Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 10
Þetta var fagur og sérkennilegur hljóm- leikastaður og sumum í hljómsveitinni þótti teflt á tæpasta vað, þegar pallurinn ruggaði á vatninu og nótnablöðin gátu fok- ið. En þeir elztu í hljómsveitinni minntu á, að þeir hefðu séð annað eins, þegar hljómsveitin lék fyrir margt löngu í blíðskaparveðri á bryggjunni á Norðfirði. Sveinn Ólafsson víóluleikari og aldursfor- seti, sem ævinlega er manna hressastur, minntist þess, að hann hefði haft færi við hendina og veitt ufsa upp um gat á bryggj- unni á meðan konsertinn stóð yfir. Og þótti engum mikið. Það hljómaði furðu vel þarna og þegar Einar Jóhannesson lék sinn Mozart, þá léku froskar undir, en allan tímann heyrð- ist í rennandi vatni, stundum í fuglum og ein og ein flugvél flaug yfir. Hljómsveit- arpailurinn var flóðlýstur, en þegar myrkrið færðist yfir til fulls undir sin- fóníu Cezars Frank, hættu trjátopparnir að greinast frá himninum, en tunglið kom upp og allt var þetta merkileg sjónræn upplifun, sem ekki gleymist. Þannig endaði þessi Jónsmessudagur. 25. JÚNÍ. ENDAPUNKTUR í TOULON Síðasti áfanginn er frá Avignon til Toul- on; ekið eftir hæðóttu og fögru landslagi í Provenee. Jú, það er rétt sem Fransmenn halda fram: Hér er náttúrufegurð og ómaksins virði að líta út um bílglugga. Hér er ekki lengur allt grænt, hvert sem litið er eins og norðantil í landinu. Skær- gul runnamura innan um bláleitar lavend- erbreiður, sem minna til að sjá á Alaska- lúpínu, en lavender er fræg ilmjurt og mundi ekki lifa á þeim breiddargráðum, þar sem lúpínan breiðir úr sér. Hér eru líka kýpressur, uppmjóar og minna á myndir eftir van Gogh. En runnarnir og lággróðurinn sýna, að hér er miklu meira sólskin og minni úrkoma, en norðar. Þetta litskrúð ásamt ljósleitu, stundum gulbrúnu bergi, sem gægist uppúr hingað og þangað, hefur höfðað til síð-impressj- ónistanna frönsku um og fyrir aldamót. Þeir máluðu gjarnan landslag og þessar gulu blómabreiður koma fyrir hjá van Gogh, sem bjó síðast í Arles, skammt frá Avignon. Cézanne var m.a. í Aix en Pro- vence, sem nú er fallegur skólabær í hlý- legu umhverfi. Hann var þá sífellt að mála fjallið Sainte Victoire, sem biasir við það- an og víðar af þjóðveginum til Toulon, og á einum stað er stórt skilti við þjóðveginn, sem á stendur: Cézannelandslag. Fjallið er úr þessu ljósa bergi og er því fölgult á vangann og mjög fjærri þeim litum, sem Cézanne þóknaðist að hafa á því. Auðvitað hefur Cézanne ekki komið til hugar að standa í „fjallaeftirhermum" eins og nób- elsskáld vort hefur nefnt þá iðju að mála eftir fjöllum. Fleiri stórmeistarar franskrar mynd- lista hafa flutt sig úr erli Parísarborgar í sveitasæluna í Provence; það gátu þeir gert eftir að frægð þeirra var tryggð. Picasso var þar á meðaj þótt ekki málaði de TDULON 25 Juin ardi 21h (Nordal-Beethoven-'Franck) PLACES de á 8 OFFICE du TOURISME tél Sveinn Ólafsson víóluleikari og aldursforseti við skiltið á Listahátíðinni í Toulon, þar sem konsert íslenzku hljómsveitarinnar er auglýstur. hann landslag. Og Chagall, sem lézt í fyrra 96 ára, bjó á frönsku rívíerunni einnig og hefur þess verið minnst með Chagall-safni