Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 11
Ef eitthvað er að, þegar menn reyna að kasta af sér vatni, þá ættu þeir að vita, að það er ekkert sérstakt fyrirbæri. Að minnsta kosti annar hver maður verður fyrir slíkri reynslu fyrr eða síðar. Þegar slíkt kemur Um hinn viðsjála kirtil kenndan við blöðru- háls fyrir, eru líkur á því, að það sé vegna hins viðsjála kirtils, sem kailast blöðruháls- kirtill. Það er meðal hinna algengustu kvilla karlmanna, að eitthvað sé í ólagi með hann, og þó að líkurnar séu því meiri því eldri sem menn eru, þá eru ungir menn engan veginn lausir við slík vandræði. Sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru margs konar, en þótt þeir geti verið mismunandi í eðli sínu, geta þeir allir valdið sömu ein- kennum: Sársaukafullu, erfiðu, of tíðu og ófullkomnu þvaglosi. Stundum valda þeir aðeins lítilsháttar óþægindum, er menn losna við þvagið, en eiga sök á verkjum í mjóhrygg og jafnvel hrolli og hita. Blöðruhálskirtillinn getur stækkað, og stækkunin getur verið meinlítil eða ill- kynja. Eða kirtillinn getur sýkzt eða bólgnað. En hvað sem á ferðinni er, getur það valdið miklum þjáningum — og miklu oftar en ekki óþarfa þjáningum. Því það er hryggileg staðreynd, að flestir menn hirða ekki um fyrstu merki þess, að eitthvað sé að blöðruhálskirtlinum og láta sem lítið sé í margar vikur, mánuði eða ár, unz þeir neyðast til að hefjast handa. En það er heimskulegt, eins og ljóst má vera af þessari grein. (Hún er birt hér í útdrætti og er eftir John K. Lattimer, prófessor og deildarforseta við Columbia- háskóla og sérfræðings í þvagfærasjúk- dómum.) Blöðruhálskirtillinn (prostata) er hluti af kynfærum karla. Þetta líffæri er byggt upp af vöðvum og kirtilvef og lykur um neðsta hluta blöðrunnar og efsta hluta þvagrásarinnar. í þessum kirtli myndast sumt af sæðisvökvanum, en í þeim vökva fljóta sæðisfrumurnar og berast burt. Aðalástæðan fyrir því, að blöðruháls- kirtillinn getur valdið svo miklum vand- ræðum, er sú, að hann lykur um þvagrás- ina eins og deig. Ef svo „deigið" þenst út af einhverjum ástæðum, þrengir það að þvag- rásinni, þannig að þvagrennslið verður minna og hægara. Þá verður oft erfitt að losna við þvagið og sérstaklega getur geng- ið illa að byrja, og blaðran tæmist ekki alveg. Þrengslin geta svo náð því marki, að ekkert þvag komist úr blöðrunni. Ekki er líklegt, að maður undir fimmt- ugu eigi í vanda vegna blöðruhálskirtils- ins, nema kirtillinn verði fyrir sýkingu. Fyrir tilkomu fúkalyfjanna var lekandi al- geng orsök bráðrar bólgu blöðruhálskirt- ils, en nú á dögum eru það aðrar tegundir sýkla, sem henni valda aðallega. Hin Dularfulla Bólga Kirtilsins Hún er ekki af völdum sýkla. Orsök hennar er ókunn. Lyf gegn sýkingum koma ekki að haldi. Til annarra ráða verður að grípa sjúklingnum til hjálpar. En hið mikla vandamál er hin svokall- aða meinlausa eða góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins. Með þeirri lýsingu í læknisfræðinni er einfaldlega átt við það, að um stækkun kirtilsins sé að ræða, án þess að krabbamein komi til. En „góðkynja stækkun" getur