Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Qupperneq 4
Hlíf Sigurjónsdóttir kom fyrst fram opinberlega þegar bún
var 11 ára gömul og lék þá einleik með Sinfóníuhljómsreit
íslands undir stjórn Igor Buketoff, en debut-tónleikar hennar
voru hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík 1979. Hún hefur marg-
sinnis leikið einleik, haldið einleikstónleika og tekið þátt í
flutningi á kammertónlist á íslandi, í Danmörku, Svíþjóð,
Bandaríkjanna, Kanada, Englandi, Sviss og Frakklandi og
komið fram í útvarpi og sjónvarpi.
Hlíf var lausráðin í Sinfóníuhljómsveit íslands 1970—1975
og var jafnframt stundakennari við Tónlistarskólann í Reykja-
vík 1973—1975. Hún kenndi við Tónlistarskóla ísafjarðar
1981—1983 og var aftur einnig stundakennari við sama skóla
1984—1985. Hún var konsertmeistari íslensku bljómsveitar-
innar 1983—1985 og konsertmeistari í hljómsveit íslensku
óperunnar 1984.
Hlíf Sigurjónsdóttir var nýlega komin heim úr tónleikaferð
þar sem hún lék meðal annars í Carnegie Ilall í New York,
þegar ég náði tali af henni á Laugarnestanganum, nánar tiltek-
ið á heimili móður bennar, Birgittu Spur, sem er ekkja Sigur-
jóns Ólafssonar myndhöggvara. Hlíf er næstelst af fjórum
systkinum, bræðurnir eru þrír. „Þeir eru allir út um hvippinn og
hvappinnt,“ segir Hlíf, þegar ég spyr hana um fjölskylduna og
ég kemst að því að tveir þeirra eru tónlistarmenn, og yngsti
bróðirinn, Dagur, er í námi úti í Kaupmannahöfn í socialpeda-
gogik, sem okkur kemur saman um að sé einhverskonar félags-
fræðilegt þroskaþjálfanám. „Óli er sellisti, býr í Kaupmanna-
böfn en spilar í Malmö, þar sem Einar Grétar Sveinbjörnsson
er konsertmeistari, og Freyr er flautuleikari og spilar með
Sinfóníuhljómsveitinni íBiIbao á Spáni. Ég bef ekki séð hann í
tvö ár, sá hann síðast um það leyti sem pabbi dó, en við ætlum
að hittast í sumar. Hann ætlar nefnilega að hjálpa mér og
vinkonu minni við sumarnámskeið uppi í fjöllunum íSviss/‘
LARI
/
faraldsfæti
Viðtal við Hlíf Sigurjónsdóttur
Kristín Bjarnadóttir tekur hana tali
líf er búin að sýna mér húsakynnin,
vinnustofu föður síns og gamla íbúðar-
húsið, sem er hluti af því nýja, þannig að
innangengt er um glugga á gamla húsinu.
Það vissi ég reyndar ekki fyrr en ég var
komin í gegn, hélt mig vera að ganga gegn-
um lágar gamaldags dyr. Til að kóróna
kynnisferðina er mér svo boðið upp á ísa-
fjarðarkleinur með kaffinu. Hvers vegna
Isafjarðarkleinur, á hún kannski ömmu á
ísafirði?
„Nei, kleinurnar hafa ekkert með ættar-
tengsl að gera, en það kemur hinsvegar í
ljós að Hlíf á sterkar taugar til ísafjarðar
eftir að hafa verið kennari við tónlistar-
skólann þar í tvo vetur.
„Ég hef verið með annan fótinn á ísa-
firði siðan og kenndi reyndar nemendum
þaðan í vetur þó svo ég væri bundin hér í
bænum sem konsertmeistari hjá íslensku
hljómsveitinni. En kleinurnar úr frystin-
um eru eiginlega kabarettkleinur, þvi með-
an ég bjó á ísafirði kom upp sú hugmynd
að byrja að safna fyrir skólahúsi yfir tón-
listarskólann. Þá settum við á laggirnar
kabarett, sem hefur verið árlegur viðburð-
ur síðan. Þá er hefðin sú að bjóða upp á
veitingar og konurnar baka gjarna riflega.
