Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 13
Vonarglæta í kjarnorkuvá Stig Nordfeldt ræðir við Jan Mártensson kyndilega færist ágúströkkrið yfir. Fyrir neðan okkur glampa ljós eins og eldflugur í myrkrinu. Hátt uppi yfir Hiroshima snýst veitingastaðurinn hægt. Hagleikssmíð, sem snýst um möndul sinn, opnar síbreytilega sýn yfir alla borgina. Philip Noel Baker lávarður, níræður friðarsinni með silf- urgrátt hár, segir frá því þegar Þjóða- bandalagið var stofnað og einnig frá við- ræðum sínum við Gandhi, sem urðu skref í átt til sjálfstæðis Indlands. Sean McBride leggur sitt af mörkum með því að rifja upp þá tíð er hann sem utanríkisráðherra leysti írland undan yfirráðum Breta. Báðir hafa þeir fengið friðarverðlaun Nóbels. Brátt ber á góma það sem gerðist hér sama dag fyrir nær 40 árum. Hvernig him- inninn varð að óbærilegu hvítu skini, hvernig eldstormurinn í miðju fyrstu kjarnorkusprengingarinnar eyddi öllu kviku. Við tölum um mannsskuggann inn- brenndan í steinstétt, sem geymdur er niðri í safninu, um litla armbandsúrið sem hætti að ganga kl. 8.15. Við vitum að sprengiafl í nútíma kjarnorkuvopnabúrum samsvarar einni milljón Hiroshima- sprengjum, og við spyrjum sjálfa okkur hvort mannkynið eigi sér nokkra framtíð- arvon, hverjir séu möguleikarnir á að lifa af og hvað sé til ráða. Nokkur ár eru liðin síðan þetta var. Eldhuginn Noel Baker er ekki lengur með- al' okkar og skugginn sem hvílir yfir ver- öldinni hefur dökknað enn meir. Sé litið yfir söguna hafa margs konar riddarar riðið með hótunum um himinhvolf mann- anna frá ómunatið. Halastjarna Haleys straukst næstum við okkur, og heilagir menn með leiftrandi augu hafa í ýmsum menningarheildum spáð fyrir um endalok heimsins. Ótti einstaklingsins við dauðann hefur haldist í hendur við hræðsluna við syndaflóð og að fyrir siðmenningunni fari eins og Atlantis forðum, sem féll í gleymsku og dá. Nú hafa vísindamenn og fræðimenn tek- ið við af tortímingarspámönnum, og boðskapur þeirra hefur orðið óendanlega áhrifameiri. Það sem áður voru boðanir spámanna líkt og úr Gamla testamentinu er núna ógnvekjandi raunveruleiki. Mannkynið hefur náð svo langt í gereyð- ingartækni að okkur er í raun í lófa lagið að gera siðmenningu okkar að engu og út- rýma homo sapiens. „Hinn vitiborni maður" ber augsýnilega í sér arfgenga hneigð til árásargirni og skemmdarfýsnar. Ég mun ekki fara út í óhugnanleg smáatriði þeirra Ragnaraka sem vís eru ef kjarnorkustríð skellur á, en í fyrstu storm- og eldbylgjunni munu hundruð milljóna manna farast. Reykský og uppþyrlaður jarðvegur og gufa munu gersamlega hindra sólarsýn. Norðurhvel jarðar mun sveipast myrkri og heim- skautakulda. Verndandi ósónlög gufu- hvolfsins munu verða að engu, en þar með opnast leið fyrir útfjólubláa geislun, sem draga mun til dauða menn, dýr og jarð- argróða. Vindar munu bera lifshættulegt geislavirkt úrfelli um alla jörð. Innviðir þjóðfélaganna munu bresta. Verslun, flutningar og milliríkjaviðskipti munu leggjast niður. Þeim fáu hræðum sem eftir verða þar til ný lífsform ef til vill taka við eitraðri Jörð mun ógnað af stjórnleysi, farsóttum og hægfara dauða. Hvergi verð- ur skjól eða fylgsni að finna. TVEGGJA KOSTA VÖL Hvað er nú þetta? Brennisteinsleiftr- andi spádómar af sorphaugum einhverrar ofstækisstefnu? Hræðsluáróður og tortím- ingarklám? Því miður er ekki svo. Vísinda- menn og sérfræðingar um allan heim eru sammála í mati sínu á þeim dómsdegi, sem verður afleiðing kjarnorkustríðs. Stjórn- málamenn eru líka á einu máli um að til þess megi aldrei koma. „Mannkynið á tveggja kosta völ: að stöðva vígbúnaðar- kapphlaupið og afvopnast eða