verið vill- andi. í rauninni er þetta ofvöxtur kirtla umhverfis þvagrásina innan í blöðruháls- kirtlinum. Þetta er mikilvægt atriði, því að við flestar aðgerðir, þegar talað er um að „taka“ blöðruhálskirtilinn, er „hylkið" skilið eftir, en aðeins meginhluti hinna ofvöxnu kirtla tekinn burt innan úr blöðruhálskirtlinum. (Með þessu „hylki" ætti svo að fylgjast árlega vegna hugsan- legrar þróunar krabbameins.) Einhvers konar stækkun blöðruhálskirt- ils er fyrir hendi hjá 10 af hundraði manna um fertugt og 80 af hundraði manna um áttrætt. Ekki er ljóst, hvað þessu veldur. Fræðilega séð ættu hvorki þvagrásarkirtl-' arnir né blöðruhálskirtillinn að stækka með aldrinum. Hið gagnstæða ætti í raun- inni að gerast, því að með tímanum mætti búast við visnun eða rýrnun slíkra líffæra. En við vitum þó, að stækkun blöðru- hálskirtils er ekki af völdum sýkingar eins og t.d. lekanda, sjálfsfróunar eða óhóflegs kynlífs, eins og menn hafa getið sér til. í rauninni virðast vikulegar samfarir halda blöðruhálskirtlinum í góðu formi, enda- þótt þær komi ekki í veg fyrir stækkun. SKURÐAÐGERÐIR Stækkun á blöðruhálskirtli er nú venju- lega læknuð með skurðaðgerð, en á því sviði hefur fengizt slík reynsla, að ekkert er að óttast í því sambandi, ef aðgerðin er framkvæmd af sérfræðingi í þvagfæra- fræði. í raun og veru er margs góðs að vænta. Menn munu sofa miklu betur, þeg- ar þeir þurfa ekki að fara svo oft fram úr. Þeim eykst þróttur og mun sennilega finn- ast þeir hæfir til að gera hluti, sem þeir voru áður of þreyttir og of áhyggjufullir til að reyna — svo sem samfarir. Skurðaðgerðin, eins og hún er venjulega framkvæmd, kemur ekki í veg fyrir að menn geti lifað eðlilegu kynlífi og fengið Glöggir lesendur mínir muna eftir fransarasögu sem ég hef áður sagt úr heimahögum mínum vestur á Patreksfirði. Þá voru heimildir góðar. Sú sem nú kemur er nokk- uð farin að verða þjóðsöguleg, enda eru aðalatriði hennar orðin tveggja alda gömul, þó á hún við ættarsögulegar heimildir að styðjast og þegar að mestu er látið vera aö geta í eyður, má vel trúa henni. En nú verð ég að nefna aldna kempu og þjóðkunnan vestfirð- ing Ara Jónsson Arnalds, sem margir rosknir menn muna enn. Hann setti í elli sinni svip á miðbæinn í Reykjavík með sínu tígulega og virðulega fasi á ára- tugunum milli 40 og 60. Hann var fæddur að Hjöllum í Gufu- dalssveit 1872 og dó hér í Reykjavík 1957. Hann var lög- fræðingur að mennt og lengi sýslumaður, ungur tók hann þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og átti sæti á Alþingi um skeið. Þeir Arnaldsmenn sem nú eru kunnir eru afkomendur hans. Ari Arnalds gaf út þrjár bæk- ur á árunum 1948—54, minn- ingar og þjóðlegar sagnir með skáldskaparívafi. Hann var og vinsæll sem útvarpsmaður. Ég endursegi eina sögu hans, laus- lega, bæti engu við. Flestir kannast við Skor við Rauðasand. Þaðan frá hafn- lausri strönd sigldi skáldið ást- sæla Eggert Ölafsson skipum sínum í sína hinstu för vorið 1767. Látrabjargið er á aðra hönd og brött fjöll Breiðafjarðar á hina. Þarna úti fyrir voru lengi vinsæl fiskimið franskra sjó- manna. Margar