Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1985, Qupperneq 13
/ fyrrí hluta frásagnar frú Blackburn sagði frá komu leiðangurs-
manna til íslands og skoðunarferðum þeirra um Reykjavík og ná-
grenni. Verður nú fram haldið frásögn frúarínnar og fjallar þessi
síðari hluti um för hópsins til Geysis.
íslandsferð
frú Blackburn
Síðari hluti
nokkuð jöfnum hraða, um fimm mílur á
klukkustund, hvort sem farið er upp eða
niður í móti, um grund eða mó, og það þó
hann beri þungt hlass. Hann getur jafnvel
þolað enn meira álag, ef þörf krefur. Hann
er fús í samleið, en ekki alltaf að sama
skapi viljugur einn og er það næg ástæða
til þess að leggjast gegn því að flytja slíka
hesta til Bretlands til reiðar fyrir börn. Og
þó að íslenskir hestar séu litskrúðugir, þá
eru þeir alltof alvarlega þenkjandi til þess
að geta lært einhverjar kúnstir og eru þar
af leiðandi með öllu óbrúklegir í sirkus.
Ekkert okkar notaði spora, enda reyndist
þeirra ekki þörf.
Haldið Af Stað Austur Um
SVEITIR
Við lögðum af stað frá Tollstöðinni á
nákvæmlega tilsettum tíma á brottfarar-
daginn. Allir voru í góðu skapi og vildu
óðir og uppvægir sýna reiðmennskuhæfi-
leika sína með því að geysast af stað á
harðastökki. Fyrsta skeiðið datt eitt og
annað lauslegt af hestunum og nokkrir
söðlar losnuðu, án þess að knapar yltu úr
sessi. Öllu var þó bjargað um síðir og
ferðahraðinn varð stöðugri og jafnari.
Vegurinn var alls ekki slæmur og mætti
vel aka um hann í lystikerru, ef slíkur
farkostur væri til á íslandi. Það var þoka í
lofti. Vegurinn hlykkjaðist yfir mosavaxna
hraunbreiðuna og gegnum þokuloftið
mátti heyra spóann vella án afláts og öðru
hverju grillti í langnefjað kvikindið sitj-
andi á steini við vegarbrúnina. Allt þetta
skapaði heldur drungalega stemmningu.
Brátt létti þokunni og sólin fór að skína.
Við námum staðar við á í grösugum dal,
sem bar nafnið Seljadalur. Sprett var af
hestunum svo að þeir gætu gripið niður á
meðan reiðfólkið hvíldist. Sumir sofnuðu,
aðrir lituðust um eða snæddu. samlokur,
sem höfðu verið útbúnar handa leiðang-
ursfólkinu. Einhver hafði haft með sér
ferðaprímus og var því lagað te og drukkið
með mikilli velþóknun. Sumum fannst sól-
in of heit og drógu sig inn í skugga regn-
hlífa sinna. Ég tók eftir því að þeir hestar,
sem höfðu verið látnir vera með beisli,
gættu þess vandlega að stíga ekki í taum-
inn, heldur sveigðu höfuðið til hliðar og
köstuðu honum frá. Með því að hestarnir
fá aldrei korn, og að oft er óhægt að hafa
fæðu handa þeim meðferðis, er áningar-
staður ætíð valinn þannig að hestarnir fái
nóg að bíta og drekka.
Áfram lá leiðin yfir grýtta og eyðilega
hásléttu, sem virtist aldrei ætla að taka
enda, þar til við komum allt í einu að
stórri svartri gjá, Almannagjá, sem Duff-
erin lávarður hefur lýst svo vel. Aðkomu-
leiðin að Þingvöllum liggur niður um lítið
Ferðin til Geysis, sem er í 70 mílna fjarlægð
frá Reykjavík, hófst klukkan fimm, mánu-
dagsmorguninn 1. júlí. Farangur okkar
hafði verið sendur kvöldið áður til Þingvalla,
sem Englendingar kalla „Thingvalla“, en þar
var áætlað að fyrstu dagleiðinni lyki. í
farteskinu voru um 50 kíló af soðnu kjöti,
ásamt öðrum matar- og drykkjarföngum,
sem nauðsynleg töldust. Þar var ennfrem-
ur leirtau og eldunaráhöld, tjöld, ábreiður,
dýnur fyrir dömurnar og ferðatöskur.
Leirtauinu var pakkað niður í kassa, sem
hengdir voru sitt hvoru megin á klakk.
Fáeinir tebollar brotnuðu þegar einn hest-
anna lagði af stað áður en klyfjarnar
höfðu verið festar nægilega vel. Ég hafði
allan nauðsynlegan farangur, nema kápu
og hjaltlenskt sjal, sem ég sendi með vist-
unum, í hnakktöskum úr grófu ullarklæði.
