Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 4
 Farþegaskipið „Newfoundiand“ Steinar Árnason: Spaghetti við Grænland slendingar voru sammála um að fleira en klæð- leysi amaði að ítölsku hásetunum og skal þar einkum nefna afar óheppilegt og rýrt fæði sem olli því að þeir voru úthaldslitlir og stundum beinlínis svangir. Þeir höfðu sinn eigin mat- svein og snæddu á öðrum tímum. Kjána- legast þótti að þeir átu nær engan morg- unmat. íslendingarnir fengu sér hins veg- ar kjarngóðan árbít en mataræði þeirra var með svipuðum hætti og gerðist á ís- lenskum togurum: „kl. 6 að morgni hafra- mjölsgrautur, te og smurt brauð, kl. 9 f.h. kaffi, kl. 12 aðalmatur, kjötréttur, súpur og grautar, og stundum eftirmatur, kl. 3 e.h. kaffi með brauði, kl. 6 e.h. fiskréttur (soðinn eða steiktur) og te og brauð. Kl. 9 e.h. kaffi og kl. 12 á lágnætti te með smurðu brauði, kl. 3 að nóttu kaffi.“ (4). Þegar frá leið fóru ítalirnir að sækja á morgungrautinn hjá löndum vorum og munaði strax um það. Þá fóru kokkarnir okkar líka að víkja að þeim bita þess utan, einkum á nóttinni. Ólafur segir að þeir hafi verið sólgnir í kæfu og rúllupylsu, sem hann bjó sjálfur til, talið það hreinasta hnossgæti með nýbökuðu brauði. Þá fór að tíðkast að láta lslendingana fá rauðvíns- Um ítalsk-íslenzka tog- veiðileiðangurinn til Græn lands og Nýfundnalands 1938 Sungið um borð í Grongo. F.r.: 1. Sigurður Gíslason frá Klapparholti, 2. Sigurður Sigurðsson (með gítarinn), 3. Nicolai, ítalskur háseti (sísyngjandi). Fremstur situr ónefndur, ítalski bátsmaðurinn i Grongo. lögg í staðinn fyrir bita og síðan fóru þeir að fá reglulega hálfan lítra í leirkrús á dag, þeir sem vildu. ísleifur sagðist ekki hafa kunnað að meta rauðvínið í fyrstu en komist á bragðið og þótt það notalegt. Dagskammtur ítalanna var hins vegar einn lítri og að auki gátu þeir keypt spírit- us, tóbak o.fl. smávegis hjá stýrimanni en einhverjar reglur giltu um þetta og íslend- ingarnir gátu ekki keypt áfengi um borð. Sígarettur vöfðu menn sjálfir og höfðu eg- ypskt tóbak, heldur sterkt. í aðalatriðum hélt hver þjóð sínu lagi hvað varðaði mat og drykk. íslendingar höfðu saltkjöt og nýjan fisk sem aðalkost en hinir spaghetti og „baccalá". Spaghettið var búið til í hvert sinn með því að fletja hveitideigið út í örþunnt lag á borði, síðan var það skorið í ræmur með hníf og drifið í pott. (Þetta heitir reyndar „tagliatelle" á ítölsku, þ.e. ræmur). Stund- um voru ræmurnar þurrkaðar á snúru í eldhúsinu. Svona aðfarir í matargerð voru liklega alveg spánnýjar á Grænlandsmið- um. Spaghettið var hversdagsmatur, borð- aö 3—4 sinnum í viku. Sósu höfðu þeir út á sem þeir löguðu þannig að teningar úr nautakjöti voru látnir malla tímunum saman með tómatsósu og kryddi í dollu á vélinni niðri í mótorhúsi. Þeir suðu sér „bakkalá" í olíu með kryddi og borðuðu með hrísgrjónum. Armando Bruno hét ít- alski matsveinninn á Nascello. Hjálpuðust þeir Ólafur að við matreiðsluna og fór einkar vel á með þeim og urðu þeir góðir kunningjar þrátt fyrir tungumálaerfið- leika. Ólafur Tryggvason í eldhúsdyrum i Nascello. Yfirleitt gekk mönnum vel að gera sig skiljanlega. Notaði hvor þjóð sitt eigið mál að mestu, en handapat og ensk orð í bland höfðu verulega þýðingu. Þeir þrír sem ég hef talað við kunna enn nokkur orð og jafnvel setningar á ítölsku þótt þeir séu tregir til að hafa það yfir. Aðspurðir hvort nokkurn tíma hafi kastast í kekki miili þjóðanna, þvertaka þeir fyrir það og segja samskiptin hafa verið hin ljúfustu. Á hinn bóginn fóru nokkrir ítalir að slást út af einhverju þegar þeir voru í landi í St. John’s. Brugðu þeir hausingasveðjum en stýrimaður skaut þremur aðvörunarskot- um að þeim úr skammbyssu „og þá hættu þeir þessu greyin". Til Nýfundnalands: Harbour Grace Þegar leið á sumarið var afli orðinn mjög tregur hvar sem kastað var, en skip- in höfðu verið á Fyllubanka, Lúðubönkun- um (þeir eru tveir, stóri og litli) og tvö skipanna höfðu farið norður undir Disko- eyju. Yfirleitt hafði aflast sæmilegasti þorskur en þó smærri en línuskipin fengu. Eitthvað kom upp af karfa en honum var fleygt. Héldu nú Islendingarnir að veiðum myndi senn ljúka og mætti vænta heim- ferðar. En nú varð annað uppi á teningn- um þar sem ákveðið var að leita nýrra miða þó sumri væri farið að halla og búast mætti við verri veðrum. Þann 10. septem-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.