í Nice. En við erum á leiðinni til Toulon og ekki dugar að villast um of útá afleggjara myndlistarinnar. Takmarkið hér er að fylgjast með Sinfóníuhljómsveit íslands og þessu tónleikaferðalagi lýkur í kvöld með konsert í óperunni í Toulon. Mann- skapnum er komið notalega fyrir á hóteli við þjóðveginn, fáeina km. frá Toulon, sem blasir við með þyrpingu háhýsa, sem standa eins og eldspýtustokkar upp á end- ann. Hér búa 182 þúsund manns; þetta er sumsé . alvöru borg og aðalbækistöö franska flotans að auki. En skammt vestar er fjórum sinnum mannfleiri borg: Mar- seilles, fremur illræmd fyrir sóðaskap og glæpi, enda miðstöð í eiturlyfjaflutningum frá austri til vesturs. Þeir, sem hafa séð hafnarhverfin í Marseilles, segja að leitun muni vera á öðru eins umhverfi. Það er farið tímanlega í bæinn, því hljómsveitin þarf að æfa sig ögn með nýj- um fiðlara, sem einnig er franskur og von- andi eins góður og Wallez. Við fylgjum þeim inn á sviðið í óperunni, sem jafn- framt er borgarleikhús og byggt í þeim stíl, sem sjálfsagður þótti á öldinni sem leið; súlur og styttur prýða forhliðina. Sal- urinn er skeifulega með tvennum svölum, en íburðurinn og þungt skrautið er af bar- okkættinni. A meðan hljómsveitin æfir og Jacquillat fer yfir Beethoven með nýja fiðlaranum gefst ráðrúm til að líta á næsta nágrenni, þröngar götur með gömlum húsum og nóg er af veitingahúsum, þar sem hægt er að tylla sér niður, hvort heldur er úti eða inni. í Toulon stendur yfir tónlistarhátíð, sem auglýst er á skiltum víðsvegar um borgina; þar á meðal var eitt, sem vakti athygli á Sinfóníuhljómsveit d’Islande. Kannski var það vegna þessarar hátíðar, að áheyrendur komu prúðbúnir og varð þess vegna annar og meiri hátíðarbragur á þessum tónleik- um en hinum fyrri. Byrjað var á Choralis Jóns Nordal, þá Beethoven og loks Cézar Frank. Hljóm- sveitinni þótti gott að spila í þessu húsi og konsertinn markaði þáttaskil fyrir suma úr hljómsveitinni, sem hverfa á önnur mið og verða ekki lengur með. Alltaf verða ein- hver mannaskipti á ári hverju; margir ný- ir hafa bætzt við síðan í Austurríkisferð- inni 1981. Þá voru tveir komnir á þann aldur, að þeir voru að hætta: Þorvaldur Steingrímsson og Sveinn Ólafsson. Þess vegna var sérstök ánægja, að þeir skyldu báðir vera með nú, fjórum árum síðar. Hljómsveitin hefur ekki getað verið án þeirra og þeir hafa lagt henni lið sitt allan síðastliðinn vetur. Af þeim fastráðnu er Björn R. Einars- son hinsvegar elztur, liðlega sextugur, og allir Reykvíkingar þekkja Björn R. úr dansmúsíkinni frá því í gamla daga. Björn Ieikur á básúnu í hljómsveitinni, en næsta haust kemur til starfa sem fyrsti básúnu- leikari ungur maður, sem nýlokið hefur prófi frá Bandaríkjunum, Óddur sonur Björns. „Eggið á sem sagt að fara að kenna hænunni," sagði Björn hlægjandi og var greinilega ánægður með þá ráðstöfun. Eins og dagbókarskrifarinn hefur áður tekið fram hefur hann allt sitt músikvit úr sérfræðingum. Það voru að vísu ekki mjög margir úr klappliðinu, sem hægt er að draga í svo virðulegan dilk, en þeir voru þó til. Þeir voru sammála um þennan síðasta konsert hljómsveitarinnar; töldu hann til sóma fyrir hljómsveitina og