Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 7
ÞEKKIRÐU KÖTTINN Rabb um köttinn í sögum og ljóðum eftir Sigurlaugu Björnsdóttur nginn má við margnum segir gamalt mál- tæki. Litla mannfælna hagamúsin ber það ekki með sér að hún geri mikil spjöll, en þó var hún hinn versti vágestur meðan íslend- ingar bjuggu í torfbæjum og geymdu búpening sinn í mold- arkofum. Mýsnar nöguðu sig í gegnum veggina og átu allt sem tönn á festi. Þær lögðust jafnvel á kind- ur ef þær voru hafðar í húsi til lengdar. Bændur mundu því hafa verið illa settir ef kisa hefði ekki veitt þeim liðsinni í baráttunni við músaherinn. Menn bjuggu til ýmsar tegundir af músagildrum en það stoðaði lítt. Nú eru torfbæirnir horfnir en steinhús komin í þeirra stað og því getur litla fagureyga haga- músin með mjúka feldinn ekki lengur leitaö á náðir mannanna, þegar þröngt er í búi hjá henni. Og kisa er búin að missa atvinn- una. Margt er dularfullt og fram- andi í fari kisu. Hún sér í myrkri og fer á kreik þegar aðrir sofa. Hún er með gangþófa svo að fótatak hennar heyrist ekki og í silkimjúkum loppum hennar ieynast beittar klær. Ef til viil er það af þessum sökum að menn tóku að spá ýmsu sem í vændum var eftir hegðun kisu, til dæmis veðurfari og gestakomum. Nú útvarpa og sjónvarpa háskólagengnir veður- fræðingar veðurfregnum oft á dag svo að það er orðinn óþarfi að líta til lofts og gá að skýja- fari. Ætli einhver að líta inn til kunningja sinna, hringir hann til þess að boða komu sína eða vita hvort þeir séu heima, en það er fátíðara síðan menn komust á hjólin. Kisa gegnir því ekki leng- ur hlutverki völvunnar. Samt vilja menn hafa kisu fyrir gæludýr. Hún á náðuga daga og stundar veiðar sem sport eins og fína fólkið. Þótt kisa sé eftirsótt sem barnagaman er hún ekki háð eiganda sínum. Hún nuddar sér upp við þann sem hún vill koma sér í mjúkinn hjá en reisir stýrið og gengur brott tigin í fasi ef ekki er allt eins og hún vill. Breski rithöfundurinn Kipling hefur lýst sjálfstæði kisu í ævintýrinu „Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir". Það kom út í íslenskri þýðingu fyrir um það bil fimmtíu árum. - Ef kisa malar af ánægju þegar börnin klappa.henni og raula við hana kattargælur: Litla kisa, litla kisa leptu rjómann þinn. Langar þig að lúra liggja hér og kúra? Víst þú hefur, víst þú hefur voða fallegt skinn. Kettlingurinn og kisa hvar voruð þið í nótt? Við vorum í búri kerlingar að lepja skyr og mjólk. Síra Skúli Gíslason skráði sög- una „Skoffín og Skuggabaldur" eftir Einari Bjarnasyni á Mæli- feili. Skoffín er sagt að sé afkvæmi tófu og kattar og er kötturinn móðir. Verða skoffín því ætíð drepin áður en þau komast upp. Skuggabaldrar eru í föðurætt af ketti en í móðurætt af tófu og þeir eru eins skæðir að bíta og stefnivargar og refir, sem galdramenn magna til að rífa annars fé og ekki kveikja menn byssur, þegar á þá er hleypt. Einn skuggabaldur hafði eitt sinn gjört sauðfé Húnvetninga mikinn skaða. Fannst hann loks í holu einni við Blöndugil og varð þar drepinn með mannsöfnuði. Sagði skuggabaldurinn í því hann var stunginn: „Segðu henni Bollastaðakisu að hann skugga- baldur hafi verið stunginn í dag í gjánni." Þetta þótti undarlegt. Kom bani skuggabaldurs að Bollastöðum og var nótt. Lá hann uppi í rúmi um kvöldið og sagði frá þessari sögu. Gamall fressköttur sat á baðstofubita. En þegar maðurinn hermdi orð skuggabaldurs hljóp kötturinn á hann og læsti í hann með klóm og kjafti