Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Side 6
Þí sátu þau Hallgerdur úti og töluðu. Hrafnar tveir flugu með þeim alla leið. „Hér hefur stíl sagnanna og stílrannsóknir boriö á góma. Því er jafnvel haldið fram, að málfar og stíll gefi enga hugmynd um höfund. Að sjálfsögðu getur stíll sama höfundar verið breytilegur. Sérhver höfundur hlýtur þó að leggja mikið af persónuleika sínum í stílinn." NJÁLU Staðfræði og stílrannsóknir Eins og áður getur taldi Barði Guðmundsson goðann Þorvarð Þórarinsson höfund Njálssögu. í formála fornritaútgáfunnar setur Einar Ól. Sveinsson fram þrjár mót- bárur gegn þeirri skoðun. Ekki verður séð að þær skeri úr um neitt, en hér skal að- eins ein setning birt: „Barði Guðmundsson hefur sýnt i rannsóknum sínum mikla hug kvæmni og tengigáfu. En mér er spurn: Mundi ekki slíkur maður geta fundið með sama hætti líkingu og tengsl með atvikum úr ævi ýmissa annarra kunnra manna og sögunni?" Að vonum reyndi Barði ekki að leita EFIIR SIGURÐ SIGURMUNDSSON í HvrrÁRHOLn Finna þau þar Höskuld veginn. annars höfundar, enda séð að enginn kæmi þar til jafns við Þorvarð þótt reynt væri. En nú hafa, eins og fyrr er getið, tveir 13. aldar menn verið nefndir sem höfundar: Þeir Árni Þorláksson biskup og Sturla Þórðarson. Þótt eftirtekjan eftir þær hugmyndir verði óneitanlega rýr og verði ekki eins og svipur hjá sjón í samanburði við Þorvarð Þórarinsson, þá ber að þakka þessa viðleitni, því með því er áhugi vak- inn til umhugsunar og umræðna um sög- urnar, sem ekki má niður falla. í vinsamlegri og hófsamri grein Matthí- asar Johannessen í Morgunblaðinu 25. maí tilfærir hann orð Einars Ól. Sveinssonar, þar sem hann telji að staðfræðin hafi ekki gildi hvað höfundaleit varðar. Ef það hefði verið heildarskoðun Einars, þá hefði hann ekki lagt í þær staðfræðirannsóknir sem hann hefur gert til að finna staðþekkingu höfundanna. Tveir fyrri tíma fræðimenn, Finnur Jónsson og Guðbrandur Vigfússon, hugðu að heimkynni Njáluhöfundar væri við Breiðafjörð, enda þótt Árni Magnússon hefði tekið eftir, að í „Dölum hefði Njálu- author ókunnugur verið". Síðar hvarf Guð- brandur frá þeirri skoðun og taldi Aust- firðing líklegri. Það er að vísu varhugavert í leit að höf- undi að taka bókstaflega ónákvæmni í staðalýsingum, því alþekkt er hver munur er á slíku milli jafnkunnugra manna. Líka má minnast þess að Njáluhöfundur er tal- inn fremur hirðulaus í þeim efnum og hik- ar ekki við að hafna réttri staðfræði í þjónustu list rænnar meðferðar sögunnar. En stórfelldar staðarvillur í sögunni, sem engri list geta þjónað, taka af allan vafa um það, að höfundurinn hafi verið ókunn- ugur eða jafnvel aldrei komið á staðinn. Ein mesta staðarvillan sem i sögunni finnst er einmitt í Breiðafjarðardölum. Þegar Mörður gígja gefur Hrúti Herjólfs- syni dóttur sína, gefur Höskuldur bróðir hans honum Hrúts staði og segir: „Hann skal hafa Kambsnes og Hrútsstaði og upp til Þrándargils." Um þetta segir Einar 01. Sveinsson í fornritaútgáfunni: „Þrándargil er upp í Laxárdal, langt upp frá Hös- Riðu þeir nú þar til er þeir komu vestur yfir ár. Gunnar vegur hann upp á atgeirinum og kast- ar honum út í Rangá. (Teikningar eftir Þorvald Skúlason úr Brennunjálssögu sem Halldór Kiljan Laxness gaf út. (Helgafell 1945) kuldsstöðum og nær það engri átt að nefna það hér, því að þá hefði Höskuldur gefið óðal sitt.“ Um ritunarstað sögunnar hefur Barði Guðmundsson fjallað svo rækilega i grein- inni: „Staðþekking og áttamiðanir Njálu- höfundar," að ekki verður efast um, að á Suðurlandi muni hann vera. Hér hefur borið á góma stíll sagnanna og stílrannsóknir. Því er jafnvel haldið fram, að málfar og stíll gefi enga hugmynd um höfund. Að sjálfsögðu getur stíll sama höfundar verið breytilegur. Sér hver höf- undur hlýtur þó að leggja mikið af per- sónuleika sínum í stílinn. En helst er að rekja spor höfundanna gegnum stilinn eft- ir orðum og orðasamböndum, sem þeim er tamt að nota, og þó einkum notkun smá- orða. Fyrstur mun dr. Helgi Pjeturss hafa vakið athygli á málfari Snorra Sturluson- ar í Nýal (bls. 376—383), þar sem hann sýnir hvernig megi rekja höfundaferil Snorra allt frá Eddu og Heimskringlu til Egils sögu. Hann nefnir þar sérstaklega orðið „feginsamliga". Síðan segir hann í Framnýal (Höfundarmark á Islendinga- sögum): „Furðu nokkurri gegnir, hve lítinn gaum hinir fyrri menn hafa, jafnvel þó að um mikla gáfumenn væri að ræða, gefið hinum sérstöku einkennum á málfari söguritaranna." Ennfremur segir hann: „Ég vil leyfa mér að hvetja málfræðinga vora til að bera saman, meir en gert hefir verið, málfarið á hinum ýmsu sögum, og gera skrá yfir þau orð og orðtæki sem sér- kennileg eru fyrir hvert einstakt af forn- ritum vorum. Þykir mér ekki ólíklegt að slíkt kynni að leiða í ljós eftirtektarverðan fróðleik, bæði um rithöfundana og um sköpunarsögu ritmálsins." Nú var brautin rudd og leiðin opin til rannsókna. Þessi orð hins markvissa, víð- sýna vísinda manns voru geymd en ekki gleymd. Næst kemur Sigurður Nordal með um- fangsmiklar rannsóknir á stíl og málfari Snorra og ber hann saman við Egilssögu og telur hana eins og Helgi Pjeturss verk Snorra. En stærstu rann nnsóknir á þessu sviði hefur þó sænskur prófessor, Peter Hall berg að nafni, gert. Hann tók sér fyrir hendur að rannsaka íslendingasögur i þeim tilgangi að leita höfundanna eftir málfarsein kennum þeirra. Hefur hann borið saman mikinn fjölda orða í mörgum sögum og nefnir hann þau „parorð". Er aðferð hans sú að taka vissan orðafjölda úr Heimskringlu Snorra og leita svo að þeim sömu orðum í 6 öðrum Islendingasög- um. Niðurstaðan varð sú að Egilssaga reyndist hafa helmingi fleiri parorð sam- eiginleg með Heimskringlu en hinar sög- urnar hver fyrir sig. Því miður hafa engar slíkar orðarannsóknir verið gerðar á Is- lendingasögu Sturlu Þórðar sonar, svo að þar vantar saman burð við Njálustílinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.