Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 2
eftir JÓNÍNU SIGURJÓNSDÓTTUR gráta, en þú sagðir mér að hugsa ekki um það. Ef ég hefði vitað að hún væri barnsmóðir þín og hefði verið að gráta út af þér, út af okkur, þá veit ég ekki hvað hefði skeð. Það var gott að ég vissi það ekki, ekki fyrr en löngu seinna. En hvað var að þér? Vissurðu aldrei hvað þú vildir? Vildurðu eitthvað? Ég vildi að ég vissi það. Ég reyndi aldrei að skilja þig. Þetta var bara svona, og það var ágætt svona. Mér leið vel hjá þér og ég hlakkaði til að hitta þig næst... Það var ekki í tísku að vera ástfangin. Kjánalegt að sitja hjá einhverjum klettum, hlusta á fossnið og þögn, horfa á stjörn- urnar og tunglið. Samt var þetta gaman, okkur leið vel, héldumst í hendur og kysstumst dálítið. Það var ekkert ljótt eða „ósið- Það var allt svo skemmtilegt. Þú gast hjálpað mér með erfið reiknisdæmi og ég skrifaði upp enskustilana þína og glósurnar. Við lásum svipaðar bækur, hlustuðum á tónlist. Þér tókst meira að segja að fá mig á tón- leika hjá Sinfóníuhljómsveitinni og það var gaman líka. Eg fylgdist stundum mcð þér þegar þú vissir ekki af mér, þá varstu allt öðruvísi. Þegar þú varst með mér varstu svo róleg- ur, brostir, glottir ekki, þó þú stríddir mér, þá var það öðruvísi, bara grín, góðlátlegt grín. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef þú hefðir strítt mér eins og þú stríddir mörgum öðrum. Farið að gráta? Kannski. Allavega hefði ég orðið mjög sár. Svo týndumst við. f heilt ár frétti ég ekkert af þér. Þú komst inn úr rigningunni í kakó á Mokka. Ég þekkti þig strax, en legt“ við það. Þessar nætur sem við sváfum saman hlið við hlið, fórum ekki úr fötunum nema þegar okkur var heitt. Okkur leið vel saman. Ég hef oft óskað mér að við hefð- um gert eitthvað meira en að kyssast og kúra hjá hvoru öðru. Þessar nætur sem við vorum saman. Ég held að það sé betra að vera afmeyjuð af einhverjum sem manni þykir vænt um og getur treyst, einhverjum sem er ekki alveg sama, hugsar ekki bara um sjálfan sig. En við vor- um svo óskaplega skynsöm, það var erfitt en það tókst, því mið- ur. Mannstu, þú vildir útvega verjur, ég vildi það ekki, fór al- veg í flækju, mér fannst það eitthvað rangt. Helvítis asni var ég. gat varla trúað. Ekki fyrr en þú settist hjá mér og brostir og augun brostu líka, alveg jafn blíðlega og áður. Þú varst alveg eins, en samt öðruvísi. Ég man ennþá allt sem við sögðum, hvert einasta orð: „Þú ert breytt, hvað kom fyrir hárið á þér?“ „Permanent." „Ö!“ „Þú ert líka eitthvað öðruvísi." „Já, maður eldist og þroskast." Ég skildi ekki strax. Horfði á þig smá stund og sá glottið breytast í fallegt bros. Þetta var ekki illa meint. „Hvað gerir þú núna?“ „Ég er í hjúkkuskólanum." „Gaman?" „Já, ennþá. En þú?“ „Sem minnst. Ég er að fara út á morgun" „Hvert?“ „Til Bretlands, svo ætla ég bara að þvælast í sumar." Við töluðumst smávegis við, marklaust og menningarlaust, svo varð ég að fara. „Hvert ertu að fara?“ „í tima.“ „Geturðu ekki skrópað?" „Nei.“ Ég hló bara. „Gerðu það, mér líður svo vel hérna hjá þér.“ Ég hristi höfuðið. „Hafðu samband þegar þú kem- ur í haust.“ Ég krotaði síma og heimilis- fang á lítinn miða og fór. f marg- ar vikur bölvaði ég sjálfri mér fyrir að hafa ekki skrópað í þess- um eina tíma. Núna er ég eigin- lega fegin því. Haustið kom og veturinn en ekkert heyrðist frá þér. Ég reyndi að hugsa ekki um það, viðurkenndi ekki að ég væri sár og vonsvikin, að ég vonaðist eftir þér. Svo hitti ég systur þína og hún sagði að þú hefðir ennþá ekkert komið heim, værir úti að þvælast. Ég fékk sting í hjartað. Það hefði svo margt getað verið öðruvísi. Svo margt getað skeð sem skeði ekki. Kannski var þetta best svona? Allavega er ekki hægt að breyta því héðan af. Ef við höfum annað 1 líf? Nei, það þýðir ekki að hugsa um það, sennilega mundum við gera sömu vitleysuna aftur. Við eigum okkar minningar, góðar minningar saman. Til- viljanir. Þetta hefði allt getað verið öðru- vísi. Þú hefðir ekkert þurft að vinna þennan vetur, hefðir getað far- ið í skóla, þá hefðum við ekki hist, ekki þá, ekki svona. Ef ég hefði ekki farið í bæinn og orðið hjúkka, frekar eitthvað upp í sveit, eða eitthvað nær þér, það hefði verið hægt ef við hefðum gert eitt- hvað í því. Ef ég hefði skrópað í tíma og hefð- ir þú ekki farið til út- landa, eða komið aftur um haustið. Af hverju komstu ekki? Hvað ef ég hefði ekki verið á vakt þegar komið var með þig inn og fundið veskið þitt á gólfinu, með skilríkj- unum þínum og mið- anum sem ég krotaði á á Mokka. Bara að ég hefði aulast til að borga af símanum áður en hon- um var lokað, eða verið ein- hverntíma heima hjá mér. Ég sá að þú þekktir mig. Rétt sem snöggvast, þegar þú opnaðir augun, brostir og augun brostu líka. Bara nokkur orð: „Þú ert hérna hjá mér.