Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 2
OLEYSTAR
G A T U R
Ævar R. Kvaran tók saman:
Lítið reyndist þeim dul-
arfyllra en bækur hennar
Ihópi þeirra rithöfunda sem skrifað hafa bækur
til skemmtilestrar á enska tungu eru nokkrar
konur sem náð hafa heimsfrægð á þessu sviði.
Þar er vitanlega fremst í flokki hin óviðjafnan:
lega Agatha Christie, sem allir kannast við. í
þessum þætti ætla ég þó að rabba um aðra
konu, sem einnig hefur veitt mér ófáar
ánægjustundir með bókum sínum, en það
er Mary Roberts Reinhart, sem um hálfrar
aldar skeið var einn víðlesnasti og vinsæl-
asti rithöfundur Bandaríkjanna. Sökum
frægðar sinnar öðlaðist hún vináttu kon-
unga, drottninga, forseta og herforingja.
Hún lést 1958, áttatíu og tveggja ára göm-
ul.
Hún lifði mjög litríku lífi sem hjúkrun-
arkona, eiginkona læknis, móðir, styrjald-
arfréttaritari, höfundur skáldsagna, tíma-
ritagreina, leikrita og sjálfsævisögu. Líf
hennar sjálfrar var viðburðaríkt og spenn-
andi.
Sextíu bækur hennar seldust í yfir ellefu
milljónum eintaka og eitt sinn voru fjögur
eftirsótt leikrit á Broadway tengd nafni
hennar, því hún var höfundur tveggja
þeirra, en hin tvö voru byggð á bókum eftir
hana, sem margar hverjar voru notaðar í
kvikmyndir og höfum við hérna heima á
íslandi jafnvel séð a.m.k. eina þeirra, mjög
spennandi kvikmynd, sem bar hér nafniö
Hringstiginn.
Mary Roberts Reinhart var því orðin
vellauðug og frægur rithöfundur, þegar
þau hjónin fluttust búferlum frá heimili
sínu við Pittsburg og í íbúð í Washington.
En þau urðu fyrir undarlegri reynzlu
fyrstu nóttina sem þau dvöldust þar.
Reinhart-hjónin voru ennþá sofandi,
þegar barið var að dyrum á svefnherbergi
þeirra snemma næsta morgun. Þetta var
Marie, trausta, miðaldra þernan þeirra,
sem kom inn með kaffi á bakka. Frú
Reinhart starði undrandi á hana og sagði:
„Já, en Marie, klukkan er ekki nema sjö.
Hvers vegna kemurðu svona snemma með
kaffið?“
Marie svaraði því til, að hún hefði heyrt
tvær snöggar hringingar í bjöllunni, sem
frú Reinhart jafnan notaði til þess að gefa
henni merki um að koma með morgunkaff-
ið. Frú Reinhart fullvissaði undrandi
þernuna um það, að hún hefði alls ekki
hringt bjöliunni — hún hefði satt að segja
verið steinsofandi, þegar Marie þóttist
heyra í henni.
Það var hringt á rafvirkja til þess að
athuga hvort eitthvað væri að bjöllunni,
en það var ekki hægt að finna nokkurn
hlut sem gæti valdið þessu. Og þessi dul-
arfulla bjölluhringing heyrðist oft og iðu-
lega, þegar frú Reinhart vissi að enginn
var í svefnherberginu, þaðan sem hringt
var. Auk þess sagði Marie að stundum
fyndi hún vekjaraklukkuna sína útá miðju
gólfi í svefnherberginu sínu, og að hún
gæti ekki haldið dyrunum lokuðum að
næturþeli.
Þá tók ennfremur að heyrast hvers kon-
ar hávaði annar í íbúðinni. Hlutir heyrð-
ust detta, þótt athugun leiddi í ljós, að.
hver hlutur var á sínum stað. Þótt Mary
Reinhart væri huguð kona kom þetta
henni úr jafnvægi og tók að varna henni
svefns.
Hún fór að hafa logandi ljós í litla gang-
inum fyrir utan svefnherbergi sitt. Á
herbergi hennar voru tvennar dyr, aðrar
útí þennan gang, en hinar útí upplýstan
skálann. Reinhart slökkti á ljósinu viö
rúmið sitt. Allt í einu heyrði hún barið á
dyrnar sem næst henni voru. Hún hélt að
það kynni að vera sonur sinn, sem hafði
farið í boð og kallaði: „Kom inn.“
Höggin voru þá endurtekin með enn
meiri hávaða en áður. Aftur kallaði hún:
„Kom inn.“
Allt í einu opnuðust dyrnar sem hún
starði á. Enginn sást og dimmt var fyrir
utan.
Hún spratt upp og skundaði fram á upp-
lýstan ganginn, síðan fram í skálann. Hún
hét því, að ef einhverjir væru að reyna að
leika á hana, skyldi hún koma þeim í opna
skjöidu.
En hún fann hvergi neinn. Allir gluggar
og dyr lokaðar. Það var því með öllu óskiij-
anlegt hvernig nokkur mannvera gæti bar-
ið á hurðina og opnað dyrnar og síðan
sloppið.