stjórnandann. Á eftir var boðið í einhverskonar Krist- alssal þar sem hægt var að sötra kampavín og narta í smákökur. Þar notaði Jean- Pierre Jacquillat tækifærið og þakkaði hljómsveitinni á móðurmáli sínu, sem Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari þýddi jafnharð- an. Og í óformlegri kveðjugleði, sem fram fór einfaldlega á barnum á hótelinu, þökk- uðu bæði Hákon Sigurgrímsson stjórnar- formaður og Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem var far- arstjóri, og mátti segja að bæri hitann og þungann. Að lokum er komið að því að spyrja hvort einhverju marki hafi verið náð með ferð sem þessari. Verður þessi styrkleika- prófun á hljómsveitinni til góðs eða hefði verið nær að hún notaði ferðakostnaðinn til aukins hljómleikahalds heima fyrir; þá fyrst og fremst úti á landi? Var þetta góð auglýsing fyrir íslenzkt tónlistarlíf og þá sérstaklega íslenzkar nútímatónsmíðar? Undirtektir í heild voru einstaklega góðar, en alltaf var íslenzku tónverkunum tekið mjög dræmt; jafnvel enn dræmar en tíðk- ast í Háskólabíói. Það eru undarleg ósköp, að nútímatónsmíðar virðast eitthvað, sem hinn almenni tónleikagestur lætur yfir sig ganga og vonar „að él eitt muni vera“ eins og Njáll sagði. Æskilegt væri og raunar nauðsyniegt að geta flutt miklu tilkomu- meiri íslenzk verk, fyrst verið er að þessu.' En svarið virðist vera, að þau séu ekki til. Skoðanir á Choralis Jóns Nordal og Misti Þorkels voru mjög skiptar í hljóm- sveitinni, en þeir sem mest höfðu á móti þeim, vildu síður að nöfn þeirra yrðu nefnd í því sambandi. Hákon Sigurgrímsson stjórnarformaður sagði aftur á móti: „Ég er ánægður með bæði þessi verk. Ég held að Mistið hans Þorkels sé vel samið, en að Choralis sé betra sem tónverk og ég er alveg samþykkur þessu vali Jean-Pierre Jacquillat". Kristján Stephensen kvaðst ánægður með verk Jóns Nordal, en verk Þorkels þótti honum lausara í reipunum og taldi, að eftir Þorkel hefði mátt finna eitthvað betra en Mist, sem auk þess væri ekki nýtt, samið 1972. Árni Arinbjarnarson fiðluleikari kvaðst ánægður með að flytja Choralis sem nú- tímaverk, en sér hefði fundist við hæfi að flytja með því eitthvað eftir Jón Leifs, eitthvað með þjóðlegum blæ. Jón Sigurðsson bassaleikari taldi bæði þessi verk með hinum beztu frá síðustu árum og kvaðst sjálfum þykja skemmti- legt að leika þau. Jóhanna G. Erlingson, kona Jóns sem með var í ferðinni, tók í sama streng og sagði: „Mér hefur alltaf fundizt Þorkell nýstár- legur tónhöfundur og hann hefur þann hæfileika að koma manni alltaf á óvart. Útkoman getur orðið stórkostlega skrýtin, en alltaf skemmtileg. Choralis er gífurlega rómantískt og fal- legt verk og það höfðar sterkt til mín. Mér finnst bæði þessi verk mjög frambærileg erlendis, en bæði mættu vera týpiskt ís- lenskari." Af þessu má sjá, að ekki þótti öllum slæm sú íslenska nútímamúsik, sem meö var í farangrinum Þá er komið að því að segja uppá dönsku: Farvel Frans. í Toulon tvístraðist hópurinn; sumir fóru á bað- strendur, aðrir til Parísar, en dagbók- arskrifarinn hélt til Cannes á frönsku riv- erunni og síðan til Múnchen. Gisu SlGURÐSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.