Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 9
Fimm pör í hljómsveitinni. Fri vinstri: Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, Reynir Sigurðsson slagverks- maður ogSólrún Garðarsdóttir fíðluleikari, Jonathan fíager fíautuleikari og Hrefna Hjaltadóttir víóluleikari, Sesselja Halldórsdóttir víóluleik- ari og Daði Kolbeinsson óbáleikari, Anna Maquire víóluleikari og Sean Bradley fíðluleikari. Jónsmessunótt sígur aö meö myrkri um tíuleytið. 24. JÚNÍ. JÓNSMESSA í PÁFABORGINNI Ekki ský á himni á þessum fallega morgni. í kvöld er konsert í borginni Nim- es, sem er um 60 km vestar, svo dagurinn er notaður til að skoða Avignon. Innsti kjarni borgarinnar girtur rammgerum múr með útflúri og varðturnum; já, eitt- hvað hefur það kostað og hver skyldi hafa borgað? Ekki hafa þeir búizt við góðu utanfrá, sem reistu annan eins múr. Nú er múrinn einskonar rós í hnappa- gati borgarinnar og aðalgatan, sem raunar er alveg í forsælu undir trjákrónum, byrj- ar einmitt við aðalhliðið á múrnum. Þarna verður klettahæð á bökkum árinnar Rhone og þar hafa borgarfeður komið sér fyrir. Og kannski man einhver það úr mann- kynssögunni, að Filippus fríði kóngur í Frans stóð í valdastreði eins og gengur og tókst að láta páfann flytja til Avignon og gerði hann þarmeð að verkfæri sínu. Páfar sátu síðan í Avignon í 70 ár, frá 1309 — 1378, og ekki gekk það andskotalaust. Einn páfinn flutti aftur til Rómar, en þá var annar kosinn í Avignon. Þeir hömuðust við að bannsyngja hvor annan unz kirkjuþing setti báða af og kaus þann þriðja. En hinir hættu ekki, svo páfar urðu þrír um hríð og SUÐURIÞAÐ SÓLRÍKA PROVENCE og þar er sólríkast. Sumarleyfisdraumur þeirra Jean og Pierre eða hvað þeir nú heita meðal-jónar í Frakklandi — snýst um að komast suður að Miðjarðarhafi; taka þátt í umferðarteppunni, sem verður um allt sunnanvert Frakkland í ágúst, og Fransaranum finnst hann ekki fyrir al- vöru kominn í fríið, fyrr en hann sér bæ- inn Orange í Provence, rétt norður af Avignon. Þar fer að bera meira á suðræn- um trjátegundum, kýpressum, ólívutrjám og öðrum þeim gróðri sem einkennir strönd Miðjarðarhafsins. Tónleikar eru ekki á dagskránni í dag, en það tekur tímann sinn að lóðsa 130 manns til herbergja sinna. Sumir hvíla sig að því búnu á Hótel Sofitel, skammt utan við Avignon; aðrir taka leigubíl í bæinn. Katrín Árnadóttir fíðluleikari og öllvm landslýð kunn úr sjónvarpinu, — hérásamt eiginmanni sínum Erni Valdimarssyni. beið trú manna á óskeikulleika páfans mikinn hnekki við allt það stríð. En á meðan páfinn sat í Avignon þótti við hæfi að byggja veglega grjóthöll, sem raunar líkist meira rammgerum kastala. Og að sjálfsögðu er þar kirkja svo sem hæfði. En kalt er það hús og illhryssings- legt að innan. Túristar eru að sjálfsögðu teymdir um þetta hallarbákn undir leið- sögn. En dagbókarskrifara leizt betur á að reika um torg og njóta útsýnis af kletta- hæðinni við Rhone, þar sést vítt um sveit- ir. Meðal þess sem við blasir af Páfahall- arhæð er brú frá gamalli tíð, sem nær út í ána miðja og hefur orðið táknmynd borg- arinnar. Þaðan blasa einnig við ævagömul hús, sem nútíma Fransarar gera sér að góðu að búa í, og hvernig ætli það hafi verið í vetur leið, þegar gerði dögum sam- an 10 stiga frost í Suður-Frakklandi? ís- lendingar sem bjuggu í torfbæjum um síð- ustu aldamót og sumir framundir 1940 eru aftur á móti ekki lengur prýddir þeirri dyggð að geta eða vilja búa í húsum af þessu tagi. Síðari hluta dagsins fer hljómsveitin til æfinga í Nimes og það er óljóst áður en farið er, hvort konsertinn verður í hljóm- leikasal, ellegar úti ef veður leyfir, en það er búið að vera mjög hlýtt allan daginn. Jean-Pierre Jacquillat og þeir sem að skipulaginu standa, velja þann kostinn að spila úti, en til þess gerður staður er í miðbæ Nimes. Þar eru sýki með gosbrunn- um og hólmar á milli, þar sem fólk nýtur útivistar undir trjákrónum. Hljómsveit- arpallurinn flýtur á sýkinu, en áheyrenda- svæði með stólum í brekku á móti. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. SEPTEMBER 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.