farast ella." Svo hljóðaði einróma álit Sameinuðu þjóð- anna þegar árið 1978, og risarnir tveir í heimstaflinu um völd hafa margoft endur- tekið að takmarkað kjarnorkustríð sé óhugsandi. Stríð án sigurvegara. Stríðið þar sem, eins og Krústjoff orðaði það, „þeir sem af komast munu öfunda þá er fórust." En er þá ekki allt klappað og klárt? Sameinuðu þjóðirnar á einu máli, leiðtog- ar risaveldanna einhuga, sem og sérfræð- ingar og vísindamenn. Kjarnorkustríð er útilokað. Því miður virðist þessi vitneskja ekki nægja. Þó sorglegt sé höfum við þess í stað haldið áfram að klífa upp hinn lífs- hættulega hringstiga vopnakapphlaupsins. Fleiri en 50 þúsund misstórir kjarnaoddar eru nú til reiðu, allt frá smávopnum til vopna sem hlaðin eru meiri sprengikrafti en allt sem notað hefur verið til samans síðan púðrið var fundið upp. Einn einasti kafbátur sem útbúinn er kjarnavopnum hefur meiri eyðingarmátt en allt það sprengiefni sem notað var í síðari heims- styrjöldinni. Unnt er að gera ógnvekjandi langan lista yfir háþróuð tortímingartæki, og myndin verður engu ljósari af því einu að árás geti hafist vegna bilunar í tölvu- búnaði. Því má bæta við að árlegur kostn- aður við hið brjálæðislega vigbúnaðar- kapphlaup er meiri en heildarskuldabyrði þriðja heimsins. Og ekki skal gleyma því að háð hafa verið næstum 150 stríð síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Hvernig hefur þetta mátt verða? Hluti svarsins felst í óttanum, skorti á trúnaði. í herfræðilegum hugsanahætti hefur það ávallt verið nærtækt að reiða sig á afls- muni. Það er einföld og áhrifamikil rök- semd, sem tíðum hefur verið haldið á loft til að geta afgreitt málin á auðveldan hátt. En gallinn er sá að gengið hefur verið út frá því að meiri styrkur hefði óhjákvæmi- íega í för með sér aukiö öryggi. í þess stað hefur stöðugt verið leikið og mótleikið, þannig að hvorugur aðilinn leyfir hinum að ná yfirhöndinni. Vissulega verðum við að gera okkur ljóst að sérhvert land hefur fullan rétt á öryggi fyrir þjóð sína, rétt til að verja frelsi sitt og sjálfstæði. Það eitt gerir einhliða afvopnun að óraunsæjum valkosti í heimi nútímans. Afvopnun er heldur ekkert sem hægt er að koma til leiðar í pólitísku tómarúmi eða úr tengsl- um við annað sem gerist á alþjóðavett- vangi. Þvert á móti er hervæðing/afvopn- un aðeins efsti hluti ísjaka alþjóðasam- skipta. Fremur ætti að tryggja öryggi þjóða með hervæðingu á lægra stigi í stað hærra, rjúfa hinn endalausa vítahring sí- aukins vígbúnaðar. Raunsæ og skynsamleg leið að lausn vandans er að einfalda her- styrkinn stig af stigi og um leið jafna hann og tryggja að unnt sé að hafa hemil á honum. Þessi lausn er einnig háð því að aftur verði komið á gagnkvæmu trausti Jan (Wareíensson milli helstu leikenda á kjarnorkuvopna- sviðinu. 1>KJÁK ÁSTÆÐUR (ÍEGN BÖLSÝNI Við gerum okkur ljósa grein fyrir vandamálinu, þar sem vígbúnaðarkapp- hlaupið er ekki sjálfur sjúkdómurinn held- ur frekar sjúkdómseinkennin, og við erum einhuga um, að það vandamál beri að leysa. En eru skilyrðin fyrir hendi? Raun- veruleg þíða í alþjóðasamskiptum virðist, þegar þetta er skrifað, álíka fjarlæg og vorið á grámyglulegum janúardegi, jafnvel þótt greina megi viss bjartsýnisteikn á lofti. Sjálfur tel ég að minnsta kosti þrjár ástæður til að vera ekki eins bölsýnn og ætla mætti, þegar ástand heimsmála- er skoðað eins og sakir standa. Og er þar fyrst og fremst um að ræða mannlega skynsemi. Stjórnmálamenn og aðrir er taka ákvarðanir meðal allra landa og í öllum bandalögum vita hverjar afleiðingar kjarnorkustríðs yrðu, rétt eins og stað- bundnar deilur geta magnast í skyndi. Efnahagslegar