Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 8
I ,Nakin kona sitjandi í sófa, la Belle Romaine' olíumálverk 1917 (einkaeign). Nú varð hún ástfang- in af Modigliani og tilbað hann líkt og af trúarlegu ofstæki; hún lét hann aldrei verða varan við hina minnstu gagnrýni af sinni hálfu, vegna hinnar taumlausu eiturlyfjaneyzlu hans og lét alltaf orðalaust og mót- þróalaust undan öll- um hans dyntum og kröfum, og þá var líkamlegt ofbeldi engan veginn undan- skilið. Modigliani elskaði hana, þótt hann jafnframt fyndi stundum til andúðar á þessari sjálfsafneitun henn- ar, sem hann þó hafði svo mikla þörf fyrir. Myndirnar, sem hann málaði af henni, endurspegla vel þær tvíþættu til- finningar, sem hann bar til hennar, í senn ást hans og hatur. Oftar en hitt af- skræmdi hann hana í málverkum sínum og málaði af henni myndir, sem verða að teljast allt að því skopmyndir. En þó kom það einnig fyrir, að hann málaði hana á ljúfan og lýrískan hátt. Umheimur þeirra lokaðist smátt og smátt, staðnaði. Dapurleg Endalok Allt frá því að þau Modigliani tóku upp sambúð, sýndi Jeanne engan minnsta áhuga á neinu öðru: Hún sinnti hvorki fjölskyldu sinni — sem var stórhneyksluð á henni fyrir að gerast hjákona gyðings — né heldur rækti hún móðurskyldur sínar við dóttur sína, sem hún sendi einfaldlega í fóstur út í sveit, skömmu eftir að stúlkan fæddist. Sama varð líka upp á teningnum, þegar hún átti von á öðru barni Modigl- ianis, sem hún gekk með næstum því út allan meðgöngutímann, eða allt þar til hún svipti sig lífi, tveimur dögum eftir dauða elskhuga síns. Það sem mjög hef- ur fallið í gleymsku, er sú staðreynd, að Jeanne Hébuterne var sjálf góðum gáf- um gædd sem list- málari. Hún lét ekki eftir sig nema örfá verk, aðallega teikn- ingar af Modigliani, lesandi, sofandi, eða þar sem hann hvílir sig á legubekk og einnig nokkrar prýðilegar og vel út- færðar uppstill- ingarmyndir — nat- ures mortes. En þeg- ar Modigliani hrós- aði þessari viðleitni hennar til listsköp- unar, trúði hún hon- um ekki og faldi sig full angurværðar al- gjörlega í skugga elskhuga síns. Dauði Modiglianis hefur orðið tilefni margra bóka um æviferil hans og margra endurminn- inga, þar sem allt viðkomandi málar- anum var heldur betur fegrað og fært til betri vegar. Yfirleitt voru það listamenn í Montparnasse, sem skrifuðu þessi verk, en þeir höfðu naumast skilið að fullu sjálft inntak hins stórbrotna harmleiks um- hverfis listsköpun Modiglianis, fyrr en við sjálfsmorð Jeanne. Nú man víst enginn lengur eftir ljóða- flutningi Önnu Akhmatovu, ekki heldur eftir ljóðum Béatrice Hastings, sem aldrei voru þýdd á frönsku og aldrei endurprent- uð. Verk Jeanne Hébuterne hafa enn ekki hlotið neina sérstaka viðurkenningu, jafn- vel þótt fjöldi þeirra teikninga, sem fund- ust að Modigliani látnum og hafa verið eignaðar honum sem posthum-verk, árituð hans nafni, séu í raun og veru eftir hina lítt þekktu og vanmetnu listakonu sem var lífsförunautur hans. Hvað sem öðru líður, kemst maður naumast hjá því að spyrja sjálfan sig, hvernig verk Modiglianis hefðu orðið, ef þessar óvenjulegu konur hefðu ekki gerzt svo snar þáttur í lífi hans. „Maria Czechowska, kona með blævæng", olíumálverk 1919 Með músík í farangrinum Dagbókarbrot úr för Sinfóníuhljómsveitar íslands til Frakklands 18.