Töskur þessar hafði ég keypt tveimur ár-
um áður í Barcelona. í annarri þeirra
hafði ég föt til skiptanna, en góð stígvél og
teikniáhöld í hinni. Ekki hallaðist á, enda
allt þetta vandlega fest við söðulinn. Ég
tók einnig með mér létta regnkápu, en
þurfti aldrei að grípa til hennar. Ferðaföt-
in voru reiðföt úr sterkum ullardúk og
klemmur til að halda uppi pilsinu á göngu;
á höfðinu hattur með börðum sem voru
nógu stór til að skýla augunum fyrir sól-
inni án þess að taka á sig vind.
Leiðsögumaður okkar, hinn kunni herra
Zoega, hafði útvegað okkur sextíu og fimm
hesta til fararinnar. Það er íslensk venja
að reikna hverju hlassi tvo hesta, því að
íslendingar fara vel með hesta sína og
skipta óspart um þegar þeir fara að lýjast.
Ég vil taka það fram í þessu sambandi að
eftir því sem ég best fékk séð var enginn
hestanna meiddur. Enginn þeirra sýndi
hin minnstu merki um slæma meðferð.
Þeir hrukku ekki undan þegar kyfberinn
var girtur og sýndu engin undanbrögð þeg-
ar tigið var á bak þeim, eða önnur merki
um misbrúkun, sem einkenna reiðskóla-
bikkjurnar og móhestana heima. Allir
voru þeir vel járnaðir Einn úr okkar hópi,
meðlimur í dýraverndunarfélagi, skoðaði
hestana vandlega að ferðinni lokinni. Að-
eins einn þeirra reyndist vera sár; eftir
söðul, sem við áttum. Ég hef aldrei áður
ferðast um erlent land án þess að verða
vitni að misþyrmingu á dýrum á einn eða
annan hátt. Jafnvel heima efast ég um að
ekki sæist á hesti eftir 140 mílna ferðalag.
Aðeins einn af lausu hestunum heltist og
var skilinn eftir á næsta bæ.
Hestarnir voru um 12 til 13 þverhand-
arbreiddir á hæð, með sterklega, beina
framfætur og ávalar lendar; þykkhálsa;
höfuð meðalstórt og nokkuð kantað; yfir-
bragðið góðlegt. Sterturinn var vaxinn
löngum hárum. Faxið var mjög þykkt og
klippt eins og flöskubursti; ennistoppurinn
klipptur þvert yfir ennið, rétt ofan við
augun, ekki ósvipað ríkjandi tísku i hár-
skurði ungra kvenna. Flestir voru jarpir
eða leirljósir; margir voru skjóttir eða grá-
ir, en fáir brúnir eða svartir. Enginn
þeirra, sem við fengum til reiðar, hafði
dökka mön eftir hryggnum og yfir bóginn,
eins og algengt er á hestum í Noregi og í
vestanverðum Hálöndum. Allir voru þeir
farnir úr vetrarhárum. Ég spurði leiðsögu-
manninn hvort þeir yrðu oft veikir eða
ættu vanda til að ofkælast. Hann svaraði
til að þeim væri aldrei ofgert á reið og
væru ávallt sveltir í tvær klukkustundir
fyrir notkun og jafnvel lengur ef hraðferð-
ir væru í vændum. Og þeir væru ekki brúk-
aðir á veturna. Allir hestarnir voru í góðu
ásigkomulagi, nema einn, sem virtist út-
haldslítill, sérstaklega þegar þess er gætt
að á sumrin nærast þeir eingöngu á grasi
og á veturna kroppa þeir stöku strá, sem
þeir finna á stangli upp úr snjónum. Gott
hey er sjaldgæft og gerir ekki betur en að
duga kúm og kindum yfir vetrartlmann.
íslenska hestinum má ríða á vökrum
spretti svo mílum skiptir þannig að hvorki
þreytist knapi né fákur. Hann heldur
skarð og í gegnum afar þröngt, en grösugt
dalverpi, sem er umgirt þverhníptum
hömrum, um 100 feta háum öðrum megin
og meira en helmingi lægri hinum megin.
Þó að leiðin niður skarðið væri hvorki erf-
ið yfirferðar né hættuleg vönum hestum,
var hún engu að síður brött og grýtt og því
eðlileg gætni að stíga af baki á niðurleið,
einkum fyrir riddara í þyngra lagi. Og það
er sjálfsögð mannúð að teyma hestana
þegar farið er upp. Frá brúninni gafst gott
útsýni yfir gróna hraunbreiðuna, sund-
urskorna af gjótum og umlukta snævi
þöktum hæðum. Fyrir neðan okkur beljaði
Öxará óg nokkru neðar sást í kirkjuna og
prestsetrið. Við hliðina á kirkjunni hafði
tjöldum okkar verið slegið upp. Nokkru
fyrir aftan kirkjuna er Lögberg; hraun-
brekka, sem er nánast aðskilin frá undir-
lendinu af djúpri gjá, sem umlykur stað-
inn eins og virkisgröf. Gjá þessi er nálega
full af tæru vatni; sennilega eru um 20—30
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1985 13