duggurnar týndu tölunni og fóru ekki sögur af þeim öllum. Þegar um það bil tveir tugir lifðu af sautjándu öldinni, rúmum hundrað árum áður en sögumaður okkar leit fyrst dagsins ljós, fann bóndinn á Sjöundá mann nær dauða en lífi í klettaskoru nærri bæ sín- um. Þetta var ungur maður, skipstjóri á franskri duggu, sem þarna hafði strandað. Allir menn hans höfðu farist. Þetta er afskekktasti bær á þessum slóð- um, og fjórum áratugum síðar en þetta gerðist, varð nafn bæj- arins landsfrægt vegna hörmu- legs afbrotamáls, sem þarna átti sitt sögusvið. Þarna var lifað hörðu lífi og slys voru tíð. Skipbrotsmannin- um var komið yfir heiðina til faktorsins við dönsku selstöðu- verslunina á Patreksfirði. Þar hefur lengi verið góð höfn og mikil viðskipti við útlenda sjó- menn. Þar var skipstjóranum unga hjúkrað, á meðan hann beið þess að geta tekið sér far til heimalands síns með frönsku skipi, þegar hann væri gróinn sára sinna. En nú er að segja frá ungri þjónustustúlku, sem Margrét hét Björnsdóttir. Hún var ættuð úr austursveitum Barðastrandar- sýslu. Hún átti þar til góðra að telja en ekki ríkra, og var ráðin til vistar hjá faktorshjónunum. Þetta var geðfelld og falleg stúlka. Það kom nú í hennar hlut að hjúkra franska skipstjóran- um og þjóna honum að öllu leyti. Nú er ekki að sökum að spyrja. Með þeim tókust góðar ástir og varð það fljótt á allra vitorði. Ungi maðurinn sagði það af högum sínum að hann hefði ver- ið tvo vetur á skipstjórnarskóla og mætti nú stjórna smærri duggum, en ætlun hans væri að taka meirapróf, svo hann yrði settur yfir stór skip. Hann kvað foreldra sína vel efnum búna, rækju þau stórt bú og útgerð á Bretagneskaga. Hann dvaldi í nokkra mánuði á Patreksfirði í góðu yfirlæti og var hvers manns hugljúfi, enda hinn glæsilegasti maður. Það varð brátt ljóst að unnusta hans var barnshafandi. Hann lagði svo fyrir áður en hann kvaddi, að ef drengur fæddist skyldi hann bera nafn sitt, en ef það yrði stúlka átti hún að heita eftir skipinu sem fórst. Það hét Sancta Maria. Samkvæmt frásögn Ara Arn- alds voru kveðjuorð unga mannsins þessi: „Um aðra páska hér frá sigli ég stóra skipinu hingað inn á höfnina, geng upp götuna að faktorshúsinu í mínum nýja skipstjóraskrúða og læt hjóna- vígslu okkar strax fara fram ... Að áliðnu sumri sigli ég svo með þig til suðrænna landa, í eigið hús á unaðslegum stað, um- kringt af blaðríkum trjám og rósarunnum, með ilmandi ang- an.“ Síðla næsta vetrar fæddist stúlkubarn og var skírt Helga María. Móðirin beið. Árin liðu. Ekki kom brúðguminn. Við nafn litlu stúlkunnar í kirkjubókun- um var bætt Iiansdóttir, eins og oft var gert þegar líkt stóð á. Engar öruggar sagnir eru um þetta ástarævintýri og enginn 'gctur vitað hvort unga mannin- um hefur verið það sjálfrátt hvernig sagan endaði. Eftir hæfilega bið hrökklaðist stúlkan með barn sitt til heimahaga sinna. En Ari Arnalds gerir sög- una lengri. Kannski fáum við að heyra meira síðar. JÓN ÚK VÖK Fornar ástir á Patreksfirði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. SEPTEMBER 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.