afleiðingaf aukins vígbún- aðar eru líka slíkar að engir sem hlut eiga að máli, geta þegar til lengdar lætur bæði ráðið viö verðbólgu, atvinnuleysi, alþjóð- legar og þjóðfélagslegar breytingar o.s.frv. og samtímis staðið straum af vígbúnaði sem er fjármagnsfrekur og veldur verð- bólgu og kostar enda yfir 40 milljónir ísl. króna á mínútu. Loks má ekki horfa fram- hjá vaxandi þrýstingi um allan heim frá stöðugt betur upplýstum almenningi. Hvaða hlutverki gegna þá Sameinuðu þjóðirnar í því sem hér um ræðir. Hlut- verk þessara heimssamtaka er mikilvægt, einnig að því er viðkemur afvopnun. Fyrsta samþykkt Sameinuðu þjóðanna fjallaði um þessi vandamál, og síðan hefur afvopnun verið forgangsmálefni sem aukin áhersla er Iögð á. Enda þótt raunverulegur árangur sé næsta lítill, má ekki gleyma því að gerðir hafa verið fjölmargir sáttmálar og samningar, sem í mikilvægum greinum hafa takmarkað vígbúnaðarkapphlaupið. Og starf Sameinuðu þjóðanna verður að skoðast í Ijósi þess að samtökin eru rödd fyrir sameiginlegan vilja aðildarlandanna. Þær eru samningatæki til að stuðla að friði, en eins og öll önnur tæki verður að nota það. Þáð krefst pólitísks vilja af hálfu aðiidarlandanna, og þar geta skoðanir al- mennings, sem byggir á góðum upplýsing- um og er vel að sér og málefnalegur, haft mikilvægu hlutverki að gegna. Innan af- vopriunardeildar SÞ er því alþjóðleg her- ferð fyrir afvopnun eitt af forgangsverk- efnunum. Með því að veita réttar, éhlut- drægar og hlutlausar upplýsingar er reynt í samvinnu við aiþjóðlegar fjölda- hreyfingar og aðildarlöndin að móta al- menningsálitið og fá fólk til fylgis við afvopnunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Álit sem byggir á staðreyndum og þekk- ingu. MÁL MÁLANNA UM ALLAN HEIM Ég hef trú á mætti hugmyndarinnar, og dæmi höfum við um mikilvægi almenn- ingsálits sem byggt er á góðum upplýsing- um, svo sem þegar gerður var sáttmálinn um bann við tilraunum með kjarnavopn í gufuhvolfinu, eða þegar bylgja skynsemi fórsem eldur í sinu um allah heim sem ein afleiðing umhverfisverndunarráðstefn- unnar í Stokkhólmi árið 1972. Um allan heim bera menn saman ugg og ótta í brjósti vegna ógnunar kjarnavopn- anna. Ég fann hann þegar ég talaði í Skytteanska skólanum í Tárnaby meðan úti fyrir leiftruðu norðurljós í 32 stiga frosti. Ég fann hann líka á Fiji, undir öðr- um stjörnuhimni. í Moskvu og í Golombus, Ohio. í Caracas eða Nairobi, í Nýju Dehli og Tókýó. Alls staðar sama hræðslan. En hún er að byrja að koma fram og finna sér form í kröfum um aðgerðir á allt annan hátt en fyrir aðeins örfáum árum, þegar hvorki hugtakið afvopnun né fróðleikur um afleiðingar vígbúnaðarkapphlaupsins áttu greiða leið inn á síður dagblaða eða í sjónvarpsþætti. Nú um stundir er þessi vandi mál mál- anna um allan heim, og í því felst nokkur vonarglæta. Því engin ríkisstjórn, ekkert pólitískt „kerfi", hver svo sem samfélags- byggingin er og hugmyndafræðin, getur til langframa skellt skollaeyrum við kröfunni um betri og öruggari heim. Þeir hópar, sem gera slíkar kröfur, fara stækkandi. Kaþólskir biskupar í Bandaríkjunum, sóv- éskir læknar, breskir liðsforingjar, jap- anskir Búddhatrúarmenn. Sá vandi hvern- ig lifað verði af í hinni geigvænlegu öld kjarnavopnanna vekur áhuga sífellt fleiri manna, óháð pólitískum formerkjum. Þess vegna trúi ég ekki að öllu sé lokið fyrir mannkynið, ekki ennþá. En öll berum við ábyrgð. Það er ekkert sem heitir að vera áhorfandi lengur. Margrét Oddsdóttir þýddi, Greinin var birt íMinedsjournalen. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 7. SEPTEMBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.