Ég mætti á kabarettinn síðast og fékk
þetta í nesti, þannig eru þær tilkomnar,
frá henni Sigríði, konu Ragnars H. Ragn-
ar, skólastjóra. Þau eru frábært fólk.
Hugsaðu þér, Ragnar H. er búinn að búa
þarna í 40 ár, í þessu litla plássi, eftir að
hann kom heim frá Ameriku. Hann hefur
aldrei komið út fyrir landsteinana siðan,
nema rétt í eina Noregsferð, en hann er
hinsvegar einhver sá best lesni maður sem
ég hef hitt á ævinni. Það er góð lexía og
holl að hitta svona fólk.“
Já, þetta segir Hlíf, sem hefur gert víð-
reist og var í samfelldu tónlistarnámi í
u.þ.b. tvo áratugi.
ÞÁ VILDI ÉG LÆRA
Á ÖLL HUÓÐFÆRI
Hvernig atvikaðist það að þú valdir að
læra á fiðlu?
„Ég held það hafi fremur þróast en at-
vikast. Ég var fimm ára þegar ég byrjaði i
forskóla Barnamúsikskólans, sem núna
heitir Tónmenntaskólinn. Þá voru þeir nú
með þá reglu að maður yrði að vera læs og
skrifandi til að geta haldið áfram í „al-
vörunámið", svo ég fékk námshlé i einn
vetur. Annars held ég að ég hafi örugglega
verið læs, því bróðir minn sem er ári eldri
byrjaði í skóla á undan mér og á hverjum
degi þegar hann kom heim, þá heimtaði ég
að hann kenndi mér allt sem hann hafði
lært í skólanum þann daginn. Þannig
lærði ég að stafa og var örugglega búin
með Gagn og gaman á undan honum, ég er
viss um það. En þegar ég svo byrjaði í
„alvörunáminu" þá var komið að því að
velja sér hljóðfæri. Ég man mig langaði til
að læra að spila á gítar, en það var enginn
gítarkennari í skólanum. Svo mamma
stakk upp á fiðlunni. Ég var svo jákvæð að
ég held ég hafi þá helst viljað læra á öll
hljóðfæri.
Svo gerðist það nú mjög fljótt að ég
tileinkaði mér fiðluna, hún varð mitt
hljóðfæri, það er ekkert vafamál. Enda
komst ég að því að það var svo mikið hægt
að læra á hana. Ég hef verið að því síðan.
Seinna lærði ég auðvitað á píanó og líka á
lágfiðlu, en fiðlan er mitt aðalhljóðfæri."
Hverjir voru kennarar þínir hér heima?
„Gígja Jóhannsdóttir var fyrsti kennar-
inn minn, hún kenndi mér í þrjú ár. Þegar
ég byrjaði í Tónlistarskólanum varð Björn
Ólafsson kennari minn; ég hef verið mjög
heppin með báða mína kennara hér og ég
elskaði og dáði þau bæði mikið.
Einleikarinn Sem
Gleymdist
Síðasta vorið í Barnamúsíkskólanum
var hún beðin að leika einleik með Sinfón-
íuhljómsveitinni, sem hún og gerði, aðeins
ellefu ára gömul. „Það var Igor Buketoff,
sem var hér til að stjórna tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, og hann bað mig
að spila konsert í a-moll eftir Bach, þegar
hann hafði hlustað á okkur krakkana
spila. Svo var þetta sett upp eins og „happ-
ening“ á tónleikunum, ég sat úti í sal og
svo var látið líta þannig út að það vantaði
einleikara, hann lét ekki sjá sig, svona rétt
eins og hann hefði hætt við eða misst af
flugvélinni og til þess að geta hafið tón-
leikana var kallað fram í sal, hvort einhver
gæfi sig fram til að leika einleik á fiðlu. Þá
rétti ég auðvitað upp höndina eins og Igor
hafði sagt mér að gera. Ég komst að því á
eftir að einhverjir trúðu því að ég hefði
gert þetta óundirbúin. Þetta var bráð-
skemmtilegt og auðvitað var mér vel tekið,
þessu litla kríli með fiðluna."
