Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1985, Blaðsíða 12
.4 ~|»r' sg»v-«p „Það lífvænlegasta í spænsku menningarlífi um þessar mundiru Atríði iír La Colmena eftir Marío Camús. 'tfPt' * -jfc . ” Þrjár spænskar kvikmyndir verða sýndar á kvik- myndahátíðinni, sem hefst í dag, en spænsk kvikmynda- gerð stendur nú á tímamótum. í næstu Lesbók verð- ur fjallað um Carlos Saura, frægasta kvikmyndaleikstjóra Spánar. Eftir AITOR YRAOLA Spænsk kvikmyndagerðar- list, sagði Carlos Saura nýverið í viðtali við þekkt dagblað í Madrid, „á mikla framtíð fyrir sér, því hún er það sem lífvænlegast er í spænsku menningarlífi um þessar mundir". Spænsk kvikmyndagerð hefur staðið með miklum blóma þennan áratug, einkum þó eftir að Franco einræðisherra féll frá 1975. Burtu er menningarleg deyfð og drungi áranna sem pólitísk ritskoðun vofði yfir allri listrænni sköpun og ungir kvikmyndaleikstjórar vinna nú hvarvetna til verðlauna. Þeir hafa losað sig undan áhrifavaldi meistaranna viðurkenndu, Bunuels og Saura, og þreifa nú fyrir sér um nýjar stefnur og stíl í myndsköp- un. . Ef við reynum að rekja í stórum dráttum sögu þessara síðustu ára má segja að árin 1976—78 hafi ver- ið „flugtaksárin", þegar spænsk kvikmyndagerð hefur sig til flugs á ný eftir brotthvarf Francos af sjónarsviðinu og reynir að endur- heimta það sem tapast hafði á ár- unurn þar á undan og nema nýtt land. Frá þessum tíma endur- heimtingar og nýsköpunar má nefna myndina „Asignatura Pendi- ente“ (1977) eftir J.L. Garcí, eina spænska kvikmyndaleikstjórann sem unnið hefur til Óskarsverð- launa enn sem komið er. Árin 1978—81 voru ár mikilla breytinga, því eftir óhóflega mikla bjartsýni fyrstu áranna, þegar sett voru lög um kvikmyndaiðnaðinn, sem ætiað var að koma þar á nokkru skipulagi og jafnframt hvetja menn til dáða, var eins og skyndileg kreppa yrði í þessari nýju iðngrein, er endurspeglaðist á sinn hátt í listrænum viðhorfum kvikmyndagerðarmanna. Von- brigði manna með þróun lýðræðis- ins eftir hina löngu nótt frankíst- anna eins og hún er oft kölluð, vonbrigði sem kannski mátti sum- part rekja til þess að menn gerðu sér of miklar vonir. Við þetta bætt- ist svo versnandi ástand í efna- hagsmálum og atvinnuleysi, er einnig bitnaði á kvikmyndaiðnað- inum. Á þessum tíma komu fram nokkrar myndir er ekki náðu hylli og báru sig engan veginn og allt gerði þetta það að verkum að engin ein stefna eða stíll náði að festa sig í sessi í listrænni kvikmyndagerð á þessum árum. Á þessu erfiðleikaskeiði, þegar boð og bönn voru látin lönd og leið, var þó mikið framleitt af margs- konar myndum, en meira var um að markaðssjónarmið réðu ferð- inni. Af fjölbreytilegri framleiðslu þessara ára má nefna „Patrimonio Nacional", eftir L.G. Berlanga, kaldhæðið gaman, sem beint er gegn hástéttunum á Spáni. Einnig voru um þetta leyti gerðar mjög vandaðar myndir byggðar á bók- menntaverkum, eins og t.d. „Sold- ados“ eftir A. Ungría (sem sýnd hefur verið í Reykjavík á vegum kvikmyndaklúbbsins HISPANIA), „E1 Crimen de Cuenca“ eftir Pilar Miró (sem einnig hefur verið sýnd hér), sakamálasaga frá því skömmu eftir aldamótin, þar sem greinir frá því hvernig pyntingar þjóðvarðliða Guardia Civil leiddu til þess að alsaklausir menn játuðu á sig glæp. Þá heldur J.L. Garcí áfram glæsti göngu sinni eftir framabrautinni og sýnir myndina „Solos en la madrugada" (1978) og „Verdes praderas" (1979), angur- værar myndir, en þó í léttum dúr, sem flokka mætti undir vandað af- þreyingarefni (báðar sýndar hér á vegum spænska sendiráðsins og spænskudeildar háskólans). Aðrar myndir frá þessu breytingatíma- bili eru t.d. „E1 Corazón del bosque" eftir M.G. Aragón, leik- stjóra sem sankað hefur að sér verðlaunum og viðurkenningum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, fallega sögð saga um tilgangsleysi baráttu og dauða skæruliða lýð- veldissinna, sem börðust gegn Franco upp til fjalla, og „Deprisa, deprisa", mynd sem Carlos Saura gerði um hóp ungmenna á villigöt- um er taka sig til og ræna banka. 