Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Side 5
Ameríku í apríl sl. og frá umboðsmanni sínum í Þýskalandi, sem skipulagði þá ferð. Ég fæ alla söguna um það hvernig umboðsmaðurinn „uppgötvaði" íslenska fiðluleikarann og þegar ég spyr um fram- tíðina fer ég smám saman að átta mig á að auðvitað veltur hún ekki eingöngu á dugn- aði Hlífar, heldur einnig umboðsmannsins. „Hingað til hafa verkefnin yfirleitt kom- ið eins og af sjálfu sér og í gegnum kunn- ingsskap. Ég held það sé í fyrsta skipti núna að ég er allt í einu komin með lista yfir þá tónleika sem ég tek þátt í næstu mánuðina. Þetta er að verða eitthvað meira „professionalt" hjá mér. í fyrrasumar var ég úti f Sviss eins og venjulega á sumrin og Súsanna vinkona mín stakk upp á því að við færum í sumar- frí í Suður-Frakklandi, sagðist geta útveg- að húsnæði gegn því að við spiluðum kvartetttónleika í Breil í Roya sem er 60 km fyrir norðan Nice. Hún talaði um þetta í léttum dúr, þannig að mér datt ekki í hug að um einhverja hátíðlega tónleika væri að ræða. Og ekki fannst mér verra að þu'rfa að spila, fannst hugmyndin bara stórfín. Svo kemur í ljós að við áttum að hlaupa i skarðið fyrir kvartett sem gleymdist að útvega frá Þýskalandi, og þar kom um- boðsmaður minn inn í söguna, hann hafði gleymt sér og hringdi í Súsönnu í vand- ræðum sínum og bað hana að bjarga sér. Hún hóaði saman í kvartett og við æfðum í tvær vikur í Suður-Frakklandi. Ég þekkti ekki sellistann, hitti hann þarna í fyrsta skipti, og hafði heldur aldrei spilað með víóluleikaranum áður. Og Súsanna, sem er í rauninni víóluleikari, hún spilaði aðra fiðlu í kvartettinum. En þetta gekk alveg ljómandi. Kvartettinn var beðinn að spila aftur næsta ár og ég beðin um einleiks- tónleika á sama stað — og það er núna í sumar. Við ljóstruðum því náttúrlega ekki upp fyrr en eftir konsertinn að við hefðum ver- ið að spila saman þarna í fyrsta skipti! En þessi náungi frá Þýskalandi bauðst og mér fannst illt að hugsa til þess að ég yrði föst í einhverri vinnu í Vesturheimi, hugsanlega vitandi af pabba á dánarbeði án þess að ég fengi aö sjá hann. Ég fann að það var kominn tími til fyrir mig að gefa mér tíma með foreldrum mínum, og ákvað að fara heim. Þannig kom það til að ég tók fyrsta atvinnutilboðinu sem mér bauðst liér heima, þó mér fyndist það fráleitt í fyrstu að setjast að á ísafirði af öllum stöðum einmitt þegar ég ætlaði að vera heima hjá pabba og mömmu. Ragnar H. bauð mér góð kjör svo ég sló til og sé alls ekkert eftir því. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát fyrir að þetta skyldi þróast svona, því fyrir mig var þetta líka spurn- ing um að koma heim og kynnast landinu upp á nýtt. Mér fannst ég líka næstum komin „heim“, ég gat hringt á hverjum degi og skroppið í bæinn. Stundum lét ég pabba vekja mig á morgnana með því að hringja og segja við mig nokkur orð, það fannst mér svo ljúft. Eftir tvo vetur flutti ég svo í bæinn og hef verið konsertmeist- ari hjá íslensku hljómsveitinni siðan, og þá jafnframt kennt nemendunum fyrir vestan. Það hefur gengið þannig að ýmist koma þeir hingað til mín eða ég skrepp vestur á ísafjörð. Veðráttan og samgöng- urnar hafa orðið að ráða dálitlu." FRAMTÍÐIN á SÉR SÖGU Hlíf segir mér frá tónleikaferðinni til þar er ekki ríkjandi keppnisandi eins og svo oft vill verða á tónlistarnámskeiðum, heldur hefur tekist býsna vel að láta hvern og einn keppa fyrst og fremst við sjálfan sig og ná þannig árangri. TÓK ÍSLAND FRAM YFIR KANADA En þetta sama vor var mér boðin at- vinna í Toronto sem konsertmeistari og kennari. Ég var á báðum áttum til að byrja með, því ég gat vel hugsað mér að dvelja í Kanada og gjarnan í Toronto og ég hafði það sem til þurfti til að fá atvinnu- leyfi, þrátt fyrir þann vítahring sem gerð- ur hefur verið í því sambandi. Þú getur nefnilega ekki sótt um atvinnu sem hljóð- færaleikari í Kanada án þess að vera í fagfélaginu og þú getur ekki komist í fag- félagið án þess að hafa atvinnu, skilurðu, — þetta er svo listilega gert. En hinsvegar var það að þetta vor fékk pabbi snert af lungnabólgu og heilsufar hans var þannig að við öllu mátti búast. Og það rann upp fyrir mér að ég hafði verið burtu í sex ár til að útvega mér tónleika og í janúar sl. hringdi hann og spurði hvort ég vildi fara með kammerhljómsveit frá Mainz til Am- eríku. Ég hafði einmitt verið með plön um að fara til Ameríku svo auðvitað sló ég til. Énda var þetta góð ferð, hljómsveitin góð og síðustu tónleikarnir voru í Carnegie Hall í New York. Það var heilmikil upp- hefð og skemmtileg reynsla. Hljómburður- inn þar er afburðagóður. Nú, svo kem ég til með að spila aftur með þessari hljómsveit, núna í júní fer ég með þeim í útvarpsupp- tökur í Köln og síðustu vikuna í júní eru tónleikar sem er reyndar óvíst hvort ég næ að taka þátt í.“ Það er sem sagt nóg aí verkefnum ? „Já, það er meira en nóg af þeim.“ LESBOK MORGUNBLAÐSINS 6. JOLl 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.