“ Höfundur er ung stúlka frá Sel- fossi, en býr í Garðabæ og er hárskeri. Aður hefur birzt eftir hana saga í Vikunni. Svo skýrt, svo greinilega. Þetta var vonlaust, ég vissi það líka. Augun lokuðust og þú varst dáinn. Allt í einu. Og ég var þarna hjá þér. að er svo skrýt- ið, þegar ég hugsa um það, þá er allt svo fallegt og gott. Allir svo góðir og yndislegir. Kannski er það ekkert svo skrýtið. Samt er ég viss um að þetta haust, þegar við kynntumst, hafði ekki verið neitt ólíkt öðrum haustum. Kalt og dimmt á kvöldin og kvíði fyrir skólanum og vetrinum. Svo þeg- ar ég hugsa um okkur, mig og þig, okkur tvö saman, þá var þetta allt svo gaman. Af hverju gerðum við ekkert meira í þessu? Af hverju reynd- um við ekki að kynnast hvort öðru betur? Við vorum ung, of ung til að láta annað en tilviljan- ir ráða. Kannski var það best? Já, sennilega. Við eigum bæði góð- ar minningar, minn- ingar um hvort annað, um okkur saman. Um drauma og veruleika, eitthvað sem var eða var ekki. Eitthvað sem skeði, hefði getað skeð og skeði kannski. Það er svo margt sem mig langar til að tala um við þig, segja þér frá ... og vita hvað þú hefur reynt og gert. Tala um okkur einu sinni. Veistu, það er búið að skemma fossinn, þar sem háa grasið og hvönnin voru. Það er búið að skemma það allt. Steypa veg yfir, sá grasi sem er slegið reglulega, planta blómum og trjám skipulega. Þegar ég sá það fyrst á eftir þá fannst mér eins og allt væri búið. Fossinn minnti mig alltaf á okkur þetta haust, svo þegar hann var farinn var ósköp lítið eftir. Einstaka sinnum, þegar ég hitti einhvern sem vann með þér, eða sem þekkti þig, komu minningarnar og spurningarnar. Samt spyr ég ekki, ekki það sem mig langar til að spyrja. Ég veit eigin- lega ekki af hverju. Kannski af því enginn vissi hvað þú ættir mikið í mér, hvað þú átt mikið í mér ennþá. Þetta var svo stutt, svo stuttur tími. Ég ætti eiginlega að vera búin að gleyma þessu. Það er svo skrýtið, þegar ég hitti fólk frá þessum tíma, fólk sem var með okkur, og við förum að rifja upp þetta haust, minntist enginn á okkur saman. Bara á það sem þú gerðir og það sem ég gerði, ekkert annað. Ékkert um, að það hefðu ekki allir alltaf far- ið heim þegar átti að fara heim. Manstu, við bjuggumst við svo- leiðis skotum. Ætli þeir fáu sem vissu þetta hafi þagað, ekkert talað um það sín á milli, senni- lega. Kannski hefur þeim fundist þetta alvarlegt mál, en ég var látin í friði. Manstu þegar ég kom í vinn- una til þín, þegar pabbi þinn var að skamma þig? Hann hætti og fór þegar ég kom. Karlgreyið. Ég hefði ekki viljað vera pabbi þinn og verkstjóri yfir þér. Mamma skammaði mig ekki. Hún sagði bara að nú væri ég orðin nógu gömul til að passa mig sjálf. Hún vissi allt, samt sagði ég henni ekki neitt. Pabbi þinn var ágætur, þó þú hefðir verið hræddur við hann. Hann hefur bara orðið að vera harður við þig. Þú varst erf- iður unglingur. Þú hugsaðir allt- af illa til hans. Hélst að allt sem hann gerði væri til að klekkja á þér. Eins og þegar hann keyrði mig heim. Þú trúðir mér ekki og gast ekki fyrirgefið honum. Þeg- ar við fórum á réttarballið. Þú áttir að mæta í vinnu klukkan sjö og ég í skólann klukkan átta. Við drösluðumst inn í herbergið þitt og steinsofnuðum í öllum fötunum. Ég vaknaði þegar þú varst að sparka mér niður í gólf- ið. Það var ekki möguleiki að hagga þér. Ekki gat ég lagst ofan á þig, það þorði ég ekki. Eins og auli fór ég fram, og þurfti endi- lega að rekast á pabba þinn. Hann bauðst til að keyra mig heim og ég þáði það. Hann talaði ekkert við mig, spurði ekkert og ég sagði ekkert. Kannski hefur hann haldið að þú hafir verið eitthvað vondur við mig, gert mér eitthvað, (sennilega), ef hann hefur hugsað um þig eins og þú um hann. Við hefðum átt að tala meira saman. Hittast oftar. Við hefð- um getað átt fleiri skemmtilegar stundir saman. Hefðum getað ... getað gert svo margt. Mannstu þegar við hittumst á ballinu og fórum út í bíL Ein- hver stelpa kom og grenjaði í framsætinu, þú baðst mig að fara inn á ballið á meðan þú tal- aðir við hana. Og ég ... a 111 a f sami aulinn ... Ég spurði hver hún væri, af hverju hún væri að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.