Tvisvar fundust lítil dýr í íbúðinni. Eitt
sinn fugl og leðurblaka í annað sinn. Þá
voru allir gluggar harðlæstir og sömuleiðis
allar dyr. Þarna var enginn reykháfur.
Reinhart-hjónin áttu lítinn hund, Keno
að nafni. Eitt sinn ráfaði hann inn í dimmt
og autt svefnherbergið, en sneri allt í einu
eldsnöggt við og skreið til baka með kvið
við gólf, auðsjáanlega skelfingu lostinn.
Það kom einnig fyrir í önnur skipti, að litli
hundurinn virtist verða var við einhvern
ósýnilegan gest. Þá hoppaði hann upp í
fangið á frú Reinhart, þar sem hann lá
skjálfandi af ótta og hárin risu á hálsi
hans. Síðan fór hann að ýlfra og emja og
starði út í dimmt horn.
Þessi skelfing litla eftirlætisins hennar
gerði frú Reinhart ljóst, að hér var eitt-
Mary Rinehart
hvað dularfullt á seyði, sem hún gat ekki
skilið, þótt hún hefði skrifað margar dul-
arfullar sögur.
Tvær föðursystur hennar komu eitt sinn
til þess að dveljast hjá henni um nætur-
sakir. Um nóttina heyrði önnur þeirra létt
högg á höfðagaflinn á rúmi sínu og kveikti
því ljósið. En systir hennar var steinsof-
andi með hendur niður með síðum. Höggin
byrjuðu aftur og nú vakti hún systur sína.
En nú heyrðu þær báðar hljóð, eins og
verið væri að vélrita í bókaherberginu. Það
reyndist dimmt og tómt.
Einn sonur Reinhart-hjónanna bjó ann-
ars staðar og hafði honum ekki verið sagt
frá þessum einkennilegu truflunum. Hann
dvaldi eitt sinn hjá þeim næturlangt.
Snemma næsta morgun kallaði hann á
móður sína og bað hana að líta á djúpar
rispur kringum þungan hægindastól, sem
var á nýmáluðu gólfi fyrir framan her-
bergisdyrnar þar sem hann hafði sofið.
Hann sagði móður sinni, að hann hefði
vaknað um nóttina og verið ískalt og hefði
verið gripinn einhvers konar skelfingu. Þá
sagðist hann hafa heyrt hávaða, eins og
verið væri að færa til þungt húsgagn. I
heila klukkustund brakaði og brast í þessu.
En um morguninn hefði hann svo fundið
sex þumlunga rispu á gólfinu fyrir utan. Á
þessu fannst engin skýring.
„ Frú Reinhart hafði komið fyrir plöntum
við anddyri hússins, þar á meðal var ein
býsnastór jurt á hárri hillu. Dag nokkurn,
þegar fjölskyldan kom heim úr ökuferð,
var þessi planta ekki á sínum venjulega
stað. En þegar inn var komið stóð hún án
pottsins á miðju dagstofugólfinu í þrjátíu
feta fjarlægð frá sínum venjulega stað.
Fram að þessu hafði engum utan fjöl-
skyldunnar verið sagt frá þessum kynlegu
fyrirbærum. En kvöld nokkurt í kvöldverð-
arboði ákvað frú Reinhart að segja frá
þessum undarlega, óboðna gesti sínum.
Næsta dag kom sagan í blöðunum og þar
var því bætt við, að margt fólk héldi, að
það væri öldungadeildarþingmaðurinn,
sem fyrrum hafði búið í þessari íbúð, sem
væri valdur að reimleikunum þarna, og
einnig í gömlu skrifstofunni sinni.
Mary Reinhart var ekki sérlega ginn-
keypt fyrir þessari skýringu, en taldi hins
vegar, að hér gæti verið um að ræða
ærslanda-fyrirbæri. En hvað sem þetta
var, þá fengust aldrei skýringar á þessum
furðulegu en meinlausu fyrirbærum. Síðar
hvarflaði reyndar að frú Reinhart, hvort
þetta hefðu verið eins konar viðvaranir,
því um þetta leyti dó móðir hennar allt í
einu við kringumstæður, sem rithöfundin-
um fannst ótrúlegar.
Fjórtán árum fyrir hinn hörmulega
dauða sinn hafði móðir frú Reinhart feng-
ið slag, sem hafði gert hana næstum al-
gjörlega bjargarlausa og auk þess hafði
hún misst röddina. Þennan langa tíma
hafði henni ævinlega verið hjálpað í bað-
kerið sitt. Hún hafði aldrei borið viö að
reyna að komast í það hjálparlaust. Enda
kom fjölskyldunni saman um það, að það
virtist með öllu ómögulegt að hún gæti
hreyft lamaða limi sína nægilega til þess.
En eitt kvöldið, þegar frú Reinhart var
utan borgarinnar, skrúfaði Marie frá heita
vatninu, en var síðan kvödd burt. Þegar
hún kom aftur nokkrum mínútum síðar
var gamla konan í sjóðandi heitu vatninu,
og dó hún af afleiðingum þess. Eftir það
voru engar truflanir í íbúðinni.