Hlíf lauk einleikaraprófi eftir átta ára
nám í Tónlistarskólanum. Hvað tók svo
við?
„Já, það var ’74, ég var nítján ára þegar
ég útskrifaðist og fannst mér ekkert liggja
á að fara út í heim og eins langaði mig til
að læra meira hjá Birni. En hálfu ári
seinna veiktist hann og kom aldrei til
starfa aftur. Það var sorgarsaga sem ekki
verður breytt. En ég fór til Bandaríkjanna
haustið ’75 og var í tímum hjá ítala nokkr-
um sem heitir Franco Gulli við háskólann
í Indiana. Þetta er einn af bestu tónlist-
arháskólum Bandaríkjanna og ég var þar í
tvo vetur. Síðan fór ég til Toronto í Kan-
ada og var þar í tímum hjá Ungverja, Lor-
and Fenyves. Það má gjarna koma fram að
hann bauð mér ókeypis kennslu, sem bæði
kom sér vel fyrir mig og eins það að vissu-
lega var í því fólgin viss upphefð. í staðinn
greiddi ég bara í styrktarfélag skólans.
Hann kenndi við tónlistardeildina í há-
skólanum þar og ég var hjá honum í tvo
vetur. Þá spilaði ég bæði í skólahljóm-
sveitinni og í strengjakvartett sem fór
mjög víða, meðal annars í Wigmore Hall í
London.
Hjá Heimsins Bestu
HUÓÐFÆRALEIKURUM
Eftir þetta fór ég enn í tveggja ára nám
við Listaskólann í Banff, það er í Alberta í
Kanada. Banff er þjóðgarður í Klettafjöll-
unum, það er svo fallegt þar að ég fæ enn
heimþrá þegar ég hugsa þangað. Þetta er
dálítið sérstakt nám, ég var þarna einmitt
fyrstu árin sem þessi deild starfaði (The
New Wintercycle Program of Music). Leið-
beinendurnir voru nokkrir af heimsins
færustu hljóðfæraleikurum, sem voru
þarna til að miðla okkur af reynslu sinni.
Það var stórkostlegt að fá að kynnast
þeim. Einn af kennurum mínum var Willi-
am Primrose, fiðluleikarinn frægi, og ann-
ar var Zoltan Szekely, sem var fyrsti fiðl-
arinn í gamla Ungverska kvartettinum,
sem starfaði í þrjátiu ár. Szekely er orðinn
81 árs gamall og hann kennir enn. Hann
var náinn vinur tónskáldsins Béla Bartók,
sem skrifaði einmitt Fiðlukonsert nr. 2 og
Rapsódíu nr. 2 fyrir Szekely. Þessi gamli
fiðluleikari gaf mér innsýn í fortíðina á
allt annan hátt en hægt er að fá í gegnum
annan og þriðja aðila. Það hefur gerst
mikið í tónlistarheiminum á einum
mannsaldri og þetta voru mér dýrmæt
kynni af tónlistarsögunni."
Svo hefurðu útskrifast úr skóla eftir
þetta sex ára framhaldsnám ?
„Já, mér fannst nóg komið í bráð. Það
koma tímar þegar ég vil fá að vera í friði
og hugsa málin sjálf. Þegar ég var búin
með þetta nám í Klettafjöllunum, vorið
1981, ákvað ég að fara til Evrópu og heim-
sækja vini og kunningja í Mið-Evrópu. Það
sumar tók ég í fyrsta sinn þátt í námskeið-
unum hjá Súsönnu vinkonu minni í Sviss,
réð mig sem kennara hjá henni og hef
verið þar á hverju sumri síðan. Þetta eru
námskeið fyrir unglinga og mjög skemmti-
leg að mér finnst, óvenjuleg að því leyti að
4