Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 4
Blóði drífin bréf Heming- ways Saklaus fímm ára smásveinn, rennir fyrir silung. „Ég hef ekki drepið neinn í fjögur ár Bréfasafn rithöfundarins Ernest Hemingway lýsir óskemmtilegri hlið á honum Eftir ILLUGA JÖKULSSON rnest Hemingway hefur svo sem aldrei ver- ið talinn neitt sérstakt ljúfmenni, langt því frá. Hann vildi svo gjarnan vera kræfur karl og hraustur og lagði sig fram um það. Það tókst líka bærilega. Hemingway varð fyrirmynd heillar kynslóöar töffara og kannski gætir áhrifa hans ennþá. Vísast eru enn á meðal vor menn sem reyna að liggja konur, drekka brennivín, veiða ljón, drepa naut, lemja menn — svona milli þess sem þeir festa á blað meitlaðar setn- ingar og kaldranalegar. En ætli sé ekki hætt við að ýmsir hefðu hugsað sig um tvisvar áður en þeir fóru í Hemingwayleik ef þeir hefðu komist í einkabréf hans; þau er nú hafa verið gefin út, sanntrúuðum aðdáendum rithöfundarins til óblandins hryllings? Hvað á blásaklaus lesari að Töffarinn mikli er farinn að sýna þreytu- merki. halda um þann mann sem skrifar bréf á borð við það sem hér fer á eftir? „Einu sinni drap ég mjög kokhraustan SS-hundingja. Ég sagðist mundu drepa hann nema hann segði frá hverjar flótta- leiðir þeirra væru og hann sagði: Þú drep- ur mig ekki, fullyrti þýskarinn. Végna þess að þú þorir það ekki og vegna þess að þú ert af þjóð úrkynjaðra kynblendinga. Auk þess er það á móti Genfarsamþykktinni. Mikil eru mistök þín, bróðir, sagði ég og skaut hann eldsnöggt þrisvar í kviðinn og síðan, þegar hann lyppaðist niður á hnén, skaut ég hann í toppstykkið svo heilinn kom út um kjaftinn á honum eða líklega var það nefið." Ómögulegt er að vita hvort þessi óhugn- anlegi atburður átti sér einhverja stoð í veruleikanum eða hvort hér hafi verið um að ræða einhverja skrýtilega tegund af óskhyggju. Svo mikið er altént víst að und- ir lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Hemingway viðloðandi hersveitir Banda- ríkjamanna í Evrópu og þess vegna gæti þetta morð vel hafa verið eins og því er lýst. Unnendur bóka Hemingways hafa á hinn bóginn gætt þess vandlega að ganga ekki úr skugga um sannleiksgildi þessa ógeðfellda. karlagrobbs. Og lái þeim hver sem vill. Þegar öllu er svo á botninn hvolft skiptir það þó kannski ekki höfuðmáli hvort Ern- est Hemingway hafi drepið þennan varn- arlausa stríðsfanga eður ei. Annað eins gerðist í stríðinu og þeir eru máske fáir sem gráta „kokhraustan SS-hundingja". Það sem lesendum skáldverka Heming- ways blöskrar umfram allt er sú sterka og blygðunarlausa drápsfýsn sem þar drýpur af hverju strái. „Mér finnst gaman að skjóta af riffli og mér finnst gaman að drepa og Afríka er rétti staðurinn til þess," segir á einum stað. Lýsingar Hem- ingways á veiðum eru afar safaríkar í þessum bréfum en ekki að sama skapi vel skrifaðar. Það má greina sannkallaða nautn í eftirfarandi kafla: „Charles skaut einn elgstudda, við skut- um einn saman og svo drap ég einn sjálfur ... Tuddinn hneig niður í gilinu. Við lögð- um af stað, Charles hafði gát á því hvort hann stæði upp. Þegar við vorum hálfnaðir braust tuddinn á fætur og Charles hóf skothríð á hann. Ég hljóp til í skjóli af skothriðinni, náði góðri stöðu bak við tré og hitti hann. Hann riðaði á löppunum en hélt áfram. Charles skaut undan honum aðra afturlöppina (bókstaflega) við hnés- bótina og hann fór niður. Hann hafði verið skotinn fimm sinnum og þegar við opnuð-. um hann sáum við að efsti hluti hjartans hafði verið tættur burtu — bæði lungun — fyrsta skot Charles hafði svo farið beint í gegnum hann allan og var í kjaftinum á honum ... Ég drap risastóran tudda í ellefu þús- undum með einu skoti, á hlaupum (hann og ég báðir á hlaupum!), skotið fór í gegn- um rifin ofan við nýrun og tók burt efsta hluta lungnanna. Honum blæddi út inn- vortis — hljóp fimmtíu metra niður hæð án þess að sæist á honum blóðdropi og var steindauður." MlG LANGAR AÐ Negla Skíthælinn Nú er ekki seinna vænna að taka það fram að þýðingarnar á þessum bréfaköfl- um eru ærið fátæklegar og raunar ekki nema svipur hjá sjón miðað við upphaflegt orðfæri „Papa" Hemingways. Afsökunin er augljós: það er nefnilega ekki heiglum hent að nálgast þann ruddalega, miskunn- arlausa og í raun og veru klúra stíl sem Hemingway brúkaði og kryddaði með lýs- ingar sínar á þeim píslum sem hann lagði eða hugðist leggja á menn og dýr. Sem betur fer mun hann aldrei hafa komið því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.