Eiginmaður Mary Reinhart dó 1912.
Hann hafði haft áhuga á möguleikum á
sambandi eftir dauðann, og í mörg ár
höfðu Reinhart-hjónin rannsakað sálræn
fyrirbæri og lesið mikið um efnið. Síðasta
bókin sem þau lásu var Hinn mannlegi per-
sónuleiki og hvernig hann lifir líkamsdauð-
ann eftir Frederick W.H. Myers. Þótt frú
Reinhart væri treg í fyrstu, ákváðu þau að
lokum að reyna að hafa samband sín á
milli eftir að annað hvort þeirra væri lát-
ið.
Skömmu eftir lát mannsins síns reyndi
frú Reinhart þetta með miðli frá vest-
rænni borg, sem var henni ókunnugur.
Hún gerði allar venjulegar varúðarráð-
stafanir gegn svikum, hélt jafnvel um
hendur miðilsins og kné.
Næstum þegar í stað fann hún hönd
þrýsta ofaná vinstri hönd sína og færast
eftir henni, þangað til hún snart gift-
ingarhringinn hennar. Sem prófraun hafði
frúin fest á sig nælu innan klæða, her-
deildarmerki eiginmanns síns.
Enginn hafði hugmynd um þetta eða
hvar merkið væri faliö, nema hún sjálf.
Miðillinn var ekki í transi og þegar honum
var sagt frá höndinni, þá stakk hann uppá
því við frú Reinhart, að hún gerði ráð fyrir
því, að andi mannsins hennar væri við-
staddur og legði fyrir hann spurningu.
Þótt frú Reinhart væri lítt trúuð á þetta,
þá samþykkti hún það, og spurði hvað hún
hefði komið með, sem eitt sinn hefði til-
heyrt honum. Allt í einu fann hún sér til
mikillar undrunar höndina grípa um og
hrista merkið. Miðillinn hefði ekki getað
náð til þess, jafnvel þótt hann hefði haft
lausar hendur, því frú Reinhart hélt enn
höndum hans og hnjám. Höndin fór af
staðnum, en kom brátt áftur og setti
eitthvað við hliðina á merkinu. Þegar frú
Reinhart tók það fram uppgötvaði hún, að
það var rósarknappur.
Árum saman reyndi hún að finna á
þessu einhverja skýringu, sem gæti full-
nægt vísindalegri hugsun hennar, en án
árangurs. Rósaknappurinn var raunveru-
legur, og reyndar tókst henni að varðveita
hann í langan tíma.
V
Jakob Thorarensen, f. 1886,
d. 1972, var Strandamaður
þótt fæddur væri í Hrúta-
firði og búsettur í Reykjavík
mestan hluta starfsaldurs síns.
Hann má telja með svipmeiri
skáldum síns tíma, gaf út fjölda
bóka, ljóð og sögur. Hann var og
kunnur fyrir ferskeytlur sínar.
Sumar þeirra komu í bókarauka
í ritsafni hans, sem gefið var út
1946.
1.
Grunar mig í geimsins stjái
að gefast muni stopul skjól. —
Ger mig bara að grænu strái,
Guð, er hnígur lífsins sól.
W
I
2.
Jörðin virðist rorra í ró,
rétt sem annar hnykill,
hendist fram og hringsnýst þó,
hlaupagikkur mikill.
3.
Víða er manni á vegum hætt
vorrar hálu borgar.
Öll á gleðin ótvírætt
afturkast til sorgar.
4.
Megn er lífsins mótgangs þeyr,
margt af leyndum snörum.
í ástarhjali ástin deyr
á elskendanna vörum.
u
5.
Láttu engan heimsins hæng
hagga stilltri gleði.
Lyftu sál á söngsins væng,
setji tóm að geði.
6.
Hafið er ógnar heimskulegt,
hamast, gusar, freyðir,
ónærgætið, framt og frekt
fer það sínar leiðir.
7.
Oft er lífsins úfinn mar.
Ást og hatri ei lyndir. —
Eina leið til auðmýktar
er að drýgja syndir.
9.
Illt er að vera í efa um þig,
uppsalanna herra,
Trúna að missa á sjálfan sig
samt er þrefalt verra.
10.
Nöfnin leyna oft sér á
andans hrcina sóma.
Fjallið eina og Heiðin há
helga greina dóma.
11.
Desember á myrkra met,
mjög á lyndið stríðir,
þótt heilagleiki og hangiket
hýrgi ’ann ögn um síðir.
12.
Uppivaðsla og úlfúð þver
ofar gengur fjöllum.
Því er verr, að þvættur er
þegnskapur úr öllum.
13.
Aldrei dvín það upphafs gaman,
öldin vel því kann,
að kona og maður komi saman
og kveiki nýjan mann.
14.
Það er auma ástandið
ýmsra fræga beima:
eru stórskáld út á við,
aulabárðar heima.
15.
Lýðhyllin er létt á brún,
og lundin svona og svona.
Flestum reynist, hygg ég, hún
heldur lauslát kona. J.G.J.