Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 6
ísleifur, Magnús og Ólafur. Ný mynd afþeim félögum. A. Tilvísanir í texta: ( 1) Alþýðublaðið 23. 6.1938. ( 2) Skráningin hefur hvergi fundist. Þess vegna getur heildarlisti yfir íslensku sjómennina ekki fylgt þessari frá- sögn. ( 3) Syndin er lævís og lipur. (Stríðsminn- ingar Jóns Kristófers) eftir Jónas Árnson, s. 50. Ægisútgáfan 1962. ( 4) Úr frásögn Magnúsar Haraldssonar í Þjóðviljanum 18.12.1938. ( 5) Samkvæmt vottorði því sem ísleifur Ólafsson fékk frá skipstjóra sínum dagsett á lokadegi 26.10. ( 6) Alþýðublaðið 4. 11. 1938: Frásögn Halldórs Halldórssonap og Jónmund- ar Einarssonar sem gengu í land af Orata vegna misklíðar (V.S.V.). — I bókum Sjómannafélags Reykjavíkur er þó ekkert að finna um deilumál þetta. ( 7) Mbl. 11. 1. 1938: Grein Gísla Guð- mundssonar fiskilóðs á Orata. B. Aðrar heimildir: ( 8) Mbl. 26. 11. 1938: Skýringar Björns Bjarnasonar og Ólafs Sigurðssonar út af grein Gísla Guðmundssonar. ( 9) Lesbók Mbl. 17. tbl. 1941: Á fiskveið- um með ítölum við Grænland eftir Magnús Haraldsson. (10) Ægir nr. 6 og 7 1938 (smáfréttir um fiskveiðar ítala) og 5 1939 (Togaraút- gerð ítala). (11) Togarasaga Magnúsar Runólfssonar skipstjóra eftir Guðjón Friðriksson (Örn og Örlygur 1938). (12) Dr. Jón Dúason: Grænlandsfiski og fiskileit. Alþýðubl. 15. 5.1939. (13) Alamagiá — Migliorini: Terra, mari e uomini. Vol. Secondo: II L’Italia. S. 154—5, 272. Ed. Cremonese Roma 1968. segja upp að vild, en ferðakostnað heim átti útgerðarfyrirtækið að borga (6). Ekki komu fram í þessu sambandi tölur um kaup og hyggjum nú að því hvað við- mælendur mínir höfðu um þetta atriði að segja: Ólafur segir að þetta hafi verið „fast kaup, geysilega gott. Hásetinn var með 400 krónur á mánuði en ég hafði 475.“ Þessu mótmæla hinir ekki, en ísleifur telur að í raun hafi verið miðað við 12 shillinga sem dagkaup háseta og bætir við að þá hafi sterlingspundið staðið í 22 krónum og 15 aurum, þ.e. í lokin. Magnús bætir við að kaup ítölsku hásetanna hafi verið mjög lágt, „700 lírur á mánuði, eða sem svaraði 140 ísl kr. og enginn lifrarhlutur" og var kominn einhver kurr í þá út af því ásamt fæðinu áður en lauk. Að samanlögðu virð- ist því mega bóka að landar hafi verið ráðnir fyrir fast kaup sem gat talist harla gott í þá daga. Á einum stað kemur fram að ítölum hafi þótt íslendingarnir alldýrir í kaupi svo og ferðakostnaður þeirra mikill (7). Enn má þess geta í sambandi við kaup- ið að konur sjómannanna sóttu vissar mánaðargreiðslur niður á Kveldúlfsskrif- stofu eins og um var samið meðan þeir voru í leiðangrinum. Heimferð og sögulok Þeir 25 landar sem voru með ítölunum úthaldið til enda kvöddu þá með virktum í St. John’s og tóku sér síðan far þaðan með farþegaskipinu RMS Newfoundland (Fur- ness Line) til Liverpool. Þetta var stórt og þægilegt skip, nánast lystiskip, um 12.000 tonn og sigldi þessa leið reglubundið. Menn voru glaðir og reifir á siglingunni með nægilegt skotsilfur og gengu spari- klæddir um þilför og sali. Frá Liverpool héldu þeir yfir til Hull og tók þar á móti þeim Guðmundur Jörunds- son, sem þá starfaði þar hjá McGregor, umboðsaðila fyrir Eimskip og íslensk tog- arafélög. Vildi hann koma þeim fyrir á sjómannaheimili meðan þeir biðu skips en það tóku menn ekki í mál og fengu inni á ágætu hóteli. Þá örfáu daga sem þurfti að bíða skipsferðar til íslands notuðu menn talsvert til innkaupa, einkum á fatnaði, en slíkt var hagstætt í þá daga. ísleifur segist hafa verið með a.m.k. 15 pund, og fengið sér m.a. alfatnað sem kostaði 50 shillinga en átt þó mestallt kaupið inni, um 1800 krónur, þegar hann kom heim. Var svipað ástatt um hina. Heim var komið með Dettifossi síðast í nóvember. Þar með var lokið leiðangri þessum sem má teljast allsérstæður fyrir margra hluta sakir. Munu íslendingar og ítalir hvorki fyrr né síðar hafa unnið saman með svo beinum hætti eða haft svo náin kynni hvorir af öðrum. Ekki varð framhald á veiðunum sumarið eftir, líklega mest fyrir ótryggt útlit í al- þjóðamálum, því að fáum duldist að styrj- öld væri í nánd. Togararnir ítölsku urðu innlyksa þarna vestra í stríðinu og ekki er vitað hvað um þá varð og engar fréttir bárust nokkurn tíma hingað af hinum ít- ölsku sjómönnum svo vitað sé. (14) Denis Mack Smith: Storia d’Italia 1861-1962. Vol. III cap. XI Ed. Lat- erza Roma-Bari 1977. (15) Bogen om Gronland (Politikens For- lag, 1978). Kokkarnir á Nascello: Ólafur Tryggvason og Armando Bruno. PIROPESCHERECCIO ••QII0NQ0,, f-r l4/vvC. , v>l*h' La ihUu vu oL 'TÚuv&a * tjuo'uUvt UiouMJ jjuvu^ llf Jua+jL IA> DtOoUoull y Uuua Ljósrit af vottorði sem skipstjórinn á Grongo gaf ísleifi Ólafssyni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.