Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 13
Eftirlæti bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni er nú 63ja ára og fögur sem forðum Við fljúgum lágt og hægt yfir Arizona og eigum að lenda á lítilli flugbraut syðst í Oak Creek Canyon, þar sem hinar hrika- legu, rauðu sandsteinsmyndanir glóa í sól- skininu. Og okkur verður það enn ljósara en Jane Russel nú. áður, af hverju landslag hafi „leikið" svo veigamikið hlutverk í fjöldamörgum vestr- um. Það vill einnig svo til, að tilgangur ferðarinnar er að hitta Jane Russell, en hennar eigið „landslag" var einu sinni svo fyrirferðarmikið á kvikmyndatjaldinu, að það varð tilefni til þess, að ruglingsleg og heldur leiðinleg kúrekamynd varð eitt af yfirborðslegustu og langdregnustu deilu- efnunum, sem sögur fara af i Hollywood. Hneykslun ritskoðara og stjórnmála- manna, dómara og klerka, varð til þess, að „Útlaginn" var gerður útlægur um árabil í Bandaríkjunum og víðar og olli Jane Russ- ell í senn leiðindum og óþægindum. En sem betur fer var margt fleira en barmur- inn, sem gerði hana að mikilli konu. Hún hafði hlotið kristilegt uppeldi, var sjálf- stæð, einbeitt og vel gefin og henni tókst að þola þessa eldraun án varanlegs tjóns. Hún neitaði hreint og beint Howard Hughes og hinum útsmognu og hugvits- samlegu liðsmönnum hans um að nota sig sem efni til goðsagnagerðar. Þessi heilbrigða stúlka ólst upp í nám- unda við Hollywood, en er nú alúðleg, til- gerðarlaus og glæsileg amma og býr með þriðja eiginmanni sínum í litlu, notalegu húsi í litlum, notalegum bæ, sem heitir Sedona og er í hálfgerðu hálendi milli Phoenix og Grand Canyon. Hún er nú 63 ára gömul og mun brátt senda frá sér ævisögu sína, sem ætti loksins að eyða ým- is konar misskilningi, sem hefur verið við lýði í fjóra og hálfan áratug, síðan hún tók að sér 19 ára gömul að leika hlutverk, sem menn minnast helzt fyrir áflog við Billy the Kid, öðru nafni Jack Buetel. Það var ekki hægt að búast við því, að sú hugmynd, sem almenningur gerði sér um hana yrði í miklu samræmi við sannleik- ann, eftir að Howard Hughes hafði ráðið blaðamann að nafni Russell Birdwell til að aulýsa „Útlagann". Sá fugl hafði staðið á bak við það, sem hann kallaði mestu leik- araleit sögunnar (til að leika hlutverk Scarlett O’Hara) og gerði þannig myndina „Á hverfandi hveli“ („Gone with the Wind“) fréttnæma í þrjú og hálft ár, áður en hún var gerð. Og það var hann, sem auglýsti frumsýningu á Manhattan á „Föngunum í Zenda" með því að tilkynna, að framleiðandi myndarinnar myndi greiða farið fyrir alla íbúa Zenda í Ontario til New York á sýninguna. íbúarnir í Zenda voru tólf talsins. Birdwell lagði ýmsar skyldur á herðar leikaranna í „Útlaganum", og hann sveifst einskis í brögðum sínum og brellum, en það olli miklu um allt uppistandið og þær deilur, sem urðu um myndina og stóðu í meira en sex ár, eftir að hún var frumsýnd 1943. Þaö var svo ekki fyrr en 1949, síðla árs, að Velsæmisnefndin, kaþólsk ritskoð- unarstofnun, breytti afstöðu sinni að nokkru leyti, eftir að Hughes hafði látið klippa svolítið úr myndinni, og Kvik- myndafélagið veitti samþykki sitt sem það hafði afturkallað með mjög svo harkaleg- um hætti. En þá hafði margt drifið á daga Jane Russell. Fyrst var það niðurdrepandi og virtist aldrei ætla að taka enda að þurfa að vera í fullu starfi við að auglýsa kvik- mynd, sem sýningar voru ekki hafnar á. í lok ársins 1942 tilkynnti skrifstofa Bird- wells, að „yfir 43.000 mismunandi myndum af Jane Russell hefði verið dreift", að bréf frá aðdáendum hennar væru orðin 1100 á viku og að einungis Betty Grable og Rita Hayworth kæmust til jafns við hana sem eftirlæti bandarískra hermanna. Henni hafði verið gefinn titillinn „Drottning hinna hreyfingarlausu mynda", þar sem hún hafði enn ekki birzt á neinni, sem hreyfðist. Það var í ársbyrjun 1943, sem það fór fyrir alvöru að hleypa ólgu í hið skozk- þýzk-ensk-írska blóð hennar, að hún skyldi aðeins fá greidda 75 dollara á viku fyrir að leggja það á sig að koma fram 8 sinnum á dag. Þegar hún hafði gifzt amerísku fót- boltastjörnunni Bob Waterfield, hætti hún á brottrekstur hjá Hughes og mætti ekki til vinnu, fyrr en laun hennar höfðu verið hækkuð í 1000 dollara á viku og hann féllst á að leyfa henni að taka að sér verkefni í öðrum verum vissan tíma. Sú heimild gaf henni kost á að leika í myndinni „Young Widow" 1947 og einnig, sem miklu meira máli skipti, að sýna hæfileika sína til að leika í gamanmynd, er hún lék með Bob Hope í „The Paleface" 1948, en það varð undanfari þess, að hún lék með Marilyn Monroe í „Gentlemen Prefer Blondes". Þegar við vorum að nálgast Sedona, fór ég að velta því fyrir mér, hvernig sú kona myndi minnast hinna horfnu hasartíma í Hollywood, sem þeir, sem aldrei hafa hitt hana, hafa litið á sem venjulega þokkadís. Þriðji maður Jane Russell tók á móti LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.