Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 14
Upprisa Michaelangelo í Sixtínsku kapellunni Það var á árunum 1508—12, sem Michelagnolio Buonarroti, betur þekktur sem Michelangelo (1475—1564), málaði hinar stórfenglegu veggmyndir í Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu. Hann fór þá nýj- ar Ieiðir við myndskipan í veggskreyting- um, en sú viðgerð, sem nú fer fram á fresk- unum hefur veitt mönnum nýja vitneskju um litanotkun hans og aðferðir. Óhætt er að fullyrða, að þessi snillingur sé á leiðinni að birtast mönnum á ný í sinni uppruna- legu litadýrð. Unnið hefur verið að viðgerð myndanna í Sixtínsku kapellunni, en gert er ráð fyrir, að verkið muni taka tólf ár. í upphafi var gerð tilraun á fleti á stærð við frímerki á Eleazar-freskunni fyrir ofan einn boga- gluggann. Eftir að fjarlægð höfðu verið fimm alda óhreinindi af völdum ósandi kerta, reykelsis, líms og annarra efna frá gömlum lagfæringum, birtist skínandi bjartur litur — litur Michelangelos sjálfs. Yfirmaður málverkaviðgerðarstofu Vatikan-safnsins, Gianluigi Colalucci, annaðist verkið og sagði, að árangurinn væri líkastur því að tekizt hefði að opna glujtga inn í annan heim. IJtkoman vakti mikla athygli og Colal- ucci gerði langtímaáætlun um viðgerð, sem yrði framkvæmd í þremur áföngum. Eftir fjögurra ára starf er fyrsta áfanga lokið og nú þykir ljóst, að litaheimur Mich- elangelos hafi verið enn fegurri en nokkur hafi getað gert sér í hugarlund fyrirfram. Áður hafði verið litið á Michelangelo, sem málara hinna dökku skugga, en nú kemur í ljós, að það álit hefur verið byggt á ryki, reyk og sóti aldanna. Það hefðu verið talin helgispjöll að hrófla við verkum meistarans, en nú ríkir almennur fögnuð- ur yfir því, að veggmyndir Sixtínsku kap- ellunnar skuli birtast á ný í sinni uppruna- legu litadýrð. Dirfska og snilli Michelang- elos í meðferð lita er nú deginum ljósari. Fyrsti hluti áætlunarinnar nær yfir efri hluta hinna þriggja veggja kapellunnar og þar með hinar 14 hálfmánalöguðu vegg- myndir yfir gluggunum. Lítill hluti af ein- ni myndinni er þó skilinn eftir ósnertur, og hann virðist kolsvartur í samanburði við litadýrðina umhverfis. Michelangelo sagði það oft, að því miður væri hann ekki listmálari í raun og veru, heldur myndhöggvari (sem og húsameist- ari og skáld). En þó beitti hann penslinum af undraverðri nákvæmni og vann hratt. Á mörgum stöðum málaði hann beint í blautt kalkið án teikninga. Hann notaði aðeins einn dag í hverja hinna þriggja síð- ustu hálfmánamynda, sem eru 330 sm á hæð. Viðgerðarmennirnir hafa fundið pensilhár í gipsinu. Meistarinn hefur ekki mátt vera að því að tína þau burt. Næsti áfangi er sjálft loftið, og það er sagt muni verða viðgerð aldarinnar. Vinna við það er nýlega hafin, og gert er ráð fyrir, að verkið muni taka fimm ár. Þriðji og síðasti áfanginn er þó talinn verða hinn erfiðasti, en hann er fólginn í viðgerð á „Dómsdegi". Merki misheppnaðra viðgerða fyrri tíma verður að fjarlægja, unz hið þunna málningarlag Michelangelos kemur í ljós. Þar sem forðum var látið loga á kertum hátt yfir altarinu, er „Dómsdagur" sótsvartur. Þegar viðgerðinni verður lokið að nokkr- um árum liðnum mun Sixtínska kapellan verða sem litaparadís Michelangelos. Ná- ist sami árangur sém hingað til við verkið, má með vissum rétti segja, að verið sé að vinna markvisst að endurkomu þessa meistara endurreisnartímabilsins. Við þá sýn gæti mönnum dottið í hug að orða það þannig: Michelangelo er upprisinn! — Sv.