Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Síða 9
Fimm pör í hljómsveitinni. Frá vinstrí: Gunnar Kvaran sellðleikari og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, Reynir Sigurðsson slagverks- maður og Sólrún Garðarsdóttir fíðluleikari, Jonathan Bager flautuleikari og Hrefna Hjaltadóttir víóluleikari, Sesselja Halldórsdóttir víóluleik- arí og Daði Kolbeinsson óbóleikari, Anna Maquire víóluleikarí og Sean Bradley fiðluleikari. Jónsmessunótt sígur að meö myrkri um tíuleytið. 24. JÚNÍ. JÓNSMESSA í PÁFABORGINNI Ekki ský á himni á þessum fallega morgni. í kvöld er konsert í borginni Nim- es, sem er um 60 km vestar, svo dagurinn er notaður til að skoöa Avignon. Innsti kjarni borgarinnar girtur rammgerum múr með útflúri og varðturnum; já, eitt- hvað hefur það kostað og hver skyldi hafa borgað? Ekki hafa þeir búizt við góðu utanfrá, sem reistu annan eins múr. Nú er múrinn einskonar rós í hnappa- gati borgarinnar og aðalgatan, sem raunar er alveg í forsælu undir trjákrónum, byrj- ar einmitt við aðalhliðið á múrnum. Þarna verður klettahæð á bökkum árinrtar Rhone og þar hafa borgarfeður komið sér fyrir. Og kannski man einhver það úr mann- kynssögunni, að Filippus fríði kóngur í Frans stóð í valdastreði eins og gengur og tókst að láta páfann flytja til Avignon og gerði hann þarmeð að verkfæri sínu. Páfar sátu síðan í Avignon í 70 ár, frá 1309 — 1378, og ekki gekk það andskotalaust. Einn páfinn flutti aftur til Rómar, en þá var annar kosinn í Avignon. Þeir hömuðust við að bannsyngja hvor annan unz kirkjuþing setti báða af og kaus þann þriðja. En hinir hættu ekki, svo páfar urðu þrír um hríð og SUÐURÍÞAÐ SÓLRÍKA PROVENCE i * ii : OkAVEtR ] mmu . | á I irÝ-b 1 //}) / tj) / ?"A Óperan í Toulon, þar sem lokatónleikar Sinfóníunnar fóru fram. og þar er sólríkast. Sumarleyfisdraumur þeirra Jean og Pierre eða hvað þeir nú heita meðal-jónar í Frakklandi — snýst um að komast suður að Miðjarðarhafi; taka þátt í umferðarteppunni, sem verður um allt sunnanvert Frakkland í ágúst, og Fransaranum finnst hann ekki fyrir al- vöru kominn í fríið, fyrr en hann sér bæ- inn Orange í Provence, rétt norður af Avignon. Þar fer að bera meira á suðræn- um trjátegundum, kýpressum, ólívutrjám og öðrum þeim gróðri sem einkennir strönd Miðjarðarhafsins. Tónleikar eru ekki á dagskránni í dag, en það tekur tímann sinn að lóðsa 130 manns til herbergja sinna. Sumir hvíla sig að því búnu á Hótel Sofitel, skammt utan við Avignon; aðrir taka leigubíl í bæinn. Hvernig er hljómburðurinn úti? Hér reyna þeir að ganga úr skugga um það Bjarni Guð- mundsson túbuleikari og stjórnandinn Jean-Pierre Jacquillat. Katrín Árnadóttir fiðluleikari og öllum landslýð kunn úr sjónvarpinu, — hér ásamt eiginmanni sínum Erni Valdimarssyni. beið trú manna á óskeikulleika páfans mikinn hnekki við allt það stríð. En á meðan páfinn sat í Avignon þótti við hæfi að byggja veglega grjóthöll, sem raunar líkist meira rammgerum kastala. Og að sjálfsögðu er þar kirkja svo sem hæfði. En kalt er það hús og illhryssings- legt að innan. Túristar eru að sjálfsögðu teymdir um þetta hallarbákn undir leið- sögn. En dagbókarskrifara leizt betur á að reika um torg og njóta útsýnis af kletta- hæðinni við Rhone, þar sést vítt um sveit- ir. Meðal þess sem við blasir af Páfahall- arhæð er brú frá gamalli tíð, sem nær út í ána miðja og hefur orðið táknmynd borg- arinnar. Þaðan blasa einnig við ævagömul hús, sem nútíma Fransarar gera sér að góðu að búa í, og hvernig ætli það hafi verið í vetur leið, þegar gerði dögum sam- an 10 stiga frost í Suður-Frakklandi? ís- lendingar sem bjuggu í torfbæjum um síð- ustu aldamót og sumir framundir 1940 eru aftur á móti ekki lengur prýddir þeirri dyggð að geta eða vilja búa í húsum af þessu tagi. Síðari hluta dagsins fer hljómsveitin til æfinga í Nimes og það er óljóst áður en farið er, hvort konsertinn verður í hljóm- leikasai, ellegar úti ef veður leyfir, en það er búið að vera mjög hlýtt allan daginn. Jean-Pierre Jacquillat og þeir sem að skipulaginu standa, velja þann kostinn að spila úti, en til þess gerður staður er í miðbæ Nimes. Þar eru sýki með gosbrunn- um og hólmar á milli, þar sem fólk nýtur útivistar undir trjákrónum. Hljómsveit- arpallurinn flýtur á sýkinu, en áheyrenda- svæði með stólum í brekku á móti. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. SEPTEMBER 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.