—27. júní Síðari hluti Eftir Gísla Sigurðsson dag er 22. júní, frídagur hjá hljómsveitinni, og af því tilefni bauðst þeim sem það kusu að fara í hringferð um héraðið, eða dalinn, sem er í norðaustur frá Lyon JBL Þar er á stóru svæði jolais, sem er vel þekkt á íslandi og er framleitt þarna í nokkrum afbrigðum, sem bera mismunandi heiti. Þarna er hæðótt og hlýlegt landslag og hver spilda, sem ekki er skógi vaxin eða skjólbeltum, er þakin vínberjaplöntum, sem styðjast við örmjóar viðarstengur. Fransmenn búa til afburða góð vín og þeim er í mun að við- halda þeirri frægð; meðal annars með því að skipuleggja „víntúra" fyrir ferðamenn og lofa þeim að smakka á vínum í vínkjöll- urum og að sjálfsögðu gefst mönnum kost- ur á að kaupa sér vínflöskur á hverjum stað. Beaujolais er ekki eitt þeirra vína sem batna með aldri; bezt er að drekka það meðan ferskleikinn er í því, segja þeir sem vitið hafa, — og þessvegna var aðeins boð- ið uppá tvo síðustu árganga. En það var ekki farið niður í djúpa kjallara, þar sem ámur standa í röðum, heldur einhverja minniháttar kjallara, ofanjarðar að kalla, þar sem glös með Beaujolais stóðu á lang- borðum. Og að sjálfsögðu er reynt að Systur í hljómsveitinni: Rut fiðluleikari og Inga Rós sellóleikari, dætur Ingólfs Guð- brandssonar. hengja á túristann eitthvert dót, sem teng- ist víni; eikarkönnur undir rauðvín til dæmis. í litlu vínþorpi með krá, kirkju og vín- kjallara var gerður alllangur stanz til að snæða að hætti Fransara, en það verður naumast gert í flýti. Hér þykir mikil dyggð að hafa tíma til að lifa, sem þýðir nánast með öðrum orðum að hafa umfram allt langan tíma til að borða. Fyrst var súpa, síðan milliréttur, einskonar fiskmarning- ur í bolluformi, síðan úrvals nautasteik grillsteikt, Endrecote beaujolaise með sveppum úr skóginum, þá ostabakki og kaka, en að sjálfsögðu var drukkið Beau jolais með matnum. Við höfðum tvær ungar stúlkur til leið- sögu. Önnur hafði unnið á vínræktarbúi og kvað það erfiða vinnu, sem spannaði allt árið. Beaujolais-plantan er lágvaxin og því vill verða veruleg bakraun við vinnuna, en vélum verður takmarkað komið við í þess- ari búgrein-að plægingu undanskilinni. En og er frægur fyrir vínrækt. framleitt rauðvínið Beau- fyrir þann sem alinn er upp við fjárbúskap í Úthlíðarhrauni var að minnsta kosti fróðlegt að sjá svo ólíkan landbúnað. Þessi vínferð var eiginlega utan dag- skrár og kemur ekki ferð Sinfóníunnar beint við. Margir kusu líka að hvíla sig á hótelinu, eða þá að farið var niður í Lyon til að skoða gamla bæinn, sem þykir at- hyglisverður. Kvenþjóðinni þykir einkar forvitnilegt að koma í silkiverksmiðju, sem raunar er aðeins safn með nokkrum gömlum vefstólum, og hægt að kaupa sér silkislæðu eða silkibindi, en franskur silki- iðnaður hefur lengi átt sér miðstöð í Lyon. 23. JÚNÍ. TlL AVIGNON Enn liggur leiðin til suðurs og meðfram Rhone-ánni, sem á upptök austarlega í Sviss og rennur í gegnum Genfarvatnið og borgina Genf á leið sinni hingað. Á þessari þriggja klukkustunda ökuferð er ekki margt í landslaginu sem grípur hugann; auk þess var dimmt yfir og ágerð- Joan Stupcanu bassaleikari frá Rúmeníu er nú orðinn íslenzkur ríkisborgari, enda búinn að staðfesta ráð sitt hér og heitir nú Jóhann- es Georgsson. ist rigning á leiðinni. Með allt þetta mús- íklið innanborðs og tvo óperusöngvara að auki, mætti kannski gizka á, að þarna hefði upp hafizt rútubílasöngur, sem er sérstakt og þjóðlegt afbrigði í sönglífi landans. En svo var nú ekki. Söngvarar syngja ekki að gamni sínu og hljóð- færaleikarar taka ekki heldur upp hljóð- færi sín nema í fúiustu alvöru. Förinni er heitið til hinnar fornu páfa- borgar Avignon, sem er í hásuður frá Lyon, og á kortinu sýnist manni, að þaðan sé skammt til Miðjarðarhafsins. En það er þó drýgra en ætla mætti. Enn eru vínrækt- arsvæði á báða bóga; hér eru framleidd vín, sem kennd eru við Rhone-bakka: Cote de Rhone, afbragðsvín og ekki síðra en Beaujolais. Syðst í Frakklandi er það sólríka hérað Provence og það stendur heima, að þá birt- ir upp, þegar í þær sveitir kemur. Frans- menn hafa miklar mætur á Provence; þar þykir fegurra en annars staðar í landinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.