Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Page 12
 1 , §k _____________ l': -• ---------------------------------------------■■•sar—■~*?*»rrr?**t ' ' '/',/"//^ ', ' r------------------- :V,V' það að endilöngu frá tveimur til fjórum hliðarskipum. Súlurnar eru sverar steinsúlur með mynstruðum súlnahaus sem boginn hvílir á. Milli kórs og miðskips var byggt þverskip þannig að grunnplanið myndaði kross. Allt yfirbragð þessara kirkna var þungt og efnismikið. Þær voru yfirleitt lítið skreyttar og dimmar vegna lítils glugga- flatar. Trúarathöfnin var í sam- ræmi við þetta. Þessi kirkja virt- ist herská og hlutverk hennar hér á jörðu var að berjast við myrkraöflin. Aukin dýrlingadýrkun og breytt messuhald leiddi til stökkbreytinga á eystri enda rómanskra kirkna um árið 1000. Það leiddi svo aftur til breytinga á planlausn. Tvö tilbrigði komu fram, geislaplan og „ábóta“-plan (staggered plan). Það fyrrnefnda oft kennt við kirkju heilags Marteins í Tours og hið síðar- Ai Uo>i I fóru að byggja oddmjóa boga sem gaf þeim aukið val um hæð og vídd. Kirkjuhvelfingar stækk- uðu og kirkjuskip urðu víðari og hærri. Oddboginn var mikilvæg tækninýjung sem færði meiri sveigjanleik í bygginguna. En hann þrýsti ekki einungis niður heldur einnig til hliðar. Þann vanda fyrir háhvelfinguna leystu menn nú með svifstoðum þvert yfir þök hliðarskipanna yf- ir í stoðsúlur. í stuttu máli má segja að byggingin samanstandi af burðargrind með léttu efni á milli. Þróun stílsins fólst síðan í fáum orðum í endurbótum á þessari burðargrind með því að breyta í henni hlutföllum til að skipta rými upp á nýjan hátt. Oft er sögu gotneskrar bygg- ingarlistar skipt í tvö tímabil. Hið fyrra frá miðri 12. öld til miðrar 13. aldar og hið síðara frá miðri 13. öld fram á 15. öld. tókst að tvinna saman tilgang og notagildi. Tilgangurinn var að breyta andrúmsloftinu í kirkj- unni með því að lífga upp á steinmassann og auka rýmistil- finningu. Markmiðinu náðu menn svo með efnisminni og bjartari byggingu með léttara yfirbragði þar sem rýminu var skipt af samofnum línum sem um leið voru hluti burðarvirkis- ins. Og andrúmsloftið varð í taict við stefnu kirkjunnar sem hafði horfið frá herskáum boðskap sem barðist við myrkraölfin og leitaðist nú við að veita fólki sýn inn í „guðsríki". Kór kirkju heilags Denisar í Paris sem reistur var 1140—1144 er oft talinn fyrsta mannvirkið i gotneskum stíl. Endurbygging kórs Canterbury-kirkju á Eng- landi um 1200 er eitt fyrsta gotneska mannvirkið þar. A ár- unum um 1140—1250 var hafist handa um byggingu margra stórra gotneskra kirkna í Frakklandi. Kirkjur urðu sífellt stærri og hlutfallið milli hæðar og breiddar óx. Gotnesk bygg- ingalist hefur náð fullum blóma með dómkirkjunni í Chartres, byggð eftir 1194, sem sameinar allt það besta í þessum stíl. Fjór- ir hápunktar eftir þetta eru dómkirkjurnar í Rheims, Ami- ens og Beauvais í Frakklandi og Köln í Þýskalandi sem hafin er bygging á á fyrri hluta 13. aldar. Breska afbrigðið af þessum stíl með tveimur þverskipum og margþátta bogahvelfingum nær einnig hápunkti á fyrri hluta 13. aldar með byggingum dómkirkn- anna í Salisbury og Lincoln. Eins og áður sagði þróaðist gotneski stíllinn út í meira flúr og skraut og höggvið er á síðustu tengslin við „basilíkuna" með því að byggingin samanstóð nú ekki lengur af hlutunum miðskipi og hliðarskipum, heldur voru þessir hlutar sameinaðir í eina heild, einn sal með súlum. T.d. í dóm- kirkjunni í Bristol og enn frekar í Ely. Lokaorð Hliðstæða sögu og hér hefur verið hlaupið yfir í Frakklandi og Englandi og tæpt á fyrir Þýzkaland má finna í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Tímabil það sem hér er til um- fjöllunar er seinni hluti þess tímabils sem oft er nefndt „hin- ar myrku aldir" en í byggingalist er ekki um neina stöðnun að ræða heldur hraða þróun frá upphafi til enda. Ljós af nýjum degi lýsti fyrr á byggingalist en aðrar listgrein- ar. Þær urðu að bíða endurreisn- artímabilsins sem nú fór í hönd. Soffla Guðmundsdóttir er húsmóöir I Reykjavlk. Séreinkenni fyrra tímabilsins eru: Steindi rósarglugginn í hálfhringlaga boga. Rifjabogar í þaki milli súlna, 4 eða 6 þátta. Heil hæð yfir hliðarskipum. Súl- ur sívalar með súlnahaus, skreyttum blómamynstri. Gluggar stærri en í rómönskum kirkjum en fylla enn ekki bilið milli súlna. Helstu sérkenni síðara tíma- bilsins eru: Rósin er nú í oddboga. ílöng þök komu inn á milli súlnanna. I stað hæðar yfir hliðarskipi kom lítill gangur, gallerí. Samsettar súlur. Glugg- ar fylla út i bil milli súlna. Þak í hliðarskipi hækkar. Hápunktur gotneskrar bygg- ingalistar er talinn verða um 1300. Á 14. öld fer að bera meira á flúri og skreytingar skreyt- inganna vegna verða snarari þáttur i byggingunni. En áður hafði allt skraut tilgang enda er aðal hágotneskrar listar hve vel nefnda litur fyrst dagsins ljós í klausturkirkjunni í Cluny, þeirri sem Majeul ábóti lét byggja í lok tíundu aldar. Um sama leyti og tvær þessar ofangreindu plan- lausnir urðu til var hafist handa við byggingu kirkju heilags Mikaels í Hildisheim í Þýska- landi sem áður var getið, þar sem þverskipin eru tvö en sú út- færsla barst um alla V-Evrópu. Við gerð steinhvelfinganna í rómönskum kirkjum þurfti mik- ið magn steina í þökin sjálf og bygginguna í heild sinni. Þessu vildu normönsku arkitektarnir breyta og fundu upp nýja aðferð, þá að krossleggja bogana milli súlnanna og fylla siðan upp með léttara efni, kallað krossbundið oddbogaþak. Þessi uppfinning átti eftir að valda byltingu í byggingatækni og má segja að sé nauðsynleg forsenda fyrir þróun gotneska stílsins. GOTNESKI STÍLLINN Nýjar hugmyndir sem fædd- ust í N-Frakklandi urðu hvati til að þróa þessa tækni og gotneski stíllinn varð til. Nú mátti minnka efnismagnið sem þýddi þynnri veggi, stærri og fleiri glugga og hægt var að byggja hærra og stærra. Arkitektar 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.