Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Page 11
„Eigi skal grita“ er nafn á mynd eftir Hark Bohm frá Þýzkalandi. Myndin fjallar um bið þekkta mál er nýlega kom upp í Þýzkalandi þegar móðir skaut til bana morðingja barns síns Úr myndinni „Nótt San Lorenzo“ eftir Tavianni-bræður. bókunum sem verða gerðar að hluta til á íslandi. Þessir síðasttöldu tengjast líka óbeint að því leyti að Bohm er gamal- reyndur Fassbinder-leikari en mynd Gabrea, Eva í mannslíki, fjallar einmitt um Fassbinder. Þðtt undarlegt megi virðast er það kona sem leikur Fassbinder og er það hin víðkunna Eva Mattes. hana. Hafa menn gert sér grein fyrir þessu? Er Kvikmyndahátíð ekki mikils- verðari en svo að menn reyni að skapa úlfúð kringum óséðar myndir? Sjálfur seg- ir Godard að myndin sé sín skírlífasta mynd enda fjalli hún um skírlífi. ÖNNUR MIÐ / réttarsal. Úr kvikmynd Wim Wenders „Engin leið tíl baka“. Þessi mynd hlaut gullverðlaun í Feneyjum Frakkland Það verður hart lið frá Frakklandi. Myndin Peningar er eftir hinn aldna meist- ara og ókrýnda konung franskrar kvik- myndagerðar Robert Bresson. Strákur í stelpuleit er eftir Leo Carax en hann er einhver skærasta vonarstjarna franskra kvikmynda, 24 ára gamall. Myndin er frá því í fyrra og fékk þá umsögn á Cannes- hátíðinni að hún væri athyglisverðust allra mynda það árið. Frá Frakklandi kemur einnig gestur hingað, enginn annar en Jean-Luc Godard. Hann hefur haft einna mest áhrif allra leikstjóra í kvik- myndagerð heimsins síðustu 25 ár. Eftir hann verða sýndar þrjár myndir, Bjargi sér hver sem betur getur, en hún hefur hvar- vetna gengið mjög vel, m.a. í Bandaríkjun- um. Hún heitir Carmen er mjög gódörsk mynd um hina sígildu Carmen-goðsögn. Nútímamynd sem gefur goðsögninni líf. Þá er ótalin Ég heilsa þér María. MARÍA Styrr hefur staðið um þessa mynd en einkennilegt verður það að teljast að fjöl- margir hafa tekið til máls um hana og taka enn án þess að hafa séð hana. Mér skildist í fréttum að páfinn hafi ekki séð hana áður en hann lýsti yfir vanþóknun sinni. Hins vegar fékk hún viðurkenningu kaþólikka á síðustu Berlínarhátíð. Þeir höfðu séð hana. Samt verðlaunuðu þeir Af löndum sem eiga fulltrúa á hátíðinni og ekki eru daglegir viðburðir að kynnast hér má nefna Júgóslavíu en þaðan kemur mynd sem heitir því dásamlega nafni Hvernig ég var kerfisbundið lagður í rúst af fíflum. Þá kemur mynd frá Kúbu og heitir Gammurinn en höfundurinn er frá Chile, Miguel Litten að nafni. Áður hafa verið sýndar myndir eftir hann á Kvikmynda- hátíð. Þykir þetta ein besta mynd hans frá upphafi þar sem saman fara ljóðræn efn- istök, suður-amerísk frásagnarhefð og merkilegt sögulegt viðfangsefni, siðustu dagar Sómósa-stjórnarinnar í Nicaragua. Aðurnefnd var mynd frá Ítalíu, hin geysivinsæla Dansinn dunar, og þaðan kemur einnig Nótt í San Lorenzo eftir Tav- iani-bræður, þá merku menn. Þrjár mynd- ir eru spænskar og ein eftir fornvin Kvikmyndahátíðar Carlos Saura. Það er Carmen, en efnistökin eru önnur en hjá Godard eins og við mátti búast. Hér eru það flamenco-dansarar sem halda uppi fjörinu. Um spænsku myndirnar verður fjallað sérstaklega annars staðar. Þá eru ótaldar myndir frá Ungverjalandi, en það- an kemur Segðu mér söguna aftur, besta mynd Mörtu Meszaros til þessa en hana þekkja menn að góðu frá fyrri hátíðum, og ennfremur myndir frá Ástralíu, Austur- ríki og Indlandi og heimildarmynd um öaráttu Sama. Það liggur í augum uppi að úrvalið er mikiö og gott fyrir alla þessa tfu daga í Austurbæjarbíói. KRISTfN jóhannesdóttir 1983. Kvikmyndin „Gullgrafararnir“ var tekin að hluta hér á landi, en þessi mynd er úr henni. Höfundur er Sally Potter. Myndin er at binni margfrægu leikkonu Julie Christíe í blutverki sínu í myndinni. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. MA( 1985 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.