Ásg. —þýddi úr „Farmand“. N BERNARD MALAMUD: GOD’S GRACE. Penguin Books 1984. „Þeir hafa eyðilagt handverk mitt... loftið sem þeir áttu að anda að sér; vatnið sem ég bless- aði þá með og þeir drukku og böðuðu sig úr; frjósama jörðina. Þeir rifu ósonið mitt, eitruðu súrefnið, sýrðu frískandi regnið. Og svo ógna þeir himingeimin- um. Hvað má guð ekki þola?“ Svo talar guð við Calvin Cohn, eina manninn sem lifir af seinna flóðið, sem er af mannavöldum. Og Calvin kemst á land með sjimpansapa, sem verður þeirrar gæfu aðnjótandi að geta talað mennskra mál. Þeir frændur, ipffTilð Dfö'tírtiMEfí? Calvin og apinn Buz, lifa um hríð samskonar lífi og Robinson Crusoe og Frjádagur, ræktuðu 1 sinn garð og lifðu í friði og ró. 1 Aðrir simpansar bætast í hópinn oK ■ -fÍ£ og þeim er kennt að tala og þarna á eyjunni blómgast bara nokkuð þokkalegt og mannlegt samfélag góða stund. En aparnir eru breyskir eins og útdauðir frændur þeirra, mennirnir og | svo fer að lokum að fræðari þeirra, Calvin Cohn, hverfur úr þessu lífi. Áður hafa apaskepn- | urnar murkað líftóruna úr af- 1 kvæmi hans og simpansaynjunn- 1 ar, Mary Madelyn. skemmtilegan texta og er við- fangsefni hans „aktúelt" því víst eru skúrii;nar súrar og loftið víða þungt nú á dögum, og vopnabröltið slíkt og þvílíkt að það telst ekki til fantasíu lengur að láta sér detta það í hug, að heimurinn muni farast innan tíðar. JAMES JOLL: EIJROPE SINOE 1870 An Internafional Ilistory. Penguin Rooks 1983. James' Joll fjallar hér um fé- lags-, efnahags-, menningar- og hernaðarsögu Evrópu allt frá því að þýskir náðu undirtökunum í valdataflinu mikla í Evrópu. Á þessari rúmu öld sem Iiðin er frá því er Prússar báru sigurorð af Frökkum í fremur stuttu stríði, hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Framfarir hafa orðið meiri en áður hefur þekkst í sögu mannkynsins. Þessi bók er læsileg í alla staði og enda þótt ekki komi neitt nýtt fram í henni, ætti hún að duga áhugamönnum um sögu bæri- legá vel. Þetta mun vera þriðja útgáfa bókarinnar, einhverju hefur ver- ið breytt frá fyrri prentunúm og aukið við. Europe since 1870 er rúmlega 500 síður og fylgir henni bóka- skrá og svo auðvitað nafnaskrá. ELIZABETH BOWEN: THE HOIJSE IN PARIS With an Introduction by A.S. By- att. Penguin Books 1983. Elizabeth Bowen (1899—1973) var í hópi fremstu rithöfunda á enska tungu. Hún var írsk eins og svo margir sagnameistarar. Hún skrifaði lýrískan texta og eftir hana liggur fjöldi bóka. Viðfangsefni hennar voru fyrst og fremst tilfinningarnar. Hjartveiki húsmóðurinnar í Sumarhúsum var kannski ekki af sama toga og Bowen var svo hugleikin en ófullnægðar óskir valda því oft og tíðum að hjörtu manna og kvenna bresta. The House in Paris, sem fellur undir hjartveikikenninguna seg- ir frá tveimur börnum sem bíða af sér dag í húsinu í París. Þar ræður ríkjum kona sem liggur fyrir dauðanum og hefur hún dóttur sína sér til halds og trausts í erfiðleikunum. Þótt bókin sé ofin um börnin tvö, er lengsti hluti hennar helgaður frásögn af Karen sem þolir Elizabeth Bowen ThcHoustin Paris margt og stendur eftir með brostið hjarta. Þessi bók getur ekki á nokkurn hátt talist annað en snilldarverk, hvergi er væmni heldur er þessum ljóðræna veru- leik lýst á eftirminnilegan hátt. Elizabeth Bowen sagði einhverju sinni að engin framsetning skáldsögu gæti undir nokkrum kringumstæðum verið endanleg. Manni finnst þó sem ekki sé miklu við það efni sem hún fjall- ar um í The Ilouse in Paris að bæta. Guðbrandur Siglaugsson — Höf- undur er náwswaður, búsetlur í Uýzkalandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.