Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 3
SIGURÐUR PÁLSSON: siöiHHHiHiaBssami]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Simi 10100. Forsíðumyndin í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Kjarvals, listmálara, verð- ur efnt til viðamikillar sýningar á verkum hans á Kjarvalsstöðum. Illugi Jökulsson ræðir um sýninguna og fleira sem henni tengist við Þóru Kristjánsdóttur, listráðunaut hússins. Höfundur Njálu Það var í árdaga það var gaman í árdaga Verðandi höfundur Njálu kom gangandi niður túnið Það var ekki búið að skíra fjallið Kýrnar jórtruðu og biðu þolinmóðar eftir Scheving Spaghetti Steinar V. Árnason segir frá ítalsk-íslenzka togveiðileiðangrinum til Grænlands árið 1938 og byggir á viðtölum við þrjá íslendinga sem tóku þátt í veiðunum. Jane Russell Hún var eftirlæti bandarískra hermanna í heimsstyrjöldinni síðari, varð fræg fyrir leik í myndinni „Útlaginn" sem þótti afar djörf á bandarískan mælikvarða þá. Kötturinn í ljóði og sögum eftir Sigurlaugu Björnsdóttur. Kötturinn hefur einatt orðið uppspretta höfunda sagna og ljóða, enda kattareðlið löngum þótt sveipað dul. Kálfarnir léku sér Höfundur Njálu staldrar við Rennir augum upp fjallið og skírir fjallið Hvessir síðan augun hvessir augun á kálfana Sigurður Pálsson er skáld og leikstjóri i Reykjavlk. Hvernig er þetta meö kurteisina? Við leggjum ólíkan skilning í hugtakið kurteisi. Að ekki sé minnzt á fram- kvæmd þess hugtaks. Það vill brenna við jafnvel á þessum síðustu jafnrétt- istímum, að konur taki það til dæmis sem nokkuð algildan mælikvarða á kurteisi karl- manna, ef þeir eru snöggir að hjálpa þeim að klæða sig í kápuna eða kveikja i sígar- ettunum þeirra. Konur eru ekki jafn and- snúnar því og þær vilja vera láta að staðið sé upp fyrir þeim í strætisvögnum, o.fl. mætti telja. Á hinn bóginn er minni ástæða til að huga að því að sýna karl- mönnum slíka siði, að dómi kvenna. Það er í raun og veru fróðlegt að íhuga hvað konur geta leyft sér að gera miklar kröfur til ytri kurteisissiða karla. Við heimtum réttindi á borð við þá á öllum sviðum, jafnvel forréttindi. En stundum gleymist að uppfylling þessara réttinda hlýtur að leggja okkur einhverjar skyldur á herðar. Af hverju dettur konum sjaldan í hug að bjóða karlmönnum eld? Og af hverju standa konur ekki upp fyrir karl- mönnum í veitingahúsi eins og prúðl- ingarnir i hópi karla gera? Og af hverju líta konur á það sem sjálfsagðan hlut aö karlmaðurinn greiði alltaf bíómiðana og máltíðir á veitingahúsum. Sjaldan hef ég líka orðið vör við að konur opni dyrnar fyrir karlmönnum og við stöndum ekki upp fyrir þeim í strætó nema þeir séu nán- ast örvasa. Og hvað er þá kurteisi? Og hvernig lýsir hún sér? Að mínum dómi sprettur kurteisi fyrst og fremst af góðu og öguðu uppeldi, meðfæddri hjartahlýju og þekkilegu við- móti, sem á ekkert skylt við hraðamet í að opna hurðir fyrir kvenfólki/karlmönnum né kveikjá í sígarettum. Kurteisi er hóg- værð og tillitssemi segir í Blöndalsbók og íslenzkukennari minn í Kvennaskólanum kenndi mér á sínum tíma, að vert væri að leggja við eyru það sem Blöndal segði. Áuðvitað mætti gera lærðar úttektir á kurteisi og fengju íslendingar sennilega ekki par góðan vitnisburð svona ef djúpt yrði farið og sú úttekt næði því lengra en til ytri kurteisissiða og viðtekinna. Eg er sannfærð um að flestir hafa kynnzt því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að hitta fyrir fólk á öllum aldri í ýmsum atvinnugreinum, sem aldrei hefur lært kurteisi og kemur þó fram af slíkri reisn, ljúfmennsku og hugulsemi að unun er að eiga við það skipti. Slíku fólki er kurteisi meðfædd og eðlislæg og á ekkert skylt við neikvæða auðmýkt. Og kurteisi á ekki heldur að vera bundin við að annað kynið sýni hana hinu. Kurt- eisi er að vera betri hvert við annað á áreynslulausan og geðfelldan hátt. í fornum sögum er jafnan tekiö fram ef ákveðin sögupersóna er kurteis og þar hef- ur sjálfsagt ekki verið lagður í það sá yfir- borðslegi nútímaskilningur sem ríkir hjá mörgum. Kannski væri okkur hollt að hugleiöa það á þessum síðustu tímum, að þau gömlu sannindi eiga enn við að kurt- eisi kostar ekki peninga. En hún getur á hinn bóginn gefið drjúgt í aðra hönd — það er sá ávinningur sem viö fáum með jákvæðari samskiptum við náunga okkar. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.