Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 5
í verk að framkvæma hótanir sínar í eftir- farandi kafla, en viljann skorti ekki: „Ég á mér eitt metnaðarmál. Það er eng- in þráhyggja. Mig langar bara til þess að negla þennan skíthæl max eastman upp á staur með tuttugu tommu nagla gegnum þú veist hvað á honum og þrýsta honum svo rólega niður á við. Síðan myndi ég ganga í skrokk á honum." Þetta eru blóði drifin bréf. Þar má finna glaðlegar lýsingar á því hvernig Hem- ingway tætti sundur hákarla með vélbyssu og hann stærir sig af því að hafa í heims- styrjöldinni drepið 122 „vissa“ („vopnaða, tel ekki með óvissa eða nauðsynlegar af- tökur"). Eftir stríðið lét hann rigna yfir fyrrverandi yfirmenn sína bréfum þar sem hann hér um bil grátbað um að fá að taka þátt í einhverri hermennsku „gegn óvinum lands okkar“. R.O. Barton hershöfðingi fékk til að mynda bréf þar sem Hem- ingway kvartaði sáran yfir því að „rit- störfin eru helvíti leiðigjörn eftir það sem við vorum að fást við. Ég hef ekki drepið neinn í meira en fjögur ár“. Vesalings Hemingway! Þegar þarna var komið sögu átti hann sennilega ekki eftir að drepa neinn — nema sjálfan sig ... Rétt er að geta þess að Hemingway sjálfur var algerlega á móti því að bréf hans yrðu gefin út að honum látnum. Árið 1958, þremur árum áður en hann batt enda á líf sitt, skrifaði hann útgefendum sínum bréf um þetta mál: „Það er ósk mín að engin bréf sem ég hef skrifað á lífsleiðinni verði nokkurn tíma gefin út. Því mæli ég svo fyrir um að þið gefið ekki út né heimil- ið útgáfu annarra á neinum slíkum bréf- um.“ Hann taldi sig ekki góðan biéfritara og bað viðtakendur bréfanna oftlega af- sökunar á því hvað bréfin væru „heimsku- leg“. Þetta má iðulega til sanns vegar færa. Að minnsta kosti vottar sjaldan fyrir þeirri stílsnilld sem Hemingway var frægur fyrir; bréfritarinn böðlast áfram og líkist í fáu þeim gagnorða og lakóníska Hemingway sem gaf út bækur. Hann gerði sér líka fulla grein fyrir því að í bréfunum var margt sem myndi koma sér illa ef það yrði birt opinberlega. Seint á ævinni skrif- aði hann um bréf sín til Charles Scribners eldra, útgefanda, og sagði þá meðal ann- ars: „Einkabréfin eru oft ærumeiðandi, allt- af ógætileg, oft ruddaleg og mörg þeirra gætu vaidið miklum vandræðum." Sem hefur og komið á daginn. En með þetta í huga kemur ekki á óvart þó það hafi vakið furðu margra að bréfin skyldu yfirhöfuð hafa verið gefin út. Það mun hafa verið gert með fullu samþykki ekkju skáldsins, Mary Hemingway, og um útgáf- una sá Carlos Baker, einn helsti Hem- ingwaysérfræðingur sem nú er á dögum. Baker þessi hefur meðal annars skrifað þykka bók um ævi Hemingways og þykir hún bera af öðrum slikum ritum; „Papa“ er hún einfaldlega kölluð. Þegar bréfa- safnið kom út í Bandaríkjunum var fátt um skýringar hjá þeim skötuhjúum Baker og Mary Hemingway á því hvers vegna óskir höfundarins hefðu verið sniðgengnar svo rækilega en gert er gert. Við skulum því halda áfram að hnýsast í einkalíf „Papa“ og láta einu gilda þó hann hringsnúist í gröf sinni. Handritið Að Veislu í Farángrinum Vakti Furðu Skömmu eftir að Hemingway hvarf á vit feðra sinna kom í ljós að í pappírum hans hafði fundist fullfrágengið handrit að endurminningabók um Parísarárin upp úr fyrri heimsstyrjö.ld. Bókarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu en þegar hún kom út — hér á íslandi í þýðingu Halldórs Laxness undir nafninu Veisla í farángrin- um — þá urðu margir hissa á því hversu rætnar og illkvittnar lýsingar Heming- ways á ýmsum samferðamönnum hans voru.. Érancis Scott Fitzgerald og Zelda kona hans urðu einna verst úti en jafnvel velgjörðarmenn Hemingways, eins og Ger- trude Stein, sluppu heldur ekki við napur- legt háðið sem finna má á næstum því hverri blaðsíðu. En ef menn hefðu komist í bréfin sem nú hafa verið gefin út er senni- legt að undrunin hefði orðið minni. Dómar Hemingways um menn, jafnt vini sína sem óvini, eru yfirleitt gersneyddir umburðar- lyndi, skilningi ellegar samúð. Fáein dæmi um dóma hans um aðra fræga rithöfunda: „Tom Wolfe var einnar bókar strákur og risi með heila og hugar- far þriggja músa.