'efðbtfhdin trúarbrögð þjóðfélagsins misstu gildi sitt. í öðru lagi má gera ráð fyrir, aö spíritisminn hafi virkjað ýmsa til þátttöku í trúarathöfnum og stofnun- um (kirkjunni) og veitt þeim aðgang að heimi trúarinn- ar á nýjum forsendum. Þannig hafi hann orðið til þess að vinna gegn þeirri „afkristnun" eða afhelgun, sem einkenndi þjóðfélagsþróunina allt frá aldamótum. Niðurlag í næsta blaói. minnumst við orða Laxness í íslandsklukkunni, að hver hamingjustund lífsins eigi eftir að vera dæmd sem glæpur. Hagalín man annars að þetta var sársaukafullt um- ræðuefni fyrir Stefán, sem hann hreyfði sjaldan og aðeins undir vissum kringumstæðum. „Þar var aldrei neitt kyniskt við.“ (Þeir hittust fyrst 1918). Á Förre- heilsuhæli, þar sem Stefán sennilega hefur lifað sínar myrkustu og þungbærustu stundir í Noregi, rann einnig upp sú sól, sem gaf honum þann heitasta og mesta innblástur, sem hann nokkru sinni fékk sem ljóðskáld. Þess vegna gat hann síðar kveðið í Kvæðin mín, sem er til hreinritað á bréfapappír merktur Det Bergenske Dampskibsseiskab, og dagsett D/S „Flora“ Akureyri 16. nóv. 1915: Er leiðirnar voru að lokast og líf mitt í hættu stóð þá streymdi rautt í orðum út mitt eigið hjartablóð. Ivar Orgiancl er norski skáld og Islendingum vel kunnur, þvl hann hefur búiö á Islandi og talar Islenzku. Hann hefur þýtt Ijóö margra íslenzkra skálda á norsku. t LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. MAl 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.