og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum. En þá var maðurinn dauður. Hvert rekur kisa ættir sínar? Hún var talin vera af evrópsku villikattarkyni en rannsóknir hafa leitt í ljós að svo er ekki, því að líkamsbygging þeirra er ólík. Leiddar hafa verið likur að því að hún sé ættuð frá Núbíu og verið tamin í Egyptalandi. Fund- ist hafa káttamúmíur í fornum egypskum grafhýsum. En hvers vegna hlotnaðist kisu sá heiður að vera smurð eins og faraóarnir og drottningar þeirra, sem voru vernduð fyrir því að verða að dufti eins og aðrir dauðlegir menn? Hinir fornu Egyptar höfðu ljónynjur sem heilög dýr í hofum sínum en þar sem þær voru erf- iðar viðfangs, tóku hofprestarnir það ráð að hafa ketti í þeirra stað. Almennt er álitið að kötturinn hafi ekki komið til Norðurlanda fyrr en á víkingaöld. í norrænni goðafræði skipar kisa veglegan sess því að ástar- gyðjan Freyja beitti köttum fyrir vagn sinn. Bjarni Thorar- ensen hefur ort kvæði um Freyjukettina. Að sögn hans kýs ástargyðjan sér meira gaman en gagn af köttunum en draga vagninn. Hún sendir þá út til veiða og þeir veiða menn en ekki mýs. Ei draga þeir þó ætið vagn hjá ástarblíðri dís af þeim sér meira gaman og gagn hin gullinhærða kýs: Þeir veiða menn — ei mýs! Og oftast sendir út hún þá til veiða. Það er nokkur vörn gegn þess- um köttum að „þeir særa ei neinn sem sjálfur vill það eigi“. Þó frá launsátri löngum því þeir læsi margan hal, sig þessum veiðum sjálfum í þeir sýna kattaval! Blíðir, með mjúkast mal, Þeir særa ei neinn sem sjálfur vill það eigi. Sá sem hefur séð kött leika sér að mús, mun ekki langa til að vera í sporum mýslu. En marga fýsir að kynnast hinum mjalla- hvítu sættmalandi köttum ást- argyðjunnar og fáir sleppa klakklaust og ósárir, segir Bjarni. Þó færri geti halir um heim til hróss það talið sér að komist hafi frá köttum þeim Klakklaust og ósárar — það minnkun ætíð er, úr manni að gerast músin Freyjukatta! Færri munu geta hrósað sér af því að hafa fengið kvæði í af- mælisgjöf, enda ekki á allra færi að tendra neistra hjá skáldi til að yrkja ljóð. Hér fer á eftir brot úr kvæð- inu „Á afmæli kattarins" eftir Jón Helgason. Viðsjárverð þykir mér glyrnan gul, geymir á bak við sig marga dul, óargadýranna eðli grimmt á sér í heilanum fylgsni dimmt. Alla tíð var þó með okkur vel, einlægt mér reyndist þitt hugarþel, síðan ég forðum þig blindan bar, breiddi á þig sæng, þegar kaldast var. Ólundin margsinnis úr mér rauk er ég um kverk þér og vanga strauk, ekki er mér kunnugt um annað tal álíka sefandi og kattarmal. Bugðast af listfengi loðið skott, lyftist með tign er þú gengur brott, aldrei fær mannkindin aftanverð á við þig jafnast að sundurgerð. Kisa á sínar sorgir eins og mennirnir. Jóhannes úr Kötlum lýsir í ljóðinu sem fer hér á eftir, ihnilegri samúð með henni. Kolsvört læða, lipur veiðikló, labbar með mér út um grund og mó: elsku litli anginn hennar dó, — oft er torvelt börnin sín að geyma. Hún er friðlaus, finnur hvergi ró, flýr nú skelkuð tóma bólið heima. Ó, hve loppan hans var fim og fín, fallega hann sperrti eyrun sín, allt hans líf var leikur, saklaust grín, létt og mjúkt og fullt af skrýtnum vonum. Vertu róleg, vesling kisa mín, — við skulum bæði reyna að gleyma honum. Kis-kis mig horfir hissa á, — hennar sára eymdarlega mjá stígur upp í himinhvolfin blá: hvað má vorum dýpsta trega eyða? — kannski er barn þitt góðum guði hjá gullfugl eða silfurmús að veiða. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.