“ „Scott (Fitzgerald) var fyllibytta og lygari og óheiðarlegur í pen- ingamálum með meðfædda hæfileika óheiðarlegs og óttaslegins engils.“ „Sher- wood Anderson var drusla." T.S. Eliot var „djöfull gott skáld og sæmilegur gagnrýn- andi; en hann getur kysst á mér rassinn sem manneskja og hann gat aldrei neitt af sjálfsdáðum og hann hefði aldrei verið til nema vegna elsku gamla Ezra, þess yndis- lega skálds og heimskulega svikara". John Dos Passos „líkaði mér alltaf vel við og virti og fannst vera annars flokks rithöf- undur vegna þess að hann hafði ekkert eyra. Annars flokks boxari getur ekkert með vinstri hendinni, sem er það sama og eyrað er rithöfundinum, og þess vegna er hann laminn í kássu og það kom fyrir Dos með hverri bók“. „Gertrude Stein hefur ekki verið óhamingjusöm við vinnu sína eina einustu stund síðan hún tók upp á því að gera eintóma vitleysu fyrir átján árum síðan." Um gagnrýnandann Edmund Wil- son segir: „Ég þekki engan sem leggur jafn hart að sér við að vera heiðarlegur og hef- ur minni innri heiðarleika í sér. Gagnrýn- in hans er eins og að lesa annars flokks guðspjöll eftir einhvern sem hefur verið látinn laus á skilorði." Og William Faulkner, einn helsti keppi- nautur Hemingways um nafnbótina mesti rithöfundur Bandaríkjanna, fær þessa ein- kunn: „Hann hefur mestu hæfileikana af þeim öllum og hann þarf bara einhvers konar samvisku sem er ekki fyrir hendi. Ef þjóð getur ekki verið til að hálfu frjáls og að hálfu í þrældómi þá getur heldur enginn maður skrifað að hálfu hóra og að hálfu venjulegur." Viðhorf Hemingways til Faulkners var raunar alltaf sambland óttablandinnar virðingar og ofsalegrar afbrýðisemi. upp á yfirborðið við drykkju. Hemingway virðist raunar hafa litið á flestalla rithöfunda sem eitthvað gátu sem hættulega keppinauta og hann var mjög ófús að viðurkenna að hafa þegið nokkra aðstoð frá þeim. Það er til að mynda ekki vafi á því að Gertrude Stein var honum mjög hjálpleg á Parísarárunum upp úr 1920 en hann gerir sitt besta til þess að draga úr því, bæði í bréfunum og í Veislu í farángrinum. Því síður kannast hann við að hafa orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Scott Fitzgerald en í því sambandi er hægt að benda á dæmi þar sem hann fer bein- línis með rangt mál í bréfunum. Hem- ingway hafði hugsað sér að byrja skáld- söguna The Sun Also Rises á illkvittinni og kaldhæðnislegri útlistun á aðalpersón- unum en Fitzgerald, sem las handritið, taldi kaflann „kæruleysislegan og óáhrifa- ríkan". Hemingway sleppti þá kaflanum og skrifaði Maxwell Perkins: „Ég held að byrjunin gangi hraðar fyrir sig á þennan hátt. Scott er mér sammála." HEMINGWAY „KVENNAMAÐUR“ Vorið 1979 birti tímaritið Antæus hins vegar bréf Fitzgeralds til Hemingways með ráðleggingum hans og þar kemur glögglega í ljós að það var Hemingway sem var sammála Scott en ekki öfugt. Með þetta í huga hljóta menn að efast um ým- nema helst er hann skildi við fyrstu konu sína, Hadley Richardson. í bréfunum fer Hemingway sömuleiðis ófögrum orðum um eiginkonur flestra vina sinna og telur þær oftar en ekki hafa eyðilagt góða drengi. Zelda fær það vitaskuld óþvegið: „Það var kona sem eyðilagði Scott. Það var ekki bara Scott sem eyðilagði sjálfan sig. En af hverju gat hann ekki bara sagt henni að fara til helvítis? Af því hún var veik. Það eru veikindi sem fá þær oftast til þess að vera svona djöfull agalegar og vegna þess að þær eru veikar getur maður ekki farið með þær eins og þær ættu skilið. Mesta gjöf nokkrum manni er að vera hraustur og sú næstbesta, kannski sú besta, er að lenda í slagtogi við hrausta konu. Það er alltaf hægt að skipta á einni hraustri konu fyrir aðra. En bittu trúss þitt við veika konu og sjáðu hvar þú end- ar.“ Án þess að ætlunin sé að ana út í forar- pytti Freudismans má ef til vill rekja kvenfyrirlitningu Hemingways til andúðar hans á móður sinni en samband þeirra var alla tíð stirt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hemingway þoldi illa hversu lítinn áhuga hún sýndi fyrstu tilraunum hans til skáldskapariökana en meira máli skipti þó að hann kenndi henni um óhamingju föður síns, sem á endanum svipti sig lífi — rétt eins og sonurinn átti eftir að gera löngu síðar. Hann skrifaði Perkins um Scott Fitzgerald að hann gæti ekki „skrifað neitt Ernest og félagar í „sportferd". Edmund hefur í grein einni um dvöl sína í París sagt frá býsna furðulegri sögu sem Hemingway sagði honum. ...