1981—1984: GLÖTUÐU ÁRIN Leituð Uppi Þegar dæmið er gert upp lofar útkoman góðu eftir þessi síðustu ár. Fjörutíu ára einræði er á bak og burt, stigin hafa verið fyrstu sporin á braut lýðræðis, mönnum er að lærast að fara með fengið frelsi og í stjórnartið sósíalista hefur verið hugað að þeim miklu möguleikum, sem kvikmyndagerð- arlistin hefur upp á að bjóða, kom- ið hefur verið á náinni samvinnu við spænska ríkissjónvarpið, skipulögð aðstoð ríkisins við inn- lenda kvikmyndagerð og árið 1982 hlýtur J.L. Garcí fyrstu Óskars- verðlaunin sem spænsk kvikmynd vinnur til í Hollywood, fyrir mynd sína „Volver a Empezar". Á svipað- an hátt nær glæsilegur ferill Carl- osar Saura hámarki með verki hans „Carmen", sem tilnefnt var til Óskarsverðlauna. Enn má nefna Mario Camús, einn snillinginn til í hópi leikstjóra, sem vinnur til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín með myndinni „La Colm- ena“, árið 1982, en myndin er byggð á skáldsögu rithöfundarins C.J. Cela og gerist á Spáni á árun- um eftir borgarastríðið. Spænsku Myndirnar Á Kvikmyndahátíð- INNI í REYKJAVÍK 1985 í ár verða fimm spænskar mynd- ir sýndar á Kvikmyndahátíðinni og er þar á ferð gott sýnishorn spænskrar kvikmyndaframleiðslu um þessar mundir, verk framvarð- anna í spænskri kvikmyndagerð. Atríði úr „Feroz“ eftir Manuel Guitérrez Aragón. Fyrst skal þar fræga telja „Carmen" (1983), eftir Saura. Spænsk tónlist og söngur leika í reynd aðalhlutverkin í þessari kunnu sögu, þar sem greinir frá því hvernig ást og afbrýðisemi leiða tákngerða söguhetjuna sína mörkuðu braut allt til lokaharm- leiksins. Óþarfi er að kynna leik- stjórann, enginn landi hans er honum þekktari á alþjóðavett- vangi. Dansarinn Antonio Gades hefur veitt Þjóðarballettinum spænska forstöðu síðan 1978, kenn- ir við Scala-óperuna í Milano og stjórnar eigin dansflokki. Dans- meyjan Laura del Sol, 23 ára göm- ul andalúsísk „bailaora", kemur hér fram í kvikmynd í fyrsta sinni. Gítarleikarinn Paco de Lucía er sagður hafa byrjað jafnsnemma að leika á gítar og að tala og segja má að hann hafi endurnýjað flamenco- tónlistina með sköpunargáfu sinni og sköpunargleði. „La Colmena" (1982), eftir Mario Camús, hlaut Gullbjörninn í Berl- ín, er byggð á samnefndri skáld- sögu C.J. Cela og er myndræn lýs- ing á Spáni eftirstríðsáranna, raunsæ mynd, sem gefur tilefni til hugleiðinga um hinar fjölmörgu persónur, sem þar koma fram og lýsa þjóðfélagsástandinu á þeim tímum, allt frá konunni ungu, sem öllu vill til kosta að lækna berkia- veikan unnusta sinn, jafnvel að gerast gleðikona, til barnalega saklausra drauma ungu skáldanna fátæku, sem sjá í hillingum stóru bókmenntaverðlaunin. Þetta - er raunsæ mynd og auðskilin, þar sem farið er mjúkum höndum um sorg og mæðu, kímnin er á sínum stað og mannleg hlýja mildar kaldhæðnina. „Feroz“ (1984), eftir M. Gutierr- ez Aragón, leikstjóra, sem einnig hefur unnið til verðlauna í Berlín, leggur á borð fyrir okkur skoplegt verk og fáránlegt, þar sem aðal- söguhetjan er klunnalegur bangsi (leikari í bjarnargervi). Þarna er á ferð saga full af kímni og gædd miklu hugarflugi, sem stundum jaðrar við súrrealisma, þar sem söguhetjan lætur ekki stærð sína né fyrirferð aftra sér frá því að ástunda venjulegt, mannlegt líf- erni, fara til vinnu sinnar á skrifstofunni, í teboð eða verða ástfanginn. Þegar á heildina er litið eru þessar þrjár myndir gott dæmi um spænska kvikmyndagerð um þess- ar mundir, kvikmyndagerð sem sí- fellt fer fram að því er varðar gæði og tækni, sem lætur æ meir að sér kveða hvarvetna — nema þá helst á íslandi, og á mikla framtíð fyrir sér eins og Saura sagði, sem ber Spáni vitni og bregður upp mynd af landi og þjóð. Aitor Yraola er lektor I spænsku viö Háskóla Islands og hefur búið á Is- landi um fjögurra ára skeiö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.