„Hemingway sagði mér frá ný- legri ferð sinni um Suðurríkin sem hann fór akandi með ungum syni sínum. Einu sinni hafði hann allt í einu gert sér grein fyrir því að hann var kominn inn í fylkið Mississippi: „Ég áttaði mig á því að við vorum komnir inn á svæði Faulkners." Þegar þeir höfðu komið sér fyrir á sveita- hóteli um kvöldið sendi hann strákinn í rúmið en sat sjálfur uppi alla nóttina með „byssuna“ sína á borðinu fyrir framan sig. Mér þótti tvennt augljóst af þessari sögu: annars vegar gerði hann ráð fyrir því að í Mississippi byggju persónur úr bókum Faulkners og hins vegar leit hann á Faulkner sem hættulegan keppinaut sem hann reiknaði með að hefði sömu skoðun á Hemingway og Hemingway hafði á hon- um, og því gæti hann vel tekið upp á því að senda einhverjar persónur sínar til þess að gera Hemingway mein úr því að hann hafði gert innrás á svæði Faulkners. Mér þótti þetta fremur dularfullt en kannski engu dularfyllra en ýmislegt sem kemur islegt annað mont sem Hemingway festi á blað í skrifum sínum og montið skortir svo sannarlega ekki. Annað fólk má sætta sig við að leika aukahlutverk. Það er helst að Ezra gamli Pound fái nokkuð óskoraða að- dáun í bréfum Hemingways, það er að segja áður en hann gerðist „landráðamað- ur“ með útvarpssendingum sínum frá It- alíu í síðari heimsstyrjöldinni. En Pound vissi líka sínu viti og hann fór ekki í neinar grafgötur með það hversu lélegur mann- þekkjari Hemingway væri. Hugh prófess- or Kenner hefur í bók sinni The Pound Era vitnað til ummæla gamla mannsins um Hemingway: „Hem aftur á móti ... hann gat aldrei greint eina manneskju frá ann- arri ... og var svo sem alveg sama.“ Hemingway var alla tíð mikill kvenna- maður og var stoltur af „afrekum“ sínum á því sviði. Hann kvæntist fjórum sinnum en lenti auk þess í ótal ástarævintýrum. Það kann því að koma á óvart hversu mikla kvenfyrirlitningu er að finna í einkabréfunum. Hemingway virðist hafa litið á flestar konur sem hin verstu sköss og þess verður ekki vart að hann hafi tekið skilnaðina við eiginkonur sínar nærri sér, Á safarí: Philip Perciral, Ernest og Richard Perciral. satt um hann meðan Zelda er á lífi, fremur en ég get skrifað meðan tíkin móðir mín getur ennþá lesið“. Hann Var Þurfi Fyrir Vænt Viðmót Það er raunar einna athyglisverðast við bréf Hemingways í hversu mikilli varnar- stöðu hann er sýknt og heilagt. Hann virð- ist hafa litið á flestalla samferðamenn sína sem hugsanlega óvini og var líka fljótur að gera marga þeirra að óvinum með ofstopa sínum og hroka. „Ég vil engin vandræði," skrifar hann á einum stað, en hann var sífellt að lenda í vandræðum. Þá reið á að láta „pakkið" ekki sjá að hann tæki það nærri sér. „Pakkið" var meðal annars gagnrýnendur, yfirvöld, keppinaut- ar í skáldskapnum, ráðríkar konur; í raun- inni flestir þeir sem hann hafði samskipti við um ævina. Og „pakkið" átti ekkert gott skilið. Drápsfýsnin kemur enn við sögu: „Ef maður á óvin er hættulegt að gera nokkuð annað en kála honum," skrifaði hann Maxwell Perkins. En þrátt fyrir allt vildi Hemingway að allir elskuðu hann og dáðu. Stundum er hann í bréfum sínum eins og lítill strákur sem ólmur vill fá hrós frá fullorðna fólk- inu. Og rithöfundurinn John Updike hefur bent á að öll þau margvíslegu gælunöfn sem hann fann upp á sjálfan sig og skrif- aði undir bréf sín, einkum á fyrri hluta ævinnar, sýni að líkindum örvæntingar- fulla ósk hans um að vera eitthvað, bara hvað sem er: Ernest eða Ernie eða EH eða Hemingstein eða Hemmy eða Stein eða Hem eða Wemedge eða Steen eða Love Pups eða Oin eða Yogi Liveright eða Her- bert J. Messkit ... Höfundur er blaðamadur í Reykja- rík og hetur oft skrífað greinar og riðtöl í Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 7. SEPTEMBER 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.